23.8.2008 | 01:18
Skemmtilegur fyrirlestur með Nigel Farage
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.8.2008 kl. 08:41 | Facebook
Athugasemdir
Það er eiginlega bara eitt sem ég hef áhyggjur af í sambandi við að fara í aðildarviðræður: Einhvern vegin virðast þeir sem fara af stað í svona verkefni alltaf verða svo niðursokknir í verkið að þei komast á eitthvert skrið sem þeir virðast ekki geta eða vilja stoppa. Þannig virðist verkefnið sjálft taka sér líf og halda áfram sama hvað tautar og raular.
Ég heyri fyrir mér sönginn um að nú sé of langt gengið með verkið, nú verði ekki aftur snúið, nauðsynlegt sé að halda áfram þ.e. búið sé að eyða svo og svo miklum peningum í verkefnið sem séu þá tapaðir og "ásýnd" þjóðarinnar skaðist o.s.frv., o.s.frv.
Ég held því að ef það verði byrjað í þessum viðræðum þá sé því ekki treystandi að einhver nógu ákveðinn segi skýrt og skorinort (ef þörf krefur): Stopp, hingað og ekki lengra. Þetta er lélegur díll og við viljum ekki vera með.
Björg Árnadóttir, 23.8.2008 kl. 21:21
Ég skal verða fyrstur á blogginu og annarsstaðar til að berjast á móti aðild að ESB ef viðræðurnar skila ekki viðunandi árangri.
Hjá mér snýst þetta mál ekki um trúarbrögð - líkt og hjá Nigel Farage, Heimssýn og íslenska ESB klúbbnum.
Hjá mér snýst þetta einungis um hvað borgar sig að gera í stöðunni.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.8.2008 kl. 00:03
Guðbjörn:
Þú sakar Farage um lýðskrum en færir engin rök fyrir þeirri alvarlegu ásökun. Hvers vegna ekki? Mér skildist á þér að þú værir talsmaður málefnalegrar umræðu um Evrópumálin? Að sama skapi segirðu Evrópumálin snúast um trúarbrögð fyrir okkur í Heimssýn. Væri til of mikils mælst að þú rökstuddir það líka?
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Ég gerði mér ferð í Þjóðminjasafnið til að hlusta á þingmann breska Sjálfstæðisflokksins (e. Independence Party) á Evrópuþinginu. Ég hafði bæði gagn og gaman af fyrirlestrinum. Mér fannst þó að þingmaðurinn hefði mátt vera rökfastari, þ.e.a.s. ef hann ætlast til að verða tekinn fullkomlega alvarlega. Hann notaðist meira við svona "standard" frasa ESB andstæðinga, sem voru þó margir vissulega góðir og sannfærandi. Ég verð að segja að rök margra meðlima Heimssýnar finnst mér mun betri þau sem þingmaðurinn lagði fram í sínum fyririlestri. Ég var þó algjörlega sammála - og deili áhyggjum hans - varðandi að ESB sé ekki á réttri leið núna í því að gera sambandið að sambandsríki. Ég get þó einhvernveginn ekki tekið herra Farage fullkomlega alvarlega - þótt ég hafi skemmt mér vel - og fannst málflutningurinn bera keim af svolitlu lýðskrumi.
Athygliesverðast fannst mér þegar Nigel Farage lýsti ástandinu í Bretlandi eftir að þeir tengdust myntbandalaginu forðum daga, en þá hefðu vextir verið komnir í hæstu hæðir, verðbólgan hefði farið af stað o.s.frv. Það var engu líkara en að hann væri að lýsa ástandinu hjá okkur núna án myntbandalags eða evru. Einnig fannst mér skrítið þegar englendingurinn bar saman fimmta stærsta hagkerfi heims - Bretland - og Ísland, sem er með eitt smæsta myntkerfi í heimi og sagði að fyrst sjálfstæð mynt borgaði sig fyrir þá , hlyti það sama að gilda um okkur. Þessi tvö hagkerfi eru auðvitað ekki sambærileg að stærð og slagkrafti og fullyrðingin sem slík algjörlega órökstudd.
Auðvitað er það hárrétt, sem Geir Haarde hefur haldið fram, að við þurfum að hafa skikk á efnahagsmálunum og það gildi, hvort sem við erum innan ESB eða utan, með evru eða ekki. Vandamálið er hins vegar að við erum ekki með skikk á þeim eins og er. Þetta er einfaldlega staðreynd, sem ekki er hægt að loka augunum fyrir, hvað sem öðru líður.
Menn deila reyndar um hverju um var að kenna, Kárahnúkavirkjun, hækkun lánshlutfalls hjá Íbúðalánasjóði og innkoma bankanna á íbúðalánamarkað eða spákaupmennska erlendra og innlendra fjárglæframanna. Menn deila hins vegar minna um að Seðlabankinn og ríkisstjórnin virðast annaðhvort ekki hafa tækin til að koma skikki á eða hafa ekki beitt þeim nógu mikið eða ekki á réttan hátt.
Á meðan Seðlabankinn og ríkisstjórnin geta ekki sannað fyrir mér, að þau hafi stjórn á efnahagsástandinu, vextir hér eru mikið hærri en innan ESB og matarverð og annað verðlag líka, mun ég halda áfram að vilja skoða ESB aðild og upptöku evru. Mér finnast kostirnir einfaldlega vera fleiri en gallarnir. Auðvitað er svo sjálfhætt við aðild ef viðræður sýna okkur að við missum yfirráð yfir fiskimiðunum og verðum að leggja landbúnað á Íslandi niður að meira eða minna leyti.
Svo mörg voru þau orð!