22.10.2008 | 13:00
Steldu 100 milljörðum og þér er boðið til veisluhalda að Bessastöðum ...
Það er skrítið réttlætið á Íslandi:
- Steldu 100 milljörðum og þér boðið til "veisluhalda" að Bessastöðum
- Steldu 100 milljónum og þér boðið upp á "lúxusdýnur" og "listsköpun" á Kvíabryggju
- Steldu 100 þúsund krónum og þér boðið upp á "vatn og brauð" á Hrauninu
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Rannsóknin hefur forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er stéttaskiptinginn í sinu verstu mynd."Snillingarnir" með réttu samböndin stela millijörðum.
Fólk þarf nú ekki stela meira en eitt lambalæri til að vera lokuð inni á Hrauninu.
Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 14:49
Getur einhver sagt mér hvað hugtakið MISTÖK þýðir
Skilanefnd Glitnis segir að ef að í ljós kemur að mistök hafi verið gerð að hálfu gamla Glitnis muni hún gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að leysa málið í samráði við Ekportfinans.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefndinni vegna frétta um að Eksportfinans í Noregi hafi kært gamla Glitni banka.
Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:41
Ætti þetta ekki að duga til þess að hægt sé að sækja á stjórnendur bankans?
Gunnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.