8.11.2008 | 22:16
Skrílslæti, sem enginn á að taka þátt í
Vissulega er ég reiður líkt og aðrir Íslendingar, en að einhver mannlegur máttur fái mig til að taka þátt í mótmælum með þessu sama fólki og hlekkjaði sig við vinnuvélar að Kárahnúkum og í Helguvík eða Sturlu og vörubílstjórunum, sem hlýddu ekki tilmælum lögreglu í vor og voru með skrílslæti, kemur ekki til greina.
Það er kominn tími til að einhverjir aðrir taki að sér að skipuleggja mótmæli af þessu tagi. Hvar eru bandalög vinnandi fólks í landinu um þessar mundir? Þarna á ég auðvitað við ASÍ, BSRB, BHM og KÍ. Af hverju skipuleggja þessi launþegasamtök ekki víðtæk mótmæli, sem ættu auðvitað að eiga sér stað í miðri viku, þar sem öll þjóðin legði niður vinnu og streymdi á Austurvöll - eða í miðju bæja og sveitarfélaga um land allt - og mótmælti.
Á slíkum fundi mótmælti þjóðin friðsamlega en af krafti:
- gegn aðgerðaleysi stjórnvalda undanfarið varðandi rannsókn á gjörðum þeirra manna, sem leiddu til kreppunnar sem hér ríkir núna
- gegn fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi Alþingis að hafa ekki sett eðlilegt regluverk um banka og fjármálastofnanir
- gegn ríkistjórninni og ráðuneytum fyrir að sinna ekki eðlilegu eftirliti með því, hvort og hvernig undirstofnanir voru að sinna hlutverki sínu
- gegn grandvaraleysi, gagnsleysi, getuleysi og röngum ákvörðunum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í peningamálum og eftirliti undanfarin ár.
Hefði allt þetta fólk verið að vinna vinnuna sína, er mjög líklegt að við værum ekki í þeim sporum, sem við erum í dag. Þar ber minn eigin flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, mesta ábyrgð, en aðrir flokkar geta ekki hvítþvegið sinn á þann hátt, sem þeir nú gera.
Þegar öllum þeim punktum er mótmælt, sem að ofan getur, og mótmælin beinast ekki gegn einstökum stjórnmálamönnum, embættismönnum eða stjórnmálaflokkum og slík mótmæli eru skipulögð af öllum samtökum launamanna í landinu, skal ég sem formaður stéttarfélags verða fyrstur manna til að hvetja mína félagsmenn til friðsamlegra mótmæla í miðbæ Reykjavíkur!
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Ekki gat eg kallað þetta neinn skríl, sem var að mótmæla við Austurvöll í dag og var sjálfur þar viðstaddur, ásamt mörgum almennum borgurum t.d fjöldi elliífeyrisþega og annara. Kannski var eitthvað að fólki sem mótmælti í Kárahnjúkum líka þarna og má það líka mín vegna. Það þarf engin launþegasamtök frekar en aðra , til að skipuleggja mótmæli og ég spyr, "Er það ekki bara eðlilegt að fólk sé farið að reiðast og mótmæli geti farið úr böndunum í því ástandi , sem ríkisstjórnin er búin að koma þjóðinni með stupning Seðlabankastjóra, sem 70 % þjóðarinnar er á móti"? Aðalkrafan í þessum mótmælum fannst mér vera sú, að þessi ríkisstjórn lyga og yfirhylminga ætti að fara frá og það strax! Geri hún það ekki strax, má vænta þess að upp úr sjóði algerlega í næstu mótmælum og þá þarf Geir Haarde að hafa í kjallara Alþingishússins her úr stuttbuxnadeild íhalds , sér til halds, eins og 30 mars 1949!! Fólk krefst réttlætis og jafnréttis og heimtar að þeir sem bera ábyrgð, beri hana!
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:38
Ég var þarna og þetta voru mjög ábyrg mótmæli.
Að vísu var ungur maður handtekinn af lögreglunni, sem voru hláleg mistök, því þeir handtóku rangann mann. Þeir handtóku mann sem setti Bónusfána á Alþingishúsið, en ekki þá sem stálu miljörðum og komu þjóðinni á vonarvöl - þeir glæpamenn ganga enn frjálsir og eru margir með ofurlaun hjá "nýju" bönkunum og gamla Seðlabankanum.
Aðrir eru í vellaunuðum störfum INNI í Alþingishúsinu og aðrir hjá Fjármálaeftirlitinu... En auðvitað þurfti að handtaka unga manninn, frekar en engan. Grátbroslegt samfélag sem við lifum í.
Viðar Eggertsson, 8.11.2008 kl. 22:48
Var á Austurvelli og fundurinnn var allt öðruvísi en fjölmiðlar segja frá.
Fjölmiðarnir fjalla bara um aukaatriðin. Þeir eru enn meðvirkir með útrásarliðinu sem enn hefur völdin í fjölmilunum.
Leitið í þessum miðlum að því sem Einar Már sagði í sinni mögnuðu ræðu eða þá það sem Sigurbjörg Árnadóttir sagði um finnsku leiðina.
Ekkert var sagt frá fundinum heldur því gerðist að honum loknum.
101 (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:56
Jæja, nú eru þeir sem þarna voru staddir búnir að bera vitni gegn þér. Ætlarðu samt enn að segja að þetta hafi verið skrílslæti?
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 23:29
Er þér innilega sammála Viðar. Þessi mótmæli voru mjög ábyrg og fullt af þekktu fólki þarna úr þjóðfélaginu, háskólamenntaðir, verkamenn, ellilífeyrisþegar, líka verkalýðsleiðtogar!! Ræða Einars Más var hrein snilld, í umfjöllun hans um fjölmiðlana. Ég hvet alla landsmenn til að fylkja liði í næstu mótmæli. Þjóðin krefst þess að ríkisstjórnin fari frá og menn taki ábyrgð á gerðum sínum og að þeim verði refsað, sem mjög sennilega , hafa brotið af sér. Hina ábyrgu stjórmálamenn og ráðherra , á að henda í ruslatunnu íslenskra stjórnmála strax! Nýjustu fréttir eru þær, að IMF-lánið verði sennilega ekki tekið til umfjöllunar á mánudag, svona fáum við þetta í smáskömmtum og þeir halda að almenningur láti bjóða sér svona framkomu!!
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:30
Þessi mótmæli eru bara skrílslæti og að veitast að lögreglumönnum er fyrir neðan allar hellur. Hvaða bull er þetta svo í fólki að vera að mótmæla "ástandinu" eins og það fjúki út í buskan ef stjórnvöld láta af kröfum lýðskrumara. Það kemur best í ljós úr hverju menn eru gerðir þegar á móti blæs, það er augljóst að sumir er litlir kallar í sér og fara niður í bæ með grunnskólabörnum og menntaskólakrökkum til að kasta steinum í Alþingishúsið.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:48
Grundvöllur lýðræðis er að geta mótmælt þegar rangar ákvarðanir eru teknir. Ef nægjanlega langt er gengið í svínaríi verða mótmælin hörð og reið. Ef ráðamenn gefa augljóslega skít í "skrílinn" eykst reiðin og út fara að brjótast lítilsháttar óeirðir, jafnvel með lítilsháttar eignatjóni. Ef lögreglan skiptir sér of mikið af eykst á þetta og þar sem hæstvirtur yfirlögregluþjónn kemur að málinu aukast líkurnar enn frekar. Hann er jú maðurinn sem heldur fram að trúboð í miðbænum gæti leyst allan vanda og að það hvort sé fullt tungl á menningarnótt hafi afgerandi áhrif á vanda lögreglu.
Ef sérsveit er send á móti óþvegnum almúganum (okkur) verða til óeirðir. Það er sýnt og sannað þar sem reynsla er af slíku að annars friðsöm mótmæli snúast upp í andhverfu sína þegar einkennisbúnir menn sem láta ófriðlega og lemja jafnvel á plastskildi ganga fram gegn fólki (sjá almenna hópsálfræði). Einnig hættir þeim einkennisklæddu til að ýta undir ofbeldið (oft óafvitandi), sjá rannsóknir Zimbardo og fleiri á hvaða áhrif andlitsleysi einkennisbúninga hefur í þessum aðstæðum.
Ef óskað er eftir friðsömum mótmælum á sérsveitin að halda sig heima (þeir geta alveg verið í viðbragðsstöðu) og almenn lögregla EKKI að skipta sér af minniháttar málum (s.s. eggjakast að húsi, bónus fáni o.þ.h.). Ofbeldi gagnvart fólki eða hegðun sem skapar raunverulega hættu verður að sjálfsögðu að stöðva, en þangað til er þetta bara lýðræði í hnotskurn.
Ekki endilega fallegasta og rólegasta form lýðræðis, en eitt það mikilvægasta.
Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:35
Svo satt Vilhjálmur.
Það er stór hluti af þessu "atvinnumótmælendur"
Stefanía, 9.11.2008 kl. 00:43
Ég get ekki samþykkt það að lögreglan eigi að standa aðgerðarlaus hjá þegar fólk er að kasta eggjum í alþingishúsið .
Svona til gamans þá má leiða að því likuð að lögreglan muni beita gasi næsta laugadag miða við gefna reynslu og mótmæli trukkabilstjóra
Jón Rúnar Ipsen, 9.11.2008 kl. 01:11
Það eru skrílslæti að veitast að lögreglumönnum, sem eru einungis að vinna sína vinnu. Það eru skrílslæti að hengja upp Bónusfána við Alþingishúsið og það eru skrílslæti að kasta eggjum í Alþingishúsið!
Ég styð öll mótmæli, sem fara fram á friðsamlegum nótum gegn því sem ég taldi upp í pistli mínum hér að ofan. Og ég átti ekki við friðsamlega mótmælendur á Austurvelli í dag, heldur þá sem bregðast við með skrílslátum. Að líta á það sem strákapör að veitast að lögreglunni eða kasta eggjum að Alþingi eða hengja einhverja fána utan á þinghúsið er eitthvað sem ég skil ekki og get ekki fyrirgefið. Ef slíkt er leyft núna fljúga næst steinar og molotoff kokkteilar og því fylgja síðan meiðsl. Síðan kemur táragas og óeirðalögregla og það vilja allir ábyrgðarfullir og sannir lýðræðissinnar forðast.
Það sem við ekki þurfum í dag er einhverskonar upplausnarástand eða óeirðir í þjóðfélaginu og þar bera mótmælendur meiri ábyrgð en lögreglan. Ef það kemur til óeirða er það vinna lögreglunnar að stilla til friðar. Að fólk haldi að það komist upp með hvað sem er, af því að það er reitt er hreinlega ekki rétt hugsun.
Það er óábyrgt að nota þetta ástand til að koma af stað einhverjum óeirðum eða ófriðsamlegu mótmælum. Þeir sem skipuleggja þessi mótmæli verða að vera þess meðvitaðir að með því æsa fólk of mikið upp hvetja til aðgerða, sem lögreglan verður að stöðva, er hreint og beint hættulegt lífi og limum mótmælenda og lögreglu.
Mótmælum endilega, því ég styð friðsamleg mótmæli! Ég vil einnig draga þessa menn til ábyrgðar, hvort sem er um er að ræða útrásarpésana, stjórnmálamenn eða embættismenn. Gerum það hins vegar eins og siðmenntað fólk og vörumst skrílslæti og leggjumst ekki niður á sama plan og þeir sem við erum að mótmæla! Það var af þessum sökum, sem ég vil að reiði landsmanna verði beisluð og sett í ákveðinn farveg undir stjórn launasamtakanna, þannig að stjórnmálamennirnir skynji hversu reið þjóðin er.
Alþingi og ríkisstjórnin virðist ekki skynja hversu reið og vonsvikin þjóðin er!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 01:17
Ég skil Ari þannig að ef ég kem heim til þín og brýt nokkrar rúður í mótmælaskyni þá hringiru ekki á lögregluna því það gæti bara ýtt undir meiri óeirðir og nokkrar rúður eru bara smávægilegt tjón miða við það sem gæti orðið.
Ef einstaklingar vilja mótmæla þá gera þeir það en um leið og þeir brjóta lög og reglur er lögreglan send inn það er ekkert flóknara en það og öll ábyrgðin er á þeim sem brjóta lögin.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:36
Þú segist vera formaður í stéttarfélagi- saga verklýðshreyfingarinnar og stéttar félaga er -lesi maður ýmis dagblöð á síðustu öld - einber "skrílslæti" - hefði skríllinn ekki látið illa værir þú varla formaður stéttarfélags.
María Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:39
Best að velja úr hverjir mega mæta á mótmæli og hverjir ekki, og hafa líka vopnaleit ef ske kynni að einhver væri með egg eða jógúrtfernu á sér.
Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 02:46
María: Stéttabarátta er ekki fólgin í ofbeldi af neinu tagi og ég samþykki og get ekki blessað lögbrot sem "borgaralega" óhlýðni! Samúð mín er með þeim friðsamlegum mótmælendum, sem voru þarna í dag og þeim sem í framtíðinni vilja mótmála á friðsamlegan hátt!
Haukur: Alveg hárrétt hjá þér að mótmæli gagnast ekki ef þau eru eins og 1. maí ganga! Það má öskra og þeyta horn og hafa kröfuspjöld og halda háværar ræður! Hjá mér er grínið á enda þegar einhver kastar eggjum eða öðru að Alþingishúsinu eða notar þinghúsið til að flagga einhverju öðru en íslenska fánanum.
Samúð mín er með lögreglunni í þessu máli! Þeir eru félagar mínir innan stjórnar BSRB og með þeim vinn ég hlið við hlið alla daga sem tollvörður! Þetta eru sómamenn og engir ofbeldisseggir. Það ber að hlýða lögreglunni, þegar henni finnast mótmælin komin úr böndunum, svo einfalt finnst mér þetta mál vera!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 02:49
Sammála þér Guðbjörn., maður gengur ekki í skrokk á lögreglumanni við skyldustörf og ég sá það ekki ske , persónulega,á fundinum . Þetta fólk , lögreglan, er í slæmri stöðu, launþegar á ekki of háum launum og skulda og hafa örugglega tapað peningum, eins og allir. Eggjakastið var í lagi, það skaðaði engan, ekki löggæslumenn, né mótmælendur. Svínsfáninn skaðaði ekki neinn, enda bara tuska. Eggsletturnar hverfa í næsta rigningarstorm. Aftur á móti,á Frjálshyggju-kapítalíski "Tsumani" stormurinn eftir að hafa áhrif hér lengi., sumir segja tvo áratugi, aðrir lengur. Síðustu fréttir eru, að Geir Haarde , opinberaði í dag, að hann hefði falast eftir láni frá Kínverjum, hafði bara orð um , að þeir hefðu tekið vel í , að veita aðstoð og vonaði að hann væri ekki að upplýsa eitthvað "leyndó".! Það er hjákátlegt að sjá þessa menn í dag., skríðandi , betlandi í KREML og KÍNA , með stuttbuxurnar á hælunum!!
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:57
Fyrsta fórnalambið þegar mótmæli eru með þessum hætti eru mótmælin sjálf.Tilgangurinn lamast og þegar mótmæli byrja friðsamlega en breytast svo í fíflahátt tilgangurinn rennur út í súginn.Örfáir skemmdir einstaklinga eyðileggja fyrir fjöldanum.
,,Hvar eru bandalög vinnandi fólks í landinu um þessar mundir? Þarna á ég auðvitað við ASÍ, BSRB, BHM og KÍ. Af hverju skipuleggja þessi launþegasamtök ekki víðtæk mótmæli, sem ættu auðvitað að eiga sér stað í miðri viku, þar sem öll þjóðin legði niður vinnu og streymdi á Austurvöll - eða í miðju bæja og sveitarfélaga um land allt - og mótmælti.”?
Þessi félög eiga að koma inn því er ég sammála í þessi mótmæli eins og ástand landsins er, en ég er farinn að halda að þessar skammstafanir ASÍ, BSRB, BHM og KÍ. standi fyrir útfarastofnanir eða kirkjugarða svo dauð eru þessi samtök orðin.
Kv. Sigurjón VigfússonRauða Ljónið, 9.11.2008 kl. 03:08
Nokkrir eggjakastarar skemma kannski fyrir fjöldanum með því að gefa íhaldinu eitthvert hálmstrá til að skammast út af. Það er samt íhaldið sjálft sem velur að einblína á að 40 eggjum sé kastað frekar en að þúsundir hafi mótmælt friðsamlega.
Ég mæli ekki með eggjakasti, en svona drama út af nokkrum skitnum eggjum er hlægilegt. Haldið þið að hlaðið grjóthús skemmist við að fá nokkur egg í sig? Haldið þið að það meiði einhver sig við að verða fyrir fljúgandi eggi?
Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 03:46
Vesteinn., sammála, verða þau kannski harðsoðinn næst?Held að steinhúsið þurfi ekki mikð vðhald. þó að svo yrði, byggt úr íslensku grjóti...
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 04:04
Er fólk virkilega að reyna að verja árásir á lögreglumenn? finnst fólki bara allt í lagi að grípa til ofbeldis í nafni reiði?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 04:06
Fyrst langar mig að taka undir það varðandi hina venjulegu lögreglumenn, að þar er á ferð ágætis fólk og við eigum ekki að veitast að þeim, því þeir eru á sama báti og við:"totally fucked" eftir framgöngu Sjáflstæðisflokksins, og venjulegir menn og flestir gott fók eins og við hin. Þeir hafa ekkert tilsaka unnið, engöngu þurfa að stunda starfið og fáum þá frekar í lið með þjóðinni sem þarf að þjást fyrir gjörspillta og hóhæfa valdhafa sem eru ekki í tenglsum við þjóðna.
Aftur á móti efast ég um geðheilbrigði sérsveitarmanna sem virðast era nokkurs konar SS-sveit miðað við ofstækisfullar og hrottafullar aðgerðir þeirra þegar kemur að mótmælendum. Finnst stundum eins og það sé búið að innprenta hjá þeim, að þeir séu einkaher dómsmálaráðherra og flokksin, jafnvel nokkurskonar Blackwater Sjálfstæðisflokksisn svo maður taki stórt upp i sig.
Aftur á mótifinnst mér að þessi gjörningur með því að draga Bónus-fánann að húni á Alþingishúsinu hreinlega flottur gjörningur sem nær kjarnanum, Alþingi hefur fyrst og fremst haft að leiðarljósi að vernda auðmenn og annan samviskulausan skríl úr bönkunum sem hefur gert Ísland gjaldþorta. Meira af svona "civil disobedince" er þorf, friðsamelgt, frumlegt og vekur athygli enda fagnaði fólk ákaft
Og eru það skrílslæti að sýna skoðun sína með því að kasta eggjum í Alþngishúsið, nokkuð sem er klassískt og viðureknnd aðferð meðal siðaðra þjóða til að sýna óánægju sína gagnvart aðilum sem hafa hreinlega nauðgað okkur síðustu 17 árin eða svo? Hvort er verra að kasta eggjum í bygignu eða að rústa heilu hagkerfi?
En svo er það umhgusnarvert að ríkistjórnin og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn sem þarf að taka 12 spora meðfer,hefur ekkert gert til þess að draga úr reiði og spennu fólks sem bíður í óvissu, er að verða atvinnulaust og gjaldþrota. Þó það væri ekki nema það bráðnauðsynlega verk að skipta út Seðlabankastjórum og stjórn og fá fagmenn inn, ekki pólitísk himpngimpi eða fyrrum skurðgoð, þá myndi það sýna allavega fólki, að loksins væri byrjað að hlusta á það. Annars mun þetta stigmagnast, sérstaklega þegar manni og örugglega fleirum finnst, að verið sé að slá skjaldborg um sökudólgana vegna góðra gjafa í kosningasjóði, vegna þess að þeir voru einu sinni formenn flokksins, eða að þeir voru með rétt flokkskírteini.
Eða þarf kannski að hersetja Seðlabankann eða Alþingi með þúsundum manna til þess að farið verði að gera eitthvað í átt til réttlætis og breytinga samfélagsins til hins betra?
Burt með spillinguna!
AK-72, 9.11.2008 kl. 04:43
Vilhjálmur: Hver var að verja hvaða "árásir á lögreglumenn"?
Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 06:09
Vésteinn: Þótt ég sé hægri íhaldsmaður - verð að segja þetta til að aðgreina mig frá vinstri íhaldsmönnum, sem vilja afturhvarf til haftastefnu og einangrunar landsins - þá vil ég allt upp á borðið og að stjórnmálamenn og embættismenn axli ábyrgð sína. Það er fullkomlega óásættanlegt að halda því fram að hinn venjulegi sjálfstæðismaður sé ekki argur út af þessu ástandi. Fyrir okkur hefur stefna flokksins undanfarin 5-6ár beðið skipbrot og á því ber aðeins lítill hluti flokksins í raun ábyrgð, þótt allir þurfi að axla hana!
Friðjón: Engin egg, hvorki hrá, linsoðin eða harðsoðin! Öskrið og látið öllum illum látum en ekki byrja að kasta einhverju, því það byrjar á eggjum og endar með steinum og mólotoff hanastélum!
AK: Þær aðferðir sem sérsveit lögreglunnar, lögreglumenn, fangaverðir og tollverðir beita eru almennt viðurkenndar aðferðir til handtöku um allan heim. Valdbeitingarheimildir, sem þessar stéttir beita byggja á lagaheimildum og um þær gilda mjög strangar reglur. Ef einhverjum finnst hann órétti beittur eru þau mál gaumgæfilega rannsökuð.
Það er ekki gott að hvetja til borgaralegrar óhlýðni líkt og þú gerir. Hætta er á að alls kyns ofbeldismenn stígi fram og réttlæti með því gjörðir sínar. Þetta mátti glöggt sjá í sumar í mótmælum vörubílstjóra, þegar einhver sem varla tengdist forsvarsmönnum mótmælanna eða mómælendum kom á vettvang og skallaði lögreglumann, svo að hann meiddist nokkuð mikið. Sömu sögu má segja með þá, sem kasta eggjum, þ.e.a.s. að þá líta ofbeldismenn - sem til eru á Íslandi eins og annarsstaðar - þannig á málin að leyfilegt sé að kasta öllum, sem hand á grípur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 10:45
Guðbjörn, ég var á þessum fundi og hef verið á þeim fundum hingað til sem boðaðir hafa verið á laugardögum, ég sá engin skrísllæti þarna, ég sá friðsöm mótmæli, og ég sá nokkra krakka kasta eggjum og skyri. en skrílslæti sá ég hvergi og mætti segja mér að þú hafir skrifað þennan pistil þinn eftir að hafa horft á ritsýrðar fréttir stöðvar 2 og RUV..
Vil benda þér á skrif Ómars Ragnarssonar í dag um málefnið og hörkugóðan pistil láruhönnu um sama efni.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/704333/
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/704685/
Vilhjálmur Andri er hægri öfgamaður sem var kjaftaður í kaf hér fyrir nokkrum vikum með milton Friedman kenningabullið sitt.. hann kom aldrei með andmæli eftir að einn góður maður gaf honum náðarhöggið í þeim umræðum..
Það kemur ekkert á óvart að svoleiðis pési sleiki afturendann á BB og hans fólki og finnist allt að þeim sem mótmæla því sem skoðanabræður Vilhjálms hafa komið til leiðar í okkar þjóðfélagi .. algeru hruni.. vilhjálmur er maður sem mun verja þessar gjörðir fram í rauðan dauðann og því ber að hafa það í huga þegar honum er svarað að þarna er hægri öfgamaður á ferð.
Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 10:57
Mér er illa við allar öfgar til hægri og vinstri!
Björn Bjarnason er ekki hægri öfgamaður og slíkir sleggjudómar fara í taugarnar á mér, hvort sem hann á í hlut eða aðrir. Settu mig þá í hóp Vilhjálmi, þótt ég hafi nú ekki verið talinn til frjálshyggjumanna innan flokksins, heldur hófsamra íhaldsmanna.
Ég vinn náið með Ögmundi Jónassyni, sem er að mínu mati algjört toppmaður, þótt ég sé yfirleitt ósammála honum í stjórnmálum. Ég myndi hvorki kalla hann eða Steingrím J. Sigfússon eða aðra þá sem kjósa VG kommúnista eða stjórnleysingja og upp til hópa fullkomlega óábyrgt fólk eða stjórnmálamenn. Veit ég þó, að til eru einstaklingar innan VG, sem aðhyllast slíkar lífsskoðanir og hvetja til "borgaralegar óhlýðni. Á sama hátt fóru skrílslætin, sem ungir VG stóðu ítrekað fyrir í ráðhúsinu. Þetta fólk vill ekki lýðræði, heldur að æstur múgur ráði ferðinni! Þetta eru lýðskrumarar og sem slíkir stórhættulegir!
Þótt mín lífsskoðun sé eilítið til hægri við miðju, ber ég virðingu fyrir skoðunum fólk lengra til hægri við mig í eigin flokk og þótt ég sé gjörsamlega ósammála því fólki, sem er lengst til vinstri, ber ég einnig virðingu fyrir skoðunum þessa fólks.
Ég hef aldrei þurft að ráðast á fólk með látum vegna þess að ég er ósammála því!
Af ummælum Kolfinnu Jónsdóttur Baldvinsdóttur og Harðar Torfasonar í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur mætti halda að byggjum í Chile á dögum Pinchet eða í Myanmar, Kína eða Norður Kóreu.
Þótt ástandið sé slæmt og vissulega þörf á breytingum, búum við í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem fólk má sem betur fer mótmæla á götum úti og á prenti og á netinu og kjósa þann stjórnmálaflokk, sem það vill!
Kröftug heiðarleg mótmæli eru gott innlegg og nauðsynlegt fyrir þá aðgerðarleysis ríkisstjórn, sem við höfum búið við undanfarin ár, en múgæsing er af hinu slæma!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 11:19
Það er stutt í múgæsing ef stjórnvöld halda öllum spilunum að sér og skilja almenning eftir í óvissunni.. sökin er stjórnvalda og þú svaraðir engu umritskoðun fjölmiðlanna á atburðum gærdagsins.
Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 11:28
Guðbjörn á hvaða fundi varst þú eða varst þú farinn þegar lætin hófust ? Ég sá myndbandið og sýndist mér að þarna urðu átök sem snérust um það að vera með læti ekki skynsemi. One bad apple spoils the .... þarna var ungt fólk sem æsti hvort annað upp og réðust að Mannvirki sem er búið að þjóna þjóðinni um aldarraðir. Þetta er ein elsta bygging íslands og þarna sátu menn sem börðust fyrir lýðræði sem við öll búum við í dag. Með lýðræði kemur frelsi. Ég er sammála því að leggja niður vinnu í einn dag. Draga svo hendur fram úr ermum og endurbyggja Nýja Ísland fyrir okkur og börn okkar. Mér er í minni óeirðir sem ég upplifði. Átökin í Los angeles. Frjálsverslun og viðskipti ( í seattle ). Þann dag var ég í vinnu og komst ekki heim fyrr en um miðnætti, þar sem fólk meinti okkur að yfirgefa staðinn. Fólk dó í þessum óeirðum. Allt út af því að einn kastaði grjóti. Það tekur bara lítinn neista. Þetta voru unglingar sem ég sá niður við alþingi og vona ég að einhver hafi kjark í sér að útskýra fyrir þeim stöðuna og hvernig þau geti snúið sókn í vörn.
kveðja og von um betri tíma.
Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:46
Óskar: Það væri ekki í fyrsta skipti, sem slík ritskoðun á sér stað og rangfærslur - rétt er það!
Frammistaða fjölmiðla hefur auðvitað verið til skammar undanfarin ár. Hvar var gagnrýn skoðun fjölmiðla á útrásinni og stjórnvöldum undanfarin ár?
Fanney: Já, það þarf að útskýra fyrir krökkunum að mótmæli sem þessi þegar þúsundir borga, sem með réttu eru mjög reiðir, eru samankomnir, þá þarf ekki nema einn stein, sem virkar þá eins og neisti í púðurtunnu og allt springur. Niðurstaðan getur verið hræðileg! Fólk getur troðist undir u.s.frv. Það var einmitt þetta sjónarmið, sem ég var að tala um!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 12:47
Guðbjörn: Ég er nú ekki sammála þér með sérsveitina og hef litið á þá sem byssuglaða kúreka annarsvegar eftir hegðun þeirra í mótmælum og hinsvegar eftir að þeir handtóku í misgripum litla bróður vinar míns og tvo vini hans sem ekki eru í neinu rugli. Þeir voru stoppaðir á bíl sínum af sérsveitinni sem hafði komið vegna tilkynningar um skothvell, drógu þá út með byssur upp við haus, keyrðu þá niður jörðina og stóðu svo yfir þeim með byssurnar beindar að þeim. Þegar þeim varð ljóst að þeir höfðu saklausa aðila, þá ráðguðust þeir um í einhvern tímann, fóru með þá á lögreglustöðina og reyndu að fá þá til að játa eitthvað til að hafa einhverja réttlætingu á verkinu. Þegar það gekk ekki þá hentu þeir þeim út og sögðu þeim að drulla sér heim og engin afsökunarbeiðni eða neitt. Þeir voru víst í rusli eftir þetta mjög lengi á eftir, og faðir eins þeirra hefur lagt fram kæru sem er í seinagangi í kerfinu.
Varðandi borgaralega óhlýðni, þá tel ég það sé eina leiðin ef stjórnvöld fara ekki að hlusta á fólkið, en ekki bara flokkinn. Borgaraleg, ofbeldislaus óhlýðni er nefnilega mjög friðsöm leið en sterk ef hún er vel skipulögð. Líttu nú bara á einn mann sem var þekktur fyrir borgaralega óhlýðni, hann Ghandhi. Heilt heimsveldi þurfti að lúffa fyrir hans baráttuaðferðum. Tek það fram að ég tel ekki ofbeldi réttlætanlegt.
AK-72, 9.11.2008 kl. 13:21
Skrýtið hvernig undirlægjur eins og Vilhjálmur halda áfram að sleikja rassgatið á Sjálfstæðisflokknum. Eina fólkið sem talar um skrílslæti eru þessir fáu sem eftir eru af stuðningsneti spillingarflokks íslands. Einu einstaklingarnir sem segja að við eigum að standa saman og ekki vera leita þeirra sem bera ábyrgð eru hægrimenn, einu mennirnir sem nota ennþá óheiðarleika í málflutningi sínum eru hægrimenn því þeim er það svo tamt, sbr þegar þeir eru að verja spilltar mannaráðningar flokksins og fl.
Valsól (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:00
Eggjakast í grjótvegg er ekki ofbeldi, sama hvað hver segir. Sá sem heldur því fram er haldinn misskiningi um hvað ofbeldi er.
Vésteinn Valgarðsson, 10.11.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.