13.11.2008 | 21:07
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir áhuga á ESB aðildarviðræðum?
Gaman hefði verið að vera fluga á vegg þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði nýlega um Evrópumál. Getur verið að forysta flokksins sé loksins búin að átta sig á að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins - og reyndar Íslendinga allra - aðhyllist ESB aðildarviðræður? Getur verið að óttinn við að verða 15-20% flokkur hafi loksins opnað augum á þeim, sem ekki hafa viljað setja málið á dagskrá undanfarin 10 ár? Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Bjarna Benediktssonar, Guðfinnu Bjarnadóttur og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur undanfarna daga og vikur geta ekki verið tilviljun ein og þetta hefur átt að leka út. Eftir rúmlega 30 ár í flokknum þekkir maður jú öll flokksagann hjá sínum mönnum og veit að varaformaðurinn og þingmennirnir þora ekki að orða slíkt nema að hafa a.m.k. vissu fyrir að verða ekki fyrir ofsóknum fyrir vikið.
Á morgun er miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins. Ég heyrði ekki betur en að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri að ýja að því að þar myndu ESB aðild ekki einungis bera á góma, heldur væri þar jafnvel einhverrar yfirlýsingar að vænta. Jóhanna Sigurðardóttir ýjaði að svipuðu í gær. Eru þetta tilviljanir einar saman - mér finnst það vægast sagt ótrúlegt!
Sjálfstæðisflokkurinn myndi slá margar flugur í einu höggi með yfirlýsingu um að stefnt skyldi að ESB aðild. Í fyrsta lagi myndi þetta leiða til þess að bylgja bjartsýni myndi fara um allt landið og á henni þurfum við að halda. Þetta vísaði jafnframt landsmönnum öllum veginn næstu árin. Í öðru lagi myndi þetta virkandi róandi á gengi krónunnar og að einhverju leyti jafnvel á fjámálamarkaðinn hér á landi.
Að mínu mati skyldi stefnt að aðild sem allra fyrst, helst næsta sumar. Einnig þyrfti að stefna því að fá undanþágu ESB um upptöku evru á sama tíma. Þetta væri hugsanlega hægt vegna þeirrar neyðar, sem hér ríkir í peningamálum.
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ljóta bullið. Samstaðan um formann stjórnar seðlabankans og stöðu hans er auðvitað aðalmálið.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.11.2008 kl. 01:03
Það er greinilegt að krataarmur Sjálfstæðisflokksins er að ná yfirhöndinnin í flokknum. Allar eru þessar konur sem þú nefnir miklir kratar í sér.
ESB er í rauninni mjög kratísk stofnun í sinni verstu mynd og sækir hugmyndir sínar í Sænska efnahagsmódelið um hið svokalaða "folkshjem". Slík bákn geta einungis starfað með mikilli skattheimtu líkt og í Svíþjóð.
Það er hinsvegar að fólki verði ekki lofað of miklu við inngöngu í ESB. Hvað nú ef loforðin um lægra vöruverð hér verður ekki að veruleika? Nú eða um lægri vexti? Veit það eitt að þá verður allt vitlaust hér á landi.
Það er verst að enginn almennilegur hægriflokkur er lengur til á Íslandi. Verður ekki Sjáflstæðisflokkurinn sameinaður Samfó? Það enginn munur þessum flokkum.
Guðm. Reynir Halldórsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:50
Hugmyndir Björns Bjansonar um að kanna hjá ESB möguleika á upptöku evru án aðildar hefur þó gert það gagn að vekja mennn til umhugsunar um að sjálfsagt er að kanna alla möguleika og að þrátt fyrir allt er það okkar hlutverk að færa góð rök fyrir máli okkar en ekki gagnaðilans í ESB.
ESB hefur alltafa verið veikt fyrir vel grundaðri röksemdafærslu sérstaklega ef hún er sett í samhengi við grunnforsendur ESB. ESB byggir á allskyns frösum sem duga okkur vel eins og „sameiginlegur vandi krefsta sameignlegra lausna“ sem er grundvöllur fiskveiðistefnunnar þar sem fiskistofnar virtu ekki landmæri og lögsögumörk; „sérstök vandamál skal leysa sérstaklega, og á vettvagi þeirra“ þ.e. nálægðarreglann sem hefur fært sveitastjórnum og svæðisstjórnum og einstökum ríkisstjórnnum vald yfir sérmálum og sveitstjórnum oft meira vald en þær höfðu áður. Þesssvegna er líka fiskveiðum á Miðjarðarhafi stjórnað af Miðjarðarhafsráði og í Eystrasalti af Eystrasaltsráði og fiskveiðum fjarlægra eyja undir yfirráðum aðildarríkja svo sem eyjur Frakka í Kyrrhafi er stjórnað þar.
Helgi Jóhann Hauksson, 14.11.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.