29.11.2008 | 10:02
Komast auðmennirnir upp með þetta athæfi og síðan á brott með þýfið?
Það virðist nokkuð á reiki hversu há skuld viðskiptabankanna verður, sem við Íslendingar þurfum að yfirtaka í kjölfar þessa hildarleiks, en tölurnar sem ég hef heyrt eru á bilinu 160-240 milljarðar króna. Ljóst er að ýmislegt á eftir að komast upp á yfirborðið í þeirra rannsókn - sem vonandi fer á fullan skrið sem allra fyrst - og við því ekki búin að bíta úr nálinni varðandi þetta mál.
Öll vissum við af launasukkinu og veisluhöldunum fyrir hundruð milljóna, sem fram fór í bönkunum. Þarna á ég ekki einungis við sukk og svínarí bankastjóranna og þeirra sem þeim stóðu næst, heldur einnig hundruð millistjórnenda, sem voru með 1-2 milljónir á mánuði og vissu nákvæmlega hvert stefndi. Að auki þáði efsta lagið í bönkum og sparisjóðum allskyns bónusa fyrir gerða samninga auk annarra greiðslna í formi kaupréttarsamninga. Í dag vitum við að stór hluti þessara viðskipta voru í besta falli á gráu svæði og siðlaus en í versta falli fullkomlega ólögleg. Gervigróðanum virðist hafa verið skipt eftir ákveðnum kerfum innan bankanna.
Ég spyr ykkur landsmenn góðir, hvort ykkur þyki eðlilegt, að allt þetta fólk komist upp með að ræna bankana um hábjartan dag með samþykki og vilja þeirra sem stjórnuðu þeim, en skilja síðan skuldasúpuna eftir handa okkur? Á meðan hlæja þessir "heiðursmenn" sig máttlausa og halda veisluhöldunum áfram og fjárfesta hér á landi og erlendis eins og ekkert hafi í skorist eða þeir lifa í hægindum og við rúm fjárráð í Noregi, Lundúnum eða annarsstaðar í heiminum! Við erum hér að tala um hundruð manna og kvenna, sem skildu eftir sig erlendis 3.200.000 króna skuld fyrir mig og mína litlu fjölskyldu! Verður það ekki að vera krafa okkar landsmanna, að í verstu tilfellunum verði þessum mönnum gert að skila því til þjóðarinnar, sem þeir annaðhvort stálu frá henni eða öfluðu sér með lánsfé, sem þeir ætla ekki að borga til baka.
Munu auðmennirnir komast upp með þetta athæfi og í kjölfarið halda á brott með þýfið líkt og um löglega fengna fjármuni sé að ræða?
Stórviðskipti borin undir bankaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Athugasemdir
Auðmennirnir munu komast upp með allt sem þeir vilja þar sem reynslan hefur og mun sýna þeim að þeir verða aldrei sóttir til saka eða látnir standa ábyrgð gerða sinna í fjárglæpamennskunni. Ríkisstjórnin hefur viljandi dregið að finna sökudólga í átta vikur til að gefa auðmönnum tækifæri til að hylja slóð sína eftir að upp komst um stórglæpi þeirra og aðför að efnahag og sjálfstæði þjóðarinnar. Lögreglan leggur sitt lóð á vogarskálarnar með því að einbeita sér að enn umsvifameiri glæpamönnum sem flagga röngum fánum á röngum stöðum eða stinga af frá ógreiddum reikningum á veitingahúsum og þess háttar glæpum gegn mannkyninu.
corvus corax, 29.11.2008 kl. 10:47
Blessaður Guðbjörn Þetta er hárréttur puntkur hjá þér og að þessu á þrýstingur almennings að beinast. Corvus ríkisstjórnin verður að fara að lögum en teljast menn saklausir uns sekt er sönnuð og þó að ég hafi ekki hundsvit á þvi tel ég að það sé ekki létt mál að fara yfir allt bullið VIljum við margar ára mál eins og Baugsmálið sem að svo endar með smá refsingu það er betra að vanda sig núna og reiða vel og hátt til höggs og geiga ekki
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2008 kl. 10:57
Já, það er mjög mikilvægt að allt komi upp á yfirborðið í rannsókninni, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Davíð Oddsson hafa margtekið fram. Fjölmiðlar eru einnig mjög mikilvægir, sem aðhald við rannsóknina. Af þessum sökum hef ég miklar áhyggjur af eignarhaldi Jóns Ásgeirs - eins höfuðpauranna - á stórum hluta íslenskra fjölmiðla. Einnig hef ég áhyggjur af stöðu Morgunblaðsins og RÚV. Það skiptir höfuðmáli, að fjölmiðlarnir séu styrkir og óháðir í því ástandi sem nú ríkir.
Davíð og Þorgerður Katrín virðast ekki hræðast þessa rannsókn og ástæðan er auðvitað, að Þorgerður hefur hreina samvisku og að Davíð hefur varað við þessu ástandi leynt og ljóst árum saman. Ef ég þekki Davíð rétt, hefur hann örugglega komið fyrir stafla af afritum skýrslna og minnisblaða í peningaskápinn í húsi sínu í Skerjafirðinum. Það besta sem gæti gerst væri að hann kæmi fram og segði, hvað raunverulega hefur átt sér stað undanfarin 4-5 ár.
Ég hins vegar sammála félögum mínum í Heimdalli, að affarasælast væri, að Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson - og stjórnir Seðlabankans og Fjámálaeftirlitsins - vikju úr sætum sínum. Jafnframt þarf að skoða breytingar á ríkisstjórn landsins. Við slíkar aðgerðir myndi þjóðin aðeins róast og báðum stofnunum tækist hugsanlega að endurvekja eitthvað af því trausti og tiltrú, sem þessar stofnanir nutu fyrir bankahrunið hér á landi og erlendis.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 12:02
Já, svo virðist vera, Guðbjörn (svo að ég svari spurningunni í fyrirsögn þinni). Sigurður Einarsson ætlaði svo meira að segja að kaupa Kaupthing Lux! Einn sagði við mig, að það væri til að komast yfir allt bókhaldið þar, sem væri mikilvægt, af því að miklar millifærslur hefðu farið gegnum það útibú til banka í öðrum heimshlutum og það væri mikilvægt að vitnaðist ekki. Og svo voru einhverjir starfsmenn eins bankaútibúsins í New York að kaupa það fyrfir nokkrum dögum!
Jón Valur Jensson, 29.11.2008 kl. 12:25
Jón Valur:
Það var m.a. vegna fjárfestinga Sigurðar Einarssonar, Bjarna Ármannssonar og síðan auðvitað Jóns Ásgeir Jóhannessonar, sem ég skrifaði þessa færslu.
Mér ofbýður, að Jón Ásgeir hafi fest kaup á BT og 365 fjölmiðlum síðan rugliði í kringum TM tryggingar, þar sem Stoðir, Styrkur og Baugur virðast halda uppteknum hætti.
Fyrir þetta fólk virðist allt vera "Busines as usual"!
Á meðan verður þjóðarbúið gjaldþrota, þúsundir íslendinga eru að missa vinnuna, húsin sín og bílana og hundruð lítilla sem stórra fyrirtækja ramba á barmi gjaldþrots!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 12:43
Ég vil að allar eigur þessara manna verði gerðar upptækar seldar og skift á milli okkar sem áttum lítilræði í hlutabréfum eða höfðum bjánast til að kaupa smá hluti í bönkunum. Ég er ein þessara,keypti í KB banka smá hlut og gaf heimilinu í jólagjöf.Þetta var árið sem bankarnir voru seldir,síðan kom aukning og þá keypti ég hana líka.Auðvitað í þeirri góðu trú að bankinn stæði þar sem hann er vanur,að standa.
Eigur eftirtalinna svikara....Bjarni Ármannsson,Sigurður Einars og Hreiðar Már,sá er hafði um 60 millur í mánaðarlaun,og gefin sú skýring að honum bæri svo væn laun,vegna þess hve ábyrgðin væri mikil.
Eftirlæt svo öðrum að bæta hér við nöfnum þeirra er farnir eru úr landi með peningana okkar.......................sukkarar...............svei !
Margrét Sig (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:24
Margrét:
Já, þú vilt að þessu sé skipt á milli þeirra, sem töpuðu á hlutabréfaviðskiptum. Gott og vel!
Ég tók ekki þátt í þessari vitleysu og trúði aldrei á hana. Því miður gat ég ekki komið í veg fyrir að lífeyrissjóðurinn minn - LSR - tæki þátt í vitleysunni og tapaði þannig lífeyrissparnaði nokkurra ára upp á 1 1/2 til 2 milljónir - alsaklaus maðurinn!
Hlutabréf eru áhættufjárfesting og það áttu allir að vita, sem þátt tóku í ævintýrinu og því tók ég ekki þátt í því. Óafvitandi virðast allir landsmenn þó hafa staðið í ábyrgð fyrir hlutabréfakaupum annarra - einstaklinga og fyrirtækja - sem enga ábyrgð virðast bera á skuldunum, nema upp að andvirði þeirra hlutabréfa sem þeir tapa.
Af þessum sökum finnst mér, að fyrst ætti að greiða upp þjóðarskuldina, sem skapaðist við fall bankanna hjá alsaklausu fólki eins og mér, en afganginn mætti nýta fyrir fólk eins og þig, sem tók meðvitað eða ómeðvitað áhættu í fjárfestingum sínum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 13:42
Sæll, þú ert greinilega sjálstæðismaður.
ég a.m.k. tel það þ.s. þú nefnir í athugasemdum áhyggjur þínar af eignaraðild Jóns Ásgeirs í blöðum. Þú nefnir síðan að þú hafir skrifað þessa grein vegna Jóns, Sigurðar og Bjarna Ármanns. Þ.e. gerir greinilega og merkjanlegan greinamun á milli auðmanna. Þ.e. greinilegan m.v. hvaða leyfi sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gefa leyfi á.
Ef það á að dæma auðmenn fyrir glæpi. Þá þarf fyrst að sanna glæpi uppá þá. Það er vel ef það verður gert og þeir dregnir til ábyrgðar, ef það sannast á þá að þeir hafi gerst brotlegir við lög.
Það er hinsvegar flótlegt að draga einstaklinga innan úr stjórnvaldinu til ábyrgðar og það strax. Það skiptir nefnilega ekki öllu máli hvort þeir hafi gerst brolegir við lög eða ekki. Nóg er að við grunum þá um að hafa ekki staðið sig sem skyldi og þá eiga þeir að segja af sér, eða vera þá dregnir til ábyrgðar með uppsögn af helstu stjórnendum (t.d. forsetisráðherra).
Vandamálið er að til stjórnunar á þjóðarskútunni höfum við valið lítt hæft fólk. Höfum valið illa, það lengi að stjórnvaldið er í dag orðið lítt starfhæft og mikill dragbítur á efnhagslífið og almennar framfarir.
Næstu árin, munum við Íslendingar fara í gegnum verstu efnahagshamfarir sem vestræn þjóð hefur farið í gegnum. Meginástæðan fyrir því eru óhæf stjórnvöld.
Þá ekki vegna augljóss vanhæfis við að takast á við málin í forsögu hennar. Heldur vegna vanhæfis í að takast á við afleiðingarnar.
Meginábyrgðin liggur hjá sjálfstæðisflokknum sem heild. Honum þarf að skúbba út.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:56
Jósep:
Það er ekkert launungamál að ég er sjálfstæðismaður. Ég hef aldrei dregið fjöður yfir, að minn flokkur - og þó sérstaklega forusta flokksins - á ríkan þátt í því hvernig fór fyrir íslensku þjóðinni nú á haustmánuðum.
Ég nefndi Jón Ásgeir af því að hann var að kaupa þessi fyrirtæki, en auðvitað eru báðir Björgúlfarnir og Hannes og fleiri nákvæmlega jafn sekir. Að mínu mati gildir einu í hvaða stjórnmálaflokki menn fylgja þegar þeir gerast sekir um slíka óhæfu.
Ég er nú bara opinber starfsmaður og hef aldrei þegið neina stöðuhækkun eða bitlinga út á mín stjórnmálatengsl. Aðeins einu sinni hef ég átt hlutabréf, en þau erfði ég eftir aldraða frænku mína og seldi þegar ég var mjög skítblankur í námi í Berlín árið 1989. Þannig hef ég engra hagsmuna að gæta og þarf ekki bugta mig eða beygja fyrir einum né neinum!
Það er alveg hárrétt hjá þér, að meginábyrgðin liggur hjá mínum flokki - Sjálfstæðisflokknum - og hef ég aldrei neitað því. Framsóknarflokkurinn er hins vegar einnig mjög sekur og Samfylkingin líka vegna fylgilags síns og undirlægjuháttar gagnvart Baugsveldinu. VG og Frjálslyndi flokkurinn sátu á þingi og þrátt fyrir að þeir beri enga beina ábyrgð, hefðu þeir getað beitt sér meira á þingi hafi þá grunað jafnmikið og þeir gefa í skyn.
Ég er engan vegin sammála þér að að skúbba þurfi Sjálfstæðisflokknum út. Hins vegar tel nauðsynlegt að gera miklar breytingar á þingflokknum í næstu kosningum, sem boða ber seint á næsta ári, þegar málin hafa aðeins róast. Þá verða VG, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndir og Framsókn búnir að taka endanlega afstöðu til einhliða upptöku annars gjaldmiðils eða hvort sækjast eigi eftir ESB aðild.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 18:53
Sæll Guðbjörn sjálfstæðismaður.
Það er ótrúlegur hæfileiki að geta skilgreint sig sem sjálfstæðismann, nú á dögum, ekki síst í ljósi þeirra hörmunga er við upplifum, sem eru að langstærstu leiti á ábyrgð þess flokks er þú segist fylga. Geta aðlagað skoðanir sínar eftir því sem flokkurinn segir hverju sinni er alveg ótúlegur hæfileiki, og ekki síst í seinustu lagasetingu um gjaldeyrishöftinn, er færa okkur 75 ár aftur í tímann.
Þú leitar að sökudólgum og krefs eignaupptöku hjá auðmönnum, ég vil benda þér á það að stærsti sökudólgurinn að mínu viti eru þeir aðilar er hafa farið með stjórn peningamála hér á undanförnum árum. Frumorsökin í hversu illa fyrir okkur er komið erum okurstýrivextir Seðlabankans, er leiddu til rangskáðs gjaldmiðils, og góðæris er meginhluta var vegna erl. lána. Ínnflutingu í hæstu hæðum, er leiddi til mikils viðskipahalla. Ríkistjóður hafði tekjur sem aldrei fyrr, ríkisútgjöld aldrei hærri nágast 50 af þjóðartekjum. All gerist þetta á vaktini hjá þér og þínum mönnum.
Svo til að toppa þig sem sjálfstæðismann styður þú haftastefnu, er einungis leiðir til þess að við verðum lengur að ná okkur uppúr öldudalnum.
Það á að leyfa kr. að fara þangað sem hún vill fara, og bezt væri hún félli sem mest, og við nýttum fallið til að greiða upp alla kr. samninga á hrakvirði. Auðvitað þarf að taka allar vísitölur úr sambandi meðan á þessu stendur, og sjá til þess að bankar og lánastofnanir gagni ekki að fjölskyldum og fyrirtækjum meðan á þessu stendur. Þegar við höfum greitt upp þessi lán, þá fer krónan að styrkjast. Það er ekki á hverjum degi að hægt er að greiða upp lán á hálfvirði. Þessir 200 til 400 milljarðar er sparast í gjaldeyrir má að hluta nota til að bæta þeim er verzt hafa farið út úr núverandi hörmungum.
Að lokum bið ég þig að hugleiða að allar ytri ástæður í þjóðarfamleiðslu okkar erum góðar, en núverandi ástand er einungis kreppa framkvæmd af stjórnvöldum.
haraldurhar, 30.11.2008 kl. 00:52
Þú segir að Davíð hafi ekkert að hræðast af því að hann hafi varað við þessu. Ber hann enga ábyrgð á lækkun bindiskyldu og lagaumhverfi í kring um ábyrgðir Íslendinga gagnvart fjárglæfrum óreiðumanna?
Í annan stað. Hvað hefur Bjarni Ármannsson sér til saka unnið að vera talinn upp með ógæfumönnum Íslands? Var hann ekki látinn víkja til að hægt væri að auka útlán um hundruðir milljarða? Ekki það að ég hafi neina samúð með honum, en ég hef ekki séð neina málefnalega umfjöllun um hann, aðeins það að hann sé samspyrtur með hinum.
Billi bilaði, 30.11.2008 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.