Rannsókn eða nornaveiðar - óreiðumenn eða afbrotamenn?

Árla dags miðvikudaginn 15. október, þegar klukkan var nítján mínútur gengin í níu, komst hinn trausti og sannsögli ritstjóri DV, Reynir Traustason, svo að orði:

Þegar upplausn samfélagsins er að verða að veruleika er vítavert að efna til nornaveiða gegn einstaklingum sem mönnum þykir nærtækt að kenna um ástandið. Her þeirra sem fordæma rakalaust var ræstur út með orðinu „óreiðumenn“. Ákveðinn hópur borgara hugsar og hagar sér eins og Ku Klux Klan og vill taka auðmenn og helst brenna þá á báli vegna þess að þeir hafi með útrásinni steypt þjóðinni í glötun.

Í lok leiðara síns bætir hann þessum orðum við:

Það er einföldun að kenna þar um hópi manna sem enginn kaus til að gæta Íslands. Við skulum láta galdrabrennur bíða en kalla til ábyrgðar þá sem bersýnilega brugðust þjóðinni. Þeir sitja á Alþingi og í ríkisstjórn.

Það merkilega er að Geir Haarde, Björn Bjarnason, Birgir Ármannsson, Hannes Hólmsteinn og Vilhjálmur Egilsson hafa einmitt varað við nornaveiðum undanfarna mánuði og hefur sumum þótt nóg um, hversu mjög þeir hafa tekið upp hanskann fyrir útrásarvíkingana. Þannig lagðist Birgir Ármannsson alfarið gegn því að reynt yrði að ná þeim peningum heim, sem eru fastir í eignum eða á reikningum þessa fólks.

Reyndar fannst mér á köflum að ríkisstjórnin hafa lítinn sem engan áhuga á að rannsaka þau brot, sem borðleggjandi er að framin voru á undanförnum árum. Það var ekki fyrr en í byrjun nóvember þegar Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði sig frá rannsókn á hruni bankanna og ráðlagði ríkisstjórninni að fá erlenda aðila til aðstoðar, að ríkisstjórnin tók af allan vafa um að hún vildi umfangsmikla rannsókn á þessu máli. Fram að þeim tíma var sá eini sem þorði að nefna þessa menn réttu nafni Davíð Oddsson, en á meðan létu aðrir ráðamenn jafnvel vinsamleg orð falla um þessa afbrotamenn og vörðu þá hálfpartinn. Reyndar má segja að orðið "óreiðumenn" sé ekki rétta orðið, heldur væri nær að kalla þá landráðamenn, þjófapakk og glæpahyski!

Það vekur óneitanlega athygli að það er efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sem rannsakar þetta mál, en ekki Fjármálaeftirlitið. Það er ekki einungis spurning hvað sú stofnun hefur verið að gera undanfarin ár, heldur einnig hvað hún hefur verið að gera undanfarna mánuði. Kannski eru hundrað milljarðar smápeningar í augum þess fólks, sem þar vinnur, en ég minni á að hér er um 2/3 halla ríkissjóðs að ræða á þessu ári og 1/2 þeirrar fjárhæðar, sem talið er að við íslendingar verðum að greiða vegna Icesave málsins þegar upp er staðið!


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið hlutverk Sjálfstæðisflokksins gegnum tíðina að skapa þessum svokölluðu óreiðumönnum (landráðamönnum, þjófapakki og glæpahyski) "frelsi" til að fara með efnahag þjóðarinnar í rúst. Það var undir forystur Davíðs, Geirs og félaga sem hugsjónir Hannesar H voru innleiddar í viðskiptalífið.

Og enn stendur þessi sami flokkur vörð um þá. Hjálpar þeim að fela slóð illa fengins fjár með því að hafa "skilanefndir" í gömlu bönkunum sem hafa haft tætarana í gangi nú á þriðja mánuð.

Svo kasta þeir ryki í augu almennings með því að lækka launin sín um nokkra þúsundkalla, aðgerð sem engu máli skiptir, í þeim eina tilgangi að draga athyglina frá því sem í raun og veru á sér stað.  Nefnilega sukkinu og svínaríinu sjálfu. 

101 (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Offari

Ég vill kalla þá þjóðníðinga.

Offari, 28.12.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sök sér að efnahagsbrotadeildin sjái um rannsókn þessa máls þ.e. það er afskaplega illa lyktandi og hlýtur (vonandi) að enda fyrir dómstólum. Hitt er annað mál sem ég skil alls ekki og það er hvert hlutverk fjármálaeftirlitsins er í þessu öllu saman sem hér hefur gengið á undanfarin ár.  Það virðist vera alveg sama hvaða mál er skoðað, fjármálaeftirlitið hefur ekki gert neitt rangt, það hefur ekki brugðist skyldum sínum, ber ekki ábyrgð á hinu eða þessu og þar er allt í sóma!

Hverjar eru eiginlega skyldur og verkefni fjármálaeftirlitsins og hvaða tæki hafa þeir eiginlega til viðbragða gagnvart þeim sem þeir eiga að líta eftir?? Eru þetta bara puntudúkkur sem þyggja laun frá okkur án þess að eiga að skila dagsverki og vernda okkur og okkar fé fyrir fégráðugum rugludöllum sem komast til valda í bönkum og bankastofnunum?

Spyr sú sem ekki veit!

Björg Árnadóttir, 28.12.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

101:

Það eru auðvitað allir á kafi í þessu rugli, hvort sem það er Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin eða Framsóknarflokkurinn.

Ég er ekki að draga úr sök Sjálfstæðisflokksins þegar ég segi þetta, heldur að benda á þá einföldu staðreynd að allir stjórnmálaflokkar eru á sama planinu þegar að þessu kemur.

Ekki kýs maður VG vegna þess eins, því ég er ekki vinstri maður eða femínisti, jafnaðarmaður  eða umhverfissinni í þeim skilningi sem VG leggur í þessi hugtök!

Offari:

Já, þjóðníðingar eru þeir. Ég hins vegar farinn að hallast að því að þetta spillingarlið sé í öllum flokkum nema kannski VG, sem ég styð ekki - sbr. orð mín hér að ofan.

Björg: 

Það eru fleiri sem ekki vita sitt rjúkandi ráð og þá ekki síst varðandi ábyrgð og skyldur Fjármálaeftirlitsins.

Uppáhaldsfrasi forstjóra eftirlitsins var:

Eftir á að hyggja er það rétt að maður hefði átt að ...

Ég er í eftirlitsbransanum og okkar hlutverk er að hugsa á forvirkan hátt, þ.e.a.s. að reyna að úthugsa hvað hugsanlegir afbrotamenn geta aðhafst.

Í svona embætti þarf ekki einhverja kettlinga, heldur grimma hunda!

Barack Obama var einmitt að ráða slíka konu sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins í Bandaríkjunum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.12.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Offari

Guðbjörn spillingin hefur breiðst út í allar áttir. Stjórmálamenn voru ginnti í spillinguna ég hef enga trú á því að þeir hafi allir viljað vera spilltir. Ég veit ekki hvort VG hafi sloppið. Eða hvort fjármálaeftirlitið hafi sloppið.

Það er rétt hjá þér að fjármálaeftirlið brást en hvort var það spillingin eða klækja brögð þjóðníðinga sem viltu um fyrir fjármálaeftirlitinu er erfitt að segja um meðan allt er falið.

Offari, 28.12.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

..formaður fjármálaeftirlitssins var alveg ótrúlega "heppinn". Hann fékk "hugboð" og seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum. Dagin eftir fór hann og tók yfir bankan í nafni Ríkissins og öll Landsbankabréf urðu verðlaus.

Leiðinlegt að hann skildi ekki setja þetta "hugboð" sitt á netið. Þá hefðu smáhluthafarnir geta selt líka og bjargað sínum peningum sem eru nú tapaðir...

Þetta bankahrun er gerfirannsókn...skipun frá Ríkisstjórn...ekkert annað.

Óskar Arnórsson, 29.12.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Heidi Strand

Umsóknarfreisturinn rennur út á morgun.

Heidi Strand, 29.12.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vil bara minna á að það voru rúmlega 5000 milljarðar sem hurfu út í bláinn úr bankakerfinu...tek undir Offara að margir voru plataðir og sitja í súpunni. Þess vegna er allur þessi feluleikur..

Óskar Arnórsson, 1.1.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband