Borgið brúsann en þetta kemur ykkur ekki við ...

Jónas Fr. Jónsson birtist okkur landsmönnum á skjánum rétt í þessu og tilkynnti að hugsanlega kæmi til að greina, að við fengjum að sjá útdrátt úr skýrslu þeirri eða úttekt, sem Fjármálaeftirlitið hefur látið gera um myrkraverk bankanna í aðdraganda bankakreppunnar.

Þessi sami Jónas, sem hefur verið í vinnu hjá okkur landsmönnum í nokkur ár við að fylgjast með bönkunum, er sem sagt núna að skammta ofan í okkur upplýsingar um glæpaverk þeirra, sem hann átti að fylgjast með en gjörsamlega mistókst að hafa nokkuð eftirlit með! Hann er skammta ofan í okkur upplýsingar um hvernig honum sjálfum mistókst að halda uppi eftirliti með bönkum og fjármálastarfsemi í landinu! Er ég sá eini sem sé þversögnina í þessu eða er ég að verða brjálaður?

Er ekki búið að bjóða landsmönnum upp á nóga vitleysu samt. Við erum öll annaðhvort að missa vinnuna, lækka í launum, fá hærri skatta, lélegri opinbera þjónustu, tvöföldun myntkörfulána, 20% hækkun á verðtryggðum húsnæðislánum auk erlendra skulda, sem barnabörnin okkar verða enn að greiða af.

Næsta sem við sjáum er að Davíð Oddsson lætur gera úttekt á peningamálastefnu liðinna ára og skammtar okkur það úr skýrslunni, sem við megum sjá!

Fyrr í kvöld var okkur sagt að íslenska ríkið gæti ekki farið í mál við það breska vegna þess að við værum ekki með neitt mál í höndunum. Sagt var að ítarleg úttekt hefði farið fram og þetta væri niðurstaðan. Fáum við kannski líka bara valda kafla úr þeirri úttekt?

Þrír mánuðir eru liðnir og enn hefur ekki verið hafin raunveruleg rannsókn hjá saksóknara á því hvort lög hafi verið brotin, þrátt fyrir að fyrrverandi ríkissaksóknari hefði sagt fyrir tveimur mánuðum að allar líkur bentu til þess!

Hvað er um að vera hér á landi?

Þegar "helbláir" íhaldsmenn á borð við mig eru farnir að spyrja sig slíkra spurninga ættu helstu ráðamenn landsins að átta sig á því, að þeir þurfa að herða róðurinn í leitinni að sannleikanum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Frábær pistill hjá þér! Við lesturinn var ég einmitt farin að hugsa nákvæmlega það sem þú skrifar svo í síðustu málsgreininni.

Björg Árnadóttir, 6.1.2009 kl. 23:25

2 identicon

Heill og sæll; Guðbjörn,, já, og frú Sigurbjörg, einnig !

Jæja; jæja, gott fólk. Hvað hefi ég, af veikum mætti, veriða ð reyna, að segja ykkur, sem mörgum annarra, um óbermishátt frjálshyggju aflanna - um áraraðir, sem og missera - mánaða - vikna og daga ?

Sjálfstæðisflokkurinn er; svona viðlíka allsherjarkrabbamein, hérlendis, eins og Hamas óværan, austur í Mið- Austurlöndum, svo eitt dæma sé tekið.

Með ágætum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill.

Það vantar allar uppýsingar til okkar

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 02:03

4 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Góð gagnrýni. Þú skalt líka gagnrýna innan þíns flokks, vegna þess að Jónas Fr. var helbláasta íhald síðast þegar ég vissi.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 7.1.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Hagbarður

Þetta er líklega það sem koma skal. Góð ábending hjá þér.

Hagbarður, 7.1.2009 kl. 08:33

6 identicon

Snilldargrein hjá þér Guðbjörn eins og venulega. Hvet fólk til að benda vinum og kunningjum á hana og dreifa henni sem víðast.

ólafur Ingibersson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: ThoR-E

Þetta væri fyndið ... ef málið væri ekki svona alvarlegt.

Bara það að sama liðið sé í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu er eitt og sér nógu slæmt... en að meirihlutinn af bankayfirmönnunum sem tóku þátt í banka"útrásinni" a.k.a bankaþjófnaðinum sé í skilanefndum og háum stöðum.

Það að enginn í ríkisstjórn hefur tekið ábyrgð og sagt af sér.. gerir okkur að athlægi um allan heim.

Það er hlegið af okkur erlendis... svona þekkist ekki þar...allavega ekki í vestrænum ríkjum... lýðræðisríkjum....

Ætli maður fari ekki að flytja til Zimbabwe eða eitthvða bara... 

Bananalýðveldið Ísland... úff!!

ThoR-E, 7.1.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það eitt að Jónas Fr. Jónsson (og auðvitað hundruðir embættismanna á borð við hann í pólitíksu spillingarkefi Sjálfstæðisflokksins) sé ennþá í þessu embætti segir allt sem segja þarf um vilja þessara svokölluðu yfirvalda til þess að stýra þjóðinni út úr ósköpunum (sem þeir komu henni sjálfir 100% í).

Þór Jóhannesson, 7.1.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: SM

maður spurði sig einmitt fyrir hvern þessi Jónas vinni; þjóðina eða einhverja aðra? Hann talar einsog hortugur útrásarvíkingur...

SM, 7.1.2009 kl. 20:15

10 identicon

Virkilega sammála þér Guðbjörn hér.  Jónas Fr. ætti að sjá sóma sinn í að tala af virðingu við þjóðina sem hann hefur átt stóran þátt í að fara svo illa með sem forstjóri svokallaðs fjármálaeftirlits.   ALLT UPP Á BORÐIÐ hefur verið slagorð ríkisstjórnarinnar og núna er tækifæri til þess að sýna að þeim var alvara. SKÝRSLUR um "gömlu" bankana rétt fyrir hrun skulu gerðar opinberar.  Þjóðin höndlar þær örugglega eftir allt sem á hana hefur verið lagt!

Katrín (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:04

11 identicon

Sæll

Þessi pistill þinn nær ágætlega utan um þetta. Það er eitthvað mikið að í þessu landi.

Ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut á móti samkynhneigðum en mér finnst athyglivert að á baráttudegi samkynhneigðra, komu í grennd við 100.000 manns í bæinn en þegar öll þjóðin er sett á hausinn og rænd mörg ár fram í tímann, þeir sem frömdu glæpinn ganga lausir og þeir sem áttu að hafa gætur á þeim axla enga ábyrgð, kemur enginn! Hvað er að fólki? Og sennilega er þetta ástæðan fyrir því að enginn axlar ábyrgð; fólk lætur vaða yfir sig og bara nöllar úti í horni.

Haldiði ekki að það væri annað hljóð í Geira gungu & Co ef 100.000 manns hefðu mætt í bæinn?!! Spáið í það. . . 

Steinar K (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:22

12 Smámynd: SM

Steinar - ömurlegt en satt

SM, 7.1.2009 kl. 21:25

13 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Kannski þurfum við að mótmæla "öðruvísi" ? ....  það geta ekki allir tekið undir allt sem núverandi talsmenn mótmælenda eru að öskra yfir lýðinn á Austurvelli.  Flest öll getum við verið sammála um að við erum sár, reið, hissa og kvíðin yfir öllu því sem gerðist og óvissunni um framtíðina. EN, við viljum kannski ekki öll kosningar? þennan eða annan burt? skipta um skiptstjóra í brú? ...  .... þess vegna er kannski svona dræm þátttaka í mótmælunum sem verið hafa?

En ef við sammælumst að mótmæla ástandinu óháð stjórnmálaflokkum? Steinar skrifar hér áðan um góða þátttöku í skrúð/baráttugöngu samkynhneigðra ....

Ættum við kannski að efna til mótmæla í formi "kröfu/mótmæla   göngu frá Hlemmi niður á Lækjartorg?  Við gætum þess vegna haft hana litríka og "fjöruga", lúðrasveit og aðra tónlist, allt friðsamlegt og engin skrílslæti.  Bara að koma þeim skilaboðum á framfæri að við VILJUM og KREFJUMST þess að fá að vita hvað er að gerast hverju sinni og hvað kemur fram í hinum og þessum skýrslum sem verið er að vinna að.   Ég bara svona spyr  ...

Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:37

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Steinar K. 10.000 íslendingar samsvara 10 milljón bandaríkjamönnum og meira að segja Bush hefði hlustað á slíkan fjölda sinna kjósenda. En hvernig stendur á því að menn eru alveg hættir að tala í höfðatölu með þessi mál? Ha fjölmiðlar - hentar það illa spillingarvöldunum sem þið þjónið svo dyggilega?

Þór Jóhannesson, 7.1.2009 kl. 21:38

15 identicon

Katrín - nokkuð til í þessu hjá þér. Ég held að það sé komið eitthvað eignarhald á þessi mótmæli og þeir sem ekki samsvara sér með einhverri "línu" í mótmælunum sitja bara heima. Flestir eru t.d. ósáttir við ofbeldismótmælin heyrist mér. Svona mótmæli eiga ekki, að mínu mati, ekki rétt á sér fyrr en allt annað hefur verið reynt. Líst vel á hugmyndina hjá þér með Hlemmur - Lækjartorg. Þar geta menn mætt á eigin forsendum og án þess að vera að skrifa undir eitthvað sem þeir vilja ekki. Aðalatriðið er að fá fjöldann út úr skotunum. Það er allt fullt af fólki allstaðar sem er bálreitt og vill mótmæla.

Þór - Sammála, en í samhengi við aðra atburði sem hafa ekki verið nærri eins mikilvægir þjóðinni er 10.000 ekki nógu mikið.

Persónulega finnst mér ástandið verðskulda 150.000 manns í bæinn hið minnsta!  

Steinar K (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:16

16 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Steinar .....

Það eru fjölmargir einstaklingar sem hafa reynslu af skipulagningu slíkra mótmæla sem fjöldaganga væri t.d. frá Hlemmi niður á Lækjartorg ....  Ég held að það myndi verða metþátttaka í slíkri mótmælagöngu ef hún væri óháð stjórnmálaskoðun hvers og eins, færi friðsamlega fram og enginn með hulið andlit.   Við höfum öll sömu hagsmuna að gæta, ekki satt? ....  þarna kæmu heilu fjölskyldurnar, karlar, konur og börn, eingöngu til þess að láta ráðamenn vita að okkur stendur alls ekki á sama um ástandið og við VILJUM/ KREFJUMST þess að fá að vita hvað er að gerast hverju sinni og hvað stendur í öllum þessum skýrslum sem aðeins útvaldir/örfáir fá að sjá/lesa núna.   Við erum alveg nægilega skynsöm til þess að fá þessar upplýsingar og meta þær, hver á sinn hátt. ÓHÁÐ stjórnmálaskoðun hvers og eins.   Ég hef t.d. ekki mætt á þessi laugardagsmótmæli því mér finnst ég ekki hafa getað tekið undir allt sem þar er verið að mótmæla. Ég vil samt gjarnan láta ráðamenn vita að ég er ALLS ekki sátt við hvernig tekið er á vandanum þó að ég sé sátt við sumt.  

Getum við mótmælt saman án þess að vera öll sammála um allt?  

Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:57

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

Steinar K. Þú gerir þér grein fyrir að ef þú ætlar að gera kröfu um 150.000 manns að þá ertu að tala um alla íslendinga með kosningarrétt - hinn helmingurinn er börn!

Þór Jóhannesson, 7.1.2009 kl. 23:09

18 identicon

Katrín - Nákvæmlega!

Þór - Börnin okkar eru líka íslendingar. . .

Þar að auki förum við sjaldan langt án þeirra. Kjörið að taka þau með ;-)

Steinar K (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:39

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta hefur verið reynt Kristín Linda, á mjög svo táknrænum degi þann 1.desember var boður Þjóðfundur á Arnarhóli - þangað mættu um 2.500 manns. Heldurðu að það væri eitthvað betur mætt núna?

Þór Jóhannesson, 8.1.2009 kl. 00:15

20 identicon

Já Þór, reyndar held ég það.  Ekki vegna þess að tilefnið þann 1. des s.l. væri verra en nú,  heldur frekar vegna þess að með hverri vikunni sem líður þá gera fleiri og fleiri sér betur grein fyrir í hversu mikið óefni stefnir.  Svo skiptir höfuðmáli að mínu mati að boðað sé til t.d. slíkrar mótmælagöngu af fólki sem EKKI stendur fyrir því að gera kröfur um að ríkisstjórnin víki, Davíð eða Árni hætti, innganga í ESB, upptaka Evru, henging útrásarvíkinga og þess háttar.  Yfirskriftin væri eingöngu sú að við værum ekki sátt við hvernig fór og að við viljum fá allan sannleikann en ekki bara brot og brot í einhverjum skömmtum.  Alveg sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum.  Mótmælin hingað til hafa verið einslit og þess vegna dræm þátttaka.  Tek það skýrt fram að ég er EKKI að segja að ég sé fylgjandi núverandi ríkisstjórn né vilji hafa Davíð áfram í Seðlabankanum, heldur eingöngu að velta fram þeirri hugmynd að hægt væri að koma fram með ALMENN kröftug mótmæli sama í hvaða flokki við erum eða erum ekki.  Kannski bara ekki framkvæmanlegt og kannski bara "vitlaus" hugmynd, en ég veit bara að MJÖG margir mæta ekki á laugardagsmótmælin þó þeir vilji gjarnan mótmæla ástandinu, því þar eru settar fram kröfur sem allir vilja ekki skrifa undir þó svo þeir séu ósáttir við ástandið.  Vona að þetta sé skýrt hjá mér.

Katrín (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:37

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er ekki neitt vitlaus hugmynd - langt frá því. Endilega að reyna ef það fær fólk út á göturnar - en ég held að það séu samt sem áður erfitt að mæla með að fólk sé bara að mótmæla því að það fái ekki upplýsingar því þá ertu búin að þrengja þetta mjög mikið niður. Ég held að ef slíkt ætti að vera framkvæmanlegt að þá ætti það frekar að vera undir þeim formerkjum að hver mætti mótmæla á sinn hátt - það er sannkallað lýðræði og það eina sem skipuleggjendur bæðu fólk um væri að vera ekki með ofbeldi. Engar ræður - bara gjörninga á borð við í GayPride og svo kannski skemmtiatriði á sviðinu þegar göngunni líkur á Austurvelli eða Lækjatorgi. Þannig gætum við e.t.v. fengið hátt í 20.000 til 30.000 manns út á götu en ekki með því að banna fólki að lýsa yfir sinni skoðun eða kröfu.

Málið er nefnilega að við getum mótmælt án þess að vera sammála í öllu og svona mótmæli skila - ef ekki öðru - betri upplýsingum frá ráðamönnum.

Þór Jóhannesson, 8.1.2009 kl. 01:01

22 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ákkúrat og rétt hjá þér Þór ...  við erum sammála um þetta.  Svo er bara spurning um hverjir geta/ treysta sér til þess að skipuleggja slíka mótmælagöngu?

Engar ræður, engin pólitík þannig (við erum jú öll pólitísk á einhvern máta), allir mótmæla á friðsaman hátt, því sem þeir kjósa varðandi ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar og hvernig allt fór og stefnir í ... hver á sinn hátt ÁN ofbeldis og án þess að vera með "skítkast" á einstaka persónur.

Væri hægt að gera þetta að "gleðilegum" (ekki misskilja)  mótmælum, þá er ég viss um að fjöldi þátttakenda yrði umtalsverður!   Hverjir hafa t.d. skipulagt GayPride göngurnar? ....  viðkomandi aðilar væru kjörnir í að koma þessu í framkvæmd.  Vonandi les Páll Óskar þetta, hann er svo framtakssamur maður.

Tilgangurinn væri sá að láta ríkisstjórnina sjá með skýrum hætti að við ÞJÓÐIN sættum okkur ALLS EKKI við hvernig komið er fyrir okkur og við krefjumst þess að fá að vita ALLT sem kemur fram í þessum skýrslum öllum sem núna eru bara leyniskjöl því það erum jú við sem komum til með að borga fyrir þetta allt.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:17

23 Smámynd: Þór Jóhannesson

já það er víðar leyndin en andlitsleyndin hjá aktivisum - bankaleynd, launaleynd, skýrsluleynd og bara þessi almenna óþolandi ákvaðrannaleynd! ;)

Þór Jóhannesson, 8.1.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband