7.1.2009 | 21:14
Ríkistjórnarsamstarfið tryggt næstu 1-2 ár?
Auðvitað eru stjórnmálamenn betri leikarar en nær allir atvinnuleikarar landsins, enda eru þeir að leika nær allan daginn á meðan atvinnuleikarar leika aðeins á æfingum eða á sviði. Þetta þekki ég auðvitað vel sem fyrrverandi sviðslistamaður - óperu- og óperettusöngvari, sem lifði af því að leika og syngja í 10 ár.
Nú veit ég ekki hvort Geir og Ingibjörg eru svona góðir leikarar, en ég sé ekki betur en miklar kærleikar hafi tekist með þeim "hjónakornunum" og að þeirra hjónaband gæti enst alla leið til ESB aðildar - það nægir mér! Það væri óskandi fyrir hina kreppuhrjáðu íslensku þjóð að svo væri - með þeim fyrirvara þó, að ég sjálfur og hin íslenska þjóð samþykki niðurstöður ESB aðildarviðræðna.
Viðtalið við Ingibjörgu var mjög gott og kom hún mun betur út úr því en flestir aðrir ráðherra, sem ég hef séð í viðtali undanfarna mánuði. Hún var róleg og yfirveguð og glotti af og til út í annað og virtist líða vel mestan hluta viðtalsins. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga þessa dagana, sem líta illa út, gjörsamlega úttaugaðir og þreyttir og líkt og slökkt hafi verið á þeirra stjórnmálalega loga - hafi hann nokkurn tíma almennilega logað!
Það, sem mest var um vert, lýsti leiðtogi Samfylkingarinnar eindregnum stuðningi við ríkisstjórnarsamstarfið, við Geir H. Haarde og við Árna Mathiessen. Ég vona því að stjórnin "lafi" að minnsta kosti fram á haust eða enn betra fram á þar næsta vor!
Ég vona að Samfylkingarfólk átti sig á, hversu sterkan leiðtoga þau eiga. Jafnframt vona ég. að Ingibjörg hlusti á meira á Össur og aðra "praktískt" þenkjandi ráðherra Samfylkingarinnar, svo að við komumst sem fyrst út þessari bannsettri kreppu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Ég gef mér að þessi færsla eigi að vera grín, þó ég fatti ekki djókið.
Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 21:30
Ekkert grín!
Mér fannst Ingibjörg standa sig vel í gær miðað við þær erfiðu aðstæður, sem hún býr við. Hún er búin að vera mikið veik og veitir öðrum stjórnarflokknum forystu í erfiðum veikindum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.1.2009 kl. 13:38
Gott og vel, Guðbjörn. Telurðu samt ekki ráðlegt að hafa kosningar í vor, síðasta lagi í haust?
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 13:48
það er alveg sama hvað sjálfstæðisflokkurinn ályktar um ESB þessi ríkisstjórn fellur fyrir 12. mars nk.
Gísli Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 17:21
Gísli, ertu með spádómsgáfu? Af hverju 12. mars????
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.