Stöðnun og afturhald - atvinnuleysi og eymd í stað stóriðju og olíuvinnslu

Það er engum blöðum um að fletta að sú vinstri ríkisstjórn, sem nú hefur tekið við völdum í landinu er ríkisstjórn stöðnunar og afturhalds. Vonir landsmanna stóðu til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði frjálslynd og umbótasinnuð ríkisstjórn. Sú varð því miður ekki raunin, því afturhaldið í Samfylkingunni lýsti því yfir frá fyrstu stundu að stóriðja væri ekki valkostur í atvinnuuppbyggingu landsins.

Það var þó huggun harmi gegn, að í síðustu ríkisstjórn réðu ferðinni sjálfstæðisfólk og samfylkingarfólk, sem var raunsætt og sá að framtíð Íslands lá auðvitað í iðnvæðingu landsins: stóriðju, olíuvinnslu, matvælaiðnaði (fiskur & landbúnaður) auk allskyns sprotastarfsemi.

Í þeirri ríkisstjórn sem nú situr við völd situr hins vegar fólk, sem byrjað er að draga til baka allar þær skynsamlegu hagræðingaraðgerðir, sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt til að gerðar yrðu í ríkisbúskapnum. Að auki hefur ríkisstjórnin lýst yfir að hún sé í grunninn mótfallin stóriðju og ætli ekki að leyfa stóriðju á Bakka við Húsavík. Sömu örlög bíða án ef annarrar atvinnuuppbyggingar úti á landi, s.s. kísilverksmiðja í Þorlákshöfn og í Helguvík og stækkunar álversins í Straumsvík.

Í húfi eru mörg þúsund störf og gífurlegar gjaldeyristekjur fyrir land sem bráðvantar gjaldeyri og rambar á barmi gjaldþrots, þar sem allt stefnir í 15% atvinnuleysi og ríkissjóður er rekinn með 30% halla.

Nú þýðir ekki lengur fyrir VG og Samfylkingar að vera á móti öllum mögulegum lausnum á ofangreindum vandamálum og benda á vandamálin og sökudólgana. Nei, nú þarf lausnir sem miða að því að bjarga landinu frá enn frekari skaða!

Treystir þjóðin þessu fólki virkilega fyrir stjórn landsins? Margt af því fólki sem ræður ferðinni hjá VG og Samfylkingu er ekki einungis á móti virkjunum og stóriðju, heldur einnig á móti hvalveiðum og sumt hvert jafnvel á móti fiskveiðum og þeim búskap sem þau kalla verksmiðjuframleiðslu. Öll hagræðing, öll framþróun, allur iðnaður og allt það sem eykur lífsgæði þjóðarinnar er af hinu slæma fyrir þetta fólk. Frjálslyndur og umbótasinnaður félagshyggjuflokkur, kallar Samfylkingin sig og VG segist halda í heiðri félagsleg gildi og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

Þegar hungrið svarf að landsmönnum fyrir á öldum reyndi fólk að sofa eins mikið og það gat þegar búið var að huga að skepnunum. Ljósmeti var takmarkað og matur einnig, því var það eina sem fólk gat gert að sofa til verða ekki sturlað. Er þetta leiðin sem VG og Samfylkingin sjá út úr ógöngunum, eigum við að sofa af okkur erfiðleikana? Þegar fólk er búið að fá einhverja hungurlús í askana sína og húslesturinn er búinn, eigum við þá að leggjast í rúmið og bíða vorsins?

Lausn okkar sjálfstæðismanna felst í endurreisn Íslands, m.a. með því að nýta orkuna sem við höfum til atvinnuuppbyggingar og gjaldeyrisöflunar auk þess sem við styðjum við nýja og spennandi sprotastarfsemi og aðra þá atvinnustarfsemi sem nú þegar finnst í landinu.

Í einfeldni minni spyr ég, hvort umbætur, frjálslyndi og félagsleg gildi felist ekki einmitt í því að fólk hafi gott lifibrauð eða er lausnin kannski fólgin í að hvetja fólk til að taka upp prjónana og fara út að tína ber og fjallagrös! 


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig dettur þér í hug að spyrja , hvort að þjóðin treysti VG og Samfylkingu til að stjórna landinu? Svarið er augljóst og er stórt Já!!  Svo ertu með spurningu í þinni einfeldni um hvort umbætur , frjálslyndi og félagsleg gildi, felist ekki í að fólk hafi gott lifibrauð!Að sjálfsögðu, mínus þín dauða frjálshyggja!! Það er einmitt þess vegna . sem þjóðin treystir VG og Samfylkingunni til að gera heiðarlega tilraun til að bjarga því sem bjargað verður, eftir hrun nýfrjálshyggjunnar , spillingar Sjálfstæðisflokksins og klíkuskapar í t.d stjórnsýslunni! Eitt er alla vega augljóst, við þurfum ekki fleiri álver , enda skila slíkar verksmiðjur nánast engan arð eftir í landinu. um 80-90 prósent af honum , hverfur úr landi. Ef svo væri ekki, hefðu þessir erlendu álrisar engan áhuga á að vera með álverksmiðjur hér! Nei, nú þarf að fara að taka til eftir óstjórnir Sjálfstæðisflokks síðustu ára.  

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:37

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki ætla ég að fjalla um olíuvinnsluna, enda litlar líkur á henni næstu 10-15 árin. Stóriðja á kostnað skattgreiðenda er hins vegar einmitt eitt af því sem olli þenslunni og æsingnum sem nú hefur komið okkur á kaldan klaka. Og tala ekki dæmin skýrt? Tekjurnar af Kárahnjúkavirkjun duga ekki fyrir vöxtum af lánunum vegna hennar, jafnvel þótt þeír séu að mestu niðurgreiddir af ríkinu. Þess utan er kostnaður kominn langt fram úr áætlun.

Getur kannski verið að skynsamleg efnahagsstefna felist í því að láta einstaklingana og fyrirtækin, en ekki ríkið, um að byggja upp atvinnuskapandi rekstur. Það er yfirleitt gert í vestrænum ríkjum.

Þú þarft hins vegar ekki að hafa áhyggjur ef þú saknar sósíalisma síðustu ríkisstjórnar, því ekki er annað að sjá en sú nýja ætli líka að leggja áherslu á "þjóðhagslega hagkvæma atvinnusköpun"! 

Þorsteinn Siglaugsson, 3.2.2009 kl. 09:43

3 identicon

Sæll, gamle ven. 

Það versta við vinstrimenn (eitt af því mörgu versta, reyndar) er að þeir skilja ekki hugtakið "atvinnulíf".  Þess vegna tekst þeim alltaf að skilja við þau lönd sem þeir stjórna í kalda koli. 

Vinstrimenn trúa á hugtakið "tax and spend" sem eins og nafnið gefur til kynna, gengur út á að auka skattheimtu til að nota peningana í óarðbær opinber störf og gæluverkefni sem gefa ekkert af sér.

Vinstrimenn fagna reyndar mikið núna og þórðargleðin er mikil yfir hruni fjármálakerfisins, því í þeirra augum er þetta hrun kapítalismans.  Vinstrimenn hafa beðið eftir þessu mómenti í 18, eða síðan kommúnismi austurblokkarinnar hrundi. 

En þetta er bara ekki rétt hjá vinstrimönnum.  Kapítalisminn hrundi ekki, hann lifir enn góðu lífi þó hann hafi kannski laskast.  Einungis hugmyndafræði gráðugra fjárglæframanna sem byggðist á græðgisvæðingu og sýndarverðmætum hrundi.  Slík hugmyndfræði á ekkert skylt við kapítalisma frekar en kommúnisma.

Kapítalismi þar sem handbær verðmæti eru framleidd mun leiða heiminn út úr kreppunni.  Við berum að stefna að slíkri uppbyggingu hér á landi, eins og þú réttilega gefur til kynna hér í þessum skrifum þínum, Guðbjörn.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Lastu í alvöru greinina hans Indriða H Þorlákssonar um arðsemi álvera? Ef svar þitt er nei þá hefðirðu svo sannarlega átt að gera það áður en þú skrifar svona einfeldningslega. Ef svarið er já, þá skil ég betur af hverju þér skrifar svona.

Það er ekkert á þessu að græða, það hlýtur þó að vera eitthvað sem þið íhaldsmenn skiljið.

Af öðrum skrifum þínum er það ljóst nú sem endranær að þið blámenn hafið engan áhuga á þjóðinni, fyrir ykkur fellst verðgildi hennar í því hvað hún er góð til neyslu og góð til skattgreiðslu. Hversu gróðavænleg hún er fyrir erlenda fjárfesta, því það er alveg ljóst að erlendir eigiendur álveranna eru þeir einu sem hagnast á álverum hér, og þannig væri það líka um olíuhreinsistöð. Það skattaumhverfi sem núverandi stóriðja hér býr við er fordæmisgefandi.

Hann er líka frábær pistillinn þinn um það hvernig eigi að ná aftur trausti kjósenda. Í hverju er iðrun ykkar fólgin? Hvernig hyggist þið bæta fyrir gjörðir ykkar? Ætliði að finna leiðir til að sækja aftur fé sem auðmenn stálu af þjóðinni í skugga valdsmanna flokksins og veðjuðu á ranga hesta? Ætliði sjáfir að greiða eitthvað til baka? Ætla einhverjir af þínum frammámönnum að viðurkenna afglöð í starfi og taka út refsingu fyrir það?

Ég held ekki. Hvergi í þeim pistli þínum er minnst á þjóðina eða hvað sé best fyrir fólkið í landinu. Það eina sem er, er að þú veist að þjóðin er búin að fá nóg af ykkur, traust hennar vinnið þið aldrei aftur á eigin spýtur, þess vegna hlakkar í þér yfir hverju því sem gæti komið höggi á vinstri stjórnina, svo að þið getið náð völdum aftur. Það er það eina sem vakir fyrir ykkur, að ná völdum aftur svo að þið og gerspillt viðhengi ykkar getið haldið áfram ykkar iðju.

Það er greinilega langt í að þú og þínir flokksbræður sýnið nokkra raunverulega yðrun, sem verðskuldar fyrirgefningu þjóðarinnar. Í því samhengi var gaman að lesa viðtal við Hannes Hólmstein í Mogganum í morgun. Þetta er allt samsæri gegn Davíð. Góða góða Davíð. Hvílík iðrun

Stóriðja er þjóðinni ekki fyrir bestu. Hún hefur jákvæð áhirf á hagkerfi þeirra landa sem eiga engra annarra kosta auðið, sakir fjármagnsskorts, þekkingarskorts, fátæktar og eymdar. Þá er illt betra en ekki neitt. Hér er þetta bara svo fjarri því málið. 

Hættið nú þessum sandkassaleik og farið að setja velmegun þjóðarinnar í fyrsta sæti

Ekki velmegun flokksins 

Guðmundur Ingi Þorvaldsson, 3.2.2009 kl. 12:17

5 identicon

Álver voru lausn á síðasta áratug- ekki lengur. Virðisauki okkar er að engu orðinn í þessari grein- o,2 % af landsframleiðslu/álver. Gríðarlegur lánakostnaður er samfara eða um 350 milljónir kr/starfsmann  sem greiðist niður á 40 árum. . Indriði Þorláksson er með greinargott yfirlit á sinni heimasíðu um málið. Ekki er lílegt að nokkur erlendur fjárfestir óski eftir álversaðstöðu hér á landi næstu 10-12 árin vegna heimskreppuáhrifa.  Þannig að álversáhugamenn geta sofið vært - það hefur nákvæmlega ekkert með núverandi endurreisnarstjórn að gera...

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Svar við grein Indriða þar var ekki farið rétt með í öllum atriðum og ekki allir póstar teknir með, ef tölur þær sem Indriði notar væru rétta þá hefði ekkert bankahrun orðið  sjá. ,, Svarar það til 0,6 – 0,7% af þjóðarframleiðslu."

0,6 til 0,7% * 85 milljarðar gera meðal þjóðarframleiðslu á ári upp á 8.440 milljarðar. sem eftir væti í landinu.

Sé hinsvegar litið til áls eingöngu 0.6-0.7% * 182 milljarðar sem gera 18.073 milljarðar. Sem er þá þjóðarframleiðsla á ári.

Þjóðhagsstofnun segir þjóðarframleiðsluna 1.413 milljarðar.

135. löggjafarþing 2007–2008.

Þskj. 1339 — 624. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins, sundurliðað m.a. eftir fjölda starfa, tekjum ríkissjóðs og hlutfalli af útflutningstekjum?

Fjöldi starfa.
    Eftirfarandi upplýsingar fengust frá álfélögunum um fjölda fastra starfsmanna í maí 2008, áætlaðan fjölda starfsmanna í sumarafleysingum og mat félaganna á fjölda starfa sem eru afleidd af starfsemi álveranna.

Álfélög

Fastir starfsmenn

Sumarafleysingar

Áætluð afleidd störf

ÍSAL í Straumsvík

540

130

1.350

Norðurál á Grundartanga

477

140

750

Fjarðaál í Reyðarfirði

450

130

1.000

Samtals

1.467

400

3.100


    Nýsir hf. ráðgjafarþjónusta mat fjölda afleiddra starfa í skýrslu árið 2002 um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Fjarðabyggð þannig að óbein og afleidd störf á Mið-Austurlandi gætu orðið 295 og annars staðar í landinu 680, samtals 975.

    Verðmæti útflutningsafurða í stóriðju 2006 var 62.908 millj. kr. Langstærstur hluti þess, eða 57.101 millj. kr., myndaðist í áliðnaði.
    Samkvæmt upplýsingum álfyrirtækjanna fer að jafnaði um þriðjungur af heildartekjum þeirra til að mæta innlendum kostnaði. Innlendur kostnaður er einkum raforkukaup, launakostnaður, skattar til ríkis og sveitarfélaga og kaup á innlendum vörum og þjónustu. Miðað við þessar upplýsingar má áætla að árið 2006 hafi um 19 milljarðar kr. farið til greiðslu á innlendum kostnaði. Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins áætlaði í vorskýrslu um þjóðarbúskapinn 2008 að útflutningstekjur af áliðnaði á þessu ári verði 166,2 milljarðar kr. Frá janúar til júní 2008 var flutt út ál fyrir 73,5 milljarða kr., þannig að líklegt er að sú spá rætist. Ástæða fyrir svo mikilli tekjuaukningu er m.a. gríðarleg framleiðsluaukning á áli með stækkun Norðuráls og tilkomu Fjarðaáls. Auk þess hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað mikið að undanförnu og er því spáð að meðalverð 2008 verði nærri 2.800 bandaríkjadölum á tonn.
    Með svipuðum forsendum og áður má gera ráð fyrir að um 55 milljarðar kr. fari til greiðslu á kostnaði hérlendis 2008. Þar á meðal eru gjöld til ríkis og sveitarfélaga

. Hlutfall af útflutningstekjum.
    Árið 2007 námu útflutningstekjur vegna álframleiðslu 17,8% af heildarútflutningstekjum fyrir vörur og þjónustu. Árið 2008 er áætlað að útflutningur áls aukist um 70% að magni til og að hlutfall útflutningstekna af álframleiðslu nemi rúmlega 30% af heildarútflutningstekjum. Árið 2009, þegar heilsársframleiðslugeta Fjarðaáls verður fullnýtt, er spáð að hlutfallið verði komið yfir 30%.
Sé litið til vöruútflutnings eingöngu sést vaxandi þáttur álframleiðslunnar betur. Taflan sýnir álframleiðslu á Íslandi og tekjur af útflutningi áls í samanburði við heildartekjur af vöruútflutningi annars vegar og útflutningi vöru og þjónustu hins vegar árin 2002–2007 í milljörðum kr., svo og áætlanir fyrir 2008.

Ár

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Álframleiðsla (1000 tonn)

282 ,6

286 ,1

278 ,1

283 ,7

303 ,4

446 ,4

760 ,0

Útflutningur vöru

204 ,3

182 ,6

202 ,4

194 ,4

242 ,7

305 ,1

372 ,4

Útflutningur vöru og þjónustu

305 ,9

288 ,1

316 ,3

322 ,6

369 ,2

451 ,7

551 ,1

Ál í % af vöruútflutningi

18 ,9

18 ,8

18 ,1

18 ,5

23 ,5

26 ,3

44 ,6

Ál í % af vörum og þjónustu

12 ,6

11 ,9

11 ,5

11 ,2

15 ,5

17 ,8

30 ,2

 Árinu 2008 skilaði áliðnaðurinn á milli 80 til 85 milljörðum eftir í þjóðarbúinu laun og launatengdgjöld til birgja og verktaka á milli 28 til 31 milljarðar.

Þessir þættir eru ekki teknir með.

Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa  sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.

 

Rauða Ljónið, 3.2.2009 kl. 15:49

7 Smámynd: Gerður Pálma

Ég er í áfalli ad svona greindur og skemmtilegur madur eins og thu gefir ther ekki tíma til thess ad skoda allar hlidar á svo alvarlegu mali sem álver eru, hvorutveggja fyrir okkur sem thjód og sem HRIKALEGT EYDILEGGINGAR afl fyrir heim allan, skodadu upphaf álvera, th.e. hvadan og hvernig hráefnid er tekid, vid erum partur af theirri kedju.  Thessi graedgiskedja er ad rústa heiminum ollum, vid eigum allt til thess ad nýta náttúrna saman med henni an ánýdslu, thu tharft ad verda partur af thvi, thar vantar samtak krafta eins og í ther býr... Lestu bakgrunn, skodadu ávaening landsins, sem og alheims. Eftir almennilega kynningu á thessum málaflokki láttu í ther heyra.  Thú ert of stór til thess ad hugsa svona smatt.  ALLT sem vid munum gera til frambúdar og farsaeldar Íslands verdur ad hugsast i heilum hring, upphaf og endir, hvad skilar hverju til hvers? 

Gerður Pálma, 3.2.2009 kl. 19:39

8 Smámynd: Offari

Ég er því miður ekki bjartsýnn á að nýtt stóriðjuver rísi hér á næsta áratug. Þegar þörfin er stærst þá eru tækifærin fæst. Að aðlagast þessu óstandi verður erfitt ég tel að kapitalisminn hafi farið fram úr getu sinni og það tel ég ekki kapitalismanum eð stóriðjuframkvæmdum að kenna, Heldur þeim sem misnotuðu sér galla kerfisins.

Nauðsynlegt er að þróa hratt nýtt kerfi sem tekur mið af því ástandi sem nú ríkir því ég tel að allar tilraunir til að lagfæra ástandið með lánsfé séu í raun dæmdar til að mistakast eða bara til þess gerðar að fresta vandanum. Þær hugmyndir manna sem vilja bjarga mogganum finnst mér samræmast mjög því kerfi sem ég vill að taki núna við.

Offari, 3.2.2009 kl. 21:13

9 identicon

Komist áljöfrar í þrot, sem ekki er óhugsandi eins og árar á álmörkuðum, þá lenda skuldir Landsvirkjunar á ríkissjóði.

Súrt hvalsrengi ét ég á þorrablótum og þykir það lostæti.  Hvalkjöt seljum við til útlanda ef markaður er fyrir það, annars borgum við fyrir sportið og köllum það vísindarannsóknir.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:16

10 Smámynd: Brattur

Spurningin er; treystir þjóðin Sjálfsstæðisflokknum? Flokknum sem ber mesta ábyrgð á því að þjóðin er nú á hausnum. Eitt er víst að ekki er honum treystandi í framtíðinni fyrir efnahagsmálum landsins... hann féll á því prófi.

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:38

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Alveg er ég steinhissa að þú skulir detta í þetta sama tapsára, ofdekraða frekjudolluvæl, sem þessa daganna einkennir þá sem telja sig sjálfstæðismenn. Það að henda ykkur út úr þessari handónýtu ríkisstjórn var það besta sem fyrir ykkur gat komið. Nú getið þið einbeitt ykkur að þvi að finna út hvernig í ósköpunum þið ætlið að endurheimta fyrri stöðu eftir vægast sagt hrikalega útreið. Þið hafið tíma til að endurskipuleggja ykkur án þess að tefja ykkur (ég ætlaði að fara að skrifa "að bera ábyrgð", en það hefði verið brandari) á landsstjórninni.

Svo eru þetta ekki nema 80 dagar eða svo fram að kosningum. Efast um að þessari vinstristjórn takist á þeim tíma að jafna afrek ykkar á efnahagssviðinu - enda ekkert efnahagssvið eftir!

Haraldur Rafn Ingvason, 3.2.2009 kl. 21:58

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég las greinina eftir Indriða H. Þorlákssonar og honum er eitthvað að förlast og ekki eins talnaglöggur og hann var. Þetta er nákvæmlega sama og hann sagði um íslenska banka og fjármálastarfsemi. Hversvegna benti hann ekki á þessa staðreynd þegar bankarnir voru upp á sitt besta!

Auðvitað er arðsemi álvera minni eins og annarra framleiðslugreina þegar stærsta kreppa heims síðan 1929/1930 ríður yfir heiminn.

Gaman að sjá bloggið frá öllum þessum stalínistum og marxistum og auðsjáanlegt að þeir upplifa þessa kreppu á sama hátt og Hannes Hólmsteinn upplifði fall kommúnismans upp úr 1990.

Ég bendi þessu ágæta fólki á að kapítalisminn er svo langt frá því að vera dauður. Nei, hér er kannski um smá kvefpest að ræða en ekki banvænan sjúkdóm.

Kommúnisminn og sósíalisminn hefur hins vegar verið jarðsettur um alla eilífð og var útförin í kyrrþey að ósk hins látna. Blóm og kransar voru afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hins látna er bent á að styrkja gamla "wannabe" kommaflokka á borð við VG!

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur kominn yfir 30% skv. skoðanakönnum Gallup - þ.e.a.s. er litið var til síðustu viku janúar mánaðar.

Þessi vinstri stjórn mun færa okkur á silfurfati 3-4% til viðbótar fyrir 25. apríl í vor!

Við Sjálfstæðismenn horfum því til kosninga í vor með mikilli tilhlökkun!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.2.2009 kl. 23:04

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Umræða Vinsir Galna hér um atvinnuuppbyggingu minnir mikið á börn sem

kom frá Vinstri Gölnum heimili og hafði hlustað á pabba og mömmu.

Eftirfarandi ritgerð er eftir sem barn hlustaði á umræðuna um umhverfisvermd.

 

Brandugla  (Asio flammeus)

 

Branduglan er fugl af ugluætt. Hún er spendýr. Spendúr fæða lifandi unga sem nærast á mjólk.Branduglur voru notaðar í gamladaga á róarbátum þær héldu á róáruspýtum svo að árarnir gætu árað þær menguðu mikið. Branduglan er meðal algengustu spendýra á Íslandi og öðrum löndum ef það eru mörg tré , t.d. á Akureyri. Hún verpir eggjum sínum í stór eikartré á hálendinu. Branduglan er harðgert dýr hún þolir nánast allt, en hún deyr ef hún flýgur yfir Kárahnúka hún deyr líka þegar hún flýgur hjá álverum og Hvölum. Hún býr til holur í trén með hornunum sem hún hefur á hausnum. Stundum detta hornin af og nefnist það hornfall. Fyrst eftir varpið drekka ungarnir mikla mjólk . Hún er mjög holl en getur valdið hjartasjúkdómum, sérstaklega ef sjúklingurinn er Vinstri Galinn. Það skeði svolítið fyrir frænda minn. Hann var svoleiðis og mikið að hann er dáinn núna.

Stundum drekka ungarnir of mikla mjólk. Þá þenjast þeir út svo að eggin brotna og ungarnir fljúga til heitu landana. Ég fór einu sinni til heitu landana með pabba og mömmu þar voru engir kommar. Það þarfa að nota húfu og vettlinga ef það er nóg fiður á ungunum. Það ver þá fyrir hættulegum geislum sólarinnar.

Mamma sólbrann illa í ferðinni því ósonlagið er svo þunnt og svo eru líka gróðurhúsaáhrif og súrt regn. Uglur og leðurblöðkur eru einu spendýr á Ísalandi sem geta flogið. Þess vegna er auðveldara fyrir þær að safna hunangi og svoleiðis ef mjólkin sé búin. Aðal varpstöðvar uglunnar eru í Ódáðahrauni þar sem eru mörg tré. Sennilega eru Þær útdauðar núna vegna ósonlagsins.

Það er út af sprekbrúsum og svoleiðis.

Rauða Ljónið, 4.2.2009 kl. 01:16

14 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mig minnir, að svonefnd Viðreisnarstjórn hafi haft forgöngu um Búrfellsvirkjun á 6. áratug s.l. aldar gegn áköfum mótmælum vinstri sinna. Íslendingar eiga Búrfellsvirkjun í dag skuldfría og hún malar okkur gull nætur sem daga alla daga ársins.

Blessuð sé minning þeirra manna, sem höfðu vit fyrir þjóðinni þá, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.2.2009 kl. 14:13

15 identicon

Vinstri flokkar í dag eru fyrst og fremst öfgaumhverfisverndarflokkar. Þeir virðast einnig vera alveg úr tengslum við viðskiptalífið en aðallega tengjast bókmenntum, listum og jú kennarastéttinni. Forundarlegt. Hvernig geturðu verið undrandi yfir þessari stjórn? Hún gerir það sem hún kann best, eykur á glundroðann. Hvernig væri efnahagur Íslands ef allir hér hugsuðu eins og þeir? Hrunið væri hjóm eytt til samanburðar.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband