2.3.2009 | 13:12
Rödd hrópandans - aldrei meir!
Bæði fyrir og eftir bankahrunið fannst mér ég stundum vera eins og Rödd hrópandans í eyðimörkinni (Mrk 1,3; Matt 3,3), þótt einstaka maður hafi tekið undir með mér í gagnrýni á minn gamla og ástkæra flokk. Auðvitað sá ég ekki frekar en aðrir fyrir bankahrunið. Ég varaði hins vegar ítrekað við græðgivæðingunni, klíkuskapnum og hrokanum og öðrum þeim breytingum, sem því miður urðu á mínum flokki á síðastliðnum nokkrum árum. Stór hluti grasrótarinnar jánkaði gagnrýni minni, en bætti við að okkar ágæta forystufólk væri að öðru leyti að gera svo frábæra hluti, sem íslenska þjóðin nyti góðs af, að við ættum að hafa okkur hæg. Þarna erum við í grasrótinni í raun samsek að hafa ekki staðið upp og sagt okkar meiningu, hver veit nema að einhver hefði hlustað ef við hefðum hrópað nógu hátt í auðninni!
Ýmislegt úr sjálfstæðisstefnunni hentaði frjálshyggjunni vel, t.d. hlutir á borð við einstaklingsfrelsið og atvinnufrelsið og var því þess vegna alla tíð haldið á lofti og það var og er í raun vel. Sjálfstæðismenn hafa alltaf séð, að kjölfestan í atvinnulífi þjóðarinnar hljóta að vera sjálfstæðir og kraftmiklir einstaklingar og sú staðreynd hefur að sjálfsögðu ekkert breyst. Hins vegar viku önnur mikilvæg gömul gildi fyrir nýjum og verri. Þarna á ég auðvitað við hinn kjarna sjálfstæðisstefnunnar, sem snýst um að vernda þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, rétta þeim hjálparhönd sem á hjálp þurfa að halda vegna veikinda eða fátæktar. Að finna innra með sér að við erum öll Íslendingar og á sama báti, deilum sömu örlögum þegar upp er staðið.
Kjörorð okkar sjálfstæðismanna "stétt með stétt" gleymdist kannski ekki alveg, en það varð undir í bardaganum. Mannlegur breyskleiki varð öllu öðru yfirsterkari, brestir á borð við græðgi og hroka tóku yfirhöndina. Kjörorðið "Gjör rétt, þol ei órétt" gleymdist heldur ekki, svo sem sjá mátti í bardaga Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar við Baugsveldið. Oft á tíðum viku þessi kjörorð þó fyrir klíkuskap og pólitískum ráðningum og það var mjög miður. Gagnrýni á ráðningar og úthlutanir ýmissa bitlinga var oft á tíðum svarað með hroka og útúrsnúningum. Ég segi aldrei meir!
Þeir sem stjórnuðu Sjálfstæðisflokknum höfðu að mörgu leyti færst frá grunngildum sjálfstæðisstefnunnar í átt til óheftrar frjálshyggju og græðgivæðingar, sem ekkert á sameiginlegt með hinni eiginlegu hægri manngildisstefnu, sem sjálfstæðisstefnan er.
Það er hin sígilda sjálstæðisstefna, sem tryggt hefur flokknum gífurlega mikið fylgi meðal allra stétta allt frá stofnun hans og það er til þeirra róta sem við leitum aftur þegar við höfum farið villu vegar.
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
Þú talar um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi í nafni Sjáfstæðisflokksins. Mitt einstaklings- og atvinnufrelsi hefur aldrei verið eins rýrt og nú eftir hrunið sem sannarlega var í boði Sjálfstæðisflokksins. Ég vil hafa mitt einstaklings- og atvinnufrelsi í friði og þar vil ég ekki sjá neinn Sjálfstæðisflokk.
Segðu mér annars, er einhver flokkur sem ekki vill hjálpa þeim sem minna hafa milli handanna. Það eru einmitt frekar vinstri flokkarnir sem það gera, eða er það ekki Sjálfstæðisflokkur sem vill leynt og ljóst einkavæða alt svo að þegnarnir verði að borga úr eigin vasa þegar þeir þurfa þjónustunnar við (- skóli og heilsuvernd).
Ég er hins vegar á því að suma þjónustu getur fólk borgað úr eigin vasa eins og fyrir tónleika hvers konar, hvort heldur það er rokk, ópera eða sinfóníutónleikar.
Enginn ykkar Sjálfstæðismanna hefur tekið ábyrgð á hruninu, af hverju eiga kjósendur að treysta ykkur? gætuð þið ekki tekið okkur í annan rússibana og sagt svo: "Við hefðum kannski ekki átt að fara svona glannalega".
Hvað gerir fyrrverandi ráðherra dómsmála? Jú hann leggur til að skipuð verði nefnd til að leita að grun um glæp!!! Þetta er sá hin sami og skar niður fjárlög til rannsóknar efnahagsbrota en jók fjárlög til óeirðalögreglu.
Sýnir þetta einbeittan vilja til að leita að glæp?
Hættið að tala við kjósendur eins og þeir séu fífl.
Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:43
Ekki er það rétt hjá þér Guðbjörn , að klíkuskapur sé eitthvað nýtt hjá þínum flokk, eitthvað sem aðeins hefur átt sér stað, á síðastliðnum nokkrum árum. Hann hefur nefnilega alltaf verið fyrir hendi í þínum ástkæra flokk og hefur ekki verið bætandi fyrir þjóðfélagið. Hrokinn hefur líka lengi verið í hávegum hafður af ykkur og finnst mér til dæmis gott dæmi um það, árásin á Lögreglustjórann á Suðurnesjum, sem rekinn var úr starfi, af hrokagikknum Birni Bjarnarsyni. Hann hafði horn í síðu lögreglustjórans og hafð sitt fram með hrokanum einum. Mannrétindabrot hafa verið framin af ykkur, vegna klíkuskapar og að maður tali ekki um rétt fólks til vinnu en gífurlegt atvinnuleysi er þegar skollið á hér, eingöngu af völdum þíns flokks og hinnar dauðu frjálshyggjustefnu flokksins. Sem betur fer er þjóðin að vakna, reyndar upp við vondan draum og vill ykkur alls ekki í stjórn.
Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:34
Beint með Sjálfstæðisflokkinn á þjóðmynjasafnið! Hann á heima þar! Rugl er þetta eiginlega.
Að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gefa kost á sér aftur? Eru þetta aular og fábjánar alltsaman?
Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 06:15
Guðbjörn.
Þú segir:
"Ég varaði hins vegar ítrekað við græðgivæðingunni, klíkuskapnum og hrokanum"
Það hefur ekkert breyst, en samt ætlar þú að bjóða þig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn! Er ekki allt í lagi!
Mikill meirihluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því að það verður fyrst lífvænlegt á Íslandi þegar við höfum losnað við ÞENNAN HELVÍTIS FOKKING FLOKK
Alli, 3.3.2009 kl. 09:07
"Þarna á ég auðvitað við hinn kjarna sjálfstæðisstefnunnar, sem snýst um að vernda þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, rétta þeim hjálparhönd sem á hjálp þurfa að halda vegna veikinda eða fátæktar. Að finna innra með sér að við erum öll Íslendingar og á sama báti, deilum sömu örlögum þegar upp er staðið"
Kræst! Þú ert nú meiri froðusnakkurinn!
Og hvar heyrðist svo þessi "rödd þín í eyðmörkinni"?
Er fólk að kaupa þetta bull sem þú setur upp á þessari síðu? Áttu bakland inna flokksins?
Það kæmi mér á óvart... meira að segja þó um Sjálfstæðisflokkinn sé að ræða
Heiða B. Heiðars, 3.3.2009 kl. 09:58
Guðbjörn, ég er þér hjartanlega sammála.
Gangi þér vel í prófkjörsslagnum.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.3.2009 kl. 11:34
Spurning: Hverjir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Svar: Gróðapungar og fífl.
Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:43
Tómas:
Þakka þér fyrir!
Kolla:
Þakka þessa athugasemd.
Eftir því sem fleiri athugasemdir á borð við þetta bætast við eykst fylgi okkar.
Þjóðin er að átta sig á því hvað er að gerast!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.3.2009 kl. 20:02
Þú segir að þjóðin sé að átta sig. Þú talar eins og þú álítir að þjóðin samanstandi af fíflum. En til að sjá ekki það sem hefur gerst (allt í boði Sjálfstæðisflokksins), þarf að vera blindur, heyrnarlaus, einfaldur eða vitgrannur.
Hættið að tala við kjósendur eins og þeir séu fífl.
Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:01
Fífl vita venjulega ekki af því sjálfir að þeir eru alvöru fífl. Guðbjörn er einn af þeim.
Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 22:30
Ég þakka málefnaleg innlegg vinstri manna hér á síðunni, þau dæma sig sjálf!
Áfram svona, Kolla og Óskar!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.3.2009 kl. 08:22
Er minn nú komin fullnálægt fasismanum í hugsun
Kveðja Hannes
Hannes Friðriksson , 4.3.2009 kl. 12:43
Meiri maðurinn þú Guðbjörn!.. Stálfstæðisflokkurinn verur borin til grafar á kosningadag! Fattarðu það ekki? Til hvers að láta jarða sig ef þú getur gert eitthvað gagn? Farðu í annan flokk meðan tími er til!
Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 12:54
Ég veit ekki hversu mikið þið hafið kynnt ykkur fasismann og nasismann. Það hef ég hins vegar gert, líklega af því að ég bjó í 12 ár í Þýskalandi.
Nokkrir "vinstri menn" hafa ítrekað ýjað að því að skoðanir mínar væru fasískar eða nasískar. Ég tek ekki nærri mér að vera kallaður fífl og fáviti eða auli eða íhaldssvín o.s.frv.
Hins vegar finnast mér samlíkingar við nasista og fasista alls ekki við hæfi. Sennilega er um að kenna fáfræði viðkomandi í sagnfræði. Ég vil fá að að vita hvar skrif mín eru fasísk eða nasísk, því hér er um grafalvarlegar ásakanir að ræða. Í Þýskalandi eða Ítalíu er hægt að lögsækja fólk fyrir slíkar ásakanir, enda vita þessar þjóðir mæta vel hvað í þeim felst.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.3.2009 kl. 16:48
Blessaður Guðbjörn Þú verður að afsaka það orðfæri sem ég notaði í athugasemd minni hér á undan, en hún kom til að því að mér finnst sem svör þín hvað varðar alla þá gagnrýni sem að þér er beint þessa dagana minni mann óneitanleg á þá er í upphafi 20. aldar höfðuðu mjög til ótta almennings við breytingar og töldu sig ver eina umkomna til að standa vörð um lög og reglu. Svörin eru orðin svolítið mikið staðhæfingar um snilli eigin flokks og algera vangetu hinna sem hafa aðrar skoðanir. Þú getur kallað það hvað sem þú vilt. Bið þig innilega afsökunar á að hafa leyft mér að nota þetta orð sem ekki má hér rita, enda veit ég vel að þú ert ekki það sem ekki má segja. Með bestu kveðju og afsakðu óþægindinHannes
Hannes Friðriksson , 4.3.2009 kl. 21:01
Guðbjörn! Ég hef sjálfur búið í þýsklandi í stuttan tíma. Var í Göttingen. Alveg við landamæri Austurþýsklands. Það var á þeim tíma. Það var blað eða tímarit gefið út á stríðsárunum sem hét Ísland og var með hakarossinn sitt hvoru megin á lógóinu.
Hverjir gáfu út blaðið? Hverjir voru í íslenska nazistaflokknum? Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hér, því margir af þeim eru látnir. Enn það var ótrúlega stór hópur mann úr mennta og yfirstétt Íslands.
Það var meira að segja gert ráð fyrir því að þýski herinn myndi hertaka landið. Það hættu margir í Íslenska Naistaflokknum þegar vitnaðist um grimmdarverk þeirra í seinni hluta stríðsins. Athyglisverðast var hverjir skipuðu þennan flokk á sínum tíma.
Ég er ekki að blanda Sjálfstæðisflokknum við Nasista í dag. Það er tómt rugl. Enn Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í langt frí. Þeim er ekki treystandi til að þrífa upp eftir sig óreiðuna sem þeir bjuggu til.
Það þarf algjörlega að banna ráðherrum og þingmönnum að standa í rekstri fyrirtækja, vera í stjórn þeirra og versla með hlutabréf, á meðan þeir eiga að gæta hlutleysis og stýra landinu.
Svo þarf að ákveða hversu lengi menn eiga að fá að vera ráðherrar og þingmenn. Þessir "atvinnupólitíkusar" verða flestir hverjir hálf undarlegir eftir ákveðin tíma.
Það þarf að vera hægt að kjósa persónur í ákveðinn embætti, ráðherra, þingmenn, lögreglustjóra og Borgarstjóra að minnstakosti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og til ákveðins tíma í senn.
það þarf þannig breytingar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei taka það í mál.
Óskar Arnórsson, 4.3.2009 kl. 22:15
Vá, hvað ég er sammála síðasta ræðumanni.
Varðandi fortíðina hefur Sjálfstæðisflokkurinn sloppið ótrúlega vel frá umfjöllun. Það liggur við að það sé bannað að tala um þetta, þó eru þetta staðreyndir sem til eru á blaði og hægt að finna á Landsbókasafninu og víðar eins og Óskar nefnir.
Eigðu annars góða daga Guðbjörn. Það sem ég hef skrifað hér er ekkert persónulega meint til þín, mér er bara mikið niðri fyrir og ég kvíði framhaldinu ef það verður Sjálfstæðisfl. og Framsókn.
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.