Dánarvottorð íslensku krónunnar gefið út á Alþingi

Nú er ekki lengur leyfilegt að nota íslenskar krónur í milliríkjaviðskiptum. Segja má að alþingismenn hafi með þessu í gær undirritað dánarvottorð íslensku krónunnar, þótt við þráumst enn við að nota 'ana blessaða til kaupa á nauðþurftum hér heima við.

Við, sem sjáum enga aðra lausn á peningamálum þjóðarinnar en upptöku evru, bíðum spennt eftir útspili þeirra, sem enn telja krónuna vera sprelllifandi og við hestaheilsu!

Ég vil taka það skýrt fram, að þótt ég sé í grunninn andsnúinn höftum á borð við gjaldeyrislögin, er líklega engin önnur leið möguleg í augnablikinu. Það var einnig viðbúið að útflytjendur sæju sér leik á borði og fyndu smugu í lögunum til að leika á kerfið og fá meira fyrir útflutning sinn með því að flytja hann út í íslenskum krónum og fá betra verð fyrir krónuna erlendis. Þessi leikur mun halda áfram þar til lögin verða afnumin, en undan því komumst við ekki á endanum.

Nú er vonandi búið að koma í veg fyrir slíka "misnotkun" - ef misnotkun má kalla - og þá hressist krónan vonandi í kjölfarið. Það verður efalaust Íslendingum og hér búsettum Norðmönnum til mikillar gleði! 


mbl.is Unnið fram eftir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þessa sýn þína á viðskiptin í heiminum í dag.  Hvar sem þú berð niður...

itg (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Guðbjörn, þrátt fyrir alla sorgarsöguna með krónuna heyri maður eistaka menn segja að ekki sé enn fullreynt með hana. Þeir standa enn í þeirri meiningu að krónan sé það eina sem hennti okkur vegna þess að hversu mikilvægt tæki hún sé til sveiflujöfnunar – til að jafna út séríslenskar sveiflur í hagkerfinu.

 

Þetta er að sjálfsögðu löngu úrelt hagfræði . Þá á gjaldmiðill ekki að vera mælitæki eins og barómeter heldur mælieining – líkt og meter og líter. Hann á að geta geymt verðmæti með trúverðugum hætti, auðveldað viðskipti og tryggja að hægt sé að leggja til efri áranna. Þá á hann að vera trúverðug mælieining í bókhaldi án þess að það þurfi verðbólgufærslur sem hækjur. Þá þarf að vera hægt að lána með honum inn í framtíðina án þess að þurfa að vera með meirihátta reikniverk i kringum hann....Krónan uppfyllir engin af þessum skilyrðum. Því þarf það ekki að koma á óvart að ríkisstjórnin riði á vaðið og banni alfarið notkun á þessum snepli í utanríkisviðskiptum.... bara spurning hvað næst - vonandi evra.

Atli Hermannsson., 1.4.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er slæmt að þú hafir ekki betri skilning á gjaldmiðlum en þetta sem þú talar um.

Veistu hvað gjaldmill er?

Veistu hvað hann mælir?

Vestu til hvers hann er ?

Ég skil ekki svona tal um að það sé verið að gefast upp á gjaldmiðlinum. Ég held sannast sagna að þú skiljir ekki um hvað málið snýst um.

Gjaldmiðill getur heitið EVRA- DOLLAR-PUND- YEN-GULL-SILFUR-KOPAR-FISKUR eða hvað sem er.

 Gjaldmilill endurspeglar verðmæti.

Með þeim orðum sem þú er að segja hérna þá ertu að segja að verðmæti íslenskar þjóðar séu einskins virði. 

Þú ert seigja að íslensk vara sé meira virði ef hún er kostnaðarsett í öðrum gjaldmiðli- Ég held að þú sért á villigötum.

Þú verður að ræða við einhverja þér vitrari um hvað gjaldmiðill er.

Eggert Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 03:10

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eggert: 

Hef áhuga á öllu sem viðkemur íslensku samfélagi. Hef skoðun á flestu.
 

Ofangreind ummæli eru tekin af heimasíðu þinni og ég sé að þú hefur áhuga á íslensku samfélagi og hefur skoðun á flestu.

Það hef ég líka!

Ég hef lært og lesið um hagfræði í um 30 ár eða allt frá því að ég settist á skólabekk í Verzlunarskóla Íslands. Þar var hagfræði og rekstrarhagfræði kennd í 4 ár ásamt öðrum verslunargreinum.

Ég er reyndar ekki með neina háskólagráðu í hagfræði, heldur í þýsku og síðan með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hagfræðin er ekki í fyrirrúmi í stjórnsýslunáminu, en samt sem áður er farið í grunnatriði rekstrar- og þjóðhagfræði.

Þú stingur upp á neðangreindu:

Þú verður að ræða við einhverja þér vitrari um hvað gjaldmiðill er.

Þetta er nákvæmlega það sem ég geri. Ég ræði við mér vitrari menn, les bækur eftir mér vitrari menn, horfi á fyrirlestra þar sem mér vitrari menn tala og horfi á mér vitrari menn í fjölmiðlum og mynda mér síðan skoðun á grundvelli gagnrýnnar hugsunar. 

Vinnur þú á svipaðan hátt? 

Ef svarið er nei, hver er nálgun þín við að höndla hina einu sönnu skoðun? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband