Raunhæfar lausnir í stað óskhyggju og draumóra vinstri manna

IdnadarmennÍ nóvember á síðasta ári var atvinnuleysið 3,3%, en í desember árið var það komið upp í 4,8%. Í  janúar var atvinnuleysið komið í 6,6%, í febrúar fór það í 8,2%. Ekki batnaði ástandið í mars og er atvinnuleysið líklega komið í 9%. Spáin fyrir maí gerir ráð fyrir allt að 9,6% atvinnuleysi. Sökum þessa mikla atvinnuleysis eru þær hjáróma nú raddirnar sem gagnrýna álversframkvæmdir í Helguvík eða á Bakka eða annan orkufrekan iðnað.

BorpallurSprotastarfsemi er eitthvað sem við að sjálfsögðu verðum að líta meira til í framtíðinni og það sama á við um ferðaiðnaðinn, sem við sjálfstæðismenn stöndum að sjálfsögðu heilshugar á bak við. Lausnin á bráðavandanum, sem við nú erum í, verður hins vegar að koma annarsstaðar frá, koma hraðar og vera af annarri stærðargráðu en þessir geirar geta tryggt okkur. Tilvalið er að nota tímann á næstu árum til að styðja við bakið á ferðaiðnaði og sprotastarfsemi, þannig að þau störf taki smám saman við fólkinu sem ynni að uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Með þessu móti værum við Íslendingar innan 4-6 ára búnir að koma okkar atvinnumálum þannig fyrir, að hann byggðist á stöðugum grunni, þ.e.a.s. fiskveiðum, orkufrekum iðnaði, landbúnaði, iðnaði og hugsanlega olíuiðnaði.

Kina - orkuverHvað er okkur nær en að nýta þá orku sem við höfum í fallvötnunum og í iðrum jarðar og nýta hana til orkufreks iðnaðar. Hagkvæmasta og besta leið til að flytja vistvæna orku út er að umbreyta henni í ál. Í stað þess að nota mengandi brúnkol í Kína til kynda undir túrbínunum bræðum við súrálið hér með vistvænni orku og í álverum þar sem mengun er haldið í lágmarki. Loftslagið nýtur góðs af, en einnig atvinnulausir Íslendingar og tómur ríkissjóðurinn.

HelguvikÁ uppbyggingartímanum verða til 3 til 4 þúsund störf í Helguvík og á Bakka eða 6 til 8 þúsund störf samtals. Ef við höldum okkur við varfærnustu margföldunartölur um afleidd störf, þá erum við að tala um annað eins bætist við af störfum og þá myndu skapast á næstu árum 12 til 16 þúsund störf á landinu. Að framkvæmdum loknum væru síðan til 500 ársverk á hvorum stað að ótöldum margfeldisáhrifunum.

RikissjodurHér er um raunhæfa lausn á atvinnuleysinu að ræða, en ekki draumóra eða óskhyggju líkt og VG og Samfylkingin bjóða upp á. Að auki myndu skapast um 30 milljarðar tekjur fyrir ríkissjóð í formi beinna og óbeinna skatta auk þess sem atvinnuleysisbætur upp á 30 milljarða myndu sparast. Að viðbættri þeirri hagræðingu, sem nauðsynlegt er að gera á þessu og næsta ári í ríkisrekstri, væri eftir um 50-60 milljarða gat á fjárlögum, sem troða þyrfti upp í á einhvern hátt.

AlrullurStaðreynd er jafnframt að ef við ætlum að komast út úr þeim erfiðleikum, sem við óneitanlega eru í, verðum við að grípa til stórtækra aðgerða. Smáskammtalækningar duga okkur ekki, hvort heldur við erum að tala um lausnir á efnahagsmálum, atvinnumálum eða peningamálum. Skattahækkanir, aukinn ríkisrekstur, aukin skuldsetning ríkisins leysa ekki vandamálið og það gera óskhyggja og draumórar vinstri manna ekki heldur! Ef við ætlum að halda í lífskjör okkar og bæta þau síðar verðum við að stækka kökuna en ekki minnka hana. Flóknara er það ekki, flóknara hefur það aldrei verið! 

Göngum því hreint til verks með raunhæfar lausnir á vandamálunum!

Atvinnu fyrir alla!


mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnuleysi er skelfilegt og það þarf að nota öll meðöl til þess að minnka það. En á meðan álfyrirtæki eru að loka verksmiðjum útí heimi og álverð er á niðurleið, þá hygg ég að áliðnaðurinn sé ekki lausn á vandanum að finna því miður. Ég efast um að við fáum sömu vítamínsprautu frá áliðnaði eins og í upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Nú verðum við að byggja á mörgu og smáu til að dreifa auði um landið. 

Eins og efnhagsumhverfið er hjá okkur þá held ég að í samkeppni um erlenda fjárfestingar þá sé Ísland í mjög veikri stöðu. Bara gjaldeyrishöftin eru stórt nei, svo ekki sé minnst á hluti eins og verðtryggingu. Að laga efnahagsumhverfið er lykilatriði í því að byggja hér upp traust atvinnulíf. Fyrsta og mikilvægasta atriðið þar er að minnka óvissuna varðandi Ísland, því óvissa er það sama áhætta og það merkir hærri ávöxtunarkröfu og viðskiptakostnað.

Fljótlegasta leiðin í áttina að þessu markmiði og sú skynsamasta er því innganga í ESB og taka stefnuna á ERMII (megum þó ekki ganga inn fyrr en gengið hefur styrkst). Inngangan mun eyða óvissu og áhættu gagnvart Íslandi og gera landið hæft til erlendra fjárfestinga á ný. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Magnús:

Ég er ekki sammála þér varðandi álið, sem er framtíðarmálmur. Það er núna verið að loka óhagkvæmum og mengandi verksmiðjum í löndum þar sem rafmagnsverð er hátt. Um leið og lánamarkaðir lagast verður áliðnaðurinn og annar iðnaður einmitt það sem fjármagnið streymir í, því fjármagnseigendur munu leita að öruggri framtíðarhöfn fyrir fjármagn sitt eftir útreiðina í áhættufjárfestingum undanfarinna ár. Fjármagnið er til og um leið og hlutirnir róast leitar það til Íslands.

Það er rétt hjá þér að gjaldeyrishöftin eru til trafala, en eigum við ekki að vona að menn reyni að afnema þau um leið og búið er að semja um jöklabréfin og aðrar skuldbindingar.

Ég er sammála þér að við eigum að skoða ESB aðild og þá einnig upptöku evru. Engu má þó fórna af fiskimiðum landsins og landbúnaðinn verðum við einnig að passa upp á. Oft hefur okkur verið þörf á að halda utan um auðlindirnar en aldrei eins og núna. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.4.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband