Má ekki hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut í a.m.k. 110 km?

UmferðarteppaÉg ek Reykjanesbrautina nær daglega, þar sem ég bý í Reykjanesbæ en vinn í Reykjavík. Af þessum ástæðum er hámarkshraðinn á brautinni mér ofarlega í huga, en ég ek að sjálfsögðu aldrei hraðar en á 90 km hraða.

Það er skiljanlegt að hámarkshraða á Reykjanesbraut hafi verið haldið í 90 km meðan á framkvæmdum stóð. Núna sér hins vegar fyrir enda á framkvæmdunum - þótt fyrr hefði verið - og því er ekkert til fyrirstöðu að hækka hámarkshraða. Við gætum til að mynda byrjað á að hækka í 100 km, en það er leyfilegt sbr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Við ættum að skoða reynsluna af 100 km hámarkshraða í sumar, en síðan gætum við auðvitað breytt umferðalögunum í 110 km. Mikilvægt er að sjá hvernig hraðamörkin reynast á veturna. Að mínu mati er 120 km eða 130 km hraði aðeins of mikill hraði í okkar kalda landi, þar sem veðrið breytist nokkrum sinnum á dag.

Lausleg könnun mín leiddi í ljós að hámarkshraðinn á hraðbrautum Norðurlandanna er sem hér segir:

  • Ísland 90 km
  • Noregur 90 km
  • Svíþjóð 110
  • Finnland 120
  • Danmörk 130

Hvað er ykkar skoðun á þessu máli? 

 

 

 


mbl.is Fjórir teknir á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Halldórsson

Nei, og aftur NEI, ekki nema Norsarar geri það líka.

Gestur Halldórsson, 12.5.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gestur:

Þetta er auðvitað rétt hjá þér.

Við ættum kannski að ráða norskan forstjóra fyrir Umferðarstofu? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 20:41

3 identicon

Ég tel vegi hér á landi ekki bjóða upp á meiri hraða, þeir eru yfirleitt ekki nógu vel byggðir þó Reykjanesbrautin sé með skásta móti. Annað sem mælir á móti þessu er að fæstir bílstjórar á Íslandi ráða við meiri hraða og þá ábyrgð sem því fylgir. Það þýðir nefnilega líka að bílstjórar þurfa að sýna þá ábyrgð að aka hægar þegar aðstæður krefjast, þetta er jú hámarkshraði miðað við bestu aðstæður. Það er eitt enn sem mælir á móti þessu, með meiri hraða eykst eldsneytisnotkun.

Burkni (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Burkni:

Ég get verið þér sammála um að gæði íslenskra vega er ekki mikið, en ég er auðvitað gjörspilltur eftir að hafa búið 12 ár í Evrópu. Hvað lærðu þessir menn að malbika og að búa til vegi. Þyrfti að senda þá á námskeið hjá Þjóðverjunum! Reykjanesbrautin er sæmileg, en samt er þetta eins og rússíbani miðað við hraðbrautir erlendis, malbikið allt í hæðum og lægðum!

Og já, fólk er ekki duglegt að miða hraða við aðstæður hverju sinni - rétt er það! Það mætti þó vera með ljósaskilti, sem tengdust "hálkunemum" sem sýndu þegar hált er eða þegar rignir mikið. Þetta er víða erlendis og eykur umferðaröryggi mikið.

Ég held samt að mörlandinn ráði við 110 km hámarkshraða! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 21:03

5 identicon

Nei höldum okkur við 90 km. hraða.  Ef leyfður hraði yrði 120 km.  Þá myndu menn aka á 130 til 140 og telja það eðlilegt.  Flestir íslenskir ökumenn ráða ekki við hraðan þó þeir haldi það, sérstaklega þeir ungu og sumir þeir eldri eldri.  Þú kemst yfirleitt á áfangastað þó þú akir á löglegum hraða sem er 90 km.

Siggi (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:33

6 identicon

Eðlileg spurning í framhaldi af þessum umræðum: Hver er tímasparnaðurinn við það að hækka hámarkshraða úr 90 km/klst. í 110 km/klst. á tvöfaldaðri Reykjanesbraut?

Tvöfaldi kaflinn er 24,9 km að lengd milli Hvassahrauns og Njarðvíkur.

Á hraðanum 90 km/klst. tekur aksturinn 16,5 mín.

Á hraðanum 110 km/klst. tekur aksturinn 13,5 mín.

Munurinn er 3 mínútur. Mér finnst það afskaplega lítill ávinningur miðað við auknar líkur á alvarlegum slysum ef ökumanninum fipast við aksturinn.

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gaman væri að fá að vita hversu mikið meiri hætta stafar af 110 km hraða en 90 km hraða. Nú hafa lítil sem engin slys orðið á brautinni síðan hún var tvöfölduð. Ef einhver ekur út af fer hann yfirleit niður slakkann öðrum hvoru megin og skemmir bílinn hugsanlega lítillega en sleppur ómeiddur.

Ég er hreinlega ósammála ykkur og bendi á að þeir sem vilja aka á 70-90 geta gert það og haldið sig á hægri akreininni og það truflar engan.

Ég vona að forsjárhyggjan hafi ekki yfirtekið landsmenn við tilkomu vinstristjórnarinnar og að þetta séu skoðanir allra landsmanna? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.5.2009 kl. 07:11

8 Smámynd: Sigurgestur Guðlaugsson

Mér finnst þetta fara svolítið eftir bifreiðinni.  Ef þú til dæmis ekur um á nýlegum Benz, finnst mér engin ástæða til þess að þú megir ekki aka á 120 km hraða

En það er náttúrulega sama málið með bílana, vegina og eldsneytiseyðsluna, að þetta á náttúrulega að vera val og skynjun fólksins sjálfs í grunninn. 

Hugmyndin um það að stýra því hvernig borgarinn ekur, er svo sem í lagi innan vissra marka.  En ábyrgð hans á eigin akstri verður ekki þroskuð með því að beita hann stífum bönnum og sektum.

Þegar rætt er um að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut eru jafnan margir sem bregðast hart við og koma með einhverja ríkisforsjár/lýðheilsu möntru um að ríkið viti betur en sá sem ekur á veginum hverju sinni og að þetta sé í samræmi við aðra vegi á landinu.  En við nánari athugun kemur í ljós að svo er alls ekki.  Mér finnst til dæmis athyglivert að á mörgum malarveginum er 80 km hámarkshraði.  Svo dæmi sé tekið er sumsé leyfilegt að keyra á 80 km hraða um malarveginn milli Búðardals og Stykkishólms.  Það er hins vegar hverjum manni sem ekur þann veg ljóst að það væri manndrápshraði, nema á stöku kafla, á mjög góðum bíl.  Þar einfaldlega aka menn hægar en hámarkshraði segir til um.  Það er 90km hármarkshraði á stærstum hluta skrikkjóttrar leiðarinnar frá Borgarnesi að Bifröst! Hvert er þá viðmiðið?  Ef 90 km á tvöfaldri Reykjanesbraut væri viðmiðið, væri væntanlega 30 km hámarkshraði á malarvegum.  Ef malarvegurinn er viðmiðið væri 180 km. hámarkshraði á Reykjanesbraut.

Það segir sig sjálft, að þetta er ekki hægt að meta í svona samhengi.  Mín skoðun er sú að 120 km hámarkshraði á Reykjanesbraut væri alls ekki fáránlegur hraði, fyrir þá sem við það ráða og aka á bíl sem stenst fulla skoðun. 

Sigurgestur Guðlaugsson, 13.5.2009 kl. 08:14

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú ert hugsanlega 3 mínútum fyr á leiðinni, en eyðir meira eldsneyti og slítur dekkjunum hraðar sem er svo sem bara gjaldeyrisbruðl.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.5.2009 kl. 08:56

10 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Algerlega sammála, ég má keyra þetta innanbæjar þar sem ég bý í Arizona og ekki er há slysatíðni þar. Ég skil ekki þennan lága hámarkshraða á Íslandi, tek undir það að vegarkerfið hér er ekki það albesta en það höndlar alveg upp undir 130-140.

Virðing

Tryggvi Hjaltason, 13.5.2009 kl. 10:14

11 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Ég missti af gjaldeyrisbruðl athugasemd Hr. Högna Sigurjóns, algjör snilld. Góð mótrök. Ég stend við það sem ég sagði um hraðan, en þetta er vissulega athugunarvert, hvort maður minnki bruðl akstur.

Fullt af virðingu á þetta

Tryggvi Hjaltason, 13.5.2009 kl. 10:16

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Íslenska þjóðin á bara að hægja á sér í einu og öllu og njóta lífsins betur með börnunum sínum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.5.2009 kl. 10:21

13 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Ég er sammála þér Guðbjörn enda ótrúlega margir sem að aka þessa leið vel yfir núverandi hámarkshraða eftir að brautin var tvöfölduð og samt hefur slysum fækkað.

Þetta segir manni að það sem virkar er að hafa góða vegi vilji menn ná niður slysum. Látum hámarkshraðann endurspegla raunveruleikann og höfum viðurlögin þannig að fólk keyri ekki af léttúð yfir hann.

Heiðar Reyr Ágústsson, 13.5.2009 kl. 10:32

14 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þú spyrð hversu hættan eykst af því að auka hraðan úr 90 í 110. Svarið er einfalt

því samkvæmt Lögmáli Newtons sem enn þann dag í dag er stuðst við í geimferða

útreikningum, er aukningin 1,49 eða 49% meiri hætta á því. Á mannamáli þarf 50%

meiri orku til að hald akstrinum í skefjum ef hækunin er 20 Km/kl.

Svo farið varlegaa að fullyrða um hluti se þið augsýnilega hafið ekki þekkingu að

ræða.

Leifur Þorsteinsson, 13.5.2009 kl. 13:48

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hafa orðið hálfpartin vitni af banaslysi í gegnum síma er ég hringdi í bestu vinkonu mína sem var í grátstöfum hún heyrði nokkrum minótum áður að nákomin ættingi hennar lést á keflavíkurvegi út af óábyrgum akstri annars ökumans.<--------- þá.. get ég ekki annað en verið ósammála þessari uppástungu.... Það er ekki að ástæðulausu að hraðin er lægri hér en í evrópulöndum og fyrir þá sem þekkja til er fátt meiri harmleikur en banaslys í umferðum. Ég skil vel þessa hugmynd þína en er gallharður á því að í umferðamenningu á aðeins eitt vera í forgangi og eru það ÖRYGGI MANSLÍFA:

Brynjar Jóhannsson, 13.5.2009 kl. 14:18

16 Smámynd: Offari

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ég er hlyntur því að auka hámarkshraðan í 110km þar sem aðstæður leyfa. Flestir bílar hafa gírhlutfallið miða við þann hraða svo galdeyrisbruðlið eykst ekki svo rosalega við slíka hraðaaukningu.

Vandamálið er hinsvegar hvar aðstæður leyfa. Framúrakstur skapar mestu slysahættuna og ljóst er að ekki munu allir aka á þeim hraða sem slíkt yrði leyfilegt. Tvöföldun gerir framúrakstir mun hættuminni og góðr vegir með litla umferð ættu líka að þola slíkan hraða.

Offari, 13.5.2009 kl. 14:57

17 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel 90 km vera vel við hæfi á Reykjanesbrautinni. Ekki keyri ég leiðina oft en tel núverandi hámarkshraða vera skynsamlegan.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 15:38

18 Smámynd: Kommentarinn

Ríkisforsjárhyggjan hérna er alveg svakaleg á köflum nánast sama á hvaða sviðum. Það er eins og íslendingar trúi því sjálfir að ef slakað er á ólinni þeirra muni þeir tryllast og missa vitið í sukki og brjálæði. Ég skal ekki fullyrða um þennan hámarkshraða en mér finnst 100 vera vel við hæfi almennt, þá gæti maður keyrt á tæplega 110 við góðar aðstæður

Þetta reglubrjálæði og takmarkanir nær samt hæstu hæðum þegar kemur að áfengisgjöldum sem eru þau hæstu í heimi by far, og fara hækkandi.. Stundum megum við alveg taka okkur aðra jarðarbúa til fyrirmyndar og hafa smá trú á að hér fari ekki allt til fjandans þó við stígum smá skref í átt að hinum.. svona eins og þegar bjórinn var leyfður...

Kommentarinn, 13.5.2009 kl. 16:57

19 identicon

Er sammála að landin myndi bara misnota það að mega keyra á 110.

120-130 yrði þá "umferðarhraðinn"

Svo líka að á þessum 40-45 Km kafla, myndust ekki sparast nema ófáar mínútur við að hækka hámarkshraðann í 110. kannski 4-5 .... en hættan hins vergar margfalt.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:11

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér finnst eins og Kommentarinn hafi ekki tekið eftir því að landið Ísland fór á hausinn og heimurinn á hliðina vegna skorts á "reglubrjálæði"

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.5.2009 kl. 19:03

21 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Stóð í þeirri trú að landið hafi farið á hausinn vegna þess að reglur vantaði.

Svo er ég einn af þeim sem ek um Reykjanesbrautina oft á mánuði og hefur mann sýnst sem lögreglan hreyfi lítið við fólki sem ekur aðeins uppfyrir 100 km/klst.

Það sem hefur líka vakið athygli hjá mér er að konur eru í þónokkrum meirihluta þeirra sem taka framúr mér á títt nefndri braut, en það er annað mál.

Ég er hinsvegar á því að hækka megi hámarkshraða uppí 100km/klst. Öllum að vandræðalausu.

Ég vil svo benda á að Pólverjar hafa þann háttinn á að þeir lækka hámarkshraðann á mörgum stöðum um 10 km/klst. eftir kl:23:00 - 06:00, þannig að ef slíku væri beytt hér en þá miðað jafnvel við árstíðarbundinn hraða þannig að á sumrin væri 100km/klst en að vetri 90km/klst. Svona til friðþægingar fyrir adrenalínsjúklingana og þessa ofurstressuðu.

Við hinir pössum okkur svo bara á því að halda okkur hægra megin á brautinni svo hinir stressuðu fái ekki hjartaáfall í miðjum akstrinum.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 13.5.2009 kl. 20:26

22 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er EKKI í lagi að hækka hámarkshraðann. Ekki fyrr en búið er að setja vegrið á báða vegina.

Það er ekki búið að koma í veg fyrir að bílar getir endað framan á öðrum bíl úr gagnstæðri átt og það er ekki búið að koma í veg fyrir að bílar endi úti í hrauni.

Ekki fyrr en vegriðin eru komin, þá er í lagi að hækka leyfðan hraða.

Birgir Þór Bragason, 13.5.2009 kl. 20:26

23 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er í lagi að hækka hámarkshraða, í það minnsta í mínum huga.  Það mætti hinsvegar lækka hann sumstaðat annarsstaðar á móti, á mörgum stöðum þjóvegakerfisins er hámarkshraði sá sami og á Reykjanesbraut, þrátt fyrir að vegirnir séu liðónýtir og bugðóttir.

Hvað er alngt síðan þessar reglur voru settar um 90km áklst á bundnu slitlagi og hvað hefur breyst síðan þá??  Vegirnir eru margfalt betri (þó að þeir mættu vissulega vera betri) og bílarnir haf alagast í veldisvís....

Þetta ætti að endurskoða frá grunni....

Eiður Ragnarsson, 14.5.2009 kl. 00:29

24 Smámynd: Hörður Þórðarson

Leifur.  Það eru ýmsir þættir sem draga úr eða auka umferðaröryggi, hraði er bara einn þeirra (Eins og kemur fram hér fyrir neðan er meiri hraði stundum örugari en minni vegna þess að þá halda ökumenn frekar einbeitingu). Nefna má ástand vegarins, gerð vegarins, veður, umferðarþungi, tími dags, heilsufar ökumanns, einbeiting ökumanns og svo frammvegis.

Aukinn hraði leiðir ekki alltaf til minna öryggs. Reyndar er reynslan sums staðar hin gagnstæða.  

Ég vil benda á eftirfarandi:

"A 1994 study by Jeremy Jackson and Roger Blackman showed, consistent with the risk homeostasis

Risk homeostasis

Risk homeostasis is a hypothesis about risk, developed by Gerald J.S. Wilde, a professor emeritus of psychology at Queen&#39;s University, Kingston, Kingston, Ontario, Canada....
 theory, that although increased speed limits and reduced speeding fines significantly increased driving speed, there was no effect on accident frequency, with the 24 participants maintaining the same level of risk and risky behaviour. It also showed that an increased accident cost caused large and significant reductions in accident frequency but no change in speed choice. The abstract states that the results suggest that regulation of specific risky behaviors such as speed choice may have little influence on accident rates."

"Montana&#39;s fatality rate reached its lowest when there was no speed law, from January to May 1999. Fatalities doubled after a speed limit was enforced."

http://www.absoluteastronomy.com/topics/Speed_limit

Þú, Leifur ættir að halda þér saman frekar en að ræða hluti sem þú hefur ekkert vita á.....

Eftir að hafa lesið sumar athugasemdirnar hér skrifaði ég nokkur orð í mínu eigin bloggi sem ég leifi mér að peista hérna:

"Glórulaus hraði. Lækkið hann niðir í 60!

Ef hámarkshraðinn þarna á að vera 90, þá ætti hámarkshraðinn á flestum vegum utan fjölbýlis á Íslandi að vera 60. Þeir eru krókóttari, þrengri og með meiri beygum.

Í athugasemdum við öðru bloggi hér hafa komið fram ýmis rök fyrir að halda í hámarkshraðann 90 á Reykjanesbraut og greinilegt að þar eru mikklar mannvitsbrekkur á ferð sem hafa kynnt sér málin vandlega.

90 er nóg fyrir Norðmenn og þess vegna eiga Íslendingar ekki að fara neitt hraðar.

Ef við leyfum 110 myndu allir aka á 120 eða 130 (og myndu sennilega springa í loft upp þegar þeim geðveika hraða væri náð).

Lítill tímasparnaður er af því að aka hraðar.

Íslenskir ökumenn eru aular sem ráða ekki við meiri hraða en 90. (Komið hefur í ljós að íslenskir fjármálamenn eru aular sem ráða ekki við að hafa meira en 90 krónur til umráða hverju sinni, svo verið getur að þessi rök haldi).

Úr því að íslendingar ráða ekki við meira en 90 á þessum vegarkafla getur ekki verið að þeir ráði við meira en 60 á venjulegum dreifbýlisvegum. Ég geri það því að tillögu minni að halda fast í 90 km hámarskhraða á Reykjanesbraut og LÆKKA hámarshraðann annars staðar niður í 60. Ef menn vilja fara hraðar eiga þeir bara að ferðast með flugvél.

Sem afleiðing af þessu ætti að banna alla bíla sem komast hraðar en 90. Íslendingar ráða ekkert við að stjórna svoleiðis tryllitækjum, og hafa að auki ekkert við slíkt að gera ef ekki má fara hraðar en 90"

Hörður Þórðarson, 14.5.2009 kl. 08:05

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hafði gaman af öllum athugasemdunum. Sjálfur ók ég í 12 ár á hraðbrautum Þýskalands og fór sjaldan niður fyrir 110 en ók mestmegnis 150-160 km hraða. Ég átti síðan í 2 ár BMW og þá átti máður til að sleikja 200 km hraðann á góðum degi í góðu færi.

Ég tel persónulega að við verðum að prufa okkur áfram, t.d. með því að hækka í 100 km. hraða strax í sumar og halda því fram á næsta vor og sjá reynslu. Ef reynslan er góð, hækka þá í 110 og skoða það í ár. Ég tel hraða yfir 120 km ekki þjóna neinum tilgangi.

Sammála þessu með vegriðin, sem eru mikið öryggistæki og ekki að ástæðulausu á hraðbrautum erlendis. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.5.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband