Sælgæti, sætuefni, brennivín, salt, verkjalyf, feitt kjöt, hvítar núðlur, hraðskreið mótorhjól og íþróttaiðkun

HarleyHér að ofan eru nokkur dæmi um matvæli og annan varning, sem verður fólki að fjörtjóni á ári hverju. Við horfum aðgerðarlaus á meðborgara okkar að drepa sig. Sumir drepa sig hægt og rólega en aðrir deyja á augabragði. Mig grunar að með sykurskatti Ögmundar Jónassonar sé fyrsta skrefið tekið í myndalegu átaki ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í átt til betra samfélags, í átt til heilbrigðara lífs. En betur má ef duga skal. 

Feita fjölskyldanVissulega er hægt að stilla notkun sinni á óhollum matartegundum í hóf, skera fitu úr kjöti, fara varlega á bílnum sínum eða á mótorhjólinu sínu eða á skíðum og í fótbolta. Spurning mín til ykkar er, hvort ríkisstjórnin geti leyft Íslendingum að ganga af sjálfum sér dauðum með ofáti á sælgæti, feitu kjöti, bakkelsi og hvítu brauði og hvítum núðlum; drykkju á brennivíni, kaffi, gosi, víni og bjór; óhóflegri notkun á fæðubótarefnum og verkjalyfjum; ofsaakstri á hraðskreiðum bílum og mótorhjólum; síendurteknum slysum á skíðum, boltaíþróttum eða öðrum áhættusömum íþróttum; siglingum á skemmtibátum eða fjallgöngum á hálendinu og í fjöllum landsins?

HamborgariDugar skattlagning á sykri? Þurfum við ekki að fara með þetta mál alla leið og jafnvel huga að innflutningsbanni á slíkum matvælum, áfengi, hraðskreiðum bílum og mótorhjólum, hvítu hveiti og sykri eða virkara eftirliti með fólki eða hugsanlega skömmtunarseðla? Höfum við efni á því í kreppunni að tapa öllum þeim peningum sem fara í súginn þegar fólk er frá vinnu vegna sjúkdóma, sem oftast má rekja til ofáts á óhollum mat eða ofnotkunar á lyfjum eða áfengi, að ekki sé talað um slysin í umferðinni eða slys við íþróttaiðkun og útiveru?

Er fólki treystandi til að taka ábyrgð á sjálfum sér, ég bara spyr? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Klónum Ögmund og sendum eintak inn á hvert heimili í landinu.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvernig færð þú fólk á Íslandi (talin vel menntuð þjóð) til þess að minnka sykurát barna? Er það ekki staðreynd að börn borða eða drekka og mikið af sykri? Hvað er til ráða þegar ekki dugar til vel menntuð þjóð?

Birgir Þór Bragason, 17.5.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er það ekki staðreynd að börn borða og drekka of mikið af sykri? (átti þetta að vera)

Birgir Þór Bragason, 17.5.2009 kl. 11:31

4 identicon

Hvernig á að skatta sykurinn? Á t.d. Vífilfell að borga skatt af sykrinum í kókinu, en Mjólkursamsalan sleppur við skattinn, vegna þess að mjólkurvörur eru svo "hollar" t.d yougurt og kókómjólk!

Skatturinn er verðbólguhvetjandi og þessvegna mjög neikvæður eins og staðan er í dag:

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Birgir Þór: 

Sala á sykruðum gosdrykkjum hefur stórdregist saman á undanförnum árum og neysla á kolsýrðu vatni í ýmsum bragðtegundum aukist sem og neysla á gosdrykkjum með sætuefni, sem sumir segja að sé enn hættulegra en sykur.

Neysla á alifuglakjöti hefur aukist á kostnað lambakjöts og fólk borðar almennt fituminni mat en áður og meira grænmeti og ávexti.

Allt hefur þetta gerst án beinnar stjórnunar, heldur með fræðslu. Ég tel átak að, líkt og Lýðheilsustöð hefur margoft staðið fyrir, samtök tannlækna og fleiri hafa staðið fyrir betri en einhver skattur á sykur einn og sér.

Hérna sýna VG einmitt sitt rétta andlit.

Næst er "Netlöggan" á dagskrá!

Sjálfur er ég allt of feitur og borða nær aldrei sætindi eða sykur eða sykraða gosdrykki!

V. Jóhannsson:

Sykurskatturinn hlýtur að leggjast á allan sykur.

Ragnhildur:

Ég þekki Ögmund vel - en við saman í stjórn BSRB í nokkur ár. Hann er velmeinandi en er einfaldlega - líkt og aðrir í VG - hlynntir þessari stefnu. Þeim finnst að allir eigi að vera á sömu launum og sé einhver á aðeins hærri launum en annar, verði að ná því af honum með aukaskatti. Þeim finnst að skattleggja eigi "lúxusvarning" o.s.frv.

Ég held að þjóðin átti sig á einu ári á því hverslags afturhaldsöfl eru þarna innanborðs! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.5.2009 kl. 15:35

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur:

Gaman að mér tókst þetta vel til, en ég verða að hryggja þig með því að ég er ekki á línu Ögmundar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.5.2009 kl. 15:42

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það á vonandi ekki fyrir okkar góða Guðbirni Guðbjörnssyni að ligga að drukkna í hásköttuðu sykurvatni; það er svo miklu betra að bera beinin ósköttuðu sykurvatni.

Jóhannes Ragnarsson, 17.5.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sérkennilegt að nefna hraðskreið mótorhjól en hafa svo mynd af 50 ára gömlu Harley sem gæfi upp öndina ef það færi mikið yfir 100 km/klst.

Nær væri að hafa mynd af svona grip sem fer í 100 á 2 sek og 200 á 5 sek.

http://site.mynet.com/canikimm/mynet_resimlerim/yamaha-r1-05-bikepics-228065.jpg

Páll Geir Bjarnason, 17.5.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur Egill: 

Lifi forræðishyggjan og nú er hún komin í ríkisstjórn í öllu sínu veldi og þetta er aðeins byrjunin á hringavitleysunni!

Þetta mun án efa slá út vitleysuna, sem var í boði undanfarin ár í nafni flokksins míns, Sjálfstæðisflokksins, og nógu slæmt var það nú samt!!!  

 Páll: 

Sammála með mótorhjólið, þetta hér að ofan er meiri skaðræðisgripur og spurning hvort við ættum ekki að leggja á það 200% vörugjöld!

Mér fannst hitt bara svo fallegt, þ.e.a.s. "fornhjólið"!

Jóhannes:

Drekk aldrei sykrað ropvatn, finnst það vont!

Ég drekk hins vegar stöku sinnum gos með gervisykri, en í mestu uppáhaldi hjá mér eru toppur og krystall og svo bara kranavatnið! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 01:08

10 identicon

Það er sannað mál , í Danmörku, að sykurskatturinn dregur úr tannskemmdum í börnum. Kannski má kalla það forræðishyggju, mér er sama hvað þú kallar það. Staðreindin er samt sú, að skattur á sykri. dregur úr tannskemmdum og þar með talið neyslu á sykri í nágrannalöndum okkar og gerir líka hér. Það er því akkúrat ekkert sem mælir á móti þessari tillögu Ögmundar og á hann bara heiður skilinn fyrir að bera þetta fram. 

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:18

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Á ekki bara að leggja niður alla tolla og höft á innflutningi á óáran og eitri af öllu tagi og láta þjóðinni eftir að velja úr soranum í nafni frelsis? Við myndum þá allavega spara laun tollvarða.

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2009 kl. 09:36

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Friðjón:

Þessi athugasemd þín kemur ekki á óvart. Ég vil hins vegar ganga lengra og gera hluti eins og tóbak og áfengi einfaldlega það dýrt að öllu venjulegu fólki sé ekki mögulegt að kaupa þennan ófögnuð!

Ásgeir:

Þarna ertu að snú út úr mínum orðum. Er virkilega einhver á þeirri skoðun að "hvítur sykur" sé eitthvað sambærilegt við neðangreinda hluti:

Skotvopn, skotfæri og sprengiefni

Lifandi dýr

Lyf

Dæmi um vörutegundir sem innflutningsbann er á:

Ávana- og fíkniefni

Munntóbak og fínkorna neftóbak

Ósoðnar kjötvörur  (minni á svínapest o.s.frv.)

Ýmis vopn

Hnífar

Til dæmis er óheimilt að flytja inn hnífa með lengra blaði en 12 cm, fjaðrahnífa og kasthnífa og önnur slík vopn, höggvopn, til dæmis hnúajárn og ýmiss konar kylfur, lásboga og handjárn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 19:13

13 identicon

Guðbjörn, þú gleymir einu mjög mikilvægu. Smyglið.Ég man ekki hvaða ár svíar hækkuðu tóbak upp úr öllu valdi, en það eru kanski um 6 - 7 ár og ég var þá mikill reykingamaður þar. Þá fékst allt í einu nóg tópak í litlu verslununum á horninu, sem kom frá Austur- Evrópu og var að sjálfsögðu miklu ódýrara, sem varð til þess að skattaða tóbakið seldist ekki og ríkið tapaði milljónum á skömmum tíma, sem aftur varð til þess, að skatturinn var snar lækkaður aftur.Breytingar kalla alltaf á breytingar.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:29

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll,

nei ég er ekki að snúa útúr. Sykur er stærri skaðvaldur fyrir lýðheilsuna en margt af því sem þú telur upp eins t.d.

Skotvopn, skotfæri og sprengiefni,

Lifandi dýr,

Ósoðnar kjötvörur  (minni á svínapest o.s.frv.),

Ýmis vopn,

Hnífar

Bendi þér á að lesa um rannsóknir á skaðsemi sykurs á t.d. PubMed

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.5.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband