Hvað vakir fyrir andstæðingum aðildarviðræðna?

ESB FANIMaður ætti í raun að fagna þessari frétt, en þótt ég sé ekki beinlínis fús til að viðurkenna það opinberlega, þá læðist óneitanlega að mér sá illi grunur - og þetta segi ég eftir áralöng samskipti við andstæðinga ESB innan Sjálfstæðisflokksins - að hér sé jafnvel um leikfléttu að ræða hjá flokkseigendafélögum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem bæði eru andsnúin aðild, til að hægja á umræðunni.

FálkinnÉg vil þó ekki mála skrattann á vegginn í þessu máli, þar sem ég er eiginlega þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn hafi verið nokkuð ærlegur á sínum landsfundi, þegar þeir samþykktu að fara í aðildarviðræður með ströngum skilyrðum. Einnig er ég þeirrar skoðunar að Bjarni Benediktsson sé heiðarlegur maður og grandvar og láti ekki tilleiðast í slíkan loddaraskap. Því verðum við sennilega að láta þá félaga njóta vafans og gefa þeim tækifæri til að kynna sitt mál áður en þeir verða dæmdir.

FramsóknEf um leikþátt er að ræða í utanríkismálanefnd þingsins, mun minnihlutinn setja þar svo ströng skilyrði fyrir aðild að engin leið sé fyrir samninganefndina eða ESB að uppfylla þær óskir. Þannig er í raun sjálfhætt við aðildarviðræður og ef af viðræðum verður, er deginum ljósara að landsmenn munu fella samninginn, þar sem væntingar um árangur í viðræðunum hafa verið skrúfaðar það mikið upp að aldrei verður hægt að koma á móts við þær.


mbl.is Utanríkismálanefnd í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Þeir þora einfaldlega ekki að fara í viðræður því að þeir óttast að við fengjum hagstæðan samning og þora ekki heldur að segja nei, því að það er til fullt af skynsömum sjálfstæðismönnum, sem vilja aðild, og enn fleir örvæntingarfullir atvinnurekendur sem eru að gefast upp á ástandinu og heimta umsókn. Þeir myndu aldrei fyrirgefa forystunni fyrir að útiloka þá einu lausn sem við höfum og því grípa þeir til hundakúnsta.

GH, 27.5.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eðlilega Guðbjörn,  stórnvöld eiga að einbeita sér að þeim stóru vandamálum sem snúa að fjölskyldum landsins og hætta þessu ESB bulli.  Hvenær ætlarðu að læra maður og láta taka mark á þér ??

Sigurður Sigurðsson, 27.5.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dóra litla:

Jú, jú þau voru öll mjög andsnúnin aðild nema ég og það er best að það komi skýrt fram, líka fyrir seinni tíma. Það sama var ekki að segja um kjósendur flokksins, sérstaklega hér í Reykjanesbæ. Auðvitað voru bændur á Suðurlandi og útgerðarmenn í Grindavík, Vestmannaeyjum og á Höfn andsnúin aðildarviðræðum, en það var líka til sjálfstæðisfólk á þessum stöðum sem vildi fara í viðræður og sjá hvort við næðum okkar samningsmarkmiðum varðandi landbúnað og fiskveiðar.

Nýleg skoðanakönnun Gallup sýndi að 4 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum eru hlynntir viðræðum, 5 af hverjum 10 eru andsnúnir og 1 er óákvæðinn. 

Í Reykjavík og kraganum er þetta líklega þannig að 6 af hverjum 10 eru fylgjandi, 3 á móti við viðræðum og 1 óákveðinn!

Síðan megum við ekki gleyma að 1/3 af flokknum (14%) eru farin frá flokknum!

Þegar við verðum komin inn og allt gengur vel er mikilvægt að fólk muni hvaða frambjóðendur voru á móti aðild!

GH:

Þetta er svo hárrétt "analýsa" hjá þér - BRAVÓ! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.5.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

SISI:

Þú værir alvega hissa á hvað margir taka mark á mér!

Og enn þá meira hissa verðurðu hvað margir munu taka mark á mér í framtíðinni!!!

Ég finn á hverjum degi, hversu margir sjálfstæðismenn eru að skipta um skoðun í þessu ESB aðildarviðræðna máli. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.5.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Vil bæta þessu við:

Á meðan ekki var þingmeirihluti fyrir ESB aðildarviðræðum var sagt að viðræður kæmu ekki til greina vegna þess að um þingmál væri að ræða og Alþingi þyrfti að samþykka viðræður og fyrir því væri vara ekki þingmeirihluti (m.a. Björn Bjarnason & Geir Haarde sögðu þetta - nenni ekki að finna þetta í þingræðu, en get bætt úr því!).

Núna er þingmeirihluti fyrir aðildarviðræðum og þá vilja andstæðingar viðræðna ekki að þingið taki þetta fyrir, heldur á minnihlutinn að ráða ferðinni í málinu. Ég minni núverandi minnihluta að þeir minntu fyrrverandi minnihluta stöðugt á að í þingræði væri það nú einu sinni svo að meirihlutinn réði, þótt hann ætti að sjálfsögðu að ráðfæra sig í þinginu við minnihlutann!

Nú sýna allar skoðanakannanir að þjóðin vill þetta og þá er krefjast sumir aukins meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Þjóð og þing vill aðildarviðræður, en við látum minnihlutann kúga þjóðina áfram!

Ég segi ekki meir, ekki meir!
 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.5.2009 kl. 22:36

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Guðbjörn eitt skil ég þið talið alltaf um að þjóðin vilji þetta!! ég spyr bara eru það þessi 28% sem er um það bil stuðningurinn sem SF hafði í kosningunum en hugsa nú að þessi 28% hafi lækkað verulega.Ég umgengst mikið af fólki daglega og í 99% tilfella vill fólk ekki sjá ESB þegar ég spyr það.Svo hvaða þjóð og réttlæti eruð þið alltaf að tala um????Auðvitað á að kjósa um hvort eigi að fara í aðildarviðræður það kallast lýðræði en versta er það er bara ekki ykkar skoðun á lýðræði.Í seinni heimstyrjöldinni í Noregi þegar að Þjóðverjar voru að hertaka Noreg voru þeir Norðmenn sem unnu gegn þjóð sinni og hjálpuðu Þjóðverjum kallaðir kvislingar og þú manst kannski hvað var gert við þá??Mér finnst þetta orð eiga vel við Samfylkinguna sem er að vinna gegn þjóð sinni með landráði.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.5.2009 kl. 23:33

7 identicon

Sæll Guðbjörn.

Ég hef grun um að með þessu séu menn að hugsa aðeins lengra, en flestir þeir sem eru óþolinmóðastir. Það er þess virði að gera tilraun til að stækka þann hóp á Alþingi sem getur sætt sig við og vill hefja viðræður við EB. Því fari svo að til viðræðna komi og í framhaldi komi niðurstaða sem kjósa skal um. Þá er almennari og sterkari meirihluti á þinginu að baki niðurstöðunni. Með þessaari tillögu er verið að setja málið í hendur þingsins. Það er staðreynd að ríkisstjórnin er klofinn í afstöðu sinni. Tímaramminn er ásættanlegur. Með þessari ráðstöfun er líka gefið andrími til að taka á málum sem enga bið þola.

Ég er nú líka nokkuð viss um að miklar þreyfingar eigi sér stað núna og sé alltaf svo áður en til formlegra samtala er gengið.

Kv. JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það hefði verið mikill kjánaskapur að láta Samfylkinguna halda frumkvæði í þessu máli. Jafnvel þú Guðbjörn hlýtur að vera sammála því. Með því að taka málið af Samfylkingunni er verið að neyða Jóhönnu til að snúa sér að mikilvægum málum, sem nóg er af. Lady Jóhanna verður bara að senda flokksfélaga sínum Gordon Bulldog Brown orðsendingu: Sorry we are not coming this year !

Meirihluti þings og þjóðar er andvígur inngöngu í ESB og virðing fyrir Alþingi er ekki það mikil að þolandi hefði verið að taka langan tíma í umræður um dautt mál. Við þetta ESB-mál er ekkert annað að gera en setja það í súr og geyma til 10 ára hið minnsta.

Spurningin er hvort Samfylkingin getur tekið þessari niðurlægingu. Með aðstoð frétta-mafíunnar tókst þeim að halda mikla sýningu eftir sneypuferð kosninganna. Núna verður öllum ljóst að Sossarnir eiga engar innistæður, bara skuldir. Endist ríkisstjórnin þá 12 mánuði sem ég af örlæti mínu gaf þeim ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.5.2009 kl. 00:16

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurbjörg:

Þjóðin er ekki með gullfiskaminni, en það sem þessi ríkisstjórn hefur boðið upp á eru heldur engar kræsingar eða pyntingabekkurinn, þeir hafa bókstaflega boðið upp á ekki neitt!

Auðvitað eru D og B í tilhugalífinu fyrir næstu næstu kosningar. 

Marteinn Unnar:

Ég er hægri maður og kýs ekki vinstri flokk einungis vegna afstöðu hans til ESB. Ég er þannig greinilega meiri hægri maður en ESB sinni. Á hægri vængnum er ekkert annað í boðið fyrir fólk eins og mig. Félagshyggjulegar yfirlýsingar Framsóknarflokksins og daður við vinstri stjórn sýndi að þar er ekki miðju hægriflokkur á ferð, heldur dulbúnir kratar - úlfur í sauðagæru!

Í nýlegri kosningakönnun kom í ljós að yfir 60% af þjóðinni aðhyllist viðræður. Við tökum eitt skref í einu og núna erum við að fara í viðræðum. Síðan tökum við afstöðu til niðurstöðu viðræðnanna seinna.

Jón Tynes:

Það er enginn vilji innan Sjálfstæðisflokksins til að fara í viðræður, þ.e.a.s. hjá 12-13 af þeim 16 þingmönnum sem þar sitja fyrir hönd flokksins. Hins vegar sýndi nýleg skoðanakönnun eru 4 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum eru hlynntir viðræðum, 5 á móti og einni óákveðinn. Að auki sýndi könnunin að yfir 60% landsmanna vilja viðræður.

Loftur:

Við þetta ESB-mál er ekkert annað að gera en setja það í súr og geyma til 10 ára hið minnsta.

Þetta er ekki einasta þín skoðun, heldur skoðun 12-13 þeirra 16 þingmanna sem sitja fyrir hönd flokksins á Alþingi.

Nýleg skoðanakönnun sýnir hins vegar að 4 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum eru hlynntir viðræðum, 5 á móti og einni óákveðinn. Að auki sýndi könnunin að yfir 60% landsmanna vilja viðræður.

Jón Frímann:

Svei mér þá ef þetta er bara ekki rétt hjá þér.

Vinstri menn fara með völdin núna, vonandi í stuttan tíma, og við verðum að læra að sætta okkur við það.

Við slíkar aðstæður er það virkilega umhugsunar vert að stofna nýjan  hægri flokk. 

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.5.2009 kl. 07:19

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins? :D

Guðbjörn minn, þú veist alveg eins og ég að mikill meirihluti sjálfstæðismanna er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Það sást t.d. nógu vel á síðasta landsfundi, það hefur komið fram í skoðanakönnunum og það sást vel á þeim tugum funda um allt land sem Evrópunefnd flokksins hélt í desember og janúar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 11:06

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta eru nokkur tíðindi.

Þingmenn Sjallaflokks vilja eindregið aðildarumsókn að ESB.   Bjarni hefur meir að segja fengið "umboð" að sögn mbl.

Eini munurinn þá að þeir vilja sækja um 2-3 mánuðum seinna en SF.

Þessir menn ættu að fá einhverskonar verðlaun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 11:33

12 identicon

Ég held að máli sé að það sem vakir fyrir andstæðingum aðildar sé að þeir treysta ekki ESB og þeim þjóðum sem þar eru. Þetta lið getur nú ekki beint státað af glæstri fortíð í heimssögunni.

Ég tel alla vega að ESB muni ekki standa við nokkurn hlut sem þeir skrifa undir í aðildarsamningi og blekið verður varla þornað þegar þeir hefjast handa við eftir-á-breytingar og þeir munu fylgja því eftir með allskonar hótunum. Írland og Lissabon sáttmálin sem þeir feldu er gott dæmi. Hjá eðlilegu fólki þýddi það að Írar feldu sáttmálan aðeins eitt, GAME OVER en ekki hjá ESB, aftur að kjörborðinu og nú á að kjósa rétt eða.......

Það mun líka fyrr botnfrjósa í helvíti áður en td. Spánverjar og Bretar samþykkja eitthvað annað en fullan aðgang að fiskimiðum Íslands og til að hnykkja á fyrri skoðun þá munu þessar þjóðir hefja málarekstur fyrir Evrópudómstólnum daginn eftir að samningur væri samþykktur með undanþágu fyrir Ísland því ekki má mismuna innan ESB (nema að maður sé ein af stórþjóðunum).

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:38

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Það mun líka fyrr botnfrjósa í helvíti áður en td. Spánverjar og Bretar samþykkja eitthvað annað en fullan aðgang að fiskimiðum Íslands"

Að vísu óþarfi að leiðrétta fyrir þá sem hafa kynnt sér mál 1% - en ég verð.

Þetta er bara þvaður hjá þér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 11:44

14 identicon

Þetta er það sem við fáum við aðild að ESB =>

1) Lægri vextir
2) Lægri verbólga
3) Lægra matvælaverð
4) Aukin samkeppni, betri neytendavernd
5) Tollfrjáls aðgangur fyriri sjávarútvegs og landbúnaðarafurðir
6) Ísland tilheyrir fyrirbæri sem m.a. getur tryggt öryggi
7) Almennur annar stöðugleiki í efnhagsmálum.
8) Menningar og lýðræðislegir þættir.

 Þetta er það sem mun gerast ef við göngum ekki í ESB =>

 1.Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.
2. Fáir þora að lána Íslendingum peninga.
3.Þeir sem þó þora það gera það gegn okuvöxtum.
4.Vaxtaokur, gjaldþrot og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi.
5.Fáir útlendingar munu vilja fjárfesta á Íslandi.
6.Við munum missa af ESB lestinni næstu 10 árin
7.Gjaldeyrisshöftin verða viðvarandi og við verðum langfátækasta Norðurlandaþjóðin.
8.Yngra fólkið og þeir sem eiga auðveldast með að fá vinnu erlendis munu flýja land.

Svo kemur Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn og ætla koma í veg fyrir umsókn, alveg með ólíkindum þesi aumingjaskapur sem er í þeim sjálfstæðismönnum sem vilja ganga í ESB, ætla þeir að láta sjálfstæðisflokkinn komast upp með þetta?

Valsól (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:55

15 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Guðbjörn, þú stendur þig samkvæmt venju frábælega og er ég því til í að skipta á þér á sléttu á móti þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi - í hlutföllunum einn á móti fjórum.

Ég hef verð að hlusta á Alþingi í dag og er ánægður með margt sem komið hefur fram. Sérstaklega var ég ánægður með ræðu Árna Þórs VG - sem nóta bene er félagi í Heimsýn. Þegar maður er farinn að taka undir nálgun félaga í Heimsýn á ESB ferlinu og vörn hans gegn skoðunum “hægrimanna” sem áfram vilja draga lappirnar er bleik brugðið.

Mér finnst stjórnarandstæðan leggjast helst til of lágt. Framsóknar- og Sjálfstæðismenn leggja ofuráherslu á að svo Alþingi megi samþykkja þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um viðræður við ESB þurfi fyrst að skilgreina samningsmarkmiðin. En helst af öllu vilja þeir þó að þjóðin kjósi um það hvort aðildarviðræður eigi yfir höfuð að fara fram - og þá væntanlega án nokkurra markmiða...eða hvað    

Atli Hermannsson., 28.5.2009 kl. 14:10

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það er sennilega rétt sem eg sá einhversstaðar að leikkerfið sem stjórnarandstaðan leggur upp með í umræddu máli er - leiktöf.

Þæfa og þvarga og vonast þar með til að þeir geti svæft málið og/eða eyðilagt einhvernveginn.

Sjáum til hvernig þetta þróast.  Hvort Simundur finni VG ráðherrana á Þinginu,   Hvort fyrirsögn frumvarps stjórnarandst. breitist,  hvort þeir viti hvaða frumvarp þeir eru að fara fram með og so videre.  Þetta er spennandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 14:28

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðbjörn, þakka þér hreinskilin og heiðarleg skrif. Þau minna mig á þau gildi sem ég ólst upp við að afi minn á Dalvík stóð fyrir og ég hélt þá að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur presinteraði. Það hefur hinsvegar ekki borið mikið á þeim síðan Mattías Bjarnson barðist gegn „leiftursókninni“ sem var líklega síðasta alvöru andóf í Sjálfstæðisflokknum í þágu hefðbundinnar og heiðalegrar íhaldsstefnu í þágu samfélagsins gegn græðgisvæðingu ný-íhaldsstefnu Hannesar Hólmsteins og félaga í þágu auðs og valda hinna fáu.

Um ESB þá er spurning hvort við þorum að vera alvöru þjóð og að setjast til borðs með alvöru þátttakendum til að verja hagsmuni okar eða ætlum áfram að taka við tilskipunum í pósti.

Við veiðum ekki einu sinni fisk á öngul án þess að öngullinn sé innfluttur ásamt girninu og hnífnum til að gera að fiskinum, að ógleymdum bátavélum og bensíni. 

Og hvert ætlum við að selja fiskinn?

Engin þjóð Evrópu er eins háð viðskiptum við útlönd og við. Allar aðrar þjóðir Evrópu gætu verið sjálfum sér nógar á undan okkur. Þessvegna dóum við nær út þegar samskipti við aðrar þjóðir voru minnst og hagur okkar tók að vænkast í hlutfalli við samskipti okkar við umheiminn, þar sem enginn stendur okkur nær en Evrópa og engir telja sig þó þrátt fyrir allt fremur hafa einhverjar skyldur við okkur í neyð en Evrópa, - því ofaná allt búum við á mörkum hins byggilega heims þar sem fyrr eða síðar verða reglulega slíkar náttúruhamfarir og/eða sveiflur í veðráttu að lífsbjörg okkar þverr bæði í sjó og á landi og jafnvel hverfur nær alveg reglulega, - fyrir utan að jafnvel plógjárn og því síður traktorar vaxa ekki á íslenskum trjám.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.5.2009 kl. 18:30

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Aðalástæðan fyrir því að við ættum, öll sem eitt að vera andvíg aðildarviðræðum er ofureinföld.

Þjóðin, við höfum einfaldlega ekki efni á að halda uppi 20-50 manna sendinefnd í Brussel næstu 3-5 árin. Við höfum nóg annað við 2,5 milljarða að gera en að halda einhverjum ónytjungum uppi úti í Brussel næsta hálfan áratuginn.

Finnst ykkur ekki nóg að hafa borgað 1,2 milljarða fyrir bröltið við að reyna að komast inn í öryggisráð sameinuðu þjóðanna. Vill fólk virkilega ausa milljörðum í jafn vonlaust verkefni og aðildarviðræður við ESB á þessum viðkvæma tímapunkti. Ég neita að trúa því að svo margir þingmenn séu svo mikilli blindu slegnir að þeir sjái ekki hvílík firra þetta er.

Ég segi bara, nær væri að láta þetta sauðheimska lið hafa skóflu og botnlausan poka til að moka sama sandinum í út þetta kjörtímabil og greiða því sem svarar tíund úr þingfararkaupi.

Þórbergur Torfason, 28.5.2009 kl. 21:35

19 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar borgar ESB sérstaklega stærstan hluta af kostnaði af þátttöku aðildaríkis, svo sem þýðingar og laun margskonar fulltrúa. Þessvegna er smáþjóð ESB dýrari en stór.

Það breytir þó ekki því að við höfum bæði kostnað og ágóða af aðild.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.5.2009 kl. 23:06

20 Smámynd: Þórbergur Torfason

Helgi. Þarna ferðu með alrangt mál. Í viðræðum um aðild, ber umsóknarríkið kostnað af sínu fólki. Það er alveg kristaltært. Þegar aðild er orðin að veruleika breytist dæmið. Þá innheimtir nýlendukúgarinn ákveðin gjöld af nýlendunni sem standa eiga straum af hinni ógnarlegu pappírsvinnu sem fram fer um gjörvalla Brusselborg í þágu nýlendunnar svo sem tilskipanir og reglugerðir sem hinar minni nýlendur þurfa að undirgangast án skilyrða öfugt við kúgaranasem gera bara það sem þeim þóknast.

Ef einhver efi er um sannleiksgildi þessa, væri fróðlegt að fara í reisu um t.d. bílskúrsfiskvinnslur og sláturhús ESB ríkjanna þar sem ekki er einu sinni rennandi vatn hvað þá skítakamar með vaski eða handklæði. Þetta eru atriði sem okkur ber að uppfylla skilyrðislaust viljum við vera undir hæl þessara ríkja.

Þórbergur Torfason, 28.5.2009 kl. 23:57

21 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar Hansson:

Það mun ekki fara fram hjá neinum ef ég yfirgef Sjálfstæðisflokkinn, því það verður aðeins á þann veg að nýr og betri hægri flokkur verði stofnaður.

Um árabil hef ég unnið innan flokksins að gera hann frjálslyndari, lýðræðislegri og þar með betri flokk. Í a.m.k. 7-8 ár hef ég bent á að flokkurinn þurfi að fara í hugmyndafræðilega endurnýjun. Fyrir síðasta landsfund var slíkri endurnýjun lofað og átti hún að byggjast á vinnu endurreisnarnefndar flokksins.

Hvar er sú endurnýjun? Ég sá ekki snefil af endurnýjun á síðasta landsfundi!

Hjörtur:

Þetta er bara alrangt hjá þér Hjörtur. Ég veit að þú ert vel gefinn maður og því er aðeins sá möguleiki til staðar að viljir ekki skilja hlutina.

Það er munur skoðunum flokksbundinna sjálfstæðismanna og þeirra sem eru óflokksbundnir.

Til þessa hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn fylgt flokkslínunni nokkurn vegin, en það hefur gjörbreyst á undanförnum árum eða allt eftir að Davíð hætti.

Flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa til þessa verið pikkfast fylgi flokksins, en það breyttist í aðdraganda síðustu kosninga og sannaðist síðan á kosningadag.

Trúnaðarmenn flokksins, þeir sem starfa í félögunum: stjórnarmeðlimir sjálfstæðisfélaganna, fulltrúaráð, kjördæmisráð og miðstjórn, hafa til þessa verið trúir stefnu flokksins og hlýtt forustunni. Þetta vígi er enn nokkuð sterkt en mikið ber samt á óánægju eftir veturinn og kannski ekki að undra eftir hvað gekk á í vetur. Raunar mesta furða hvað þessi vígi flokksins eru enn styrk og sýna mikla tryggð harðra sjálfstæðismanna við sinn flokk og enn meiri tryggð trúnaðarmanna flokksins. Innan þessara raða - og þó sérstaklega á þéttbýlisstöðum sem ekki byggja á landbúnaði eða sjávarútvegi - eru samt mjög margir sem vilja í aðildarviðræður. Að lokum má ekki gleyma stærstum hluta Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og stórum hluta félaga BSRB, sem aðeins voru andsnúin aðild vegna þess tangartaks, sem Ögmundur Jónasson og hans fólk innan sambandsins hafði á aðildarfélögunum og stjórnarmönnum þeirra. Ég er ekki efins að vilji er fyrir aðildarviðræðum hjá BHM og KÍ.

Síðan eru það hinar dreifðu byggðir landsins með L.Í.Ú. og Bændasamtökin í broddi fylkingar, sem eru andsnúnir aðild. Við erum þannig að láta nokkur þúsund bændur og sjómenn auk nokkurra þjóðernissinna og furðufugla ráða ferðinni í einhverju stærsta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar á lýðveldistímanum.

Þórbergur:

Menn eins og þú minna mig á hópreið íslenskra bænda af Suðurlandi til Reykjavíkur til þess að mótmæla sæstrengnum. Þú ert gott dæmi um þá þröngsýni og baráttu gegn tækni og framþróun sem Íslendingar máttu upplifa á þessum tíma.

Við værum líklega enn að handmoka öllu og hefðum ekki flutt inn gröfur til landsins ef menn af þínum toga væru við völd og vörnin væru að íslenska skóflan væri svo sérstök, en líkt Helgi Jóhann benti á, er skóflan að öllum líkindum innflutt!

Nýlendukúgarinn!!!

Maður veit bara ekki hvað maður á að segja við svona málflutningi - minni enn og aftur á bændurna í stóra símamálinu!

Jón Frímann:

Hárrétt - og kostnaðurinn við krónuna er auðvitað mikið meiri en þetta, en ég fann þetta á vef "kommasamtaka", sem heita Samtök Iðnaðarins og því munu andstæðingar ESB líklega ekki taka mikið mark á þessu (heimild: http://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/leidari-si/nr/1397 (sótt: 29. maí kl. 10:35):

Hrikalegur kostnaður af krónunni 

Því hefur verið slegið fram að hvert % stig í vöxtum, sem við greiðum umfram það sem vera þyrfti, kosti fyrirtæki og heimili í landinu um 11 milljarða króna á ári. Meðal útlánsvextir á Íslandi eru nú um eða yfir 20% en sambærilegir evruvextir eru 7-8%. Lækkun vaxtakostnaðar miðað við evru í stað íslenskrar krónu eru samkvæmt þessu margir tugir milljarða á ári. Þá er ótalinn annar óþarfa viðskiptakostnaður vegna krónunnar, tapaður hagvöxtur vegna óstöðugleika gengis og glötuð tækifæri til að fá hingað til lands erlenda fjárfestingu. Enn má nefna það agaleysi í gerð kjarasamninga sem virðist fylgja því að semja um laun í krónum. Meira og minna innbyggt í þá samninga er að gera ráð fyrir gengisfellingum og verðbólgu, þannig að eðlileg viðmið við framleiðniþróun eru hundsuð og samið um kjarabætur langt umfram það sem gerist hjá keppinautunum. Ástæðan er sú að launin eru greidd í ónýtum gjaldmiðli. Ugglaust er erfitt að reikna út hvað það kostar okkur að burðast með íslensku krónuna og engir útreikningar á því hafa verið gerðir opinberir svo að vitað sé. Það er hrikaleg fjárhæð sem þarna er árlega kastað á glæ. Ef til vill er talan svo há að hana má ekki nefna upphátt frekar en allan þann fisk sem fleygt er í sjóinn á hverju ári. 

Einar Hansson:

Ég myndi svo gjarna strax í dag vilja leggja eitthvað til aðildarviðræðnanna, svo sem 50 evrur - við megum ekki gleyma að við búum við "gjaldeyrishöft" og allsendis óvíst að mér takist að fá 50 evrur afhentar og yrði sennilega að tala við bílstjóra af vellinum - æi gleymdi að herinn er farinn. Ja, bílstjóra af flugvellinum, sem kannski hafa áskotnast 50 evrur af einhverjum ferðamanni sem kom til landsins.

Er það þetta "gjaldeyrishaftaland" sem við viljum lifa í og bjóða börnum okkar og barnabörnum að búa í? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.5.2009 kl. 10:38

22 Smámynd: Þórbergur Torfason

Guðbjörn. Helsta kostnaðarbyrði þessarar þjóðar undanfarna áratugi er að hafa þurft að reka það batterí sem kallað hefur verið Sjálfstæðisflokkur. Sem betur fer er farið að sjást til botns í þeirri hít. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynst okkur um það bil áttfalt dýrari í rekstri en krónan en helsti kostnaður við hana hefur einmitt verið misþyrming Sjálfstæðismanna á henni. Að öllu samanlögðu hefur kostnaðarbyrði þessarar þjóðar helst verið þessi flokkur sem hefur kennt sig við hægri stefnu. Bið ég þig lenstra orða að gera ekki einu sinni tilraun til að finna eitthvað skoffín sem er enn lengra til hægri. Við höfum ekki efni svoleiðis óbermi. Hvað símastrenginn varðar er það ágætis punktur hjá þér og minni mig á milljarðana sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði til háhraðatenginga á landsbyggðinni eftir að síminn var gefinn vilhöllum. Enn bólar ekkert á milljörðunum og er hald manna að þeir hafi verið notaðir af vildarvinum flokksins eina til að lengja í hengingaról þjóðarinnar.

Málflutningur hægri öfgamanna minnir mig einatt á mannin með pena yfirskeggið og startaði síðari heimsstyrjöldinni.

Þórbergur Torfason, 29.5.2009 kl. 11:01

23 identicon

Það er eins og þessi stjórn sé búinn að sanna sig, hún er ekkert að gera.Jóhanna talar bara um að ESB hefur aldrei minnst á að við gætum eflaust bara bjargað okkur sjálf, hún talar niður til okkar.  Það er eins og hún rekki hér fangabúðir sem hefur það að markmiði að heilaþvo okkur með þessu ESB kjaftæði.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:40

24 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þórbergur:

Ég er nákvæmlega á hinum enda Sjálfstæðisflokksins og er ekki hlynntur öfgafullri frjálshyggju.

Þjóðernissinni er ég ekki heldur, enda bjó ég lengi erlendis, einmitt í því landi sem Austurríkismaðurinn með yfirskeggið lagði í rúst!

Ég frábið mér að vera gerðar upp einhverjar skoðanir, sem ég hef ekki, því af nógu er að taka hjá mér hvað skoðanir varðar, því þær hef ég á nær öllum hlutum!

Sigurbjörg:

Það eina sem kemur af viti upp úr Jóhönnu og félögum er þegar þeir tala um að fara í ESB aðildarviðræður!

Það eru eflaust ótrúlega margir á hægri vængnum sammála mér í þessu efni! 

Annað sem vellur upp úr þeim er tómt þvaður! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.5.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband