Ég ætlaði að blogga um þetta í morgun, en var svo fúll að ég ákvað að bíða til kvöldsins. Það hefur ekkert hjálpað, nú er ég fúll og reiður.
Bjarni Benediktsson, hvernig er hægt að koma fram með svona ummæli:
Við viljum ekki að hérna verði hlutirnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi að fara á svig við lög og reglur...
Hvernig dettur einhverjum heilvita stjórnmálamanni yfirleitt eitthvað svona lagað í hug? Segjum nú sem svo að þetta sé skoðun Bjarna Benediktssonar - sem er örugglega tilfellið - þá ætti hann að halda henni út af fyrir sig, þótt ekki væri nema af tillitsemi við flokkinn, sem hann stýrir.
Þessi ummæli Bjarna Benediktssonar ættu ekki að koma manni á óvart. Allt frá því í haust klifuðu forystumenn flokksins - með Geir H. Haarde í fararbroddi - á því að hér mætti ekki stunda nornaveiðar, að allir væru saklausir þangað til þeir eru dæmdir sekir. Vissulega er það rétt athugasemd og ekki ætla ég að mæla nornaveiðum bót, en hjálpi mér Guð almáttugur!
Þegar talað var um að rétt væri að haldleggja peninga útrásarvíkinganna kom Birgir Ármannsson þeim til varnar.
Maður spyr sig ekki lengur hvað og hverja þessir menn eru að vernda, því það er svo borðleggjandi!
Fyrri forystumenn flokksins hafa verið á braut einhverskonar sjálfstortímingar í nokkur ár og þó sérstaklega á síðastliðnum vetri!
Ætlar ný forusta að klára verkið, ganga af Sjálfstæðisflokknum algjörlega steindauðum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað úr mínum túlla.. Nánast hugsanastuldur...
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 20:18
Hilmar:
Á mínum vinnustað hjá tollstjóra eru margir hægri menn.
Ég á ekki lýsingarorð til að útskýra hvað menn voru hissa og hneykslaðir!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:29
Heill og sæll Guðbjörn yfirleitt er ég mjög ánægður með bloggið þitt, en nú hafur þú hlaupið á þig.
Málið snýst um það að það er Alþingi sem setur lög. Þegar Alþingi bregst skyldu sinni þá þá er við Alþingismenn að sakast ef lögin standast ekki þær aðstæður sem þau eru við. Lögin um bankaleynd eru þess eðlis að eðlilegast væri að bankamálaráðherra kæmi fram með lagabreytingu. Þeir bankamálaráðherrar sem voru í þeirri stöðu voru Björgvin Sigurðsson og Gylfi Magnússon. Þeir hafa sennilega ekki talið ástæðu til þess að breyta þessum lögum eða hafa nennu eða manndóm til þess. Yfirmaður þessara kauða er Jóhanna Sigurðardóttir, hún hefur sennilega heldur ekki haft dug til þess að grípa inní til þess að fá þessum lögum breytt.
Þú þarft sjálfur að sjá til þess að framfylgja lögum sem þú ert eflaust er misánægður með. Þú framfylgir þessum lögum, vegna þess að Alþingi hefur sett þau. Ef þú einn daginn, værir að framfylgja settum lögum, hvað sem þér annars finnist um þau, og fengir ákúru frá forsætisráðherra. Þá áteldi ég þig ekki fyrir að stynja, ,,hverskonar hálfvitar eru þetta eiginlega". Þegar starfsmenn Kaupþings, sem eru jú ríkisstarfsmenn eru að framfylgja lögum, með því að óska eftir lögbanni á ólögmætan leka, og ólögmæta umfjöllun, þá stendur þú upp á kassa og styður málið.
Þú setur niður með óhugsaðri framgöngu þinni. Þú átt að mínu mati að biðjast afsökunar á frumhlupi þínu í þessu bloggi.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 20:29
Fyndið hvernig Sigurður birtist hér á ýmsum bloggum Sjálfstæðismanna sem ofbýður hvernig haldið er á málum, og ávítar menn í anda stóra bróðurs.
Svo geta menn verið heilaþvegnir og gegnsýrðir að skilyrðislausu loyalíteti að, nei reyndar ekki fyndið, heldur er það sorglegt, einkum fyrir þá sem ganga þessara erinda.
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 20:35
Sigurður:
Ég bið engan afsökunar.
Þeir tímar eru liðnir að ég "kvitti" upp á hvaða vitleysu sem forusta Sjálfstæðisflokksins gefur frá sér.
Einu sinni var ég svo "heilaþveginn og gegnsýrður" að ég gerði það!
Þú getur ekki miðað þetta við það að kippa brennivínsflösku, sígarettukartoni eða spægipylsu upp úr tösku á Keflavíkurflugvelli eða rífa eitthvað af sjónmönnum.
Ef mér misheyrðist ekki í dag, þá erum við hér að tala um að heildarútlán KB banka til eigenda eigi að vera:
1.700 milljarðar (nennti ekki að skrifa öll núllin).
Það eru meira en þreföld fjárlög íslenska ríkisins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:42
Sigurður:
Vissulega er ég ekki sáttur við öll lög sem gilda og ég þarf að framfylgja og framfylgi.
Ég set ekki lögin frekar en bankastjóri KB banka, en það gerir Bjarni Benediktsson og hann hefði getað orðað þetta öðruvísi og hvatt til þess að lögum sé breytt o.s.frv.
Hann hefði getað sagt, að í ljósi sérstakra aðstæðna, þá sé slíkur leki að vissu leyti réttlætanlegur, þótt vissulega sé um lagabrot að ræða og svo hefði hann getað ítrekað mikilvægi bankaleyndar o.s.frv.
Þetta er sama þvælan og þingflokkurinn var að framfylgja í vor varðandi stjórnarskrárbreytingarnar og enginn skyldi, þ.á.m. enginn sjálfstæðismaður í kringum mig!
Þetta eru klaufsk ummæli og skaðleg fyrir okkur sjálfstæðismenn og auk þess er ég ósammála Bjarna í þessu máli!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:48
Sæll Guðbjörn
Ef þú sem opinber starfsmaður ert ekki ánægður með einhver lög, ætlar þú þá að brjóta þau. Er það þá hverjum opinbera starfsmanni í sjálfsvald sett hvaða lögum hann framfylgir eða ekki? Eru einhver sérstök lög sem þú telur að framfylgja beri, ef opinberir starfsmenn eru þeim mótfallnir? Ertu mótfallinn réttarríkinu?
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 21:04
Guðbjörn smá viðbót.
Forsætisráðherra var furðu lostinn að Kaupþing skyldi framfylgja lögum. Þú segist framfylgja lögum. Hvað finnist þér um það að forsætisráðherra myndi fordæma þig fyrir að framfylgja lögum. Hvergi í hinum vestræna heimi kæmust forsætisráðherra upp með slíka hneisu . Á það bendir Bjarni Benediktsson réttilega. Það er ekki von að þú sért ósáttur við Bjarna. Ég fordæmi þig fyrir dómgreindarleysi en ekki Bjarna í að þessu sinni. Það er allt í lagi að hlaupa á sig, en það lýsir heimsku að halda sig við vitleysuna.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 21:11
stundum eru lög ólög Sigurður.. þegar landið er á heljarþrömþá á bankaleyns alls ekki lengur við og að maður tali nú ekki um færslur sem nema margföldum fjárlögum íslenska ríkissins til örfárra aðila sem eru handgengnir vissum flokkum hér á landi. Hvort er meiri glæpur, að setja heila þjóð á hausinn.. eða kjafta frá þeim sem gerðu það ?
mér sýnist þú Sigurður og BB telja að það sé meiri glæpur að kjafta frá stóraglæpnum.
Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 21:12
Stundum brýtur nauðsyn lög Sigurður og í þessu tilfelli er 99% þjóðarinnar á því að svo sé.
Blessaður hættu svo þessum hallærislegu umvöndunum þínum. Maður fær nett útbrot af þessu..
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 21:16
Sigurður:
Ég tjái mig ekki sem embættismaður um hvaða lögum á sviði tollamála ég er ósammála, því það er ekki við hæfi. Ég fer bara eftir þeim lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, sem fyrir mig eru lögð. Ég var alls ekki að gagnrýna bankastjóra KB banka, því sem embættismaður skyldi ég að sjálfsögðu hans afstöðu í málinu.
Bjarni Benediktsson er ekki embættismaður, heldur stjórnmálamaður og formaður stjórnmálaflokks og á þessu er reginmunur. Ráðherrar á Íslandi eru stjórnamálamenn og embættismenn og eru því í tveimur hlutverkum og geta því "talað tveimur tungum" í málum.
Mætti Bjarni þá ekki mótmæla lögum, sem honum finnast vera röng. Mætti hann ekki breyta lögum eða lagfæra. Sigurður, lög eru ekki send af himni ofan fullkomin og lög eru aldrei svo nákvæm og vel útfærð að þau henti við allar aðstæður. Af þessum sökum þarf maður að meta aðstæður hverju sinni og það er einnig gert hjá tollyfirvöldum. Lögin eru aldrei brotin en við túlkun þeirra er beitt ýmsum meginreglum stjórnsýslulaga og í takt við góða stjórnsýslu. Hægt er að kæra ákvarðanir yfirvalda til hærra stjórnsýsluvalds eða í öðrum tilfellum höfða mál.
Ég er einfaldlega sammála Pétri Blöndal í þessu máli, þ.e.a.s. að hagsmundir almennings séu einfaldlega svo miklir - enda hafi þessir menn sett þjóðina á hausinn - að hagsmunir þeirra sem brotið sé á séu einfaldlega minni.
Á Pétur Blöndal þá líka að afsaka sig?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:17
Óskar það vill nú svo til að ég tel það algjöra óhæfu að breyta ekki lögum um bankaleynd. Lög um bankaleynd eru mjög mikilvæg en ég ætla að vera sammála Birni Bjarnasyni um það að aðstæður hafi skapast í bankahruninu, þar sem almannahagsmunir krefðust þess að bankaleynd gömlu bankanna yrði aflétt. Þá á ég við um þá þætti sem snú að að útrásarvíkingunum og eigendum bankanna. Við þurfum að byggja upp traust í samfélaginu og skoða þarf þessi mál.
Hitt er annað mál að við höfum lög og þau ber að virða þangað til að þeim sé breytt. Það að forsætisráðherra skuli réttlæta lögbrot, þar sem hún hefur vanrækt að sjá til þess lögunum sem breytt er hneisa. Víða í nágrannaríkjunum yrði forsætisráðherra að segja af sér. Hér eru fjölmiðlar svo veikir að á því er ekki von.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 21:20
Sigurður:
Það er engin leið að segja hvað forsætisráðherrar nágrannalandanna myndu gera í svona málum. Við erum ekki að tala um að einhver ráðherrar hafi gleymt að borga af RÚV í nokkur ár eða ráðið barnapíu og borgað henni svart.
Við erum að tala um bankahrun, efnahagshrun, hrun í tekjum ríkissjóðs, fjöldaatvinnuleysi, fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja - ÞJÓÐARGJALDÞROT!
Sigurður - búum við ekki í sama landi?
Ég er hægri maður og sjálfstæðismaður, en fyrst og fremst er ég Íslendingur og lifi og hrærist, gleðst og græt með minni þjóð!
Þannig vil ég að mínir stjórnmálamenn séu, en ekki "ískaldir" lögspekingar!
Þjóðin eru gjösamlega "sjokkeruð" yfir þessum fréttum!
Þú talar um þetta eins og einhver hafi farið yfir á rauðu ljósi og brotið umferðalögin eða hafi smyglað "salami" pylsu inn í landið og brotið gegn reglugerð 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:28
Guðbjörn Bjarni Benediktsson var að gangrýna það að forsætisráðherra fordæmdi að ríkisstarfsmenn færu að lögum. Punktur og basta. Þess vegna sagði hann að við búum ekki í villta vestrinu. Þar sem menn eðlilegt þykir að menn taki lögin í sínar hendur.
Þú segist ekki telja eðlilegt að þú takir ekki lögin í þínar hendur. Hver þá? Eigum við að virða réttarríkið? Eða finnst þér eðlilegt að Samfylkingarfólk taki lögin í sínar hendur? Finnst þér eðlilegt að forsætisráðherra áminni opinbera starfsmenn fyrir að framfylgja settum lögum?
Guðbjörn þú þarft að rökstyðja málið. Það er allt í lagi að gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir þá hluti sem hann gerir eða gerir ekki. Hins vegar eru lög eins og lög um bankaleynd, lög sem eðlilegast væri að kæmi frá bankamálaráðherrum ef þeir telja að þeim ætti að breyta. Ég hef ekki séð þig gagnrýna þá dómsmálaráðherra sem hafa sitið síðan bankahrunið varð, e.t.v. misminnir mig.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 21:30
Sæll Guðbjörn,
Ég er ekki sammála því að Bjarni eigi að þegja og halda skoðunum sínum útaf fyrir sig. Ég held einmitt að við þurfum á því að halda að menn tali skýrt og skorinort. Það var einmitt vandi Geirs að vera með Samfylkingarheilkennið og taka aldrei afstöðu, ekki einu sinni með sjálfum sér eins og þú vitnar til, fyrr en komið væri í ljós hver afstaða pöpulsins væri. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, enda leiddi það til þeirrar katastrófu sem við fengum yfir okkur í haust.
Þingmenn hafa einmitt ekki efni á því að hvetja til lögbrota. Ein af hliðarverkunum þessara lögbrota sem forystumenn í ríkistjórn nú hvetja til er að viðskiptavinir FIH í Danmörku eiga í vök að verjast. Fyrirtæki eins og Össur, sem ekki hefur komið fram að tengist neinum glæpsamlegum gjörningum, gengur nú í gegnum það að lán þeirra í bankanum og álit bankans á því liggur nú fyri almannaaugum. Ekki bara á Íslandi, heldur um heim allann.
Að þeir sem búa yfir upplýsingum komi þeim til þar til bærra rannsóknaraðila er réttur farvegur fyrir þessi mál. Þessir rannsóknaraðilar koma svo þessum upplýsingum til almennings með opinberri lögsókn, þar sem málin verða gerð opinber. Þá getum við hlegið að pulsukaupum á krítarkort almenningshlutafélags, eða grátið yfir lánum til innherja og sviksamlegum fjármagnsflutningum. En við hljótum enn að trúa á lög og reglu. Það er illa komið fyrir Íslendingum ef við gerum það ekki.
Það má vel vera að þessi mál gangi of hægt fyrir Íslenskan almenning. Þá á almenningur ekki að sætta sig við þjóðarleiðtoga sem koma úr sumarfríi með almenningstengsla setningar sem standast ekki heilbrigða skynsemi. Krafan ætti að vera sú að málsmeðferð verði hraðað og til hennar lagðir fjármunir svo við getum fengið upplýsingar sem fyrst.
Ég væri heldur ekki sammála því að þú tækir uppá því að verja Bjarna útfrá flokkspólitískum forsendum. Ég virði skoðanir þínar mikils og hef jafnan gaman af því að vera þér ósammála ef svo ber undir. Í því ljósi væri ég einmitt mjög svo til í að lesa blogg frá þér um það hvernig þú sérð fyrir þér að gögn bankanna verði opinberuð fyrir almlenningi. Það er að segja ef þú ert ósammála mér í því að þau eigi ekki heima á glámbekk á netinu.
Sigurgestur Guðlaugsson, 5.8.2009 kl. 21:32
Sigurður:
Ég átaldi Björn Bjarnason margsinnis fyrir hversu seint hlutirnir gegnu síðastliðið haust.
Ég þekki Björn vel og þótt við séum stundum ósammála, hef ég alla tíð borið virðingu fyrir honum, því hann stóð og stendur fastur við sína skoðun.
Við skrifuðumst á í haust út af þessum seinagangi og hann útskýrði málið fyrir mér á svipaðan hátt og hann hefur gert á blogginu undanfarna daga, þar sem hann bregst við gagnrýni Egils eða öfugt - man ekki hver byrjaði í ritdeilunni. Mér fannst Björn vera með ágætis málsbætur, en það breytti ekki minni skoðun að mér finnst allir dómsmálaráðherrar hafa dregið lappirnar síðan í haust og ég hef það miður á tilfinningunni að ekki sé áhugi fyrir að rannsaka þetta hrun eins og ætti að gera það!
Ef einhver sjálfstæðismaður þorir að vera á annarri skoðun innan flokksins, þá er það nú ég! Fjöldinn allur að "innvígðum og innmúruðum" vilja eflaust að ég yfirgefi samkunduna, en ég geri það þeim ekki til geðs.
Ég veit sem er að mjög margir sjálfstæðismenn eru mér sammála og það í fleiri málum en Evrópumálum.
Minn tími mun koma!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:39
Já,þvílík vonbrigði með yfirlýsingu Bjarna.Ég sem hélt að við værum virkilega að sækja í okkur veðrið.
Sigurður Jónsson, 5.8.2009 kl. 21:46
Sigurgestur:
Ég treysti mér nú ekki til að koma með nákvæma skilgreiningu á því hvernig ætti að upplýsa fólk um þessi mál.
Ég sé hins vegar ekkert á móti því að upplýsa um skuldir þeirra eigenda bankans og fyrirtækja, sem komnir eru á hausinn, en reyna að halda augljóslega sárasaklausum fórnarlömbum fyrir utan þetta.
Menn á borð við Jón Ásgeir, Björgúlfana, Hannes, Wernersson fjölskylduna og aðra eigendur bankanna geta ekki farið fram á að þjóðin, sem á að borga brúsann og er í þessum töluðu orðum - og á undanförnum 8 mánuðum - búin að missa vinnuna sína, bílana sína, húsin sín og er þar að auki búið er að missa stóran hluta sparifjár og lífeyrissparnaðar í hendur þessara manna!
Mæður, feður, afar og ömmur eiga jafnvel á hættu að missa börnin og barnabörnin sín úr landi o.s.frv.
Er ég eini maðurinn sem sér þetta í þessu ljósi?
Við eigum auðvitað að lifa í réttarríki og ég er ekki að tala um að hengja þessa menn upp í næsta staur eða setja þá í fangelsi og kasta lyklinum í Atlantshafið á 500 faðma dýpi.
Ég vil að sjálfsögðu að nákvæm og ítarlega rannsókn fari fram og mennirnir fái réttlát og heiðarleg réttarhöld og að farið sé að reglum réttarríkisins.
Við verðum hins vegar að leyfa fjölmiðlum að vinna vinnuna sína og það var það sem þeir voru að gera!
Í viðtali sem ég heyrði í gær kom fram að mjög ólíklegt væri að Héraðsdómur staðfesti lögbannið, þar sem hagsmunir almennings myndu einfaldlega vega meira en hagsmunir þeirra sem verða fyrir tjóni.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:50
Sigurður Jónsson:
Já, gífurleg vonbrigði.
Rétt búnir að drullast upp í 30% og okkar menn búnir að standa sig vel í Icesave á meðan Framsóknarflokkurinn drullaði upp á bak í lýðskrumi.
Framsóknarmenn hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sinn nýja formann!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:53
Gott hjá þér Guðbjörn. Við erum nefnilega ekki að glíma við nornir heldur skrímsli sem fórum um bankana. Það er að koma betur og betur í ljós hvers konar viðbjóður var í gangi í fjármálageiranum og líklega rétt að gefa skrímslaveiðar frjálsar!
Ómar Bjarki Smárason, 5.8.2009 kl. 21:54
Ómar:
Við þurfum að ráða "Ghostbusters" í verkið
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 22:02
Guðbjörn ég virði mjög vel að menn hafi misjafnar skoðanir, enda er að grundvöllurinn að virku lýðræði. Það er eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn, eins og reyndar fleiri innlendir stjórnmalaflokkar þyrftu að endurskoða vel og vandlega.
Þetta mál er í raun mjög einfalt, en þú hefur kosið að rökræða það ekki með því að svara þeim fyrirspurnum sem ég hef sett fram. Þess vegna skal ég reyna að einfalda málið.
1. Stjórnendur Kaupþings, ber að verja hagsmuni viðskiptavina sinna, samkvæmt banaklögum. Fjölmiðill kemst yfir gögn sem fjalla um viðskiptavinina Kaupþings. Þeir taka ákvörðun að óska eftir því að fá lögbann til þess að stöðva birtingar, til þess að verja viðskiptavinina. Stjórnendur Kaupþings, gátu átt von á því að fá ákúrur frá fjölmiðlum og reiðum almenningi ef þeir framfylgdu lögunum.
Hvað áttu starfsmennirnir að gera?
a) Fara að settum lögum og óska eftir lögbanni?
b) Fara í Nauthólsvíkina, grafa hausinn í sandinn og þykjast ekkert hafa séð, heyrt eða skilið?
c) Fara í kaffi í höfuðstöðvar Samfylkingarinnar og gefa viðbótar upplýsingar?
2. Yfirmenn Kaupþings vita að lögum um bankaleynd hefur ekki verið breytt, og því ber þeim að fara eftir þeim og fara fram á lögbann á fréttaflutning byggðan á þeim leka sem kominn er fram. Forsætisráðherra kemur úrvinda úr stuttu fríi, sér að þessi ákvörðun Kaupþingsmanna gæti komið sér illa, hvað ber forsætisráðherra að gera:
a) Gefa út yfirlýsingu þar sem forsætisráðherra telur að breyta þurfi lögum um bankaleynd og hún muni beita sér fyrir að þau mál komist í gegnum þingið, þannig að fjölmiðlar fái ákveðin gögn til umfjöllunar, þannig að traust skapist í þjóðfélaginu varandi hrun bankanna.
b) Gefa skít í lögin, og kenna yfirmönnum Kaupþings um að lagabreyting hefur ekki komið fram varðandi bankaleynd. Reyna þannig að skapa sér skammtímavinsældir á kosnað opinberra starfsmanna, í von um að íslenskir fjölmiðlar átti sig ekki á hræsninni, eða þekkingarleysi forsætisráðherra.
c) Kenna Guðbirni Guðbjörnssyni um klúðrið og segi honum upp störfum.
3. Formaður Sjálfstæðisflokksins er mjög vel að sér í lögum og veit að hér er forsætisráðherra að brjóta alvarlega af sér. Á hann að ?
a) Gagnrýna forsætisráðherra fyrir heimskulega framgöngu, með því að segja að við búum ekki í villta vestrinu, þar sem lög skipta engu máli.
b) Þykjast ekki hafa tekið eftir heimskupörum forsætisráðherra og fara í golf.
c) Fá fram skoðanakönnun þar sem fram kæmi spurningar hvað aðgerðir aflaði honum mestra vinsælda?
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 22:07
Sigurður:
Ekkert mál að fara í þetta krossapróf hjá þér:
1. spurning: a
2. spurning: a
3. spurning: a liður spurningar 2 með smá breytingum:
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 22:14
Guðbjörn
Ég hefði svarað spurningunum á sama hátt og þú. Ég tek líka undir viðbótunum hjá þér. Eftir að þekkja hvernig fjölmiðlamenn vinna, myndi ég aldrei treysta því að þeir komi öllu því fram sem viðmælendur vilji að komi fram. Er nokkuð sannfærður um að Bjarni myndi vilja beita sér fyrir breytingu á lögum um bankaleind, þannig að traust skapist í þjóðfélaginu, en jafnframt að það skaði ekki þá sem þessi uppljóstrun hefur þegar gert.
Þeir sem þekkja Bjarna Benediktsson vita að hann er ekki hægri öfgamaður. Hann hefur skoðanir sem nálgast mjög kristilega demókrata í Þýskalandi. Hann hefur ríka samúð með þeim sem minna mega sín, en vill jafnframt stuðla að því að einstaklingar og fyrirtæki hafi svigrúm til þess að láta til sín taka á jákvæðan og heilbrigðan hátt. Hann vill jafnfram hafa ramma í formi laga og eftirlits. Hann er ekki jámaður. Hann kom með lausn á fjölmiðlafrumvarpinu án þess að Davíð Oddson væri fyllilega sáttur og fékk virðingu fyrir. Hann gagnrýndi síðustu ríkisstjórn opinberlaga fyrir veika efnahagstjórn og fékk ekki miklar vinsældir fyrir innan Sjálfstæðisflokksins.
Í dag hef ég heyrt að menn hafa ekki allir skilið gagnrýni Bjarna. Mér væri slétt sama hvaðan samskonar gagnrýni kæmi, ég tæki undir hana.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 22:30
Guðbjörn, ég er lesblindur og sé oft ekki þegar stafarugl kemur eða orð falla niður. Biðst forláts á skekkum vegna þessa.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 22:32
"Menn á borð við Jón Ásgeir, Björgúlfana, Hannes, Wernersson fjölskylduna og aðra eigendur bankanna geta ekki farið fram á að þjóðin, sem á að borga brúsann og er í þessum töluðu orðum - og á undanförnum 8 mánuðum - búin að missa vinnuna sína, bílana sína, húsin sín og er þar að auki búið er að missa stóran hluta sparifjár og lífeyrissparnaðar í hendur þessara manna!
Mæður, feður, afar og ömmur eiga jafnvel á hættu að missa börnin og barnabörnin sín úr landi o.s.frv.
Er ég eini maðurinn sem sér þetta í þessu ljósi?"
Nei, sem betur fer ekki Guðbjörn, nú eru ekki tímarnir ef einhverntímann til að hengja sig um of á vafasöm lög og mikilvægi þess mikið að fleyri "litlir bankamenn" komi fram með fleyri afhjúpandi upplýsingar um siðleysið og sjálftökuna sem fékk að viðgangast á kosnað okkar allra, vernda verður þá vel sem hafa þó kjark til að koma mikilvægum upplýsingum í hendur almennings og yfirvalda svo sjá megi fyllilega hvernig í pottinn var búið. Tíminn vinnur með þeim sem gerðust brotlegir og/eða sýndu af sér siðblindu eða ámælisvert dómgreindarleysi og óbærilegur seinagangurinn við rannsóknina á hruninu ekki góður fyrir þjóðarsálina, það er svo margt sem blasir nú þegar við, hverjum sem sjá vill og hefur lyst til að þefa af skítnum.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.8.2009 kl. 00:43
Það er engin spurning að það er löngu orðið tímabært að fara að persónugera hrunið. Ætla menn ekki að fara að skilja að það verður ekkert uppgjör af neinu tagi hérna fyrr en það verður gert.
Ótrúlegt hvernig hægt er að draga lappirnar endalaust í þessum málum.
Kama Sutra, 6.8.2009 kl. 03:46
Sigurður:
Ég tók mjög virkan þátt í að etja Bjarna út í að gerast formaður Sjálfstæðisflokksins og virkan þátt í að plotta hans framboð og kjör hans á landsfundinum. Ég tek undir allt gott sem þú segir um Bjarna. Bjarni er góður maður og um það snýst ekki málið, en stjórnmálamenn verða að vera klókir, svo klókir að það jaðrar við að vera slægur og þetta verður hann að læra. Hann á ekki að verða lýðskrumari "a la Samfylkingin", en um það snýst mín gagnrýni ekki, heldur heiðarlegur en vita hvað og hvenær maður á að segja vissa hluti og hvenær maður á að sitja á strák sínum.
Í grunninn og við venjulegar aðstæður hefur Bjarni nefnilega á réttu að standa. Vandamálið er að þetta gjörsamlega, algjörlega óvenjulegar aðstæður og mér virðist hann ekki enn átta sig á því, sennilega að því að hann og hans fjölskylda finnur ekki fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Það vantar í hann og fleiri þingmenn Sjálstæðisflokksins á þingi að lifi sig inn í hugarástand þjóðarinnar, sem er eitthvað það mikilvægasta sem stjórnmálamenn verða að geta gert. Hann þarf að geta heyrt andardrátt þjóðarinnar, geta hlegið og grátið og fundið til með sinni þjóð, en það er það sem stórir leiðtogar verða að geta gert!
Það er kannski ýmislegt slæmt hægt að segja um Davíð Oddsson - og það gera menn jú í tíma og ótíma, þegar það á við og þegar það á ekki við - en þetta kunni og kann Davíð ennþá og þrátt fyrir það vil ég ekki sjá hann aftur í stjórnmálum!
Tími Davíðs og tími hans manna er liðinn og það verða þeir að átta sig á!
Með blaðri Davíðs og stuðningsmanna hans fyrr og nú er flokkurinn að tapa, þetta blaður þeirra er "out" langflest fólk er búið að fá sig fullsatt á því!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2009 kl. 07:44
Að vera að halda því á lofti að leki lánabókarinnar hafi verið stórglæpur er svipað og að skammast út í bílstjóra á sjúkrabíl sem fer yfir á rauðu ljósi til að bjarga mannslífi, þegar hver sekúnda skiptir máli.
Bjarni Ben. kallar það gróft lögbrot að leka lánabókinni og sá sem það gerði er að hans mati bófi í villta vestrinu.
Menn sem brutu lögin um að lán til tengdra aðila fari ekki yfir 10%, í raun rændu bankann innan frá og fóru síðan til Seðlabankans og heimtuðu meiri spilapeninga skattborgaranna, eru "menn sem fóru fram úr sjálfum sér."
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur dæmt sjálfan sig út úr umræðunni með þessu frumhlaupi sínu. Fyrir utan að vera bullandi vanhæfur sem stjórnarformaður í félagi sem er einn leikarinn í þessu leikhúsi fáránleikans.
Theódór Norðkvist, 6.8.2009 kl. 08:19
Það þarf ekki að ræða neitt, það vita allir hvaða hug Sjálfstæðismenn hafa til málsins, þeir vilja ekki neina rannsókn, Rannsóknarnefndin sem sett var er djók, tveir af vinum flokksins sitja þar í hásæti.
Egill Helga birti pistil frá manni sem sagðist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að mesti skíturinn væri í lánabók Landsbankans, en þar væru stjórnmálamennirnir sem talað var um í vetur að væru á kafi í þessu svindli öllu. Leiðirnar liggja inn í Sjálfstæðisflokkinn og að skjaldborg hafi verið lögð utan um allt sem tengist Landsbankanum til að verja þessa menn.
En það sem mig langar til að segja um þetta mál er að ég skil ekki hvernig fólk getur fengið sig til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Enn og einu sinni sýnir Bjarni Ben hvaðan hann kemur. Nú fer hann á kostum við að skammast út af því að almenningur hafi fengið að sjá hvernig lánabækur KB banka líta út. Það er alveg með þvílíkum ólíkindum að venjulegt fólk skuli leggja lag sitt við svona flokk sem hefur hugmyndafræði sem beinlínis gengur gegn hagsmunum almennings fyrir sérhagsmuni. Bjarni getur ekki leynt gremju sinni yfir því að almenningur hefur komist á snoður um það hvernig þessi elíta hagar sér, hann tekur undir með Sigurði Einarssyni sbr. Fréttablaðið í gær. Þarna kemur þessi auðmaður sem á föður sem á 6-8 hundruð miljóna króna sumarbústað á Flórída og emjar undan því að almenningur hafi fengið að sjá hvernig auðvalds elítan hagar sér á bak við tjöldin í íslensku samfélagi. Þið sem kjósið þetta hljótið að vera stolt af formanninum? það verður ábyggilega ekki langt að bíða þangað til
Bjarni ben barðist á móti því að eftirlaunaósóminn væri aflagður.
Bjarni ben barðist á móti stjórnlagaþingi með kjafti og klóm.
Bjarni Ben barðist á móti því að fiskurinn í sjónum færi í stjórnarskrá.
Bjarni Ben barðist á móti því að íslendingar fengju að kjósa um stór mál.
Og í öllum þessum málum stóð Sjálfstæðisflokkurinn eins og einn maður á bak við foringjan.
Sigmundur Davíð birtist sennilega fljótlega líka og fer að hamast gegn því að þessi mál verði opinberuð, kæmi manni ekki á óvart hinn helmingurinn af elítunni.
Enn og aftur, ég get ekki með neinu móti skilið það hvað venjulegt fólk getur haldið sig eiga sameiginlegt með þessum blessaða Sjálfstæðisflokki, hugsunargangurinn og sérhagsmunirnir eru skýrir, lesið og fræðist, sjáið hvað formaður Sjálfstæðisflokksins hefur að segja um þessi mál og hvað hann er langt, langt frá almenningi í þessu máli. Hverja er hann að verja, kannski sjálfan sig og sína, alla vega stendur hann ekki með almenningi?
Þið sem verjið þetta spillingarbandalag, skulið ekki koma með eitthvað bull shit um að verið sé að brjóta lög, því það er hægt að deila um það hverjir séu brotlegir í þessu máli.
Íslendingar, við verðum að rísa upp gegn þessu bandalagi klíkuskapar og sérhagsmuna. Það vita allir hvar upptökin eiga heima, það vita allir hvaða flokkur það er sem er búinn að gegnum sýkja samfélagið með sjúkdómi sínum, en engin segir neitt og ég kem fram undir dulnefni af ótta við að skapa mér og mínum óvild í þessu sjúka klíku-samfélagi komandi úr litlu bæjarfélagi.
Viljum við Íslendingar hafa þetta svona, eigum við að sætta okkur við það að það séu tvær stéttir í samfélaginu, önnur sem er með framkvæmdavaldið, löggjafarvaldið og hálft dómsvaldið í höndum sér og getur lifað í refsileysi og hagað sér eins og það eigi landið? Viljum við hafa þetta svona, viljið þið sem eruð að verja spillingarbandalagið hafa þetta svona? Lengi vel var það ein fjölskylda sem réði landinu, nú er það klíkubandalag sem myndaðist út frá þessari fjölskyldu með erfðaprinsinn í forgrunni. Þvílíkt og annað eins bananalýðveldi. Ég er sannfærður að ef vel bærir erlendir aðilar myndu skoða sögu okkar kæmust þeir að því að hér ríkti eins konar einræði, einræði spilltra klíkubræðra.
Valsól (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:12
Guðbjörn ef Angela Merkel kanslari Þýskalands kæmi fram og áteldi opinbera starfsmenn að fara að lögum, þá yrði hún að segja af sér. Það er vegna þess að í Þýskalandi eru fjölmiðlar með fagmenn innanborðs sem greina aðalatriðin frá aukaatriðunum.
Erlendis hefur það vakið mikla athygli, en lita virðingu að bankaleynd hefur verið brotin. Það hefur líka vakið athygli að þau brot eru látin óátalin af stjórnvöldum. Ef þeir átta sig á því að forsætisráðherra Íslands færi þar fremstur í flokki, kæmi hugsanlega bananasending í stjórnarráðið sent að utan.
Í villta vestrinu voru lögin afnumin þegar það hentaði. Þessa samlíkingu skildu ekki allir. Einhverjir keyptu sér kúrekahatta og einn mætti á Austurvöll í indíánabúningi.
Það er algjörlega nauðsynlegt að almenningur sem á að borga brúsann fái upplýsingar um framgöngu gömlu bankanna. Stjórnvöld þurfa að koma með lagabreytingu til þess að svo megi verða.
Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanni. Heiðarleg og sjálfri sér samkvæm. Er hins vegar ekki jafn hrifinn af henni sem forsætisráðherra. Þar vantar leiðtogahugsunina og ef mönnum þótti hægt gagna hjá Geir Haarde, hvað þá með framganginn hjá Jóhönnu. Það er hins vegar afleitt að forsætisráðherra átelji opinbera starfsmenn fyrir að fara að lögum.
Bjarni virtist stundum vera of varfærinn í byrjun, sá hann í gær í sjónvarpinu og þar var hann mjög góður. Ég sé á þingi fólk sem er að koma með nýjar áherslur eins og Lilju Mósesdóttur og Ásmund Daðason þar sem fagleg sjónarmið eru sett ofar flokkspólitíksu karpi. Vona það upp séu að renna nýjir tímar í íslenskri pólitík.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 09:25
Bjarni komst illa að orði hér - en nógu illa til að ergja svo marga
Jón Snæbjörnsson, 6.8.2009 kl. 09:34
Ég sé á þingi fólk sem er að koma með nýjar áherslur eins og Lilju Mósesdóttur og Ásmund Daðason þar sem fagleg sjónarmið eru sett ofar flokkspólitíksu karpi.
já það er nefnilega það, nýju áherslurnar eru sem sagt að fara í frí þegar það hentar svo þau þurfi ekki að taka afstöðu gegn flokknum.. flokkræðið er enn við völd.
annars ertu búinn að dæma þig sömu leið og foringjann þinn , Sigurður.
Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 09:34
Sæll Guðbjörn
Bloggið þitt á fullan rétt á sér. Þessi ummmæli formanns Sjálfstæðisflokksins eru honum til minkunar. Þjóðin stefnir í gjaldþrot vegna þess að í langri valdatíð Sjálfstæðisflokksins hafa eigendur bankanna valsað um eins og þeir væru í villta Vestrinu... þá rændu menn banka og gerðu það á síðustu árum hér.
Valdimar Leó (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:12
Sæll Guðbjörn.
Ég má til með að lýsa yfir vonbrigðum mínum með afstöðu þína til heiðarlegrar framkomu Bjaran Benediktssonar í þessu máli, og að þú takir undir lýðskrum ráðherranna. Ég er algerlega sammála Sigurði Þorsteinssyni í svörum hans hér að ofan.
Ég var búinn að blogga um þetta mál hérna og þú svaraðir því, en svarið skildist ekki fullkomlega. Þú bætir kannski úr því skilningsleysi.
Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2009 kl. 10:41
Flokkur og formaður sem láta stjórnast af hinum fáu stóru, en gleyma að hlusta eftir andardrætti þjóðarinnar, verða ekki langlífir. Tími slíkra stjórnmálaflokka og foringja er einfaldlega liðinn og verður vonandi ekki liðinn.
Ómar Bjarki Smárason, 6.8.2009 kl. 11:13
Tek undir hvert orð Guðbjörn. Þú hefur stóra nennu að svara Sigurði Þorsteinssyni sem sparar mér ekki kveðjurnar í minni heimasíðu. Yfirleitt er maður örlítið kurteisari í annarra manna stofum en ekki Sigurður. Skil ekki þennan tíma sem hann hefur til andsvara. Hvað ætli maðurinn geri? Þakka ágætis rök og ábendingar. Nú með söngkveðju, gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:32
Heyr heyr Guðbjörn.
Les oft bloggið þitt og greining þín á flokknum er hárrétt. Ég varð sjálfur afhuga S.flokknum smám saman síðustu ár og kaus hann ekki síðast (og sennilega aldrei aftur).
Þín sýn á flokkinn, það sem hefur verið að gerast og gerjast þar, er rétt. Ég er mjög ánægður með að þú skulir láta heyra svona í þér. Það er fjöldinn allur af ,,sjálfst.mönnum" (þ.e. hægri-miðflokks-þenkjandi fólki) eða bara hægri mönnum sem hafa ímugust á því fólki sem þarna stjórnar og því sem það stendur fyrir en aðhyllast hægri stefnum. Það fólk getur ekkert kosið annað en Borgarafl. eða Samf., því annað er ekki í boði, þó það séu nú ekki beint hægri flokkar.
Maður sér það líka á mörgum öðrum sem skrifa hér, t.d. Valsól og Theódór, að það er sem betur fer fullt af fólki þarna úti sem býr yfir nægilegri skynsemi til að sjá í gegnum rykið sem þyrlað er upp til að reyna birgja mönnum sýn á hvað er raunverulega verið að gera. Það er líka ánægjulegt að sjá alltaf fleiri og fleiri koma á þá skoðun að S.flokkurinn er að gera út af við sjálfan sig innan frá. Hjarta Kolkrabbans hættir vonandi að slá fyrr en síðar (sem myndi þá vera þau fjölsk.tengsl sem Valsól gerir stutta grein fyrir og er rétt hjá henni). Fólk verður sífellt betur upplýst, menntaðara og hæfara til greiningar á þjóðfélaginu, ekki síst vegna allra þeirra sem skrifa reglulega á netið og leka upplýsingum sem eiga fullt erindi við almenning (góð líking hjá Theódór). Það er líka komin önnur krafa og aðrar hugmyndir um réttlæti. Fólk er smám saman að átta sig á því að það er fólkið sem ræður, fjöldinn, ekki stjórnmálamenn eða stórfyrirtæki, hvað þá nokkrir siðblindir gerspilltir einstaklingar. Ný ógn sem Kolkrabbinn hefur ekki áður séð og mun sennilega ganga af honum dauðum.
Fólki hér tókst með tiltölulega lítilli fyrirhöfn að koma heilli ríkisstjórn frá, sem ætlaði að sitja sem fastast. Nú tókst fólki að fá KB banka til að falla frá lögbanni, nánast eingöngu með því að láta í sér heyra á netinu. Stjórnmálamenn óttast ölduna sem rís þegar þessir hlutir gerast og geta ekki staðið gegn vilja almennings, hvað sem lög segja. Það hefur sýnt sig undanfarna mánuði. Enda eiga lög að endurspegla vilja almennings, það er tilgangur þeirra og réttlæting tilvistar þeirra. Á þetta að vera eins og í amerískri bíómynd? Að fjöldamorðinginn er sýknaður af því að honum voru ekki lesin réttindi hans við handtöku, eða að sönnunargögnin, t.d. líkin, fundust heima hjá honum en húsleitarheimildar hafði ekki verið aflað???
Á þá að sleppa manninum vegna formgalla? Af því að rannsakendur fóru ekki að lögum? Skiptir hér meira máli að framkvæmdarvaldið fylgi lögum sem um það gilda en að málið sé réttilega upplýst? Hvort liggja meiri hagsmunir samfélagsins, sem lögin gilda um, í því að upplýsa málið og taka morðingjann úr umferð eða að framkvæmdarvaldið fylgi formreglum við rannsókn?
Lögin um formið, t.d. húsl.heimild og að lesa mönnum réttindi sín, eru sett með þann tilgang að tryggja friðhelgi viðkomandi og réttindi. Þessu má ekki framkv.valdið ekki misbeita. Það gildir öllu jafnan. Lögin um refsinguna gilda um glæpinn sem slíkan, óháð því hvernig komist er að hinu sanna. Nú þarf að fara í hagsmunamat, dómstóll. Er hagsmunum samfélagsins betur borgið með því að horfa framhjá aðalglæpnum vegna brota frkv.valdsins eða horfa framhjá broti frkv.valdsins og einblína á aðalglæpinn???? Sem betur fer hafa íslenskir dómstólar borið gæfu til þess að einblína á aðalglæpinn. Það er hægt án þess að segja að það sé í lagi að brjóta formreglur. Það er engin ógn við réttarríkið þó í ákveðnum ,,extreme" tilfellum upplýsingum sé komið á framfæri sem upplýsa glæp eða mjög mögulegan glæp og það látið óátalið, en er að öllu jöfnu bannað. Tilgangur laga um bankaleynd hefur aldrei verið sá að auðvelda mönnum svik og lögbrot, eða til að veita almennt skálkaskjól, heldur er tilgangur þeirra að vernda hinn almenna borgara gegn því að hans eðlilegu og réttmætu viðskipti séu borin á torg. Um slíkt er alls ekki að ræða í þessu KB máli.
Enda hefði engin alda risið gegn þessu lögbanni ef þarna hefðu verið eðlileg viðskipti á ferðinni. Sigðurður er forheimskur sjálfur að sjá þetta ekki. Bjarni B. er ekki heimskur og skilur þetta alveg en hann er skýrlega að verja ákveðna menn og hagsmuni, sem hann og hans fólk er orðið mjög vant að komast upp með.
Svo talar Sigurður um forheimsku, sakar aðra um forheimsku, sá forheimski. Einhver hér sagði að hann dæmdi sig sjálfur á sama stall og formann Sjálfst.flokksins. Það er hárrétt.
S. (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:32
sæll Guðbjörn alltaf hef ég gaman af blogginu þínu, oft ósammála einsog gengur, en nú get ég ekki annað en hrósað þér fyrir réttsýnina,þessar upplýsingar úr margumtalaðri lánabók kaupþings var auðsjáanlega ekki ætlað að komast í hendurnar á rannsóknaraðilum svo einhverjum réttsýnum aðila hefur ofboðið svo að hann gerði eitthvað í málunum, miðað við ummæli ríkisskattstjóra t.d. hafa honum ekki staðið til boða þessar upplýsingar og erfitt og seinlegt að fá umbeðnar upplýsingar er varða bankana,svo ég get ekki komið auga á neitt sem vakir fyrir B.B annað en þarna eru upplýsingar um hans fjölskyldufyrirtæki sem virðist hafa notið sérréttinda langt útfyrir öll skinsamleg mörk. svo kemur fyrrverandi forstjóri kaupþings og er á sömu villigötu og formaðurinn,að ef bankaleyndin verði ekki til staðar streymi héðan fjármagnið, voðalega eitthvað 2007 hótun.ég spyr því hvern verndar bankaleynd í þessu tilviki og væri ekki eðlilegt að t.d.skatturinn ætti rétt á,í vissum tilvikum að rannsaka þá sem grunaðir eru um misferli af þessari stærð.og þeir sem reyna að verja þessa glæpi gera það sennilega vegna þess að þeir sjálfir hafa eitthvað að fela.og annað ég er alveg glimrandi ánægður með núverandi formann sjálfstæðisflokksins því þegar hann kemur í fjölmiðla kemur allt öfugt og vitlaust uppúr honum og hvað er betra fyrir andstæðinga sjálfstæðisflokksins. kveðja
zappa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 11:40
Það skyldi þó ekki vera að afstaða Bjarna Ben. í þessu máli litist eitthvað af því að hann er fyrrverandi stjórnarformaður N1 - eitt þeirra fyrirtækja sem afhjúpaðist í hinni frægu lekalánabók gamla Hlaupþings?
Kama Sutra, 6.8.2009 kl. 12:57
Fáránlegir útúrsnúningar á orðum Bjarna.
Voruð menn að hlusta á það sem hann sagði eða heyrðu þeir bara það sem þeir vildu heyra og suðu svo saman einhvern skandal úr því???
Bjarni sagði að þær upplýsingar sem lekið var ættu fullt erindi í umræðuna um bankahrunið en hann tók fram að slíkt ætti ekki að gera í trássi við lög.
Þetta vilja menn túlka sem Bjarni vilji með öllu móti leyna skýrslunum sem lekið var og allt eigi að liggja áfram undir yfirborðinu. Þvílíkt og annað eins BULL.
Bjarni gagnrýndi það réttilega að ráðherrar og alþingismenn væru að hvetja til lögbrota en ættu heldur að breyta lögum til að fá þessar upplýsingar fram.
Hver er glæpurinn??
Það að Jóhanna FORSÆTISRÁÐHERRA þjóðarinnar skuli hvetja til lögbrota er hreinn og beinn skandall og sýnir best dómgreyndarleysi hennar. Menn hljóta að sjá að þessi viðbrögð ráðherra voru til þess gerð að skapa sér vinsældir almennings sem sjálfur gengur froðufellandi um götur bæjarins í leit að slúðri og í von um að fletta ofan af sem flestum glæpum og svikum með handafli. Skítt með lögin sem gilda í landinu.
Með þessu áframhaldi verður lítið eftir af réttarríkinu og dómstólar götunnar með aðstoð fjölmiðlar fá að ráða hverja taka á af lífi og hverja ekki.
Lög eru lög og þau ber að virða sem slík. Af hverju birti ríkisstjórnin þessar upplýsingar ekki bara sjálf fyrst að þetta átti svona brýnt erindi við þjóðina og lagabreyting bara aukaatriði í þeirra huga? Og nú hefur forsætisráðherra svo gott sem gefið það út að litið verði framhjá lögbrotum sem þessum.
Hvert í ósköpunum erum við eiginlega komin?
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:01
Heyr, heyr, Hrafna.
Þessi pistill þinn er hárnákvæm lýsing á því, sem kom fram hjá Bjarna Benediktssyni, þó óprúttnir aðilar snúi út úr orðum hans og leyfi sér að halda því fram að hann hafi verið að verja það, sem fram kom í þessari lánabók, vegna þess að hann sjálfur, eða einhverjir sem hann vilji hylma yfir, séu glæpamenn.
Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og segir auðvitað ekkert um Bjarna, en því meira um innræti þeirra, sem hann viðhafa.
Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2009 kl. 13:15
Stundum brýtur nauðsyn lög Hrafna, þegar svo gríðarmikið liggur við eins og að fá þessar mikilvægu upplýsingar fyrir augu almennings er einfaldlega of tímafrekt að bíða breytinga á lögum, vonandi að fleyrir "litlar bankahetjur" komi strax fram með sem mest af upplýsingum, það þarf síðan að vernda þetta fólk með öllum ráðum svo að það þurfi ekki að líða fyrir kjarkinn og þorið, í flestum nágrannaríkjum okkar er réttilega mikil áhersla lögð á að vernda heimildarmenn, sama hvort að þær mikilvægu upplýsingar sem þeir koma með fram í dagsljósið er fengnar ólöglega eða trúnaður brotin.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.8.2009 kl. 13:36
Ég sé alveg Sigurður Þorsteinsson fyrrir mig: Nátúruhamfari í Breiðholti. Folk að flýa en þá poppar Sigurður alt í einu upp og vill að folk - samkvæmt umferðareglunum - stoppar á rauðu ljósi!
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:55
Guðbjörn: Mér finnst þetta frábært innlegg hjá þér.
Þú ert að segja hreint út það sem margir samflokksmenn þínir eru að hugsa, en þora ekki að opna sig með, sökum þeirrar eðlisllægu þrælslundar og aulaloyalítets sem einnkennir því miður alltof marga Sjálfstæðismenn.
You rule..
hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 13:59
Ég hef alltaf borið hina ýtrustu virðingu fyrir kennisetningunni; "Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða". Annars vegar boðar þessi setning virðingu fyrir settum lögum, en á hinn bóginn má líka túlka seinni hlutann sem varnagla gegn lélegum lögum.
Þetta finnst mér umhugsunarvert í þessari umræðu. Það eru auðvitað stórkostleg ólög sem hafa gert fjárglæframönnum og bönkum kleyft að rústa efnahag landsins. Að það geti hugsanlega kallast "löglegt" sýnir auðvitað hvers konar ólög við búum við. Þegar svo er vísað í þessi sömu lög til þess að hylma yfir verknaðinn er ólagaþátturinn kominn í hámark. Vandamálið er samt að þetta eru lög landsins og ef eithhvað er að þeim þarf að breyta þeim hið snarasta.
Sé hins vegar svo um búið að þessi lánastarfsemi hafi í raun verið ólögleg, finnst mér eðlilegt að hlutaðeigendur geti ekki vísað í þessi lög til þess að hylma yfir glæpina. Þess vegna þarf hið opinbera að athuga þessa starfsemi og meta lagalegar hliðar hennar. Ekki almenningur.
Bankaleynd er eitthvað sem að öllu jöfnu er nauðsynlegur þáttur bankastarfsemi, en eftirlitsaðiljar ættu að hafa fullan aðgang. Ég er sammála gagnrýninni um "villta vestrið" en það sjá það allir að hér er brýn þörf á rannsókn, já á öllu bankakerfinu í kringum hrunið. Enn höfum við ekki séð neitt sannfærandi í þá veruna, en það er kannski ekki rétta leiðin að láta heygafflana skera úr um sekt og sakleysi.
Jón Gunnar Ákason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:03
Guðbjörn minn.... þú sem syngur eins og engill... hvernig væri að snúa sér að söngnum í ríkari mæli... vera utan flokka og hætta að elta ólar við misvitra stjórnmálamenn?
Bergur Thorberg, 6.8.2009 kl. 14:21
Hrafna fullyrðir að það sé lögbrot að fjalla um trúnaðarupplýsingar sem lekið hefur verið.
Það er rangt samkvæmt þessum Hæstaréttardómi.
Þar var Stöð 2 sýknuð af því að birta tölvupósta Jónínu Ben. í Baugsmálinu. Rökin voru að efni þeirra væru samtvinnuð málinu og ættu sem hluti af því erindi til almennings. Baugsmálið væri mál sem hefði verið fjallað mikið um í fjölmiðlum og þó tölvupóstarnir greindu frá persónulegum fjármálum væri ekki hægt að aðskilja þá fréttaefninu.
Ef umfjöllun Baugsmálsins réttlætti að fjallað væri um persónulega fjárhagi einhvers er nokkur vafi að hrun efnahagslífs landsins réttlæti það einnig?
Sú lagaskýring sumra lögfæðinga að þeir sem komist yfir trúnaðarupplýsingar banka séu einnig bundnir trúnaði gengur of nærri tjáningarfrelsinu til að geta staðist.
Við þetta má bæta að Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor segir að réttur almennings til að fá upplýsingar vegi það þungt að rök til að stöðva umfjöllun um upplýsingar sem séu þegar orðnar aðgengilegar séu mjög hæpin.
Theódór Norðkvist, 6.8.2009 kl. 16:02
Hvar fullyrði ég að það sé lögbrot að fjalla um trúnaðarupplýsingar sem lekið hefur verið?
Það er lögbrot að leka trúnaðarupplýsingum til þriðja aðila.
Svo finnst mér þið ansi dugleg að snúa umræðunni í marga hringi. Það er enginn að halda því fram að þessi umræða eigi ekki rétt á sér eða að þessar upplýsingar eigi ekki erindi við þjóðina. Málið snýst um hvaða leið var farið með þessar upplýsingar og klárlega voru lög brotin með því að leka þessu til almennings.
Ráðherrar hafa látið í það skýna að litið verði framhjá þessu lögbroti og jafnvel haft uppi lof um þá sem brutu lögin. Það á ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi. Þess í stað hefðu stjórnvöld átt að beita sér mikið fyrr fyrir því að þessum lögum yrði breitt og aðgengið að þeim aukið svo ekki ÞYRFTI að brjóta lög til að upplýsa almenning um þessi mál.
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:31
Þessi umræða virðist ekki koma til skila aðalatriðum og aukaatriðum.
Segjum svo að Reykjarnesbrautin væri fulltilbúin og almenn skoðun væri að eðlilegt væri að önnur brautin leyfði aukinn hraða t.d. 110. Ekki væri búið að gera breytingar á lögum, þegar lögreglan gerir átak og stöðvar fjölda bifreiða fyrir að aka of hratt. Mörgum þætti þetta ósanngjarnt þar sem vegurinn væri orðinn svona góður og lætur í sér heyra. Þá kemur forsætisráðherra og gagnrýnir lögregluna harðlega, sem lætur þá kærur niður falla. Forsætisráðherra skapar sér e.t.v. einhverjar vinsældir en inngrip ráðherra væri a.m.k. umdeilanlegt.
Þá tekur stjórnarandstöðuþingmaður sig til og gagnrýnir þessa framgöngu ráðherra og segir að vinnubrögðin minni á villta vestrið. Eðlilegra væri að forsætisráðherra beitti sér fyrir breytingu á reglugerð um hraða á Reykjasessbraut.
Þá fara bloggheimar á stað og segja að auðvitað sé umferðin eins og villta vestrinu. Einhverjir skilja ekkert í stjórnarandstöðuþingmanninum að vera á móti kúrekum, eða amerískri menningu og aðrir telja að þingmaðurinn sé orðinn kommúnisti.
Flokkssystkini forsætisráðherra eru afar kátir með að ráðherrann sé kominn úr sumarleyfi heil heilsu, og hafi náð að skapa sér örlítið meiri vinsældir.
Fjölmiðlar innanlands skilja ekkert í málinu og reyna ekki að skilja það. Erlendir fjölmiðar spyrja hvort á Íslandi búi bara fábjánar og er svarað af stolltum kollegum að við séum jú svo einstök. Já, sannarlega það erum við.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 17:09
Hrafna: Jóhanna sagði að lögbannskrafan væri fráleit. Það er mjög frjálsleg túlkun hjá þér og N1 prinsinum að með því sé Jóhanna að mæla því bót að innanbúðarmaður í bankanum sé að brjóta trúnað.
Hún sagði að lögbannskrafan hafi verið fráleit. Hún meinti eflaust það sem flestir sjá, að það er fráleitt að banna upplýsingar sem eru þegar komnar út um allt. Hvort sem upphaflegi lekinn var löglegur eður ei.
Það kann að vera lögbrot ef bankastarfsmaður lekur trúnaðarupplýsingum. Samkvæmt Hæstaréttardómnum sem ég nefndi er það ekki lögbrot ef einhver kemur upplýsingum til skila sem búið er að leka.
Hinsvegar ef Bjarni Ben. vill auglýsa ást sína á lögum og reglu ætti hann að leggja meiri áherslu á að góma félaga sína í Sjálfstæðisflokknum sem rændu heilt þjóðfélag.
Theódór Norðkvist, 6.8.2009 kl. 18:02
Hrafna - dómgreindarleysi forsætisráðherra birtist ekki bara í þessu máli heldur einnig varðandi val á aðstoðarmanni sbr. færslu á bloggsíðu minni.
Annars sýnst mér, af myndinni þinni að dæma, að þú sér Arna í Hröfulíki..., nema hrafninn sé svona vel við vöxt....!
Ómar Bjarki Smárason, 6.8.2009 kl. 18:40
Jæja, loksins kominn úr vinnunni. Mikið búið að vera um að vera hér í dag!
Theódór:
Það er stórglæpur að upplýsingum hafi verið lekið á þennan hátt. Um það snýst ekki máli, heldur að sá glæpur er svo smár í samanburði við þá glæpi sem lögbrotið greinir frá.
Valsól:
Svona lítur þetta því miður út - því miður!
Sigurður:
Ef flestir stærstu bankar Þýskalands hefðu farið á hausinn á vakt Angelu Merkel í október sl., hefði hún látið lífið í uppreisn í október á síðasta ári ásamt flestum ráðherrum. Þjóðverjar tækju svona hlutum ekki með svona miklu æðruleysi - trúðu mér, ég bjó þarna í 12 ár frá 1986 - 1998.
Jón Snæ:
Skil þetta ekki alveg?
Óskar:
Ég er sammála þér að flokksræði er ekki gott, en stjórnmálin þurfa á stjórnmálaflokkunum að halda.
Stjórnmál án flokka eru hreinlega ekki möguleg!
Valdimar Leó:
Hvað á maður að segja, auðvitað hefurðu á réttu að standa!
Axel:
Ég verð að lifa með því að fólk sé ekki alltaf sátt við mínar skoðanir, við því er ekkert að gera.
Jú, varðandi seinni málsgreinina, þá þýddi það að Bjarni væri að gæta hagsmunna sinna og annarra í svipaðri aðstöðu.
Ómar Bjarki:
Menn geta lært og Bjarni er ansi ungur þegar hann verður formaður.
Gefum honum smá tíma, því þarna er heiðarlegur maður á ferð!
Hann hefur hins vegar ekki góða ráðgjafa og þyrfti betri umgang!
Gísli:
Já, Sigurður var aðeins önugur. Það er eitthvað sem er að pirra hann í þessu máli.
Mér kemur ekki við hversu mikinn tíma Sigurður hefur til skrifta. Ég vinn hjá ríkinu og þar þarf ég að vinna frá 08:00 - 17-18:00 alla daga!
S.:
Þetta var eiginlega blogg og það mjög gott blogg!
Við þurfum að vera í sambandi, en símanúmer mitt er á www.ja.is og netfangið: gudbjorn.gudbjornsson@tollur.is.
Georg:
Já, ég vona að fleiri "bankahetjur" gefi sig fram!
zappa:
Ekki er ég sammála þér varðandi formann minn Bjarna Benediktsson. Mér fannst hann fínn í Kastljósinu í gær, fyrir utan bullið um KB banka. Bjarni hefur ekki sömu reynslu og hinir formennirnir í þessu karpi, en hann er svo sannarlega að koma til.
Kama Sutra:
Ég vona ekki - en hvað á maður að halda?
Hrafna:
Þú ert að snúa út úr orðum okkar.
Það deilir enginn um að lekinn er lögbrot. Það sem deilt er um hvort það sérstaka ástand sem nú ríkir og þeir gífurlegu glæpir sem þarna er svipt hulunni af réttlæti þagnarskyldu- eða bankaleyndarbrotið.
Langflestir lögspekingar og aðrir sem kynnt hafa sér málin eru á þeirri skoðun að þessi leki sé í raun réttlætanlegur, þótt halda eigi að sjálfsögðu í bankaleyndina öllu jafna.
Hilmar:
Auðvitað er ég að segja það sem flestir sjálfstæðismenn eru að hugsa og öll þjóðin er að hugsa. Sjálfstæðismenn tala um þetta og ég hef talað við fleiri en einn og fleiri en tvo í dag - trúðu mér.
Hins vegar þorir enginn að skrifa um þetta eða blogga!
Munurinn á mér og þeim er að ég þori!
Jón Gunnar:
Það er ekki verið að taka neinn af lífi, heldur er verið að leka út upplýsingum um hvernig þeim peningum var sóað, sem við eigum að fara að borga til baka.
Bergur:
Það er alveg hægt að taka lagið, þótt maður taki þátt í umræðunni og stjórnmálum.
Stjórnmál eiga einmitt ekki að vera fag, þar sem menn hreiðra um sig í!
Það eiga allar stéttir að vera á þingi og í stjórnmálum og allar skoðanir eiga að eiga sér sína fulltrúa þar og annarsstaðar í umræðunni!
Theódór:
Gott þetta með Jónínu Ben og Stöð 2 og síðan auðvitað með Herdísi, sem er "brilljant" kona!
Sigurður:
Nei, þetta er eins og einhver myndi aka á 140 km hraða til að koma dauðvona hjartasjúklingi til læknis eða til þess að koma í veg fyrir glæp. Mannslífi væri bjargað eða komið yrði í veg fyrir alvarlegan glæp, en einhver stífur lögreglumaður og fulltrúi lögreglustjóra vildu sekta viðkomandi fyrir of hraðan akstur. Dómsmálaráðherra myndi hins vegar ákveða að fella sektina niður í ljós sérstakra aðstæðna.
Komdu með eitthvað á móti þessari röksemdafærslu!!!
Ómar:
Jóhanna mín og Hrannar eru svo úti á túni undanfarnar vikur og mánuði að það er skelfilegt og ekki ætla að fara að verja þessa gjörsamlega vonlausu ríkisstjórn!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2009 kl. 19:29
http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/08/05/af-umtaki-og-odru-rugli/
Kama Sutra, 6.8.2009 kl. 19:39
"Það deilir enginn um að lekinn er lögbrot. Það sem deilt er um hvort það sérstaka ástand sem nú ríkir og þeir gífurlegu glæpir sem þarna er svipt hulunni af réttlæti þagnarskyldu- eða bankaleyndarbrotið."
En hvar vilja menn þá draga mörkin? Hvaða upplýsingar eiga það mikið erindi við almenning að það er í lagi að fara á sveig við lög?
Ég er nokkuð viss um að miðað við það "villta vesturs" ástand sem nú ríkir meðal þjóðarinnar þá myndi stór hluti landsmanna fagna því ef einhver starfsmaður bankastofnunnar myndi leka viðskipa- og lánayfirliti stjórnmálamanna eða þekktra einstaklina á netið, sérstaklega ef þeir aðilar ættu einhverja seðla til skiptanna umfram hinn almenna borgara. Þætti ykkur það réttlætanlegt?
Hvar mynduð þið vilja draga mörkin? Er yfir höfuð hægt að draga einhver siðferðisleg mörk í svona málum og hver á þá að ákveða hvenær þykir í lagi að fara í kringum lögin og hvenær ekki? Er það almenningur sem á að ákveða það eða getur hvaða starfsmaður sem er tekið það upp hjá sjálfum sér hvenær honum þykir eitthvað nógu merkilegt að það eigi erindi til þjóðarinnar?
Hvaða uppljóstrurum á svo að refsa í svona málum og hverjum ekki?
Það gilda lög um þessi mál og að sjálfsögðu á að virða þau. Ef þessi lög þykja ekki nógu góð þá á að pressa á ríkisstjórnina að breyta þeim. Þessi ríkisstjórn gerði mikið úr því fyrir kosningar að hér yrði allt upp á borðum og gegnsæið algert kæmust þau til valda. Það mætti kannski gera meira í því að minna þetta ágæta fólk á það loforð svo ekki þurfi að fara á sveig við lög til að koma hlutunum upp á yfirborðið þar sem þau svo sannarlega eiga heima.
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:34
Guðbjörn skal gert.
Neyðarlögin hafa þegar verið samþykkt að því kom fram hjá Alfheiði Ingadóttur í dag. Sérstakir sakskóknarar hafa þegar fengið fulla heimild til þess að fara yfir allar færslur. Þeir sem saksóknarar telja að hafi brotið lög, verða kærðir og þar með er bankaleynd að fullu aflétt af þeim færslum. Nú ekur einhver á 140 km hraða án sérstakrar ástæðu, sem samsvarar því að bankaleynd sé brotin á þeim sem ekki hafa brotið lög, þá ber lögreglunni að takaviðkomandi og kæra. Það að ráðherra grípi inní þá aðgerð er lögleysa og dómgreindarleysi.
Við erum ekkert að deila um það að ég tel að upplýsa þarf almenning um allt það sem óeðlilegt getur talist, og þar með aflétta bankaleyndina að einhverju eða stóru leiti.
Ég vila að lög ráði fremur en menn, vegna þess að tryggir jafnræði. Við skulum hafa lögin þannig að um þau ríki sátt. Það þætti e.t.v. einhverjum mjög áhugavert að fá að skoða bankafærslur þínar og þinnar fjölskyldu. Ég hafna slíku. Það á einnig við um færslur fyrirtækja sem ekki hafa brotið af sér.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 20:36
Ég skora á alla að lesa þetta blogg:
http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/08/05/af-umtaki-og-odru-rugli/
Þetta þurfum við öll að skoða, sama hvaða flokki við erum í.
Ef þetta er logið á að ákæra þennan mann, ef þetta er satt þarf að kafa djúpt ofan í þetta mál og þá er þetta leki, sem hefur margborgað sig!
Hrafna:
Til þess höfum við þar til bær yfirvöld:
Lögreglu - ákæruvald - dómsvald.
Ég tek mína þagnarskyldur sem embættismaður mjög alvarlega og myndi aldrei nokkurn tíma blaðra um eitthvað sem trúnaðarskylda er yfir!
Þið megið segja að ég sé ósamkvæmur sjálfum mér og því verð ég þá að taka!
En myndi einhver tollvörður fara í fjölmiðla til að koma upp um einhvern félaga minna, sem gerði eitthvað ólöglegt og yfirmenn hans eru að hylma yfir glæpinn og umkvartanir til lögreglu hefðu heldur ekki hjálpað, þá myndi ég persónulega fyrirgefa slíkum manni. Það væri síðan ákæruvaldsins og dómsvaldsins að komast að niðurstöðu um hvort að athæfið skyldi kæra og síðan myndi dómsvaldið jú dæma í málinu - sýknu eða sekt! Það færi síðan eftir málsaðstæðum og hvað sakborningur hefði sér til málsbóta hvernig dómurinn yrði - ekki satt?
Sigurður:
Þú kemur í raun enn einu sinni með útúrsnúning.
Tökum annað dæmi um Björn Bjarnason og manninn frá Afríku, sem sendur var til Ítalíu. Björn greip frammí fyrir Útlendingastofnun, sem var ekkert annað að gera en að fylgja lögum og reglum.
Útlendingurinn kom heim - vegna sérstakra aðstæðna - og ég og þjóðin var þakklát Birni fyrir að hafa tekið tillit til sérstakra aðstæðna, fyrir að hafa hlustað á hjartslátt þjóðarinnar, sem var óneitanlega á bandi þessa unga pars frá Afríku!
Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið rétt ákvörðun Björns:
Rétt pólitísk ákvörðun og rétt lagaleg ákvörðun, því lögin eru - eins og einhver benti réttilega á hér í athugasemd - vilji þjóðarinnar, en ekki einungis "dauður" lagabókstafur!
Lögin eru lifandi og þau eiga að lifa og anda, eiga að vera hjartalínurit þess hvernig hjarta þjóðarinnar slær hverju sinni. Þetta þýðir ekki að endurskrifa eigi lög þjóðarinnar í hvert skipti sem hjartað tekur á stökk, en ef hjartarytmi þjóðarinnar breytir sér í lengri tíma þarf að gera það!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2009 kl. 21:03
Guðbjörn. Ef samstarfsmaður þinn gerist brotlegur eða þú kemst að einhverjum trúnaðarupplýsingum í þínu starfi sem þér þykir þurfa að uppljóstra, hringir þú þá beint í morgunblaðið og lætur vita af þessum upplýsingum eða kemuru upplýsingunum beint til þar til gerðra yfirvalda og hvernig metur þú hvaða upplýsingar má fara framhjá lögum með?
Þú svaraðir reyndar ekki því sem ég spurði þig. Hverir eiga að taka ákvörðun um hvaða upplýsingar eiga að koma fram eða ekki og hverjum ber að refsa í þeim málum af þessu tagi sem koma upp og hverjum ber að hrósa fyrir að stíga fram með trúnaðarupplýsingar og leka þeim til þriðja aðila?
Væri ekki réttara að stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir breytingu þessara laga og gerðu auk þess alla stjórnsýslu gegnsæari eins og þau boðuðu fyrir kosningar?
Þessar upplýsingar eiga erindi við almenning en það að hvetja til lögbrota og fagna þeim finnst mér ekki að megi eiga sér stað í siðmenntuðu ríki.
Ríkisstjórnin á að breyta þessum lögum og framfylgja stefnu sinni um gegnsæi til þess að allur svona sóðaskapur komist upp á yfirborðið án þess að starfsmenn einstaka fyrirtækja þurfi að laumast um í myrkrinu og brjóta þannig lög með því að upplýsa almenning um þessi mál.
Dómstólar götunnar meiga ekki hafa of mikið vald. Það er hættulegt fyrir okkur öll hvort sem við heitum Jón Jónsson eða Jón Ásgeir og því þurfa línur varðandi svona mál að vera skírar.
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:29
Blessuð hættiði þessu jarmi Sigurður og Hrafna. Er það óyfirstíganlegt í ykkar huga að fólk geti haft skoðanir sem ekki eru beintengdar hjarðmennsku náhirðarinnar ?
hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 21:52
Þú ert einn af örfáum alvöru mönnum í sjálfstæðisflokknum og átt hrós skilið fyrir heiðarlega umfjöllun um þessi svikamál , eitthvað annað en verndarar glæpahundanna sem eru útá þekju í skepnuskap sínum og siðblindu! svo bara eitt í viðbót, að tala alltaf um milljarða villir fyrir fólki því að 1.700 milljarðar eru eitt hundrað og sjötiuþúsund milljónir hvorki meira né minna!!! eða
170.000.000.000. í eigin vasa og vina!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:08
Hrafna:
Ég hélt að ég hefði einmitt verið að svara þessum spurningum ykkar?
Lestu mína athugasemd enn einu sinni yfir!
Ef þú skilur þetta ekki, hringdu þá í mig á morgun, en ég er með símanúmerið:
5600 300
Hilmar:
Við verðum að gefa meðlimum Sjálfstæðisflokksins svo lítinn tíma til að átta sig á því að þeir geta tjáð sig um alla hluti: Icesave, ESB og bankaleynd. Það þurfa ekki allir alltaf að vera sammála um alla hluti.
Eða þetta er eins og ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn og þetta gerði flokkinn að stórum hægra flokki með um 40% fylgi!
Ragnar Örn:
Fyrr hætti ég í Sjálfstæðisflokknum, en einhver biður mig um að vera óheiðarlegur, en auk þess hentar það starfi mínu mjög illa!!!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2009 kl. 22:22
Guðbjörn,Vertu kyrr og reyndu að koma skikki á þetta óheilindalið sem náhirðin er. þú færð mitt atkvæði hvar og hvenær sem er.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:27
Mér sýnist á öllu að lagatúlkunin hjá Bjarna sé ekki vandamálið, heldur þetta með villta vestrið.
Hef ákveðinn skilning gangvart viðbrögðum Guðbjörns og skil að hluta til af hverju honum finnst súrt að styggja sjálfstæðismenn sem eru að reyna að koma úr felum. Þessi ummæli eru þó engan veginn þess eðlis, Davíð nokkur sá alveg um þau síðla vetrar og ég efa að nokkur eigi eftir að "toppa" þau ummæli sem komu fram þar.
Ég hef þá skoðun að forystumenn sjálfstæðisflokksins þurfi sérstaklega að passa upp á "orðaleikjanotkun" og komist ekki upp með notkun á samlíkingum eins og aðrir virðast geta gert.
Það breytir því ekki, hvað mig varðar, að notkun á frösum lífgar upp á pólitíkina. Þess utan að Bjarni var greinilega að tala íslensku og miðað við þessa umræðu þá skildu hana allir.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 22:44
Hilmar, áttu erfitt með að sætta þig við að það styðja ekki allir nornaveiðar og kjósa að fara frekar að lögum heldur en að hlaupa á eftir "auðmönnum" með heygaffla og kyndla?
Þú ert ekki að átta þig á því sem ég var að segja. Upphaflega snerist þetta um að Bjarni Ben hefði gerst sekur um að vilja ekki að þessar upplýsingar kæmust upp á yfirborðið, sem er alls ekki rétt og ef menn lesa viðtalið með hálfopin augun ættu þeir að sjá það svart á hvítu.
Menn deila um það hvort það meigi brjóta reglur við ákveðnar kringumstæður og flestir eru á því að þessar upplýsingar hafi átt erindi við þjóðina. Því er ég sammála, en ég hefði frekar viljað sjá stjórnvöld sína einhverja viðleitni til að breyta þessum lögum fyrir löngu síðan til að almennir starfsmenn fyrirtækjanna þyrftu ekki að brjóta lög til að koma þeim fram í dagsljósið.
Hvernig færð þú útúr þessu að ég sé beintengd hjarðmennsku náhirðarinnar?
En Guðbjörn. Ég spurði þig hverjir ættu að ráða því hvaða lög mætti brjóta og hvað ekki og hverjum á að refsa og hverjum ekki. Fæ ekki betur séð en að svar þitt sé:
"Til þess höfum við þar til bær yfirvöld:
Lögreglu - ákæruvald - dómsvald."
AKKURAT.
Finnst þér semsagt að það eigi að refsa þeim starfsmanni sem braut lögin í þessu tilviki skv lögum? Eða á bara að klappa honum á kollinn og þakka honum fyrir á meðan aðrir starfsmenn sem brjóta sömu lög hljóta refsingu fyrir? (Þ.e ef upplýsingarnar sem þeir leka þykja ekki nógu merkilegar fyrir þjóðina)
Hvað segir það hinum almenna starfsmanni sem vinnur með trúnaðarupplýsingar þegar forsætisráðherra þjóðarinnar nánast þakkar fyrir lögbrot og hvetur fleiri til að gera það sama? Gerir þetta ekki frekar lítið úr lögunum?
Annars segi ég þetta gott af þessum umræðum og þakka fyrir svörin.
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:01
Er ég að skilja þig rétt Hrafna, að þú teljir þá viðleitni við að reyna að upplýsa um misferli innan bankakerfisins nornaveiðar ?
Ég get ekki, sama hversu oft ég rýni í orð Bjarna, fengið annað út en að hann meti hagsmuni bankanna og þeirra viðskiptavina ofar hag almennings. Þ.e. að upplýsa um þau misferli sem augljóslega hafa þar átt sér þar stað.
Þar sem þessum lögum var ekki breytt "fyrir löngu " eins og þú orðar það, var þá um nokkuð annað að ræða en að beita þessu úrræði ?
Hvernig ég fæ út að þú sért beintengd ? Ja mér finnst það liggja svolítið í því hvernig þú berð blak af afskaplega hæpnum yfirlýsingum formanns flokks þíns . kv..
hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 23:23
Mig grunar að Hrafna sé Hólmsteinn Kiljan í dulbúningi. Eða stuttbuxnaafkvæmið hans, Gísli Freyr...
Kama Sutra, 6.8.2009 kl. 23:47
Hrafna:
kynntu þér nú betur hugtakið "Whistleblower". Það er sá sem ljóstrar upp trúnaðarupplýsingum vegna þess að hann telur að upplýsingarnar sýni alvarlegt misferli og beri að koma fyrir sjónir almennings/fjölmiðla og/eða yfirvalda.
Slíkir einstaklingar hafa vissan rétt t.d. í USA, en það fer vissulega eftir því hvort það sé RÉTT að upplýsingarnar reynist þess eðlis að réttlætanlegt hafi verið að ljóstra þeim upp.
Svo það er vissulega ekki saman að jafna, að leka mikilvægum upplýsingum sem varða almannahag, eða leka bara einhverjum trúnaðarupplýsingum. Slíkt þarf að meta eftir aðstæðum hverju sinni.
Það sem haft var eftir Bjarna Ben a.m.k. í blöðum gaf sterklega til kynna að ENGIR lekar úr bankakerfinu væru réttlætanlegir.
Einar Karl, 6.8.2009 kl. 23:51
Sindri:
Þú ert að mörgu leyti að skilja mig alveg hárrétt.
Formaður Sjálfstæðisflokksins verður að passa hvað hann segir næstu árin og þar er ekki beint að sakast við Bjarna Benediktsson, heldur hvernig flokkurinn tengist þessum málum öllum.
Hin skilaboðin í mínu bloggi eiga meira við athugasemd Einars Karls. Við höfum - að því ég best veit - ekki sömu lagalegu úrræðin og í Bandaríkjunum varðandi "whistleblowers". Slíkt væri ekki aðeins nauðsynlegt í þessum málum, heldur einnig í málum er lúta að samkeppnisbrotum og öðrum áþekkum brotum. Hvort við ættum að taka slíkt upp í alvarlegri brotum er varða við almenn hegningarlög er síðan allt önnur Ella og þyrfti að skoðast mjög vel.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.8.2009 kl. 07:57
Hrafna:
Ég held ég hafi svarað þér ágætlega hér að framan.
Varðandi þetta brot er spurning, hvort viðkomandi yrði ákærður.
Við munum t.d. að Jón Gerald Sullenberger var ákærður fyrir "hans þátt" í Baugsmálinu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.8.2009 kl. 07:59
whistleblowers fá sérstaka vernd í sænsku réttarkerfi.. og beinlínis hvatt til þess að fólk láti vita af löglegum en siðlausum aðgerðum ..
Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 08:27
Er það ekki annars stórkostlegt að þessi starfsemi Kaupþings, sem lekið var út, skuli hugsanlega vera lögleg, en lekinn sjálfur ólöglegur?
Skýrara dæmi um ólög held ég að leita verði lengi að í mörgum löndum. Sem sýnir okkur vanhæfni löggjafavaldsins á Íslandi.
Mín skoðun er að það ætti að vera til í lögum undanþága frá bankaleynd, og það er breyting sem þarf að koma inn í lög NÚNA.
Jón Gunnar Ákason (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:44
Guðbjörn,
Tek hatt minn enn og aftur ofan fyrir þér!
Ekki nóg með að pistlar þínir séu góðir heldur þátttaka þín í athugasemdunum til stórkostlegrar fyrirmyndar!
Mér þykir þú skarpskyggn og fylginn þér og styðja skoðanir þínir sterkum rökum.
Menn tala um það hér að með lögum eigi land að byggja. Þetta er auðvitað rétt. En svo kemur framhaldið, með ólögum eyða. Og það er nefnilega það.
Eins og þú hefur bent á í a.m.k. einni athugasemd þinni þá koma lögin ekki af himnum ofan. Lög eru ekki heilög! Var það ekki Óli Jó sem sagði það einhvern tímann að menn þyrftu að hafa brjóstvitið í lagi, jafnvel fram yfir lög og reglur!
Lög og reglur eru mannanna verk, í raun seint fullkomin, háð túlkunum. Erfitt er að troða veruleikanum sjálfum í regluverk.
En lög eru til viðmiðunar fyrst og fremst, svona í hversdagslegum skilningi. Þegar til dómstóla kemur er dæmt eftir túlkun þeirra.
Þeir atburðir sem hér hafa átt sér stað krefjast rannsóknar og að öllu sé velt við - ekki síst til að læra megi af atburðunum en einnig til að hreinsa út og láta menn sæta ábyrgð.
Þær upplýsingar sem lekið hafa út og bloggað er um hér varða samfélagið allt. Þótt Kaupþing banki hafi reynt að bregðast við eftir ákvæðum laga um bankaleynd ná hagsmunir málsins langt út fyrir þær reglur. Það er skilyrðislaus krafa að ábyrgir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir alvöru málsins og hlutverki sínu í því samhengi. Alþingi setur lög. Og alþingi breytir lögum. Stjórnmálamanna er að gæta að almanna hag og taka eftir því sem betur má fara í regluverkinu. Ekki síst ættu þeir að vinna gegn því að sérhagsmunir fái að þrífast í skjóli leyndar! Slíkt fyrirkomulag hefur enda hrunið yfir okkar samfélag með þeim afleiðingum að við venjulegir Íslendingar finnum það á eigin skinni. Ef stjórnmálamenn sjá þetta ekki eða viðurkenna, þá Guð hjálpi okkur!
Mjög athyglisverður punkturinn hjá Jóni Gunnari:"Er það ekki annars stórkostlegt að þessi starfsemi Kaupþings, sem lekið var út, skuli hugsanlega vera lögleg, en lekinn sjálfur ólöglegur?" Þetta er MJÖG umhugsanarvert!
Til framtíðar verður að krefjast gagnsæis í störfum stjórnsýslunnar. En ekki síður í starfsemi bankanna, vegna eðli þeirra og hlutverks í samfélaginu. Öll starfsemi þeirra verður að vera aðgengileg fyrir opinberar eftirlitsstofnanir. Þetta eru skilaboðin og lærdómurinn sem felst í hinu opinberaða plaggi úr Kaupþings bankanum.
Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 14:24
.....og þetta til viðbótar....:
Í hnotskurn snýst málið ef til vill um þetta: Hvað af neðangreindu var alvarlegasta atvikið og það sem tala hefði átt um og vekja hefði átt viðbrögð ábyrgs stjórnmálamanns:
1) Leki upplýsinga úr bankanum?
2) Bankaleyndin sem stoð hefur í ákvæðum laga?
3) Hinar stjarnfræðilegu upphæðir sem lánaðar voru úr Kaupþingi til skyldra og óskyldra félaga gegn ótryggum veðum rétt fyrir hrun bankanna?
Og þitt svar er:.......
Eiríkur Sjóberg, 9.8.2009 kl. 14:50
Já, það væri gaman, ég sendi póst við tækifæri.
Kv. S.
(ekki farið á netið lengi)
S. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.