9.9.2009 | 20:29
Erlendar og innlendar fjárfestingar upp á 1.200 milljarða króna eða „eitthvað annað‟ ?
Það er dapurlegt til þess að hugsa, að útlendingar skuli vera tilbúnir að fjárfesta hér fyrir a.m.k. 1.100 milljarða (1000 frá Japan og 100 frá Magma - eiganda HS orku) og að ríkisstjórnin skuli annað hvort lýsa því yfir, að hún sé andsnúin fjárfestingum útlendinga - líkt og í tilfelli Magma - eða að hún sinni erlendum fjárfestum alls ekki - sbr. fréttina af japönsku fjárfestunum. Síðan er það auðvitað mál út af fyrir sig, að íslensku lífeyrissjóðirnir skuli bíða í startholunum með 100 milljarða, sem þeir eru til í að fjárfesta, þannig að efnahagslífinu verði "kikkstartað", en ríkisstjórnin geri ekkert í málinu! Norðmenn eru jafnframt til í að leggja fram fé í fjárfestingar hér á landi, sem vonandi einhver nennir að hlusta á?
Vinstri menn eru svo lafhræddir við að einhver gæti hugsanlega grætt eitthvað smávegis á þessum fjárfestingum, að þeir hafna þeim frekar með öllu - og þar með þeim dýrmæta gjaldeyri, sem þeim fylgir - frekar en að ráðast í fjárfestingar, sem þjóðin þarf svo mjög á að halda til að minnka atvinnuleysi, auka útflutningstekjur og auka tekjur ríkissjóðs! Alvöru viðskiptajöfrar sjá hér auðvitað gífurleg viðskiptatækifæri og gera sér jafnframt grein fyrir því að erfiðleikarnir eru aðeins tímabundnir, þar sem hér mun drjúpa smjör af hverju strái innan fárra ára. Þetta eigum við auðvitað að nýta okkur og koma fram fullir af sjálfstrausti, en jafnframt af raunsæi og m.t.t. til þeirra kringumstæðna, sem ríkja hér á landi í dag og neyða okkur því miður til ákveðinna málamiðlana.
Erlendir sem innlendir fjárfestar munu hins vegar fljótlega átta sig á því, að hér er ríkisstjórn við völd, sem er í grundvallaratriðum andsnúin öllu atvinnulífi. Þessi ríkisstjórn vill helst skattpína landsmenn sem mest þeir mega í stað þess að byggja hér upp nýja og heilbrigða tekjustofna og stilla sköttum í hóf. Þegar þessir nýju fjárfestar hafa áttað sig á stjórnvöldum, hætta slík tilboð að berast og hætta er á að þau berist okkur ekki aftur í bráð. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að gengi íslensku krónunnar styrkist ekki, þ.e.a.s. að innlendir sem erlendir fjárfestar hafi hreinlega ekki trú á íslensku ríkisstjórninni og íslensku efnahagslífi til lengri og skemmri tíma? Ef ég væri íslenskur útflytjandi myndi ég velta því tvisvar sinnum fyrir mér, hvort ég ætti að fjárfesta mína peninga hér eða í Kína, Indlandi eða Afríku?
Ef einhvertíma hefur verið ástæða til að segja:
VANHÆF RÍKISSTJÓRN
þá er það núna!
Nei, við skulum frekar halda aftur í torfkofana og prjóna þess á milli eða arka á fjöll og tína fjallagrös eða treysta á fyrirtæki, sem byggja á konseptinu: eitthvað annað‟!
Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Já, en hvað ef þessir alvöru viðskiptajöfrar eru í rauninni þeir sömu og nýlega stálu landinu og fluttu það út og vilja núna láta einhverja óskilgreinda leppa sína hirða draslið sem eftir er fyrir slikk? Það hefur ekki reynst okkur vel að stökkva á einhverja ævintýradrauma. Fyrir nokkrum misserum héldu opinbera áróðursmaskínan og ruslveitur og keyptir álitsgjafar og nytsamir sakleysingjar í veruleikahönnuninni ekki vatni yfir alvöru bankamógúlum sem dunduðu í rólegheitunum við að setja þetta land á hausinn. Það þýðir ekkert að vera endalaust heilaþveginn af áróðri um að við eigum ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn.
Fyrst er að rannsaka gagngert þá sem settu okkur á hausinn og pólitískar eignir þeirra og alla helv. klappstýrumaskínuna sem laug það skím áfram og gera þann haug allan óskaðlegan í þágu öryggis almennings og þá fyrst er hægt að fara að huga að endurreisninni.
Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 20:55
Baldur:
OK - tökum 2-3 ár í slíka rannsókn.
Ég er þá farinn og ég tek með mér börnin mín!
Svona hugsa tugir þúsunda Íslendinga.
Við erum búin að bíða í eitt ár - núna þurfa hlutirnir að fara að gerast.
Ég segi þetta án þess að gera lítið úr athugasemd þinni, sem er skynsamleg og stenst algjörlega!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 21:02
Raunveruleg rannsókn, allsherjar handtökur og alvöru yfirheyrslur og dómsmeðferð myndi óhjákvæmilega leiða til andláts fjórskipta einflokksins og embættismannakerfis hans þannig að það mun ekki gerast. Þetta eru gríðarlegir hagsmunir og tröllvaxnar atvinnuleysisgeymslur eru á vegum hins opinbera þannig að þetta gjaldþrota bú verður sem fyrr mjólkað alveg til hins ítrasta. Samt held ég að lygamaskínan sem enn svíkur þennan ruglanda áfram sé eitthvað farin að hökta. Einhverjar skækjur í sýndarlöggæslu í eigu mafíunnar, hverra helsta hlutverk var að halda almenningi rólegum í sýndaröryggi á meðan hann var rúinn inn að skyrtunni, kærðu einhverja blaðasnápa en síðan fann einhver önnur skúffa þessa mafíurekna kerfis út að opinber réttarhöld um málefni sem ekki þola dagsins ljós væru varla heppileg. Þannig að amk. hluti þessa glæpadrifna hóruræðis okkar er greinilega að fara á taugum en aðrir hlutar þess reyna enn að berja í brestina. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þessi ruglandi endi með ósköpum. Augljóslega þarf að skipta um kerfi frá grunni.
Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 21:41
Guðbjörn, þú segir: ,,Erlendir sem innlendir fjárfestar munu hins vegar fljótlega átta sig á því, að hér er ríkisstjórn við völd, sem er í grundvallaratriðum andsnúin öllu atvinnulífi." Það er segin saga að þeir sem sjá hlutina svona svarthvíta, standa annaðhvort lengst til hægri eða lengst til vinstri og þar af leiðandi er svona alhæfing alveg út í hött. Enginn ábyrgur stjórnmálamaður slær hendinni á móti fjárfestingum í íslensku atvinnulífi á meðan þær snúast ekki um það að eignast og tryggja sér okkar verðmætustu auðlindir. Sporin hræða í þessum efnum. Við höfum mýmörg dæmi frá öðrum löndum um auðhringa, sem þykjast vera ósköp góðir á meðan þeir eru að komast yfir auðlindir viðkomandi lands en gera síðan ekkert annað en að arðræna þjóðina sem þar býr, fyrir eigin ágóða og græðgi.
Þórir Kjartansson, 9.9.2009 kl. 21:45
Það er greinilega klofningur innan fjórskipta einflokksins um hvað eigi að gera og niðurstaðan verður að sjálfsögðu að best sé að gera sem mest ekki neitt og absalútt að hreyfa ekki við eigin gegnrotna kerfi. Það eru margir búnir að hreiðra um sig í sjálfvirkum djobbum sem áttu að endast forever eins og fjármálaj-kúrfan lygadrifna sem átti víst að ná til tunglsins og kannski út úr sólkerfinu. Það vill enginn leggja niður eigið starf og fara á hausinn með sig og sitt. Enn síður vilja menn taka á þeim lygum sem þeir hafa verið fóðraðir á skipulega. Geri þeir það hrynur gjörsamlega til grunna sú þægilega heimsmynd sem ruslveitur og pólitíkusar hafa búið þeim hér heima og erlendis og þeir sjá þá jafnvel í nýju ljósi stórkostleg terror hollywoodsjó hönnuð fyrir sjónvarp og tryllingslegar stríðslygar og endalaus og sífellt siðlausari stríð á algjörlega upplognum forsendum. Allt sem þú hefur lesið frá hinu opinbera og ruslveitum er beisíkallí hagsmunadrifin lygi.
Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 22:38
Þetta er heilaþvottarmaskína sem mjög lengi hefur grasserað og mjólkað lýðinn skipulega og hún hefur búið til hin furðulegustu ævintýri í gegnum tíðina til að deyfa lýðinn. Hún hefur búið til ótal furðuleg trúarbrögð sem snúast um ímyndaða vini og galdrakalla í himninum og merkilegt nokk þá áttu bara að biðja um meira ef þú ert tekinn í ósmurt rassgatið, ja eða bjóða hina kinnina fram ef þú ert laminn á kjaftinn. Meikar það ekki sens? Guð blessi Ísland?
Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 23:18
Peningar og loft.
Japanarnir virðast bjóða klárt fjármagn. Þeir eru því ekki virtir viðlits.
Magma hefur greinilega ekki erlent lánshæfi, annars myndu þeir staðgreiða okkur með reiðufé. (Svona svipað og í bílaviðskiptum þegar bílaláni er hafnað og bíleigandinn er plataður til að lána kaupandanun á eigin vegum.) Ekki traustvekjandi.
Staða lífeyrissjóðanna er óljós. Eiga þeir enn 50% eftir og hvað mikið af því er hreyfanlegt innan árs?
Kolbeinn Pálsson, 9.9.2009 kl. 23:23
Vanhæf ríkisstjórn
Björn Bjarnason, 9.9.2009 kl. 23:36
Það er í sjálfu sér skiljanlegt að Japanir hafi áhuga á að hirða leifarnar hérna. Fjármálasvindlið var mikið til keyrt áfram með carry trade frá þeim. Þeir hafa verið með sirka núll prósent vexti eftir að þeirra eigin bóla sprakk fyrir tuttugu árum og prentað peninga í örvæntingu síðan til að vinna á móti verðhruni sem fylgir ofvöxnum eignabólum. Núna hafa þeir horft upp á nýja ríkisbanka hirða eignir úr hræjum óskapnaðarins sem fór á hausinn en eftir eru óviðráðanlegar skuldir óskapnaðarins við japanska aðila og aðra. Þannig að þetta er sjálfsagt mest damage control, bjarga því sem bjargað verður.
Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 23:40
Baldur:
Ef ég deili í með tveimur er ég sammála þér! Auðvitað á að fara varlega í þessu ástandi og passa vel upp á að útlendingar kaupi hér ekki allt upp. Eitthvað verðum við þó að gera til að koma hjólunum af stað. Innlent fjármagn mun ekki duga til og því þurfum aðgang að erlendu fjármagni. Þar eru í augnablikinu - og líklega næstu ár - öll sund lokuð. Þá verður hugsanlega - tímabundið - að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Því fyrr sem við þorum að gera eitthvað því fyrr komumst við út úr krisunni og þá er minni hætta á brunaútsölu hér á landi.
Þórir:
Ég er alls ekki að tala um selja Landsvirkjun eða Orkuveitu Reykjavíkur, heldur selja að selja minnsta orkufyrirtækið af þeim stærri á Íslandi. Þannig kemur einnig reynsla á þessa hluti.
Almenningur er eðlilega ekki hrifinn af því að bæjarveiturnar verði seldar, en mér finnst öðru máli gegna um orkufyrirtæki, sem hafa það að meginmarkmiði að framleiða orku fyrir stóriðju.
Fyrir 2-3 árum gagnrýndu vinstri menn að "almenningsfyrirtæki" og almenningur væri settur í ábyrgð fyrir gerð virkjana fyrir stóriðju. Nú er hugmyndin að einkaaðilar taki þessi ábyrgð og þá eru menn hræddir við það? Skilur einhver þetta fólk?
Björn:
Já, þetta er ekki flóknara en þetta!
Allir:
Líkt og segir í Intrum auglýsingunni:
Ekki gera ekki neitt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.9.2009 kl. 07:29
Ég á frekar erfitt með að skilja þessa oftrú íslendinga á erlendu fjármagni.
Við þurfum ekki svo mikið erlent fjármagn til að skapa sæmileg kjör fyrir almenning í landinu.
Það sem við þurfum er íslenskur framleiðslu iðnaður sem skapar erlent fjármagn með útflutningi.
Erlent fjármagn sem kemur inn til landsins í formi hlutafjár eða lána, leitar aftur út úr landinu.
En erlent fjármagn sem verður til í landinu vegna íslensks fjármagns og íslenskrar vinnu, það er okkar fjármagn og eykur okkar hag.
Reynið að rífa ykkur sjálfir upp á r. og gera eitthvað sjálfir og hættið að sleikja r. á útlendingum. Einu launin sem þið fáið fyrir það verður spark í r.
Sigurjón Jónsson, 10.9.2009 kl. 11:59
Vel mælt hjá þér, Guðbjörn.
Málið er það með vinstrimenn, að þeir skilja baraekki hugtakið "atvinnulíf". Þeri vita ekki hvernig peningar verða til né hvaðan þeir koma. Þeir virðast halda að peningar verði til með auknum sköttum, enda tel ég að margir pólitíkusar á vinstivængnum hafi einfaldlega aldrei vinni ærlegt starf við framleiðslu handbærra verðmæta.
Nú dugar engin umhverfisviðkvæmni. Ég sé að þú birtir mynd af Andra Snæ með þessari færslu þinni. Að gefnu tilefni vil ég segja, að Andri Snær virðist einungis hatast út í stórframkvæmdir úti á landi. Hann skrifar heila bók gegn Kárahnjúkavirkjuninni og framkvæmdunum fyrir austan og kórónar andstöðu sína við atvinnuuppbyggingu á Austurlandi með gerð heillrar myndar sem ákveðinn hópur fólks mærir í baka og fyrir. Til liðs við sig fékk hann auðmannssoninn, Sigurð Pálmason, og þarna fara tveir fordekraðir borgardrengir í herferð gegn atvinnuuppbyggingu sem sér í lagi er beint gegn atvinnuuppbyggingu úti á landi.
Ekki veit ég til þess að Sigurður Pálmason sé beinlínis þekktur fyrir umhverfisvernd eða láti sér annt um umhverfismál. Ég veit ekki betur til en að hann sé einn af aðalmönnum á bak við eitt mesta umhverfisrask á Höfuðborgarsvæðinu sem kallast Urriðarholtsland, en þar átti að byggja upp snobbíbúðahverfi, auk þess að reisa þar risa-stórar verslunarmiðstöðvar í einum á þeim fáu náttúrperlum sem eftir er við Höfuðborgarsvæðið og það rétt hjá Heiðmörkinni. Þarna er m.a. komið IKEA, BYKO, MAX raftækjastórverslun, auk þess að fleiri slík risamannvirki eru í bígerð.
Þetta finnst Andra Snæ náttúrulega ekkert umhverfisrask og án efa er hann ánægður með að Höfuðborgarsvæðið verði alvöru stórborgarsvæði.
Ég skil ekki þessa umhverfisáráttu Andra Snæs. Hún beinist eingöngu gegn framkvæmdum úti á landsbyggðinni, ekki í hans nærumhverfi. Án efa unir hans sér hvergi betur á Íslandi en á einhverju kaffihúsinu í 101 Reykjavík. Hann virðis ekki gera sér grein fyrir því að hann býr í stóriðjuvæddustu svæði á Íslandi. Aldrei hef ég heyrt hann mótmæla stórframkvæmdum í Hvalfirði, né í Straumsvík sem er í næsta nágrenni við Höfuðborgina sem er hans náttúrulega umhverfi.
En segja má að Andri Snær hafi stórgrætt á Kárahnjúkum og er sennilega sá aðili á Íslandi sem mest hafi grætt á þeim framkvæmdum. Ekki bara hefur hann grætt mikið á bókinni, Draumalandinu og samnefndri mynd, heldur hafa Kárahnjúkaframkvæmdirnar gert hann frægan á Íslandi og langt út fyrir landssteinana. Sennilega hefði hann aldrei orðið almennilega frægur ef Kárahnjúkaframkvæmdanna hefði ekki notið við. Hann getur því þakkað Kárahnjúkaframkvæmdunum fyrir fræðg sína.
Næsta verkefni Andra Snæs verður .... og getið þið hvað... baráttu gegn atvinnusköpun í Þingeyjarsýslum.
En nú þurfum að nýta náttúruauðlindir okkar. Það er bláköld staðreynd, að Ísland á einungis tvennar náttúruauðlindir; orku og fiskimið. Þessar tvær auðlindir verðum við í bland við þann mannauð sem við eigum, að notfæra okkur, landi og þjóð til hagsbóta.
Við þrufum á næstu árum að byggja hér upp framleiðsludrifið hagkerfi, þar sem peningar verða til úr handbærum verðmætum. Sjáið t.d. Kína sem er að verða ríkasta land á sögu heimsins. Kína er framleiðsludrifið hagkerfi byggt á framleiðslu á handbærum verðmætum. Þeir eru orðnir svo ríkir, að þeir hafa varla unda að nota alla peningana til fjárfestinga víða um heim.
En því miður hefur Ísland ráðandi fólk sem vill "eitthvað annað", því allt annað segja þeir bannað. Þess vegna munum við verða fátækari og fátæri og verða aftur eitt af fátækustu ríkjum í Evrópu.
Auðnn B. Hjartarson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:29
Góður pistill hjá þér Guðbjörn. Tek heilshugar undir hvert orð. Ég er nú samt eiginlega bara steinhætt að furða mig á því sem kemur (eða kemur EKKI) frá þessari ríkisstjórn. Forsætisráðherrann talar ekki við erlenda fréttamenn, ekkert bólar á aðgerðum fyrir heimilin, allt botnfrosið í atvinnulífinu.... ekkert að gerast - nema verið er að vinna í að sjanghæa okkur inn í ESB! Æðislegt...
Soffía (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 15:09
Við sitjum uppi með eins konar sýndaratvinnulíf sem snýst mest um þjónustu þar sem hver þjónar undir hvern annan á allan mögulegan ómögulegan hátt og svo er risavaxinn kaupskapur með einnota drasl frá útlöndum en innlend framleiðsla og iðnaður hafa að mestu dáið drottni sínum. Þessi staða var keyrð fram með skuldapappíraframleiðslu og gífurlegri ruslpóstsvæðingu og raunar varð það sem eitt sinn kallaðist því hátíðlega nafni fjölmiðlar fyrir nokkru opinberlega að ruslveitum.
Síðan þegar skuldapappíraframleiðslan rúllar loks fyrirsjáanlega á hausinn dettur skiljanlega botninn úr þessu sýndaratvinnulífi. Þegar dregur saman og atvinna og tekjur minnka eyða menn peningum fyrst og fremst í nauðsynjar en spara við sig ýmsa þjónustu sem kemur illa við þjónustuhagkerfið. Það sem hefur þó haldið lífinu í þjónustunni fram að þessu er vaxandi túrismi vegna hruns krónunnar og síðan eru þúsundir meira og minna í biðstöðu hjá bönkunum með gjaldþrota fjárfestingaævintýri og vonlausan rekstur og geta því í bili eytt peningum í annað en botnlausar hítir hjá bönkum og öðrum lánastofnunum.
En þetta getur ekki gengið til lengdar. Atvinnuleysi og skuldakatastrófur er falið eftir bestu getu og reynt að ljúga áfram eitthvað falskt status kvó og það eru kunnugleg vinnubrögð hjá fjórskipta einflokknum og skiptir í því sambandi litlu hvort hægri eða vinstri kommúnistar eru við völd.
Baldur Fjölnisson, 10.9.2009 kl. 18:22
Þessi ríkisstjórn er höfuðlaus her. Ekkert gerist því farið er í allar áttir og enginn leiðtogi til staðar. Samfylkingin er á fullu í að afneyta eigin gjörðum og breyta eigin stefnu og ákvörðunum. VG er svo mikið niðri fyrir að skipta út og breyta áherslum sem engu skipta til skamms tíma eftir áratuga þrá að komast í Ríkisstjórn að báðir flokkar eru orðnir brennuvargar í stað björgunarliðs.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:46
Hvaða gullkorn var aftur Geir Haarde með þarna nokkrum vikum fyrir hrun, að stundum væri best að gera ekki neitt? Eða eitthvað álíka gáfulegt. Hann fékk víst hagfræðigráðuna úr kornflekspakka enda aldrei orðið vart við að hann hefði minnsta vit á hagfræði eða hefði yfirleitt neina raunverulega menntun. Sama er að segja um aðra jólasveina sem hafa gufað upp úr forsætisráðuneytinu á síðustu árum. Þeir og þeirra fjórskipti einflokkur hafa verið algjörlega í vasanum á siðlausum peningaöflum og afhent þeim ríkiseignir fyrir slikk og og flaggað stíft einhverjum gervidemókratisma á meðan, síðan haldið lýðnum sofandi á meðan húsbændur þeirra hreinsuðu innan úr hagkerfinu og settu það á hausinn. Síðan er núna ekki hægt að taka á þessum stórglæpum þar sem það myndi óumflýjanlega leiða til andláts fjórskipta einflokksins. Flokkurinn og hans bitlingar eru mikilvægari en þjóðarhagurinn og þið fáið að blæða hressilega fyrir það. Það er nú allt lýðræðið.
Baldur Fjölnisson, 10.9.2009 kl. 22:58
Auðunn:
Flott athugasemd og raun efni í pistil!
Sigurjón:
Já, við skulum hverfa aftur til viðskiptahátta 19. aldar!
Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar - þegar við komumst í erlent fjármagn til framkvæmda - að fólk hætti að lepja hér dauðann úr skel!
Baldur:
Ekki ætla mér að verja gjörðir og orð Geirs Hilmars Haarde!
Hárrétt hjá þér með sýndaratvinnulífið og það er það sem þessi vinstristjórn hefur boðað. Alvöruatvinnuuppbyggingu hefur hún engan áhuga á!
Adda:
Ríkisstjórnin er höfuðlaus, en þetta er enginn her!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.9.2009 kl. 18:33
Þessi sýndarveruleiki hefur verið að þróast smám saman áratugum saman en með sívaxandi hraða síðustu 1-2 áratugina og tekur vafalaust aðra áratugi að snúa til veruleikans. Við þurfum að hafa í huga að í gangi eru hrikalegar tækni- og framleiðnibylgjur sem engan veginn sér fyrir endann á. Framleiðniaukning heimsins síðustu 1-2 áratugina er sjálfsagt upp á þúsundir prósenta en því miður hefur ekki reynst unnt að hækka laun neytenda á vesturlöndum að sama skapi til að taka við fjallgörðum af ódýrum varningi frá Asíu þar sem ótakmarkað vinnuafl hefur nýtt sér tæknibyltinguna til hins ítrasta. En samt hefur þessi varningur gengið út með rosalegri ruslpósts- og skuldapappíraframleiðslu. Síðan verður markaðurinn óhjákvæmilega fullmettaður á endanum, skuldapappíra/ruslpóstsmaskínan fer á hausinn og á framfæri þeirra sem héldu henni uppi (skattgreiðenda). Sem sagt; fólk sem keyrði sig í þrot í neysluæði og fjárfestingaævintýrum þarf eftir það að taka á sig fallít stórfyrirtæki sem settu það á hausinn undir klappstýrukór pólitíkusa og hinna ýmsu ruslveitugagna og keyptra álitsgjafa og annarra sem sjá um veruleikahönnun almennings.
Þessu öllu saman verður ekki snúið við einn tveir og þrír, það er næsta víst og kerfið vill náttúrlega viðhalda sér og sínum og raunverulegt uppgjör þessa skipulagða ruglanda myndi án efa leiða til kerfishruns, andláts pólitíska kerfisins og fangelsana þúsunda. Skárra að þú deyir í dag svo ég geti þó tórað á morgun, minnir mig að Solzhenitsyn hafi sagt í Gúlaginu og finnst mér það lýsa þessum hægri-vinstri kommúnisma, sem hefur skipulega sett okkur á hausinn og siðlausum sölumönnum hans, einkar vel.
Baldur Fjölnisson, 11.9.2009 kl. 21:05
Baldur:
Mjög athyglisverðar pælingar hjá þér, sem ég þarf að kynnast betur!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.9.2009 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.