Vinur er sá er til vamms segir ...

Það er satt best að segja mjög skiljanlegt að frændur okkar og vinir Danir skilji ekki hversvegna Jón Ásgeir og félagar virðast ætla að lifa kreppuna af. Hverjir eru að halda hlífiskildi yfir þessum mönnum? Er Samfylkingin að sjá um sína? Hversvegna mega t.d. ekki lífeyrissjóðir landsins eignast Bónus og Hagkaup?

Væri það ekki rökrétt framhald, að lífeyrissjóðirnir, sem tapað hafa hundruðum milljarða af því fé sem landsmenn ætluðu að leggja til hliðar til elliráranna, eignuðust þessa stóru verslunarkeðju og jafnvel fleiri fyrirtæki? Líkt og maður borgar vextina í raun í eigin vasa þegar maður tekur lífeyrissjóðslán gæti maður lagt peninga til hliðar til elliáranna um leið og maður verslaði í matinn, tryggði bílinn sinn o.s.frv.

Ég held að við Íslendingar verðum að byrja á því að skoða, hvernig viðskiptaumhverfið lítur út eftir hamfarirnar og hvernig við ætlum að byggja það upp. Þarna á ég ekki við einhverskonar miðstýringu, en ég held þó að við verðum að tryggja, að sömu aðilar og lögðu hér allt í rúst haldi ekki óáreittir áfram sinni niðurrifsstarfsemi eftir að hafa lagt hér allt í rúst? Væri ekki ráð að aðrir tækju við keflinu?

 Hlustum á Danina, því vinur er sá er til vamms segir!


mbl.is Jón Ásgeir stýrir enn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég bara skil ekki að okkur sé ansk saman - þetta fólk hefur sett heila þjóð á vonarvöl en sjálft heldur það enn "klumlum" sínum um tugi verslana hér heima, heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist herðir frekar takið heldur en hitt

Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sammála þér Guðbjörn, með danina.  Við hefðum betur tekið mark á varnaðarorðum þeirra í tíma.

Benedikt V. Warén, 15.9.2009 kl. 09:26

3 identicon

Það er allavega ljóst að  meirihluti þjóðarinnar valsar inn og út úr Bónus, 10-11 og Hagkaupum í hverri viku og heldur ræksnisbákninu upp. Er nema von að maður örvænti um heilindi þjóðarinnar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Brattur

Það er akkúrat málið, Þorgeir... hvernig væri að láta þá finna fyrir því með því að hætta að versla í þessum búðum þeirra ?

Brattur, 15.9.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband