Atlaga gegn ESB aðildarviðræðum og þar með ESB-sinnum innan Sjálfstæðisflokksins?

Ólafur Þ. StephensenAð mínu mati er enginn vafi á því að skipulögð atlaga er hafin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, en einnig þeim sjálfstæðismönnum, sem hlynntir eru aðildarviðræðum við ESB. Brottvikning Ólafs Þ. Stephensen sannar þetta að mínu mati svo ekki verður um villst. Líklegt er að fleiri stuðningsmenn ESB verði hreinsunum íhaldsaflanna og LÍÚ á ritstjórn Morgunblaðsins að bráð, s.s. Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Agnes Bragadóttir hefur hins vegar verið trygg sínum eigendum og heldur sínum stól. Um langa hríð hef ég dáðst að sjálfstæði Morgunblaðsins og þori, t.d. í kvótamálinu en ekki síður varðandi afstöðu blaðsins til ESB aðildar. Það er ekkert launungamál, að ég er sammála Morgunblaðinu og Ólafi Þ. Stephesen í báðum þessum málum, þótt ég hafi viljað leita málamiðlunarlausna í kvótamálinu. Það er engum blöðum um það að fletta, að gömlu íhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum ætla sér að nota Morgunblaðið í pólitískum tilgangi. Vefnum AMX er stýrt af þessum sömu öflum og verður hann eflaust lagður niður þegar búið er að planta nógu mörgum ESB andstæðingum inn til Morgunblaðsins.

Ísland í ESBAð mínu mati er stórhættulegt að stöðva þær breytingar, sem verið hafa í farvatninu innan Sjálfstæðisflokksins og leyfa afturhaldsöflunum að ná þar undirtökunum aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er núna að ná sér aftur á strik eftir erfiðasta ár í sögu hans og mælist fylgi flokksins nú loksins aftur yfir 30%. Nýleg skoðanakönnun sýndi hins vegar að 43,2% Íslendinga eru óánægðir með umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í sambandið en 39,6% eru ánægðir með hana. Einnig kom í ljós að meira en helmingur Íslendinga, eða 50,2%, eru andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 32,7% hlynnt. Þá sögðust 61,5% greiða atkvæði gegn inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði en stuðningur mældist aðeins 38,5%. Til viðbótar kom fram að 38,6% sögðust örugglega kjósa gegn inngöngu en 16,1% væru meðfylgjandi.

Baldur ÞórhallssonÉg held að þessar tölur séu réttar og eru þær okkur aðildarsinnum ekkert gleðiefni. Ég er hins vegar sammála túlkun prófessors Baldvins Þórhallssonar, að mikil þjóðernisremba er hlaupin í Íslendinga með viðeigandi sláturtöku, þorramat, skyráti, lopapeysuprjóni og dálæti á íslenskum rímum. Þessum flótta okkar í þjóðlega siði fagna ég eindregið, enda búinn að fá nóg af útrásarsnobbi undanfarinna ára og þeirri  fyrirlitningu er ríkt hefur á öllu því sem íslenskt er. Það er alls engin þversögn fólgin í að vera í senn góður og gildur Íslendingur og hægri maður og Evrópusinni, þvert á móti má rökstyðja að þetta fari vel saman! Ég tel þessi viðbrögð okkar Íslendinga eðlileg í ljósi þess að "stórþjóðir" hafa ráðist á okkur undanfarið tæpt ár og framhald varð á því í Icesave deilunni svokölluðu. Og vinalaus erum við, svo vinalaus, að Norðurlöndin hafa ekki þorað að styðja okkur af ótta hefndaraðgerðir kúgaranna Breta og Hollendinga. Í ljósi þessa eru niðurstöður fyrrnefndrar skoðanakönnunar alls ekki svo slæmar. Aðildarsamningurinn á eftir að líta dagsins ljós og ég efast ekki um að ESB mun bjóða okkur upp á viðunandi lausn á sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum auk viðunandi lausnar á Icesave deilunni, efnahagspakka og lausn varðandi peninga- og gjaldeyrismál þjóðarinnar. Þessu til viðbótar býður ESB fjölda annarra lausna, sem eru ekki sértækar, heldur hluti af hefðbundinni aðstoð Evrópusambandsins, t.d. í byggðarmálum, varðandi atvinnuuppbyggingu, "infra strúktúr" o.s.frv. 

Í kosningabaráttu vorið 2009 - XDSjálfstæðismenn verða hins vegar að skoða niðurstöður skoðunarkannana, sem gerðar eru við þessar aðstæður með varúð. Í ljós kom að stuðningur við ESB aðild var meiri á Suðvestur-horninu en úti á landi. Þetta má ekki vanmeta, því það var einmitt á þessu svæði, þ.e.a.s. í Reykjavík og Kraganum, sem afhroð Sjálfstæðisflokksins varð mest í síðustu kosningum. Því má heldur ekki gleyma, að þeir fáu sem kusu flokkinn á Suðvesturhorninu í síðustu kosningum, gerðu það með óbragð í munninum og af því að enginn annar hægri flokkur var í boði! Með því að reka fleyg á milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins, er verið að biðja þá fyrrnefndu að kljúfa sig frá flokknum og stofna annan hægri flokk - hvorki meira né minna!

Athugasemd:

Á myndinni hér að ofan má sjá nokkra frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við XD rútuna síðastliðið vor (ég er lengst til hægri og stoltur af því). Ég vil taka það skýrt fram - til að aðrir frambjóðendur verði ekki fyrir aðkasti - að ég var eini frambjóðandinn  á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem aðhylltist ESB aðildarviðræður. Sú stefna féll vægast sagt í grýttan jarðveg í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum, en ég átti mér fleiri stuðningsmenn í Reykjanesbæ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ertu nú félagi Guðbjörn ekki að dramantísera þetta um of?

Jón Baldur Lorange, 20.9.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Baldur:

Ég þekki allt mitt heimafólk!

Því miður held ég að ekki sé verið að "dramatisera" neitt.

Ég veit hins vegar að þú myndir ekki ganga svona til verks, en ég þekki nægilega marga innan Sjálfstæðisflokksins - og reyndar annarra flokka líka - sem nota slíkar aðferðir. Besta dæmið er líklega valdarán VG í vetur sem leið! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.9.2009 kl. 11:41

3 identicon

Það er gaman að lesa þínar greinar Guðbjörn. Þetta eru vangaveltur sem gott er að velta upp. Nokkrum staðreyndum þarf engu að síður að halda til haga.

Ólafur var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins þegar fylgið við ESB var ekki mikið meira en andstaðan. Andstaðan hefur þó verið heldur meiri í flestum könnunum. Eftir að Ólafur tók við Morgunblaðinu hefur verið stanslaus ESB áróður í blaðinu. Heill greinarflokkur þar sem einhverjir lobbýistar fyrir ESB aðild fengu að leika lausum hala. Fréttastofa RUV hefur líka verið ESB vædd. Allir vita um afstöðu gömlu Baugsmiðlanna í sambandi við ESB aðild. þeir eru hlynntir.

Það hlýtur því að vera blaut tuska í andlit ESB sinna að andstaðan sé 50% meiri en fylgið við ESB aðild. Það sem meira er, þeir sem eru algerlega á móti eru gríðarlega fjölmennir, og þeir sem eru algerlega hlynntir eru alls ekki eins fjölmennir og ætla mætti miðað við umfjöllun stóru miðlanna. Maður hlýtur þess vegna að spyrja sig um hversu öflugur Ólafur sé sem ritstjóri? Hversu öflugur Palli Magg. sé sem útvarpsstjóri? Þeirra hjartans mál er farið út um gluggann, þrátt fyrir að búið sé að eyða gríðarlegu plássi, tíma og peningum í að mæla fyrir aðild.

Líkleg ástæða fyrir brotthvarfi Ólafs af mogganum er einfaldlega sú að eigendur eru ekki að sjá blaðið gefa neina peninga af sér. Tími afskrifta er að líkindum liðinn. Það eru engir peningar í kassanum til að afskrifa meir. Nú þarf kennarinn í Vestmannaeyjum að fá einhverja ávöxtun á það fé sem hún lagði í fyrirtækið. Ekkert óeðlilegt við það.

Baldur Þórhallsson er ekki trúverðugur. Hann var álitsgjafi RUV fram eftir öllu síðasta ári um ESB. Ekki reyndist hann mjög hlutlaus. Reyndist vera helsti talsmaður ESB á Íslandi, og kominn í framboð fyrir Samfylkinguna síðasta vor. þetta er fréttastofu RUV algerlega til skammar. Hún datt niður um deild fyrir val álitsgjafa í þetta skiptið.

Versta útreið Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum var í kraganum. Ekki skyldi það vera vegna daðurs Bjarna og Þorgerðar við ESB? Þau gáfu ýmislegt í skyn sem benti til þess að þau vildu í ESB. Held það hafi lagst illa í kjósendur. Nú er stefna Sjálfstæðisflokksins skýrari í þessum málum. Við ætlum okkur ekki að hleypa öðrum að sjávarútvegsauðlindunum, þar með er innganga í ESB ekki á dagskránni lengur. Það er búið að gefa það út meðal margra aðildarlanda að þau muni ekki samþykkja Ísland sem aðildarland nema sjávarútvegsstefna okkar verði sameiginleg. Þetta stendur (ekki skýrum stöfum) í spurningalistanum sem okkur var sendur. Ég segi ekki skýrum stöfum, af því fæstir geta stautað sig fram úr þessu torfi sem við eigum að lesa.

"The acquis on fisheries consists of regulations, which do not require transposition into national legislation. HOWEVER, it requires the introduction of measures to prepare the administration and the operators for participation in the common fisheries policy (CAP)".

þetta þýðir í lauslegri þýðingu að löggjöf sem kveður ekki á um að lög sambandsins nái yfir lög um fiskveiðar þjóðarinnar, HINSVEGAR kveður það á um kynningu (introduction) ákveðinna þátta til að innleiða stjórnsýsluhætti til að undirbúa stjórnsýsluna undir sameiginlega þáttöku í sjávarútvegsstefnu ESB.

Þessi texti er einfaldlega ALLT OF LOÐINN svo hægt sé að fá staðfestingu um að fiskurinn í sjónum verði í framtíðinni ekki veiddur af spönskum eða portúgölskum togurum og fluttur óunninn út úr landhelginni, hugsanlega með öllu því svindli sem viðgengst hjá þeim þjóðum í fiskveiðum. Það sjá flestir að svona setningar skilja engin ákveðin svör eftir fyrir Íslendinga sem þeir geta treyst. Því miður.

Þetta minnir töluvert á Icesave klúðrið. Í dag kom t.d. Indriði Þorláksson yfir semjandi í Icesave og vill ekki viðurkenna að dagsetningar varðandi Icesave hafi kostað okkur aukalega 30 milljarða eins og Ragnar Hall heldur fram. Hann gat ekki með nokkru móti hrakið þetta, hann var ekki traustvekjandi. Ekki frekar en svona setningar eins og íslendingum er boðið upp á í samskiptum við ESB.

Kannski er það ástæðan fyrir því að Íslendingar eru svona mikið á móti inngöngu í ESB og láta ekki glepjast þótt í boði séu gull og grænir skógar. Svörin sem gefin eru hljóma bæði loðin og opin í báða enda. Ekki skánar það þegar þau komia úr munni Össurar Skarphéðinssonar, sem ekki er hægt að trúa né treysta fyrir einu né neinu. Maðurinn sem sprengdi ríkisstjorn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar illu heilli.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að gera könnun á næstu dögum, og spyrja hvaða mál skipti kjósendur mestu máli. Niðurstöðurnar hljóta að vera þær að atvinna, vextir, verðbólga, gjaldþrot og fleiri mál sem snerta fólkið í landinu beint koma fyrst. Utanríkismál eru fólki ekki ofarlega í huga. ESB er ekki innanríkismál í hugum Íslendinga, heldur utanríkismál. Skynsamlegast væri þess vegna að leyfa Samfylkingunni einu sinni enn að sitja með sitt ESB mál í fanginu og dalandi fylgi vegna þess, en í staðin einbeita sér að úrlausn þeirra mála sem mestu máli skiptir fyrir fólkið í landinu.

Vil ítreka það að ég tel ESB hafa gert ýmislegt gott fyrir sín aðildarríki. Hins vegar verður ekki framhjá því horft að gríðarleg vandamál eru að hrannast upp innan sambandsins. Ósætti þeirra sem borga meira inn í sambandið en þeir fá til baka s.s. eins og Svía eykst. Þeir þurfa meira á peningum að halda innanlands en að hjálpa þjóðunum hinu megin við Eystrasaltið. Sama á við um mörg önnur lönd. Það hefur alltaf legið fyrir að Íslendingar þurfi að leggja meira til en þeir fá til baka úr sjóðum sambandsins. Ekki aukast líkurnar miðað við frammistöðu þeirra sem gæta áttu hagsmuna þjóðarinnar í Icesave samningunum, þar sem algert fíaskó virðist hafa átt sér stað.

joi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

var þá ekki ráðning Ólafs að sama skapi atlaga gegn allri andstöðu við ESB aðild? er ekki ágætt að einn fjölmiðill hér á landi sé ekki ESB sinnaður? eða ertu á móti allri gagnrýni og umræðu um ESB. það eigi bara að vera eitt haleljúa með ESB aðild?

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 16:11

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

joi:

Loksins fékk maður málefnalega umræðu um ESB. Ég er svo tímabundinn að ég verð að svara þér á morgun. En ég mun gera það. Þetta var flott athugasemd hjá þér og skilmerkileg rök, þótt ekki sé ég alveg sammála þér!

Fannar frá Rifi:

Er AMX ekki alfarið gegn aðild? Mér finnst nú að sjónarmiðum ESB andstæðinga (VG, Sjálfstæðisflokks og hluta Framsóknarflokks) hafi verið gerð góð skil á undanförnum árum og áratugum, á meðan sjónarmið ESB hafa varla heyrst. Rökin gegn aðild þekkja því allir landsmenn, en rökin fyrir aðild eru flestum ókunn. Það vantar meiri fræðslu um ESB til að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun.

Ég eyddi 2 árum í að skoða ESB og skrifaði um þetta efni magistersritgerð. Þegar ég byrjaði skriftirnar var ég alfarið andsnúinn aðild en þegar ég skilaði ritgerðinni var ég búinn að skipta um skoðun. Það að ég skipti um skoðun byggðist á því að ég kynnti mér málið mjög vel - upplýst ákvörðun var tekin! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.9.2009 kl. 16:51

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það skapast rými fyrir ykkur hina ofsóttu innan Samfylkingarinnar eftir því sem fækkar þar. 

Guðbjörn þú stakkst uppá því við Hall Magnússon  að þið mynduð stofna spjallþráð fyrir EB-sinna. Þar verðið þið í einrúmi vonandi ekki þjakaðir af "röngum" skoðunum.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2009 kl. 17:06

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðbjörn. leggur þú saman mbl.is, moggan, rúv og stöð 2 við netmiðla eins og AMX?

hver eru rökin fyrir aðild? þau hafa komið fram. síðan hafa þau öll reynst vera byggð á sandi. 

ég ætla að spyrja þig hérna sömu spuringu og ég spurði Þorstein Pálsson að á fundi í Valhöll um daginn. Já eða nei svar:

Ef það yrði kosið á morgun um að Ísland gengi inn í nýstofnað sambandsríki Evrópu (EES og ESB samningurinn yrði leystur upp af hinu ný stofnuðu ríki). hvernig myndir þú kjósa? Já eða nei eða myndiru skila auðu? 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 17:28

8 Smámynd: AK-72

Hugsa að þetta sé rétt hjá þér, enda kom þetta eki á óvart og maður vissi að yrði í aðsigi eftir að LÍÚ og fulltrúar náhirðarinnar keyptu blaðið. Það er auðvitað svo ein ástæða til viðbótar sem ber að nefna og gæti spilað inn í að nú byrji hreinsanir á þeim sem hafa ekki "réttar" skoðanir innan Morgunblaðsins, er aðskýrsla rannsólknanefndar Alþingis nálgast og í henni gæti ýmislegt leynst sem er ekki gott fyrir náhirð Sjálfstæðisflokksins.

Því þurfa þessi öfl að kenna blaðamönnum að hlutlaus blaðamennska er ekki slíkt nema það þjóni íhaldsöflunum sem hér hafa komið hlutunum í kalda kol og að skrif þeirra verði að þjóna þeim tilgangi að ekki megi neitt breytast hér á landi, hvað þá að menn með góð flokkskírteini verði nokkurn tímann látnir axla ábyrgð gjörða sinna, hvort sem það er fyrir fjármálaglæpi eða IceSave.

AK-72, 20.9.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er engu líkara, Guðbjörn, en þú hafir ekki skoðað niðurstöður þessarar skoðanakönnunar, sem birt var um daginn, svo mikið er þér í mun að berja þráhyggju þína í gegn. Samfylkingin var eina pólitíska aflið þar sem meirihluti (73%) var fylgjandi ESB aðild. Kjósendur hinna flokkanna voru að miklum meirihluta andsnúnir aðild; aðeins 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks voru fylgjandi.

Fannar frá Rifi bendir réttilega á hallann í fréttaflutningi hér. Hann er ekki í neinu samhengi við vilja fólksins í landinu. Það er hrein ESB ritstjórn á Fréttablaðinu.  Óðinn Jónsson, Bogi Ágústsson og Jóhanna Vigdís eru forsöngvarar ESB áróðursins á RÚV í eyru skylduáskrifenda og smágúbbarnir sjá svo um viðlagið.

Netmiðlarnir eru fólki ekki eins aðgengilegir og margir láta þá algerlega framhjá sér fara.

 Útvarp og blöð eru enn miðlar fjöldans og þar hefur hallinn verið alger. Þar sem meirihluti fólks er ekki á þeim brókunum að ganga í ESB er ekki úr vegi að minnsta kosti einn fjölmiðill þjónusti þetta fólk. Gott ef það getur verið Morgunblaðið.

Miðað við það vægi sem ESB sinnuð umræða hefur haft í fjölmiðlum hér á landi er mesta furða að ekki skuli hafa tekist að heilaþvo landann. Það bendir til góðrar viðspyrnu sjálfstæðrar hugsunar og það boðar gott fyrir Ísland framtíðarinnar.

Nóg er komið af undirlægjuhættinum.

Ragnhildur Kolka, 20.9.2009 kl. 17:48

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

AK-72

voru og eru ekki allir útrásarvíkingar sem komu  okkur í þessi vandræði ESB sinnaðir? áttu þeir ekki alla fjölmiðlana fyrir utan þá ríkisreknu og stilltu þar upp fólki sem hyllti þá og ESB? 

þannig er það nú bara. þetta er eitthvað sem ESB sinnar vilja helst ekki minnast á. 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 19:54

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fannar frá Rifi:

Það færi nú eftir stjórnarskrá þessa nýstofnaða ríkis.

Það er ekki hægt að svara svona spurningu nema að vitað að hverju maður gengur. 

Það má vel vera að einhverjir ráðamenn ESB og ráðamennt einstakra aðildarríkja ESB hugnis slíkt sambandsríki, hins vegar vill almenningur í ESB ríkjunum ekki slíkt ríki. Það er því tómt mál að tala um slíkt. Ég er andsnúinn slíku ríki, en hlynntur bandalagi ríkja. Það er stór munur á Bandaríkjum Evrópu og Evrópusambandinu.

Ragnhildur:

Já, 20% fylgjandi aðild að ESB, en sástu tölurnar í Reykjavík? Ég held að ekkert sé að marka skoðanakannanir í því ástandi sem er í dag. Hvernig á fólk svo að dæma um aðild þegar enginn samningur liggur fyrir. Ég tel mig nú vera stuðningsmann aðildar, en verð þó að setja þann fyrirvara að samningurinn verður að vera aðgengilegur. Ef ESB býður okkur upp á viðunandi lausn á sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum auk viðunandi lausnar á Icesave deilunni, efnahagslega hjálp á næstu árum á meðan við brjótumst út úr vandanum og lausn varðandi peninga- og gjaldeyrismál þjóðarinnar mun ég greiða atkvæði með samningnum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.9.2009 kl. 19:57

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

ok ég skal gefa þér forsendur.

Stjórnarskráinn verði sú sama og þau lög sem eru í Lissabon sáttmálanum plús þau þannig að Nýtt Sambandsríki Evrópu verði með samasniði og uppbyggingu og Þýskasambandsríkið. 

Já eða nei. viltu vera í sameinaðri evrópu með Ísland eða ekki? þú ætlar vonandi að vera meiri maður en Jón Frímann sem ekki þorir að taka afstöðu í þessu máli. 

og hvenær verður bandalag ríkja að sambandsríki? hversu náin meiga samskiptin verða til þess að þér myndi lýtast illa á ESB? sameiginlegan þjóðhöfðingja? utanríkisstefnu? sameiginlega stjórnarskrá? sameiginlegt skattkerfi og lög? allt fyrrgreind saman? hvar liggja þín mörk? 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðbjörn hversu mikið var að marka skoðanna kannanir fyrir rúmu ári síðan sem sýndu tæpan meirihluta svarenda fylgjandi ESB eftir hrunið? hvenær er eitthvað að marka skoðana kannanir að þínu mati? þegar þær henta þér eða ... ?

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 20:07

14 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þakka þér góðan pistil,Guðbjörn.

Eiður Svanberg Guðnason, 20.9.2009 kl. 21:03

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörn þú segir að Morgunblaðið hafi haft einhverjar skoðanir. Hvernig eru þær skoðanir tilkomnar? Ég geri engar athugasemdir að ritstjórar blaða eða fjölmiðlar hafi skoðanir rétt eins og hver annar, en fjölmiðlarnir sjálfir hafa ekki skoðanir, ekki frekar en verslanir eða verktakafyrirtæki. Hjólið mitt hefur þannig heldur ekki skoðanir en eigandi þess gæti haft það.

Nú er ég einn af þeim sem ekki hef haft neitt sérstaklega á móti því að kannað verði hvað fengist með ESB aðild. Hins vegar finnst mér það mál ekki vera efst á þeim lista sem þessi þjóð þarf að vinna að rétt þessa stundina. Ég deili meirihluta þeirri skoðun með meirihluta þjóðarinnar. Held einnig að við munum ekki ná þeim árangri í samningum, sem þýddi að þjóðin samþykkti aðild. Deili þeirri skoðun einnig með meirihluta þjóðarinnar. Finnst sem ákveðinn hluti þjóðarinnar sé eins og í ESB sértrúarsöfnuði, sem ekki getur tekið þátt í rökræðu um kosti og galla ESB. Þegar meirihluti þjóðarinnar segist ætla að kjósa gegn ESB aðild, þá er þjóðin komin í sauðskinnskó. Hvers konar málefnafátækt er þetta?

Ég virði alveg að þú hafir þá skoðun að við eigum að ganga í ESB. Ekkert í þínum skrifum sannfærir mig um það gagnstæða. Þetta blogg þitt, síst af ölum.

Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2009 kl. 21:12

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér þykir þú nokkuð brattur, Guðbjörn að líta svo á að kosningaúrslitin síðastliðið vor hafi grundvallast á afstöðu fólks til ESB. Ef svo væri þá má spyrja: hvers vegna bætti Samfylkingin ekki við sig fylgi ( og það eftir að Íslandshreyfingin rann saman við hana)? Sf náði ekki einu sinni 30% fylgi með þetta gulltryggða agn, sem þú telur ESB aðild vera. Vinstri græn lofuðu (og lugu því) að þau myndu ekki sækja um ESB aðild. Þetta falsloforð gaf 5 viðbótar þingmenn á meðan Borgaraflokkurinn sem lofaði engu nema að vísa öllu til þjóðarinnar náði inn 4 þingmönnum. Sf bætti við sig tveimur af þessum 13 þingmönnum sem Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir misstu. Í hverju fólst sigur Sf?

Það er jafnframt vitað að drjúgur hluti (fyrrum) kjósenda Sjálfstæðisflokks kaus Vinstri græna vegna falsloforða Steingríms Joð. Falsloforð Samfylkingar og Vg um að hér skyldi staðið vörð um heimilin og velferðarloforð þeirra drógu líka marga fiska á land. Nú vitum við að það litla sem "velferðarríkisstjórnin" kemur í verk, er allt til að draga kjark og vilja úr fólki. Stefnuvottar á dyrapöllum, drápsklyfjar á æsku landsins og nú síðast Ögmundur á yfirreið með niðurskurðarhnífinn á sinn hljóðláta hátt.

En þú getur verið ánægður af því að þessi óláns ríkisstjórn gerði þér þann greiða að senda umsókn um viðræður til hins gerspillta láglífs í Brussel.

Og svo finnst þér það óheyrileg ósvífni að við sem ekki kjósum að leggja lag við þennan ófögnuð fáum að láta rödd okkar heyrast í opnum, almennum fjölmiðli?

Ragnhildur Kolka, 20.9.2009 kl. 21:16

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alltaf gaman að Guðbirni og hans vangaveltum um Sjálfstæðisflokkinn. Stundum held ég að hann sé alls ekki í flokknum, þekki allavega ekki vel til innan hans. Eins og t.d. sl. vetur þegar hann vildi meina að sjálfstæðismenn væru að verða Evrópusambandssinnar upp til hópa og sjálfstæðissinnar innan flokksins orðnir að minnihluta :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 21:51

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan:

"Með því að reka fleyg á milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins, er verið að biðja þá fyrrnefndu að kljúfa sig frá flokknum og stofna annan hægri flokk - hvorki meira né minna!"

Guðbjörn hefur hins vegar ekki sömu áhyggjur af sjálfstæðissinnum innan Sjálfstæðisflokksins sem eru þó í miklum meirihluta. Ef hann mætti ráða myndi flokkurinn nefnilega taka stefnuna á Evrópusambandið ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 21:56

19 identicon

Það var viðbúið að þessi atlaga að Evrópusinnum kæmi. Þar kemur þetta ekkert á óvart, enda vilja þau öfl sem eru andstæð ESB aðild Íslands gjarnan þagga niður í fjölmiðlum sem reka ekki hræðsluáróður gegn ESB. Þar sem þessi öfl sem eru andstæð aðild Íslands að ESB vilja viðhalda fréttaflutningi sem byggir á lygum og blekkingum.

Andstöðuna við ESB í dag má rekja til Icesave málsins og fréttaflutnings í kringum það mál, en ekki síst fullyrðingar InDefence og annara andstæðinga Icesave sem hafa að óskekju tengt ESB við Icesave málið. Jafnvel þó svo að viðkomandi viti fullvel að Icesave kemur ESB ekkert við.

Ég ætla einnig að benda á það að orðin "sjálfstæðissinnar" og "fullveldissinnar" eru rangnefni á þessa hópa sem eru á móti ESB. Þetta eru ekkert nema einangrunarsinnar, sem eru annaðhvort til hægri eða vinstri í stjórnmálum.

Í evrópu þá eru það oftast hægri og miðjumenn sem styðja ESB, en það eru öfgahópanir til hægri og vinstri sem eru á móti ESB og hafa verið alla tíð.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:21

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"... er verið að biðja þá fyrrnefndu að kljúfa sig frá flokknum og stofna annan hægri flokk - hvorki meira né minna!"

Eg skil ekkert í ykkur að stofan einfaldlega ekki nýjan hægriflokk  Hægriflokk í Evrópskum anda.  

En með Ólaf fv. ritstjóra - þá skil eg nú ekki þetta tal um esb stefnu hans.  það hefur alveg farið framhjá mér umrædd esb stefna mogga efir að Ólafur kom til sögunnar.  Jú jú, maður hefur séð nokkrar greinar hjá honum þar sem er bara hlutlaust fjallað um evrópumál.  

Málið er nefnilega að línurnar eru svo bjagaðar í esb málinu.  Eftir áratuga rangfærslur og tröllasögur hér á landi um esb, þá flokkast hlutlaus umfjöllun, svona fræðileg umfjöllun þar sem staðreyndum er lýst o.s.frv. - hún þykir bara hin mesti esb áróur  af andsinnum !

Þarna stendur einn hnífur í vissri kú, að mínu mati.  Það er búið að rugla allt of mikið með esb málefni á Íslandi undanfarin ár og áratugi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.9.2009 kl. 22:36

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Einangrunnarsinnar"

bíddu bíddu við. semsagt í orðabók þinni Jón Frímann er einangrunnarsinni sá sem vill viðhalda sjálfstæðri utanríkisþjónustu, halda valdinu til þess að gera viðskiptasamninga við öll þau ríki sem menn kjósa eða vilja eiga í viðskiptum við, að loka sig ekki af innan lítillar heimsálfu með minni hluta íbúa á jörðinni þar sem allt frelsi til viðskipta utan þess er harðlega bannað nema að yfirvaldið veiti til þess sérstakt leyfi? 

ef svo er þá er ég einangrunnar sinni. ég vil nefnilega að ísland eigi í samskiptum við þjóðir heimsins, ekki bara þjóðir evrópu. 

Jón Frímann ég ætla að færa þér fréttir, ég veit að þær hafa kannski verið lengi á leiðinni en það eru til lönd utan evrópu sem ekki eru eingöngu byggð skrælingjum, jötnum og öðrum forynjum. Það erui 6 milljarðar manna sem búa utan við litlu, gömlu og lúnu evrópu sem fer síffelt fækkandi og eldist með hverjum deginum. 

og hvenær ætlar þú að svara spurningunni hér að ofan Jón Frímann? eða hefuru ekki dug til þess? hvenær ætlaru að koma með sönnun á því að þú horfir gagnrýnum augum á ESB, þú hefur ekki en bent á skrif eftir þig sem horfa gagnrýnum augum á ESB, þó þú hafir haldið því fram. eða ætlaru að koma með enn einn linkin á wikipedia og orðræðu um að rök mín séu rökleysa og af þeim ástæðum ætlar þú að hlaupa af hólmi og svara ekki neinu, því þú annað hvort hefur ekki svör eða þorir ekki að svara. 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 22:38

22 identicon

Fannar, í ESB eru 27 ríki, af þessum ríkjum eru 27 ríki sjálfstæð, og með sína eigin utanríkisstefnu. Þó svo að ESB semji viðskiptasamninga sem ein blokk, vegna þess að það er hagstætt fyrir öll aðildarríkin í krafti stærðar ESB sem viðskiptablokk.

Ég ætla einnig að benda þér á þá staðreynd að ríki heims eru farin að vinna saman í tollabandalögum, sem svipar til ESB. Hvort sem um er að ræða í Afríku, Asíu, Amerkíu eða Evrópu. Það segir sig sjálf að Ísland getur ekki staðið fyrir utan ESB, þó svo að það væru bara viðskiptaleg rök sem stæðu á bak við þá ákvörðum. Hinsvegar er ESB meira en bara tollabandalag, og vegna þess er kosturinn við að ganga í ESB margfalt meiri en gallanir. Það yrði líka alger bónus að losna við verðbólgukrónuna sem íslendingar eru með í dag. Ríkin sem standa fyrir utan tollabandalög gera slíkt, vegna þess að þau geta það, eða þurfa ekki að vera í einu slíku. Íslendingar hafa hvorki efni á, eða getu til þess að standa fyrir utan slík bandalög, eins og komið hefur í ljós á undanförnum áratugum. Þess má einnig geta að andstæðingar ESB í dag voru líka á móti EFTA og síðar EES, sem þó færðu íslendinga nær nútímanum en nokkrir aðrir samningar sem íslendingar hafa gert á síðustu áratugum. Það kemur því lítið á óvart að þessi einangrunarhópur fólks vilji koma í veg fyrir aðild Íslands að ESB.

Restinni af dellunni í þér ætla ég ekki að svara. Enda óþarfi, þetta rugl dæmir sig sjálft. Ég bendi þér samt á að lesa ESB hlutan á blogginu mínu, þar er nóg af greinum eftir mig um ESB.

P.S: Mannkynið er núna 6.7 milljarðar, og það styttist í að sú tala verði 7 milljarðar. Sjá mannkynsklukkuna hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:21

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvað stendur í Lissabon sáttmálunum?

geta þessi 27 ríki gert hvert og eitt fríverslunar samning við ríki utan ESB? já eða nei? ef nei þá eru þessi ríki búinn að einangra sig frá umheiminum. 

afhverju getum við það ekki? verðum við að tilheyra einhverju áhrifa svæði svona eins og var á 19. öld á nýlendu tímanum? 

meiri en gallar. en hafa kostirnir ekki verið nefndir eða fært rök fyrir þeim. menn benda á matvæla lækkun og benda þá á skýrslu sem tók mið af krónunni á genginu 1 evra á móti 85 krónum. atvinnu ástand lagast ekki og það hefur sjálfur viðurkennt Jón Frímann.

höfum við ekki efni á því að eiga í viðskiptum við ríki utan ESB nema með vilja og samþykki ESB? þú er rökþröta jón. 

og já afsakið að ég hafi slumpað á tölu sem var 200 milljónum lægri heldur en sú sem hún er af því er fræðimenn telja að hun sé. við þetta minnkar hlutur evrópu enn meir. 

já ekki svara neinu Jón Frímann enda geturu það ekki. besta leiðin til þess að víkjast undan spurningum er að kalla andstæðing sinn rökþrota og koma síðan með link inn á wikipedia. 

en þú getur ekki bent sjálfur á nein skrif eftir þig þar sem þú gagnrýnir ESB er gott dæmi um að þú ert eins og ég hef áður sagt, staurblindur trúarofstækismaður. eins og við alla aðrar ofsatrúarmenn þá eru samræður við þá algjörlega tilgangslausar því ofsatrúarmaðurinn mun aldrei hlusta á neitt það sem fer gegn trú hans. þannig er það. 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 23:29

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"geta þessi 27 ríki gert hvert og eitt fríverslunar samning við ríki utan ESB? já eða nei? ef nei þá eru þessi ríki búinn að einangra sig frá umheiminum."

Neibb.  Langt í frá.  þetta er ein af hugsanvilum andsinna.

Þau eru betur í stakk búin til að gera samninga við önnur ríki !  Þessi háttur er hafður á, þe, sameiginlegir samningar, einfaldlega vegna þess að það er miklu hagstæðara.  Nást betri samningar í heildna séð  með samtakamættinum.  Að sjálfsögðu.  Þetta er almennt vitað - nema í einanguninni hérna uppi hjá andsinnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 00:04

25 Smámynd: Offari

Sæll Guðbjörn. Ég er í raun fegin að barist sé á móti Evrópusambandsaðild. En ég er á móti því að slíkt sé flokksbundið. Ef skipta þarf flokum í tvennt verður valið í vor en flóknara. Pólitíkin er eitruð og snýst mun meir um að koma hver öðrum fyrir kattarnef en að vinna fyrir þjóðina.

Ég vona bara að Davíð berjist hart gegn Evrópusambandinu en megin ástæða fyrir andstöðu minni er að mér hefur ekki fundist að hagkvæmni stærðarinar ekki hafa skilað árangri í þeim sameiningum sem verið hafa hérlendis.

Offari, 21.9.2009 kl. 00:08

26 identicon

Fannar, ég var búinn að útskýra þetta atriði áðan. Það er ekki mér að kenna ef þú sérð ekki það sem skrifað er. Slík hentiblinda er eingöngu þín sök.

Samvinna þessara ríkja er meiri kostur, frekar en að þau starfi hvert í sínu horni. Þessi samvinna styrkir ennfremur viðskiptalega stöðu þeirra gagnvart Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Þau síðari eru ört vaxandi viðskiptaveldi heimsins í dag.

Það er rökvilla að bera saman viðskipti á 19 öldinni, við viðskiptin á 20 öldinni. Það er ennfremur kjaftæði að halda því fram að ríki innan ESB geti ekki átt í viðskiptum við þau lönd sem þeim sýnist, vegna þess að þau gera það. Hinsvegar gilda samningar ESB í þeim tilfellum, ef einhverjir eru. Aðildarríki ESB sjá kosti þess að vinna saman að alþjóðlegum viðskiptum, af þeirri einföldu ástæðu að það er hagstæðara fyrir þau.

Það er gjörsamlega fáránlegt af þér að halda því fram að ég sé rökþrota, ennfremur kemur þú ekkert til þess að styðja fullyrðingu þína um meint rökþrot mitt. Þar sem ég svaraði þér áðan, og vel það. Þrátt fyrir yfirgengilegt kjaftæði í fyrra svari þínu í minn garð, og annara evrópusinna.

Wikipedia var besta leiðin til þess fá einfalt yfirlit yfir tolla og viðskiptabandalög heimsins, og það er ekkert að því að nota Wikipedia ef viðkomandi síður eru í sæmilegu ástandi. Þó svo að þær sú misjafnar eins og gengur og gerist.

Ólíkt þér Fannar, þá tek ég rökum og ég slaka ekkert á þeirri kröfu. Hvorki af mér eða öðrum.

Það er ennfremur svo gjörsamlega vitlaust af þér að saka mig um "trúarofstæki", þegar ekkert slíkt er til staðar.

Komdu með gegnheil rök, sem hægt er að ræða um. Það ætti ekki að vera mikið mál ef að þú ert með eins öruggan málstað og þú þykist vera með.

Ég bíð spenntur!

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:14

27 identicon

Afsakið, þarna átti að standa "á 21 öldinni". Svona getur maður nú verið mannlegur.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:15

28 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þau síðari eru ört vaxandi viðskiptaveldi heimsins í dag."

og er ekki gott að við getum gert fríverslunar samninga við þessi ríki á þeim forsendum sem hentar okkur eins og raunin er? samninga sem eru okkur mun hagstæðari heldur en þeir samningar sem ESB gerir? þurfum við að hafa verndartolla á vefnaði frá kína? esb þarf þess til að vernda ítalskan vefnað? þyrftum við verndartolla á bíla til að vernda bílaframleiðslu okkar? eða stálverndartolla? hvaða hagsmunir eigum við sameiginlega í verslun með ríkjum evrópu? ef við fáum vörur utan evrópu á hagstæðara verði er þá ekki betra að kaupa þær þaðan Jón Frímann? frá kína koma ódýrstu vörurnar, viltu að við verslum bara við ESB og sleppu því að kaupa það sem ódýrast er? 

og Jón. þú getur og vilt ekki svara. hvar setur þú mörkin við samruna innan evrópu? hvar liggja mörkin sem þú setur og segir: "hingað og ekki lengra, meiri samruna innan evrópu er ég ekki hlynntur". svaraðu mér því ef þú getur og þorir.

ríki innan ESB geta ekki samið um fríverslun við ríki utan ESB. ESB kemur fram sem ein heild og þá eru allar kröfur innan sambandsins teknar fyrir. hagsmunir eins lands fara ekki saman með hagsmunum annars lands. þá skiptir engu máli hversu heitt þú trúir því, þá erum t.d. við hér á íslandi með litla sem enga hagsmuni sameiginlega í verslun og viðskiptum með esb ríkjunum. 

Jón segðu mér hvað bætir ESB aðild? bætir ESB aðild atvinnustigið á Íslandi? bætir það hagvöxt? hvernig reiðir ríkjum innan ESB af í kreppunni? hvernig stendu Grikkland, Lettland, Spánn, Írland, Ítalía og Ungverjaland svo nokkur séu tekinn. svo ekki sé minnst á Finnland. hvernig er það er ekki alveg bullandi hagvöxtur, uppgangur og lítið sem ekkert atvinnuleysi í þessum ríkju. allt batnaði þar eftir inngöngu í ESB og upptöku á evru. 

og þú tekur ekki rökum. þegar þú, Jón Frímann verður rökþröta þá hættiru að svara  á bloggfærslum og vilt síðan ekki kannast við neitt þegar þú ert ynntur eftir því eins og ég geri hér að ofan. þannig já þú ert fanatískur trúboði ESB. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 00:33

29 identicon

Fannar, samrumi innan Evrópu er kominn á ákveðin lokapunkt í bili. Lison Sáttmálinn er að mestu leiti kerfis og lagabreytingar innan ESB. Það segir sig sjálft að samningar stærri viðskiptablokka eru alltaf hagstæðari en smáríkja, sem oftast nenna nú ekki að standa í slíku basli eins og íslendingar gera.

Aðildarríki ESB eru stærstu viðskiptalönd íslendinga, en flytjum við langmest af fiski þangað, og annari vöru. Þannig að frá viðskiptalegum sjónarmiðum þá er innganga í ESB langskynsamlegust. Reyndar kemur fram í bókinni "Inni eða úti" að Davíð Oddsson hafi játað það að íslendingar væru löngu búnir að ganga í ESB ef ekki væri fyrir EES samninginn. Kemur fram í bókinni að þetta hafi Davíð Oddsson játað á fundi í Þýskalandi þegar hann var spurður afhverju Ísland væri ekki gengið í ESB.

Það er því einfalt að sjá að hagsmunir íslendinga eru slíkir að það stór nauðsyn að ganga í ESB, sérstaklega út frá viðskiptalegum hagsmunum.

Varðandi efnaghag ESB ríkjanna, sem er alltaf á ábyrgð ríkjanna sjálfra, ekki stjórnar ESB. Þá bendi ég á tvær vefsíður. Vefsíðu ESB um efnahagsmál, hana er hægt að skoða hérna. Síðan wiki vefsíðu með ágætt yfirlit um efnahag ESB ríkjanna, sem jafn fjölbreytt og aðildarríki ESB, Wiki vefsíðuna er hægt að skoða hérna.

Samkvæmt þeim tölum sem hafa komið út undanfarið, þá virðast evrulöndin (16 talsins) vera þau fyrstu innan ESB til þess að jafna sig á kreppunni. Þetta ferli er þó mislangt komið hjá þessum ríkjum. Atvinnuleysi er ennþá hátt vegna samdráttar út útflutningi. Staðan hjá finnum er ágætt, þrátt fyrir skrarpan samdrátt í útflutningi hjá þeim, eins og öðrum ríkjum.

Íslendingar eru nú þegar búinir að taka upp lög ESB sem snúa að atvinnu. Þar verður nákvæmlega engin breyting á við inngöngu í ESB, af fyrrgreindri ástæðu. Atvinnuástand á Íslandi gæti þó batnað í kjölfarið á inngöngu í ESB vegna aukins og einfaldari útflutnings til ESB ríkjanna frá Íslandi, þar sem allir tollar á vörum frá Íslandi falla niður við inngöngu í ESB.

Síðasta setningin hjá þér er ekki svaraverð, og annað slíkt hjá þér hefur aldrei verið það. Enda er rökþrot þitt algert, þar sem þú gjörsamlega gast ekki svarað því sem ég bað um. Þér gjörsamlega mistókst að koma með heilstæð rök sem hægt væri að tala um. Í staðinn komstu með fullyrðingar sem hafa aldrei staðist, og til að toppa ruglið. Þá ræðstu á mig, og lýgur síðan upp á mig til þess að toppa skömmina hjá þér.

Ég er búinn að svara þér hingað til, en ég nenni ekki að standa í þessu rugli sem kemur frá þér. Enda er málflutningur þinn hérna ekkert nema helvítis steypa, og réttilega það.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 01:19

30 identicon

Afsakið, þarna á að standa "er jafn fjölbreyttur og fjöldi aðilarríkja ESB".

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 01:22

31 Smámynd: Kama Sutra

Góð grein Guðbjörn - þótt þú sért Sjálfstæðismaður.

Takk fyrir mig!

Kama Sutra, 21.9.2009 kl. 01:49

32 identicon

Já , já Jón Frímann hef heyrt þetta áður 

"Europe's nations should be guided towards the superstate without their people understanding what is happening. This can be accomplished by successive steps, each disguised as having an economic purpose, but which will eventually and irreversibly lead to federation." -- Jean Monnet--fyrir 36 árum síðan.

Nú og hvað næst?

London G20, Gordon Brown - "New World Order is emerging"

ROCKEFELLER ILLUMINATI NWO DICTATORSHIP ADMITTED

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 02:45

33 identicon

Jón Frímann

The End of The Nation States Of Europe

Eftir Philip Jones (2008) 

Ath: úrdráttur úr grein hans:

"Our National Parliaments will become redundant as all power that still remains will transfer to Brussels. It will mean the formal end of those Historic Nations of Europe who are member states of the EU. National Embassies around the world will come under the auspicies of EU bureaucrats. The ancient counties and provinces will be merged and combined into 'EU Administrative Regions'. (The recent amalgamations of Kommunes in Denmark is a premptive example of this, along with the 'devolved' parliaments of Scotland and Wales, to be soon joined by the eradication of 'England' and the setting up of similar regional assemblies there).

The EU will take ownership of Police, Military, Nuclear Weapons, Currency Reserves and North Sea Oil as outlined in the Treaty document. Serving members of our Police and Armed Forces will be required to take an oath of loyalty to the EU. Refusal will result in dismissal. The EU will have complete control of all military matters, equipment and facililties.

Political parties will be abolished, phased out or realigned. Only Pan European parties will be allowed. Independence parties will effectively be outlawed as under the 1999 ruling of the European Court Of Justice (case 274/99), it is illegal to criticize the EU. (Even before the Irish Vote, News from Brussels indicates that plans are afoot already to eliminate any 'Eurosceptic groups within the EU Parliament). The EU will have the legal right to close National Parliaments and Assemblies.

The EU as monstrous as it is, is nothing more than a 'stepping stone' to 'World Government'. Before you dismiss this article as 'Scare Mongering' or 'Conspiracy Theory', find out how many of your own country's leading politicians are members of such 'Secret Organisations' as the Biderbergers, Trilateral Commission, Club Of Rome, and the Royal Institute For International Affairs. "

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 03:00

34 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég fékk símtal í gær í kjölfarið á þessu bloggi. Það var frá manni með miklar tengingar út um allt, en að sjálfsögðu get ég ekki skýrt frá nafni hans. 

Viðkomandi hafði átt tal af einstaklingi, sem þekkir vel til eigenda Morgunblaðsins og staðfesti, að vissulega lægju rekstrarlegar ástæður að baki brottrekstri Ólafs, en aðalástæðan væri að eigendur - og fólk tengt eigendunum - væri ósátt við ritstjórnarstefnu blaðsins. Þetta fólk ætti blaðið og réði þar með kúrsinum, svo einfalt væri það nú bara! Eina ástæða fólks til að eiga fjölmiðil væri auðvitað að hafa áhrif á ritstjórnarástæðuna, því ágóði af slíkum rekstri væri alltaf minni en t.d. af því að eiga fyrirtæki, sem selur klósettpappír!

Viðkomandi bætti við að 30-40 til viðbótar myndu fjúka á næstunni, alls ESB sinnar og þeir yrðu handvaldir! Mér er flökurt! Talandi um Jón Ásgeir Jóhannesson og Bónusmiðla! Væri ekki mál að stofna fjölmiðil, sem treystandi er á. Egill er því miður engu betri og orðinn allt of valdamikill í íslensku þjóðfélagi - ræður meira og minna umræðum bæði í listaheiminum og í stjórnmálunum. Svona valdamikill á enginn að verða! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.9.2009 kl. 08:10

35 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fannar frá Rifi:

Ég væri ekki til í að verða fylki í sambandsríki líkt og í Þýskalandi - þeirri spurningu er auðsvarað!

Ekki fantasera í umræðunni um ESB. Höldum okkur við staðreyndir málsins, annars er ekki hægt að rökræða.

Það er enginn Evrópuher til, sem börnin okkar eru að fara!

Auðlindirnar lenda ekki hjá ESB o.s.frv. !!! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.9.2009 kl. 08:12

36 Smámynd: Fannar frá Rifi

getur engin ESB sinni hérna sem les þetta svarað því hvar þeir draga mörkinn varðandi samruna evrópu? eru þeir allir hræddir við að svara þessari spurningu eða eru engin mörk? dreymir þeim öllum um Sambandsríki Evrópu? eitt ríki, eitt þing, einn forseti.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 08:14

37 identicon

Fannar, það virðist vera þannig að þeir sem eru mest á móti ESB virðast vera mestu strórríkjasinnar Evrópu. Ég hef bent á þá staðreynd á mínu bloggi. Þetta er ekkert voðalega flókið, ESB er eins og hvert annað samstarf í heiminum, nema að þetta samstarf Evrópuríkjanna 27 sem standa að ESB í dag er mun þéttara en hefðbundið er. Ástæðan fyrir því er einföld, með því að vera með svona þétta samvinnu í mörgum málaflokkum er hægt að halda friðin, en fyrst og fremst að auka lífsgæðin og koma í veg fyrir fátækt og misrétti.

Það er atriði sem andstæðingar ESB skilja, og virðast ekki vilja skilja. Hvort sem það er útaf því að þeir vilja viðhalda fátækt og misrétti í Evrópu veit ég ekki, en sannleikurinn varðandi það mun koma í ljós fyrr en síðar.

Guðbjörn, þetta er náhirðin. Ég bjóst alveg eins við þessu. Enda er ég í stórkostlegum vafa þessa dagana hvort að ég eigi að hafa fyrir því að senda greinar í Morgunblaðið, vegna þess að náhirðin er að taka þar yfir með sína dauðu hönd. Niðurstaðan af því mun auðvitað verða dauði Morgunblaðsins og allra þeirra fylgifiska sem þar eru.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 08:40

38 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var í fréttum hér í noregi í dag að evrópa sé orðinn ríkari en usa og er það í fyrsta sinn síðan fyrir seinna strið sem það gerist. Merkileg frétt í ljósi hamfarayfirlýsinga esb andstæðinga á ástandinu í evrópu.

Óskar Þorkelsson, 21.9.2009 kl. 08:47

39 identicon

Afsakið, þarna á að standa "Það er atriði sem andstæðingar ESB ekki skilja, og virðast ekki vilja skilja.". Ég biðst afsökunar á þessum mistökum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 08:54

40 Smámynd: Fannar frá Rifi

en afhverju þorir þú þá ekki Jón Frímann að upplýsa okkur hvar þú setur mörkin við samruna innan evrópu? hvar myndir þú segja: "stopp, hingað og ekki lengra, ég styð ekki frekari samruna innan evrópu" ? geturu svarað þessu eða ferðu í venjulegan útúr snúning?

getur einhver ESB sinni svarað þessu? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 09:04

41 identicon

Vildi bara taka undir ALLT sem Ragnhildur Kolka sagði, hún mælir af vel og önnur orð óþörf.

(IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:09

42 identicon

Fannar. Ég er búinn að svara þér, en þú vilt ekki sjá svarið.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:14

43 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig mun evrópusambandið líta út um næstu áramót þegar Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktu Guðbjörn? hvað stendur í honum? er ekkert minnst á öryggismál og hernaðarsamstarf þar?

nei Jón Frímann, þú víkur þér undan að svara eins og alltaf. komdu með mörkin sem þú dregur. hvaða skref í samruna innan Evrópu myndir þú sega að væru óásættanleg? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 09:16

44 identicon

Fannar. Í svari klukkan 01:19 (þann 21. September 2009) segi ég þetta hérna, til þess að svara þér, "Fannar, samrumi innan Evrópu er kominn á ákveðin lokapunkt í bili.". Hvort að ESB ríkin munu auka samstarf í fleiri málaflokkum á eftir að koma í ljós með tímanum, þó tel ég slíkt ekki ólíklegt. Það er þó alltaf þannig að aðildarríki ESB ráða ferðinni varðandi ESB, og hafa alltaf gert. Hvort að þau vilji meiri samruna á sviði málaflokka og samvinnu á því eftir að koma í ljós með tímanum, sérstaklega ef Lisbon sáttmálin tekur gildi.

Fannar, Lisbon sáttmálin stofnar ekki her, eins og þú ranglega leggur línunar að í þessari rökvilluspurningu þinni. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:30

45 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Frímann hvar í þessu er svar um þína skoðun á því hversu mikill þú vilt að samruninn verði? ég er ekki að spyrja þig eða aðra evrópusambandsinna um það hvernig stofnanir og ríki hegði sér, heldur um hvaða samruna mundir þú kjósa nei á móti? hversu mikill þyrfti samrunin að verða til þess að þú myndir kjósa nei? 

Guðbjörn myndi kjósa nei á móti evrópsku sambandsríki að hætti Þýskalands. Þorsteinn Pálsson sagði að hann myndi kjósa nei gegn Sambandsríki Evrópu. hvar eru þín mörk? 

og evrópu ríkin hafa viljað stofna her en geta það ekki nema að Bretar séu með í því þar sem þeir eru lang stærsta hernaðarveldið í evrópu á eftir Rússum. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 09:36

46 identicon

Fannar. Það er eingöngu þitt vandamál, ef þú skilur ekki hvernig ESB vinnur. Aftur á móti þá er svar þitt þannig að ég get ekki annað en tekið því þannig að þú viljir ekki vita svarið (slíkt er rökvilla), af þeirri einföldu ástæðu vegna þess að það hentar ekki öfgafullum og lygilegum máflutningi þínum.

Samrumi Evrópuríkjanna mun aldrei verða svo mikill að þau verði eitt ríki. Fullyrðingar um slíkt er bara tóm della, og ekkert annað. Ég þarf því ekki að hafa áhyggjur af fræðilegum vangaveltum, sem munu aldrei verða að raunveruleika.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:46

47 Smámynd: Fannar frá Rifi

skiluru ekki spurninguna Jón eða viltu ekki svara?

fræðilegar vangaveltur. 

1. sameiginlegt löggjafar þing.

2. sameiginlegt framkvæmdarvald.

3. sameiginlegt æðsta dómsvald.

4. sameiginleg lög.

5. sameiginleg utanríkisstefna.

6. sameiginlegur þjóðhöfðingi.

7. þjóðsöngur og þjóðfáni.

8. sameiginleg löggæslumál.

9. sameiginleg landamæri.

10. sameiginleg öryggismál.

Öll þessi atriði eiga við Bandaríki Norður Ameríku og eru skilgreining á USA sem ríki. Hvað af þessum atriðum myndir þú ekki vilja sjá í ESB samstarfinu?  

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 09:49

48 Smámynd: Fannar frá Rifi

undir sameiginlegum lögum er sameiginleg stjórnarskrá. annars eru það ekki sameiginleg lög.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 09:49

49 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Viðkomandi bætti við að 30-40 til viðbótar myndu fjúka á næstunni, alls ESB sinnar og þeir yrðu handvaldir!"

Hvað ertu að segja maður !

Bara hreinsanir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 11:58

50 identicon

Fannar. Ég ætla að benda þér á að samkvæmt Lisbon sáttmálanum, þá munu þjóðþing ESB aðildarríkjanna koma mun meira að setningu löggjafar ESB en nú er. Sjá nánar um það hérna.

Samsæriskenningar þínar um ESB eru því fallnar um sjálfan sig, enda hefur þú ekki lagt fram neinar staðreyndir máli þínu til stuðnings.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:08

51 identicon

 Giscard d'Estaing, Former French President "Public opinion will be led to adopt, without knowing it, the proposals that we dare not present to them directly" ... "All the earlier proposals will be in the new text, but will be hidden and disguised in some way." (Le Monde, 14 June 2007 and Sunday Telegraph, 1 July 2007).

Czech President Vaclav Klaus "This is crossing the Rubicon, after which there will be no more sovereign states in Europe with fully-fledged governments and parliaments which represent legitimate interests of their citizens, but only one state will remain. Basic things will be decided by a remote 'federal government' in Brussels .... We are against a European super state." (Mlada Fronta Dnes).

Jean Claude Junker, Prime Minister of Luxembourg "Of course there will be transfers of Sovereignty, but would it be wise to draw the attention of the public to this fact?" (Daily Telegraph 03 July 2007).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:17

52 Smámynd: Fannar frá Rifi

þannig að stuttu máli sagt þá viltu ekki svara því hvar Þú dregur mörkin varðandi framtíðar samruna innan evrópu? hvernig var forveri ESB fyrri 40 árum og hvernig er ESB í dag. hversu mikil hefur sú þróun verið? á hvaða forsendum samþykktu danir inngöngu inn í forvera ESB? var þeim ekki lofað að það yrði ekkert ESB þing?

spurningin er einföld. hvar dregur ESB sinnin línuna í sandinn varðandi frekari og hugsanlega mögulegan samruna innan ESB? getur ESB sinnin ekki svarað eða vill hann ekki svara þessari spurningu. í þínu tilviki Jón Frímann þá er greinilegt að þú vilt ekki svara því þú gerir allt til að komast hjá því. myndir þú persónulega vilja að ísland myndi ganga inn í sambandsríki evrópu? 

taktu eftir svo þú virðist ekki vera dregur á þessu. þegar ég tala um sambandsríki evrópu þá er ég að tala mögulega framtíð. þú skilur það er það ekki? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 13:19

53 identicon

Ég vil biðja Guðbjörn afsökunar á þessum átökum við Fannar, en ég get einfaldlega ekki umborðið þá lygaherferð sem andstæðingar ESB (einangrunarsinnar) standa í þessa dagana. Þar sem að umræðan um ESB á Íslandi hefur hlotið nægar skemmdir í gengum tíðina vegna áróðurs frá sjálfstæðisflokknum á síðustu 20 árum eða svo.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:19

54 identicon

Fannar, ESB verður aldrei sambandsríki eins og þú heldur fram. Þannig að áhyggjur þínar eru óþarfar.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:20

55 Smámynd: Fannar frá Rifi

vaaaá hvað þú ert þykkur. ég er að spyra þig þú trúarofstækis fanatíkus fræðilegrar spurningar.

myndir þú ef svo færi að sambandsríki evrópu yrði stofnað, vilja ganga inn í það?

skilur ekki spurninguna eða ertu bara tregur í hausnum. afsakið orðbragðið en maður verður bara reiður á því að lesa mann sem skilur ekki mælt mál. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 13:23

56 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvernig getur þú lofað því að ESB verði aldrei sambandsríki? býrð þú yfir hinum endanlega sannleika og þekkingu á allri framtíð mannkyns?

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 13:24

57 identicon

Hans Martin Bury, the German Minister for Europe, "This Constitution is, in spite of all justified calls for further regulations, a milestone. Yes, it is more than that. I think, the EU Constitution is the birth certificate of the United States of Europe." ( Die Welt, 24 feb)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 13:24

58 Smámynd: Fannar frá Rifi

engin ESB sinni hérna vill greinilega upplýsa um það hvar þeir draga mörkin varðandi frekari samruna innan evrópu. sem þýðir að það eru engin mörk.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 13:25

59 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Frímann:

Ekkert að afsaka og það er hárrétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ýmist fremstur eða næstfremstur í flokki við að breiða út óhróður um Evrópusambandið undanfarin 10-15 ár!

Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að Davíð Oddsson og félagar voru alls ekki andsnúnir ESB í byrjun, en snérist síðan hugur.

Fannar frá Rifi:

Var ég ekki búinn að lýsa yfir minni skoðun og svo skilst mér að Þorsteinn Pálsson hafi einnig verið búinn að lýsa yfir svipaðri skoðun.

Nema að við teljumst ekki lengur til sjálfstæðismanna, líkt og margir virðast óska sér þessa dagana?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.9.2009 kl. 14:17

60 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, margoft búið að svar þessu (þ.e. um hugsanlegan etv. kannski "samruna" osfr. esb) og þorsteinn Páls líklega gert það með einna snyrtilegasta hættinum.  Má eig það hann þorsteinn að hann getur verið dáldið greindarlegur í tilsvörum.  Varí þætti fyrir nokkrum mán. hjá Igva Hrafni og þá tók hann Guðlaug þór og fleiri í kennslustund um esb.

Málið ernefnilega að spurningin er einfaldlega eigi relevant.  Þetta er bara framtíðarpæling.  Við getum alveg eins farið að pæla í hvaða þróun gæti hafist á íslandi í framtíðinni ef landi tekur ekki að það framfaraskref að verða aðili að sambandi fullvalda lýðræðsríkja Evrópu.  Mun LÍÚ verða einvaldur ?  Mun evrópusinnum verða kastað í dýflissur?  Etc etc. 

Nefnilega eins og þorsteinn benti á, að hvað ef að Bjarni Ben hefi þurft að svara því á sínum tíma,  er ísland varð Nató ríki,  hvernig Nató mundi þróast í framtíðinni.  Hvort Nató mundi þróast í herforingjaræði þar sem yfirstjórn nató drottnaði yfir sameinuðum aðildarríkjum.  (þorsteinn sagði þetta ekki svona náttúrulega)

Við verðum bara að meta stöðuna eins og hún er núna og það er ekkert sem bendir til samrunaríkis eða þróunar í þá átt.  Ekki neitt.

Enda eins og bennt hefur verið á yrðu íbúar æandana að samykkja það og það er svo langt í frá að minnstu líkur séu til að svo verði.

Hvað svo gerist efti 50, 150 eða 1000 ár - það er bara meira heimspekilegar pælingar. Sem við getum ekkert séð fyrir.

Tímarnir breytast - og mennirnir með.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 14:56

61 Smámynd: Fannar frá Rifi

tók ég það ekki fram hér að ofan Guðbjörn? afsakaðu þessa ónákvæmni. ég skal skrifa þetta upp betur.

engin ESB sinni hérna,. að undanskildum Guðbirni og síðan Þorsteini Pálssyni hafa viljað upplýsa um það hvar þeir draga mörkin varðandi frekari samruna innan evrópu. Þýðir það að þeir vilja að evrópskt stórríki verði sett á fót? 

það þarf ekki að bera út óhróður um ESB. þeir sjá um það alveg sjálfur. Guðbjörn þú ættir að kynna þér hvernig ESB ríkin fara með smáríki í afríku. hvernig þau þurrausu hafið í kringum lönd þeirra af fiski. ég hef heyrt að sjoræningjar í Sómalíu eru atvinnulausir sjómenn. þeir urðu atvinnulausir eftir að ESB togarar komu og sópuðu upp öllum fisknum. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 14:58

62 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar hvernig hefur ESB þróast á undanförnum árum. í hvaða átt stefnir hún? NATO er gamaldsags hernaðarbandalag sem alltaf hefur verið til í einhverri mynd á milli ríkja og eru mjög stabíl á meðan þau vara. breytingar á þeim eru vanalega litlar sem engar.

ESB sínir alla tilburði miðað við þau sameiningar skref sem komið hafa fram að stefnt sé í áttina að sambandsríki. 

ég nefi hér að ofan 10 atriði sem öll eiga við sjálfstæð ríki. hversu mörg af þeim uppfyllir ESB? eru t.d. lög aðildar ríkjanna æðri en þau sem ESB setur? ef ekki þá er lagasettningarvaldið farið úr höndum þjóðríkjanna. þeir sem ekki sjá það eru að berja hausnum í stein. það getur líka verið að ég sé að berja hausnum í stein með því að vera rífast hérna við ykkur. þið hinir sanntrúuðu sjáið bara það sem þið viljið sjá. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 15:01

63 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þú ert þarnameð lista - nenni bara ekki að eltast við það hjá þér enda hefur það takmarkaðann eða engann tilgang.  Why ?  Jú einfaldlega vegna þess að þó maður tæki þetta lið fyrir lið og útskýrði í þaula og samaátriðum að ekkert væri að óttast o.s.frv. - hvað sleður ?  Jú, eftir nákvæmlega 1 mínútu kæmi nákvæmlega það sama há andsinnum !  Nákvæmlega það sama.  Þetta þekki eg af reynsl minni af því hvernig andsinnar hugsa og ræða mál.  Bíta eitthvað í sig - og endurtaka það svo aftur og aftur og aftur - og aftur.

Með lögin - þá koma öll ríkin að mótun þessara eða hinna laganna.  Þetta er allt unnið í samstarfi og samvinnu og meginprinsipp ESB er að ganga aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja.

Þar sem lög ESB eru "æðri" þá hafa ríkin einfaldlega komið sér saman, með samþykki allra fullvalda lýðræðisríkja sambandsins, að hafa lögin svona.  Ekki flókið mál.  Og engin hætta.  Ekki nokkur.  Bara hið besta mál og skynsamlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 15:16

64 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar. segður mér. hverju var Dönum lofað þegar þeir kusu um það að ganga inn í ESB? segðu mér annað afhverju má ekki halda þjóðaratkvæðagreiðslur innan ESB? segðu mér þriðja, afhverju er ekki tekið mark á því þegar þjóðir innan ESB segja nei samanber höfnun á stjórnarskrá ESB sem síðan var breytt í Lissabon sáttmálan?

hver er lagalegur munur á ríkjum innan ESB og fylkjum í Bandaríkjunum. hver verður hann eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur? Guðbjörn þú ættir að geta svarað mér þessu því þú segist hafa lesið og rannsakað ESB í þaula.

hver eru þessi grunndvallar hagsmunamál? eru þau einhverstaðar til á blaði?

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 15:25

65 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrsta, var dönum lofað einhverju sérstöku ?  Veit ekki nákvæmlega á hvað miðum þú ert að dorga þarna.

Annað, það má alveg halda þjóðaratkvæðagreiðslur.

þriðja, það var tekið mark á því.  Hætt var við stjórnarskrá og tekinn upp svokallaður umbótasáttmáli sem snýst  að mestu um að fyrri reglur eru öppdeitaðar í takt við tímann og fjölgun ríkja í bandalaginu.

Það er í sjálfu sér afskaplega fátt nýtt í Lisbonsáttmálanum og samkv. lögum aðildarríkja ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu - nema á írlandi samkv. sérstökum reglum sem þar eru.  

Nægjanlegt er að þjóðríki fullvaldaríkja sambandsins samþykki sáttmálann.

Ekkert voðalegt við Lisbonsáttmálann. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 15:54

66 Smámynd: Fannar frá Rifi

ekki þörf? er þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi? samkvæmt ríkistjórnin er það ekki.

og Dönum var lofað að það yrði ekkert ESB þing. 

en hver er lagalegur munur á ríkjum esb gagnvar brussel valdinu og fylkjum USA gagnvart Washington? og þá sérstaklega hver verður lagalegur munur eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið staðfestur? 

Ómar hvar dregur þú mörkin varðandi samruna ESB? Jón Frímann er of mikill heigull til að svara, ert þú það líka? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 16:05

67 identicon

Fannar. Danir gengu inn í EEC (EB, er ekki lengur til í dag) á sínum tíma, og ég veit ekki hvernig kosningabaráttan var á þeim tíma. Enda var þetta talsvert fyrir minn tíma, en danir gengu í EEC árið 1973, sem var forveri ESB.

Fullyrðingar án heimilda eru staðlausir stafir, og fullyrðing þín um að dönum hefði verið lofað ekki neinu ESB þingi er því ómarktæk með öllu.

Á sínum tíma var andstaða við að íslendingar gengu í EEC (EB). Þá voru mótrökin svipuð og þau sem heyrast í dag. Sú andstaða kom í ljós í kringum umræðunar áður en Ísland gekk í EFTA á sínum tíma (sjá umræður um EFTA á sínum tíma). Hérna er farið stuttlega yfir það tímabil í sögu Íslands.

Síðan ætla ég að benda á þetta hérna (google afrit er hérna) færslu frá árinu 2001.

"Það er hlutverk stjórnmálaflokka að bjóða kjósendum upp á skýra valkosti. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gerir það með andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Flokkurinn býður einnig upp á skýran valkost í öryggis- og varnarmálum sem Evrópusambandið fæst við í auknum mæli. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur þannig tekið við hlutverki Alþýðubandalagsins sem beitti sér til dæmis ákaft gegn aðild Íslands að EFTA, EES og NATO. Skýr andstaða Alþýðubandalagsins við ríkjandi utanríkisstefnu leiddi til mikillar umræðu um utanríkismál og harðra deilna og gerði það að verkum að kjósendur voru um margt betur upplýstir um utanríkismál en gengur og gerist í öðrum ríkjum.Kjósendur hljóta að gera þá kröfu að Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn marki skýra stefnu gagnvart Evrópusambandsaðild. Systurflokkar þeirra í Evrópu luku naflaskoðun sinni fyrir mörgum árum. Flokkarnir geta ekki lengur skýlt sér á bak við þá tuggu að landhelgin fyllist ef til vill af erlendum togurum. Það hefur margoft verið hrakið. Sáttmálar Evrópusambandsins eru skýrir. Stefna Evrópusambandsins er skýr. Annaðhvort er hagsmunum Íslands betur borgið innan sambandsins eða utan þess. Stefna Evrópusambandsins eins og stefna ríkis breytast að sjálfsögðu með tímanum. Það eru hins vegar aðildarríki sambandsins sem ráða ferðinni og móta stefnu sambandsins."

Þar hefur þú það Fannar.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:22

68 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvenær var danska þjóðin spurð að því hvort að hún vildi ganga í ESB?

og afhverju ertu heigull sem þorir ekki að upplýsa um afstöðu þína um samruna feril evrópu? hvað þú telur að séu þau mörk sem þú myndir ekki samþykkja um frekari samruna? 

og hagsmunir íslands er ekki borgið betur innan ESB. afhverju, þar er langvarandi atvinnuleysi í þeirri tölu sem það er hér á íslandi í miðri kreppu. hagur ríkja hefur ekki batnað innan ESB. hagur almennings hefur versnað. en elítan finnst ESB merkileg og almúginn verður að hlíða henni svona eins og í gamladaga, þá kallaðist elítan, aðall. 

"Flokkurinn býður einnig upp á skýran valkost í öryggis- og varnarmálum sem Evrópusambandið fæst við í auknum mæli."

varstu ekki að enda við að segja að það væru engin ESB her á dagskrá? var það bara lýgi? eða hvernig verður öryggis og varnarmálum háttað með öðrum hætti en hernaðarlegum? verða skátarnir sendir af stað? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 16:35

69 Smámynd: Fannar frá Rifi

hver er munurinn í lagalegum skilningi á fylkjum í USA og ríkjum innan ESB eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur. að miða við ESB í dag er ekki hægt þar sem ekki fleiri ríkjum verður hleypt inn í ESB nema að Lissabon sáttmálin verði samþykktur. þannig að hver er munurinn? getiði sagt það eða verður enn ein aðferðin notuð til að víkjast undan eins og með aðrar spurningar sem koma illa við trúboð ykkar?

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 16:37

70 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að það þýðir ekkert að svara andsinnum.  þeir taka ekkert mark á staðreyndum og ímynda sér þetta og þetta og skapa sér einhverja uppdiktaða mynd - og eru svo alltaf að berjast við ímyndun sína.

Andsinnar eru nokkurskonar Donkíkóte nútímans.  Alltaf að berjast við vindmyllur sem þeir ímynda sér að séu ógurlegir drekar.  Sumir gera þetta viljandi.  Sem sagt eru í áróðri en aðrir virðast virkilega trúa því að um sé að ræða dreka þegar staðreyndin er að um ósköp venjuleg vindmlyllu er að ræða.

Varðandi meint "samrunaferli" þá er staðan þannig núna að fullvalda lýðræðisríki umrædds sambands hafa komið sér saman um að skynsamlegt og hagstætt sé að hafa vissar sameiginlegr reglur á hinu eða þessu sviðinu og hafa sameiginleg lög þar að lútandi.  Mjög skynsamlegt og reyndar bara í takt við nútímann.

Nú, það væri alveg hugsanlegt að frekara samstarf væri skynsamlegt á ýmsum sviðum.  Það er ekkert hægt að útiloka slíkt.  Og betrumbætur á samstarfi annarsstaðar, hugsanlega minnkun á enn öðrum sviðum etc.  Allt er breytingum undirorpið.  

En það verður bara metið náttúrulega í hverju tilfelli fyrir sig þegar sú og sú staða kemur upp.  Auðvitað.  Og tekið í samráði aðildaríkjanna  og starfshópa sem meta hvert atriði  þegar það kemur uppá borð. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 16:44

71 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er nákvæmlega mín upplifun á ykkur sambandssinum. takið ekki rökum eða mark á staðreyndum.

þú átt við að það er tekið upp í samráði elítunar? 

ég nenni þessu ekki. engin ykkar fyrir utan Guðbjörn þorir eða vill svara því hvar þið setjið mörkin persónulega við það hvað er of mikill samruni að ykkar mati. 

ein spurning ef þið getið svarað henni. hvenær verður samstarf sjálfstæðra ríkja að sambandsríki? eruð þið með skilgreiningu á því? ef ekki, hvernig getiði fullyrt að ríki ESB séu ennþá sjálfstæð? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 16:57

72 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka þér fyrir góð greinaskrif Guðbjörn. Leitt er að sjá hvernig Fannar föðurnafnslausi frá Rifi sóðar út athugasemdakerfi þitt með rangfærslum og lygum. Jón Frímann hefur þó algjörlega tekið hann í gegn og er það vel.

Kjartan Jónsson, 21.9.2009 kl. 17:00

73 Smámynd: Fannar frá Rifi

sé að kjartan þorir ekki heldur að svara og kemur bara með aðdróttanir. ekki er það skrítið að meirihluti þjóðarinnar er ykkur ósmálla í öllu varðandi ESB.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 17:11

74 Smámynd: Fannar frá Rifi

ósammála átti þetta að vera.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 17:12

75 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég býð eftir því að einhver af ykkur ESB sinnunum kemur með skilgreiningu á því hvað sé sjálfstætt og fullvalda ríki. ætli þið þorið nokkuð að koma með slíka skilgreiningu eins og með annað tengt ESB umræðunni? þegar þið viljið opna umræðu þá meinið þið án gagnrýni á ESB.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 17:13

76 Smámynd: Fannar frá Rifi

og eitt kjartann. farðu á síðuna hjá mér og ýttu á tengilin Höfundur.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 17:14

77 identicon

Fannar, ég veit ekki betur en að það hafi verið kosið um aðild Danmerkur að EB (EEC) á sínum tíma, og það er hægt að lesa allt um þá kosningu hérna.

Fannar, samkvæmt Rómarsáttmálanum (wiki grein er hérna), þá eru öll aðilarríki sjálfstæð og fullvalda, ennfremur þá kemur fram í Lisbon sáttmálanum að öll aðilarríki geta dregið sig úr ESB ef þau kjósa að gera svo, og leggur Lisbon sáttmálin þá aðgerð fram. Þetta er í fyrsta skipti sem formleg úrsagnarleið er til hjá ESB, en ríki hafa þó alltaf getað sagt sig úr ESB, en ekkert ríki hefur kosið að gera svo. Nokkur sjálfstjórnarsvæði hafa hinsvegar sagt sig úr ESB, Grænland er þar nýlegasta dæmið.

Fannar, ég bað þig að koma með staðreyndir. Í staðinn hefur þú komið með spuna Heimssýnar, ásamt lygum. Slíkt er auðvitað ekki hægt að taka mark á með nokkru móti. Þangað til að þú kemur með staðreyndir, þá er ekkert til að tala um í þínum málflutningi.

Hvort að ég haldi áfram að leiðrétta þvæluna í þér er umhugsunarefni fyrir mig að fara í.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:31

78 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón. hver er skilgreining á fullvalda ríki? öll ríki innan sovétríkjana voru einnig á blaði fullvalda. það sagði ekki neitt þá og segir ekki neitt ennþá. hver er skilgreiningin. nærðu ekki spurningunni eða geturu ekki svarað?

hver er skilgreining á sjálfstæðu og fullvalda ríki? 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 18:38

79 identicon

Fannar. Þessi skilgreining sem ESB notar er samkvæmt alþjóðalögum, og engum öðrum lögum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:39

80 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hver er hún? hver er skilgreiningin á sjálfstæðu og fullvalda ríki? geturu ekki komið með hana? er skilgreiningin sú að það stendur í einhverri samþykkt ESB að ríkið sé sjálfstætt og fullvalda? ef svo er þá ertu komin í hring. 

Circular logic works -> because circular logic works - > because circular logic works-> etc. etc. 

komdu með skilgreininguna á því hvað sé fullvalda og sjálfstætt ríki. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 18:44

81 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fannar frá Rifi og Jón Frímann mega alveg "rökræða" hér í athugasemdum hjá mér!

Vandamálið er að ég er vinnandi embættismaður og hef alveg nóg að gera að lesa og skrifa og svara erindum allan daginn. Á kvöldin er ég því búinn að fá nóg af fundum, skrifum, lestri og pælingum!

Af þessum sökum kemst ég helst í það að blogga um helgar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.9.2009 kl. 18:45

82 identicon

Fannar. Þú getur lesið mjög góða grein um alþjóðalög hérna. Þetta hérna er tilvitnun úr þeim texta.

"The law of nations is a part of the law of the United States unless there is some statute or treaty to the contrary. International law is a part of the law of the United States only for the application of its principles on questions of international rights and duties. It does not restrict the United States or any other nation from making laws governing its own territory. A State of the United States is not a "state" under international law, since the Constitution does not vest it with a capacity to conduct foreign relations."

Guðbjörn, þetta fer að enda. Ég nenni að rífast endalaust við menn sem hvorki hafa áhuga, eða vilja til þess að taka rökum. Hinsvegar vona ég að svör mín séu upplýsandi fyrir lesendur þessa bloggs.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 19:06

83 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Nú gengur það orð að Davíð Oddson muni verða hinn nýji ritstjóri Morgunblaðsins.  Ég bara trúi þessu ekki að það sé í uppsiglingu, þrátt fyrir sérkennilega burtför Ólafs Þ. Stephensen.

Ef þetta verður niðurstaðan þá ættu Íslendingar virkilega að fara að gá að sér hvert stefnir í þessu samfélagi. Ef þetta gerist er deginum ljósara að verið er að setja hreinræktaða áróðursmaskínu af stað, eitthvað sem minnir helst á hræðilegt tímabil í mannkynssögu 20. aldarinnar, þar sem allt verður gert til að klekkja á núverandi stjórnvöldum og fólki sem kallar eftir alvöru samfélagslegri ábyrgð og þátttöku fyrirtækja og einstaklinga. Ef þetta gerist er ljóst að sérhagsmunagæslan er að koma sér fyrir til að verja völd sín í okkar samfélagi - og mun svífast einskis. Ef þetta gerist er hætt við að spilling og fjárhættuspil nái aftur fótfestu í okkar samfélagi.

Ef þetta gerist segi ég upp Morgunblaðinu og flyt af landi brott úr ómenningunni! (og þá hafa ormarnir sigrað, ekki satt?  En hvað um samfélagsgerðina?)

Eiríkur Sjóberg, 21.9.2009 kl. 19:25

84 Smámynd: Fannar frá Rifi

jæja Eiríkur, nú veistu hvernig okkur ESB andstæðingunum er búið að líða undanfarin misseri yfir stanslausum áróðri og hlutdrægni ESB sinna á öllum fjölmiðlum landsins.

Jón hvað í ósköpun kemur þetta við þeirri spurningu sem ég spyr þig um hvað sé skilgreining á sjálfstæðu og fullvalda ríki? veistu ekki hvað skilgreining er eða skiluru ekki spurninguna. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 19:31

85 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Fannar

Sjálfstætt ríki er ríki sem stjórnar sér sjálft.  Ekki er þar með sagt að allir þegnar slíks ríkis séu sjálfstæðir - sbr. íslenska ríkið þar sem sérhagsmunaöfl hafa haldið völdum í langan tíma og tengst jafnt inn í stofnanir ríkisins og atvinnulífið með hræðilegum afleiðingum....

Fullvalda ríki er ríki sem setur sér löggjöf sjálft.  Þetta á ekki heldur við að öllu leyti á Íslandi eftir að það gekk inn í EES.

Ísland er sjálfstætt, í brothættum skilningi, en ekki fullvalda í víðasta skilningi.

Með inngöngu í ESB er von til að hér komist á uppbyggilegur samfélagssáttmáli og alvöru eftirlit með gjörðum glæframanna.

Veruleikinn er sá að við búum í samfélagi, ýmist fjölskyldu, sveitunga eða þjóða.  Ein erum við ekkert, en með öðrum meira en við sjálf.  Þetta er veruleikinn.  Sá sem hafnar þessu og þeirri ábyrgð sem þessu fylgir, hann snýr út úr veruleikanum með afleiðingum sem kunna að henta honum, en ekki öðrum.

Eiríkur Sjóberg, 21.9.2009 kl. 19:44

86 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú gleymir einu varðandi EES samningin. við setjum EES lögin sjálf. þau eru ekki tekin hér upp sjálfkrafa eins og þau eru hjá ESB ríkjum. innan EES þá fara öll lög fyrir þingið og við getum sleppt því að taka þau upp, sett fyrirvara eða samþykkt. gott dæmi um það er Matvælalöggjöfin sem er verið að setja alskyns fyrirvara og breytingar í. þetta eru lög sem koma beint frá ESB eru ekki beint tekin hér upp á íslandi heldur fara í meðferð hjá þinginu.

þú kemur inn á helsta mál ESB sinna að mínu mati. þú vonast til þess að það verði einhver samfélagssáttmáli við inngöngu í ESB. von þín er samt á veikum grunni byggð þar sem samfélagið hefur ekki áhuga á inngöngu í ESB. þannig að ESB getur ekki virkað sem samfélagssáttmáli þegar allir eru á móti því nema lítill hluti þjóðarinnar. 

Takk fyrir þetta Eiríkur. gott að fá svör svona endrum og eins. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 19:53

87 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Fannar

Ég hef að vísu ekki gert fullkomlega upp hug minn enn hvað ESB varðar!  En sé margháttaða von enn við að fara þar inn, verð ég að játa.  Bíðum samt og sjáum.  Ég er ekki "blindur aðdáandi," vona ég......

Þú talar um ESB andstæðinga og svo aðra.  Er ekki litrófið eitthvað breiðara en það?  Er ekki fullt af fólki einmitt að velta þessum málum bara fyrir sér, án þess að taka trúarlega afstöðu?

Taland um svona ESB sinna og ekki sinna o.s.frv.  Mér finnast það mjög skrítin rök gegn ESB að vísa einungis til þess að við, sem þjóð, missum "sjálfstæði" eða "fullveldi" við inngöngu?  Má "sjálfstæðið" kosta hvað sem er?  Getur verið að þarna sé um "blinda" þjóðernishyggju að ræða?  En hvað ef okkur borgurunum, fólkinu í landinu, raunverulega býður bætt samskeppnisstaða, auknir möguleikar og réttindi við að ganga inn í ESB, er það þá ekki meira virði en "sjálfstæði" - sem er svo ekkert sjálfstæði þegar betur er að gáð, sbr. ýmsar alþjóðareglur, EES, AGS, nám erlendis, innlutningur á banönum og kiwi o.s.frv...?

Eiríkur Sjóberg, 21.9.2009 kl. 20:09

88 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við aðild að esb þá eykst fullveldið.  Þá fáum við aðgang að smíði laga og ákvarðanatöku þar að lútandi.  Segir sig sjálft.  Núna erum við áhrifalaus og verðum að innleiða rammalög eins og kunnugt er.

Og þá bregður svo við að andsinnar vilja það !  Blaðrandi um eitthvert fullveldi daginn út og inn - og heimta svo minna fullveldi.  Broslegir þessir andsinnar.

Það áhugaverða við esb umræðuna er eiginlega skemmtanagildið.  Hvað ætlar nú þessi og þessi andsinni að þrugla í dag o.s.frv.  Ætlar hann að toppa þruglið frá í gær frá öðrum andsinna etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 20:13

89 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar, þú ert byrjaður að nota Bush rök. Með því að skerða frelsi þá verndaru það.

Eiríkur. ef við erum með lélega löggjöf og réttindi hér á landi þá er það galli við löggjafarþing landsins og þar með stjórnmálamenn landsins. það er innanlands vandamál sem hægt er að leysa á mjög auðveldan hátt ef áhugi og vilji er til þess. 

afhverju ætti samkeppnisstaðan að batna við ESB aðild? enn hefur ekki verið sýnt fram á það. batnar samkeppnistaða okkur utan ESB svæðisins? fáum við ódýrustu innfluttu vörurnar við inngöngu í ESB? Kína framleiðir t.d. miklu ódýrari vefnaðarvörur svo dæmi séu tekin heldur ESB ríki. er ekki hagkvæmari að kaupa þær vörur af þeim? 

Fullveldi er að geta tekið ákvörðun um eigin framtíð. ein án þess að biðja aðra um leyfi. innan ESB þyrftum við alltaf að biðja aðra um leyfi fyrir öllu markverðu sem við gerðum. 

Alþjóðareglur eru reglur þeirra sem mest hafa völdin. ef við færum eftir því þá ættum við að ganga í USA. AGS er stofnun sem er í eigu nokkura gamalla nýlenduvelda og hefur veirð beit sem slýkri í gömlu nýlendunum. þar er allstaðar sviðin jörð eftir þá stofnun. 

heldurðu að nám erlendis hætti að bjóðast íslendingum nema við göngum í ESB? Bananar og Kiwi koma ekki frá ESB svo dæmi séu tekinn. 

ef ESB hefði verið til og við hefðum verið innan þess í Þorskastríðunum, hefðum við aldrei fengið að færa út lögsögu landsins. segir það ekki ansi margt? 

og hvað kostar aðildin að ESB? það er þegar búið að koma í ljós. aðildin kostar eitt stykki Icesave með ótímabundnu láni á háum vöxtum upp nokkur hundruð milljarða. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 20:27

90 identicon

Ómar hérna er eitthvað áhugavert fyrir þig og umræðuna 

Businesses closing under EU regulation

The EU's 111,000 regulations will close hundreds of thousands more businesses when fully enforced, and control our private lives more closely than those of Soviet citizens. (In a Parliamentary answer to Lord Stoddart in January 2003, the government said there were 101,811 EU regulations, growing at 3,500 pa.)

The EU costs us £200 billion pa, 20% of our economy

According to the government's Better Regulation Task Force, complying with EU regulations now costs our economy over £100 billion a year. Economists say we lose £80 billion pa by associating with the EU's inferior economies. The EU took our fishing industry, which costs us £5 billion pa. EU damage to other industries a further £20 billion. Our EU contribution is £10 billion. Taxes have doubled since we've been in the EU, leaving little money left in the economy for millions now struggling to make ends meet, even before overwhelming EU immigration takes our jobs.

What will life be like in the EU after the 7th Treaty is signed?

Our Westminster Parliament’s remaining powers will be transferred to Europe. Westminster loses its reason to exist. It is the formal end of Britain and England as nations.

Britain's 153 embassies around the world will be closed as the ink from the Queen's signature dries. (As Tony Blair refused to admit this has been agreed to, Jose Zapatero, the Prime Minister of Spain, confirmed it in a February 2005 radio broadcast.)

Your address will change after the EU abolishes our 48 counties, from 4 High St, Taunton, Somerset, Great Britain, to 4 High St, Taunton, Area K, European Union. ("Area K" - has been assigned for a decade.)

The National Anthem of the EU, based on the melody "Ode to Joy" by Beethoven, formally replaces God Save the Queen. The EU flag replaces the Union Jack, the red, blue and white nautical ensigns etc. (The EU Commission ordered our Merchant Navy to fly the EU flag on 24th November 2005; they will no longer be able to refuse.)

The EU will take ownership and command of our Police, Army, Royal Navy, RAF, nuclear weapons, currency reserves, North Sea Oil. (See the six EU Treaties, or the Constitution, which summarises them.)

It is illegal to criticise the EU under the 1999 ruling of the European court of "Justice" case c274/99. This will then be enforced, and the UK Independence Party will be banned. The fact the EU is a police state will be very clear.

The Conservative, Labour and Lib-dem parties will be abolished (only pan EU parties like the EPP or PES are allowed -see clause I.46.4 of the EU Constitution). It will then be obvious to even the dumbest politician there is no reason to keep Westminster open, and that the EU has the legal right to close it.

Hundreds of thousands more small businesses will close on the enforcement of the remaining 100,000 EU regulations already passed. Several million will be permanently unemployed.

The 111,000 regulations will make us all criminals. Ignorance of the law is no defence; but its impossible to know 111,000 regulations, and the poor can't possibly afford to comply. The Serious Organised Crime and Police Act 2005 means you can be arrested for infringing any EU regulation, no matter how minor. We will live under permanent fear of fines, arrest and imprisonment. Here are just 5 examples out of 111,000:

It is now illegal for you to repair the plumbing, windows or electrics in your own house, or to repair your own car. If you buy a boat over six feet long, built after the EU Recreational Craft Directive of 1999, and don't pay the EU £4,000 to "measure" the boat, you get 6 months in prison.

The government and big corporations will have a monopoly on employment and will be able to dictate unfavourable terms and minimum wage to staff without fear of contradiction.

Plum government jobs and corruption will ensure the wealth of politicians, bureaucrats, their businesses and associates at all levels of government, including amongst our 7000+ quangos. Society will divide in two: the remaining 60% of us will be unemployed or on minimum wage.

We will be ruled by the 25 unelected EU Commissioners; our only vote is to the powerless EU parliament. Taxes will rise more steeply to pay for the even larger explosion in government growth and corruption; we will be as poor but have less freedom than Soviet Citizens. If we demonstrate or protest we can be be seized and relocated to another region as refugees.

The EU Arrest Warrant and Civil Contingencies Act 2004, with 30 other oppressive EU Acts the Queen has signed between 1972 and 2005, give the government absolute power over us. Since 1992 the police have shot dead innocents Philip Prout, Jean de Menezes and 28 others. “Shoot to kill” is legal under EU Corpus Juris law.

How long will the EU last? The EU’s Constitution is strikingly similar to the old Soviet Union’s. In perhaps 15 years Europe will collapse under the weight of its own corruption, bureaucracy, and regulations. There will be so few productive businesses that even at 100% tax rates we will not be able to support the massive, corrupt and wasteful government; but many of us will be impoverished long before then. Afterwards we may be able to leave the EU, if a dictator has not taken advantage of the absence of democratic checks and balances by seizing power. That dictator would have the formerly British and French Nuclear weapons. History warns us dictators start wars.

http://eutruth.org.uk.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 21:01

91 identicon

Fannar. Fullvalda og sjálfstæð ríki eru þau sem ráða sér sjálf, og ég veit ekki betur en að öll aðildarríki ESB geri nákvæmlega það í dag. Án nokkura vandamála. Aðildarríki ESB hafa hinsvegar kosið að vinna saman hinum ýsmu málaflokkum á grundvelli ESB til samræmingar og betri lausna. Þetta á við allt frá neytendavernd og yfir í að halda aftur af stórfyrirtækjum. Evran er einnig besta dæmið um þá samvinnu sem aðildarríki ESB hafa tekið upp, í dag er hægt að nota evruna hjá 16 aðildarríkjum ESB. Það þýðir að fólk sem kaupir vörur innan þess svæðis borgar alltaf það sama, jafnvel þó svo að keypt sé frá öðru aðildarríki ESB, þetta sama fólk er einnig laust við gjaldeyrissveiflur og önnur slík leiðindi.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:39

92 Smámynd: Fannar frá Rifi

http://www.google.com/finance?q=NYSE:ERO

allir gjaldmiðlar sveiflast Jón Frímann, álfurinn þinn, það er til heimuri fyrir utan Evrópu og allir þeir sem búa þar, heilu 6 milljarðarnir (jafnvel meira) nota ekki evru sem gjaldmiðil. framleiðsla á vörum er ódýrar utan evrópu og því er hagstæðara að versla utan evrópu en innan. 

Jón þú veist ekki hvað fullveldi eða sjálfstæði er þannig að hættu að reyna að þykkjast vita eitthvað um þessi mál. þú ert bullukollur sem ert heittrúaður esb sambandsríkissinni. vilt bara ekki viðurkenna það.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 22:49

93 identicon

"allir gjaldmiðlar sveiflast Jón Frímann, álfurinn þinn, það er til heimuri fyrir utan Evrópu"

Fannar frá Rifi nefndi einhver Zimbabwe?

Á Íslandi varð um 50-60% gengisfalls!

http://eyjan.is/blog/2009/09/18/langmest-verdbolga-a-islandi-verdhjodnun-a-evrusvaedinu/

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/09/21/erlendar_skuldir_30_prosent_of_haar/?ref=fphelst

karl sigurðsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:12

94 identicon

"The following quote is often misascribed[3] to Jean Monnet — in fact it is a paraphrase of a characterization of Monnet's intentions by British Conservative Adrian Hilton:

"Europe's nations should be guided towards a super state without their people understanding what is happening. This can be accomplished by successive steps each disguised as having an economic purpose, but which will eventually and irreversibly lead to federation."

http://en.wikipedia.org/wiki/Jean_Monnet#A_European_ideal

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:12

95 identicon

Fannar. Hættu að leggja mér orð í munn, og hættu að gera mér upp skoðanir. Meirihluti viðskipta í evrópu á sér stað innan ESB landanna sjálfra, segir sig sjálft.

Það er áhugaverð staðreynd að það eru fleiri gjaldmiðlar tengdir evrunni en bandaríska dollarnum. Hægt er að skoða þær upplýsingar hérna (wiki). Hérna er vefsíða ESB um evruna, hérna er vefsíða ECB um evruna. Í evrópu nota rúmlega 329 milljónir manns evruna sem gjaldmiðil. Slíkt stærð kallar fram mjög mikil stöðugleika og stöðugt verðmæti á gjaldmiðli.

Evran sveiflast ekki á móti sjálfri sér innan evrusvæðsins (þetta skildir þú alveg, en kaust að misskilja). Hinsvegar sveiflast evran á móti öðrum gjaldmiðlum heimsins, eins og sést vel á gjaldmiðlavefsíðu ECB.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:18

96 identicon

hurðu,

leifðu bara afturhaldsöflununum að taka flokkinn "þinn" yfir. í framhaldinu finnur þú persónulega bara þinn eigin farveg. ekkert stórhættulegt við það. nema að þú sért að hugsa um einhverja eigin sérhagsmunagæslu sem að tengist gamla kunningjasamfélagiun (enska: nepotisma). hlýtur að vera svolítið erfitt að skilja við það dæmi.

kveðja,

einar

Einar (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:24

97 identicon

“There will be no peace in Europe, if the states are reconstituted on the basis of national sovereignty… …The European states must constitute themselves into a federation.”
“Europe’s nations should be guided towards the superstate without their people understanding what is happening. This can be accomplished by successive steps, each disguised as having an economic purpose but which will irreversibly lead to federation.”
Matthews asserts that Monnet never actually said this.

Comment
Yes, Monnet is, indeed, dangerous.
First about the quotations:In Wikipedia I find the 2 above quotations– the first as authentic, the latter by the British Conservative Adrian Hilton, as his perception of Monnet´s intentions. Monnet is said to have often expressed these sentiments.
The Young European Federalists write: Monnet: “The veto is the profound cause and at the same time the symbol of the impossibility of overcoming national egoism.” http://euro-med.dk/?p=8176

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:27

98 identicon

“Once nation-states and their leaders find themselves bound by rules, infringement of which will destroy common policies that are to their own advantage,…little by little this method of conducting policy in common will spread to all sectors of interstate relations until the members of the Community no longer deal with each other on a bilateral basis. At this point they will have become a federation just  as the provinces of France were assembled in a national state at a moment favorable to this change in their status.
Only, in the twentieth century, it is not so much the different geographical portions of a future federation that are joined as it is the different functions of states that are gradually abandoned to common decision-making. The nature of that decision-making will itself have changed … to having a political content when decisions are taken on a federal basis (e.g., by majority vote).
Then a federal government will be in existence for all practical purposes.”

Jean Monnet: Mémoires

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:39

99 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei hún sveiflast ekki. í staðin sveiflast atvinnustigið. í staðin fyrir gengisfall á Spáni fá þeir 20% atvinnuleysi. miklu betra er það ekk?

Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 00:09

100 identicon

Fannar. Spurningin er reyndar orðin þessi. Afhverju hunsaru staðreyndir sem henta þér ekki ?

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 02:04

101 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er þvi miður algerlega rétt hjá Guðbirni.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.9.2009 kl. 03:10

102 identicon

Eiginlega ætlaði ég að hætta að eyða munnvatni í þessa umræðu.

En nú er ég ákveðinn.

Skipti um ríkisfang og gerist Þjóðverji. Læt sjónvarpa því í Pro7 og WDR

Þegar IceSave verður gjaldfellt í okt. þá verða allir íslenskir ríkisborgarar rukkaðir.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 06:53

103 Smámynd: Fannar frá Rifi

800 milljarðar plús vextir. það er þokkalega góður kostnaður við það eitt fá vera með í samruna evrópu.

Jón, ég nenni ekki að ræða meir við fantíkusa sem vilja ekki opinbera raunverulega afstöðu sína í ESB málum. og er ég að hunds stareyndir? sveiflast ekki evran á móti öðrum gjaldmiðlum? þú kannski telur að dollarinn sé smámynt? er atvinnuleysi ekki 20% á spáni? þú telur atvinnuleysi kannski vera betra en verðfall á gjaldmiðli? 

spurningin til þín sem stendur eftir er: 

ef þetta er svona rosalega gott allt saman út í ESB ríkjunum, hvað í andskotanum ertu að gera hérna í volæðinu á Íslandi ennþá? Íslendingar vilja ekki inn í ESB þannig að draumur þinn mun ekki rætast. Afhverju ferðu bara ekki og lætur okkur "vilteysingana" bara um það að vera í friði hérna á þessu volaða skeri fyrir utan ESB? 

Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 07:27

104 identicon

Þessi flokkur er kominn á svipað niveau og þýski NPD:

http://nachrichten.t-online.de/berlin-npd-fordert-migranten-politiker-zur-ausreise-auf/id_20030574/index

Mér sýnist Ísland vera svona Weimarer Republik í augnablikinu.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 08:58

105 identicon

Fannar frá Rifi.  Jón Frímann upplýsti það eitt sinn í bloggi sínu að hann hefði aldrei búið í ESB ríki, svo hann þekkir í raun ekki hvernig lífið er í ESB ríki. 

Hinsvegar virðist hann hafa komið þangað sem ferðamaður og heillast af öll sem hann sá þar út um bílrúðuna á ferð sinni um Evrópu. 

Þetta er svona svipað og að koma til Bandaríkjanna eða Kína og heillast að öllu sem þar ber fyrir augu og vilja því ólmur ganga í Bandaríkin eða Kína.

Þetta er alveg merkilegt með svona öfga ESB-sinn (landsölusinna) eins og Jón Frímann, það er ekki hægt að rökræða við þá.  Þeir hafa bara eina óhagganlega skoðun og nota því sterk orð eins og "rökþrota", "ómálefnalegt bull", "dellu" eða "ekki svara vert" gegn öllum þeim sem koma með mótrök gegn skoðunum þeirra.  Þetta minnir einna mest á trúarofstækismenn úr hópi múslíma eða annarra trúaofstækishópa.  

Svo gat hann (Jón Frímann) ekki svarað þeirri einföldu spurningu Fannars frá Rifi sem hljómaði; "hvar HANN sjálfur drægi mörkin á samruna Evrópusambandsríkja".  Hann svaraði bara með því að segja að "samrunaferli Evrópusambandsríkja muni ná ákveðnum áfanga við næstu áramót".  Þetta er ekki hans svar eða skoðun, heldur er þetta einungis ákveðinn áfangi í markmið hjá Evróusambandinu.

Ég tel eftir að hafa stúderað ESB, að það sé hannað fyrir lönd á MEGINLANDI Evrópu, en ekki fyrir útnáraríki eins og Ísland og henti því vel aðstæðum eins og þær eru á meginlandi Evrópu.  M.ö.o. þá tel ég að ekki sé hægt að taka ESB-módelið og copy-paste það á Ísland, og að þá eigi allt að vera goody á Íslandi eftir það.

Pétur Reynir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:10

106 identicon

Pétur Reynir. Ein allra lélegustu rökin gegn málflutngi mínum er þau sem þú varst að koma með. Ég þarf ekki að búa í ESB landi til þess að vita hvernig hlutinir eru þar. Það er eins og að segja við lögregluna að hún þurfi að vera á staðnum þegar glæpamaðurinn fremur glæpinn, til þess að handtaka hann. Þessi fullyrðing þín er því bæði heimskuleg og vitlaus, í þeirri röð.

Allt tala um "landsölusinna" og annað í þeim dúr er ekkert nema bölvuð vitleysa, og í raun ekki við nein rök að styðjast. Þessi rök hafa reyndar verið notuð síðan á tímum EFTA umræðunnar, þegar andstaðan kom upp við inngöngu Íslands í EFTA af Alþýðubandalaginu. Þá voru svona orð viðhöfð, ásamt svipuðum fullyrðingum og andstæðingar ESB beita fyrir sig í dag. Þegar á reyndi, þá hafði Alþýðubandalagið rangt fyrir sér og málflutningur þeirra reyndist ekki vera neitt nema svartsýnisröfl sem hafði ekki neinar staðreyndir á bak við sig.

ESB mun henta Íslandi mjög vel, enda eru íslendingar nú þegar búnir að taka upp 2/3 hluta af lögum ESB upp í gengum EES samninginn. Það sem eftir stendur er það sem semja þarf um í aðildarviðræðum á næsta ári.

Ennfremur, ég svaraði Fannari, en hann kaus að sjá ekki svarið og halda áfram með þvæluna og endurtaka hana eins oft og hann gæti. Í þeim tilgangi einum að reyna að rugla umræðuna og fá mig til þess að hætta að taka þátt í henni.

Það mistókst.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:10

107 identicon

Pétur Reynir, ég bý í ESB og hef búið þar í nákvæmlega 24 ár. Veit að Guðbjörn hefur líka búið þar.

Ég get bara sagt að það er akkúrat ekkert verra að búa hér í ESB en á Íslandi, nema hvað stór hluti af fjölskyldunni er langt í burtu.

Ég þekki líka fullt af Íslendingum sem búa á víð og dreyf um ESB og þeim líkar það vel og eru allir ESB sinnar. Meira að segja allir sem ég þekki og bjuggu í ESB og eru fluttir "heim" eru ESB sinnar. Ég hef bara lesið um eitt tilfelli, kona sem átti í þjóðfélagslegum vandræðum, sem bjó í ESB og líkaði það ekki. Veit ekki hvar í heiminum er best að búa ef maður er kominn á hreppinn. Sennilega ekki þar sem (ný)frjálshyggjan er hvað mest.

Ég er núna búinn að senda inn fyrirspurn til bresku landamæravörslunnar um hvort ég geti sótt um ríkisborgararétt þar. Ég ætla mér að vera ESB ríkisborgari. Get alltaf fengið þýskan ríkisborgararétt.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:40

108 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn Scheving, tja þú ættir frekar að beina þessu til Fannars frá Rifi.  Gæti slegið eitthvað á hinar ógurlegu áhyggjur hans um "samrunaferli" o.sfrv.

Samkv. eftirfarandi þarf hann eigi áhyggjur að hafa því ESB er beisiklí að kollapsa:

"How long will the EU last? The EU’s Constitution is strikingly similar to the old Soviet Union’s. In perhaps 15 years Europe will collapse under the weight of its own corruption, bureaucracy, and regulations."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 11:52

109 identicon

Voðalega tala margir ESB sinnar um vonina um opnara samfélag og minni spillingu ef við göngum í ESB.   Hvaðan fær fólk þessa hugmynd?

Af hverju hefur enginn endurskoðandi viljað skrifa undir bókhald ESB undanfarin ár?  

Hvernig í ósköpunum eigum við íslendingar að láta rödd okkar heyrast ef okkur finnst á okkur traðkað innan ESB?  Hver sér um að hin meinta spilling ráði ekki ríkjum á íslandi eftir sem áður? 

Svo finnst mér nú ansi fyndið hvernig Jón Frímann og fleiri öfga ESB sinnar leyfa sér að láta gagnvart andstæðingum.  Þeir tala um þverhausa sem hlusta ekki á nokkur einustu rök.   Hver er munurinn á ESB sinnum og ESB andstæðingum? 

Báðir hafa rétt fyrir sér í sínum huga og telja hinn hafa rangt fyrir sér.  Þetta er stál í stál og verður það sennilega áfram.

Fyrir mitt leyti vil ég ekki sjá ESB.  Sjávarútvegsstefna þeirra er handónýt og skv grænbókinni stendur jafnvel til að falla frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.  Hvar setur það okkur Íslendinga og sjávarútveginn?

Rányrkja ESB á smáríkjum Afríku er ekki beint til að hrópa húrra yfir, mótmæli kúabænda innan ESB sem hella niður þúsundum lítra af mjólk í mótmælaskyni er heldur ekki upplífgandi.

Vissulega myndu því fylgja kostir að ganga í ESB.  En gallarnir eru það margir og stórir að kostirnir ná ekki að vega þá upp.

Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.

Hrafna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:25

110 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Af hverju hefur enginn endurskoðandi viljað skrifa undir bókhald ESB undanfarin ár?"

Þetta mál er búið að þvæla út og suður.  Í rauninni snýst þetta um að esb reglur þar að lútandi eru svo strangar, svo mikið og strangt eftirlit og einnig fyrirkomulag á því hvrnig endurskoðendurnir afgreiða umrædd atrið frá sér.  Í raun er um mýtu að ræða.  Í rauninni.   

Um 0.09% af fjárlögum esb hafa verið tengd við eitthvað sem talist gæti vafasamt.  Þ.e. nánast ekkert. 

http://en.wikipedia.org/wiki/European_Court_of_Auditors

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 12:40

111 identicon

Ómar þetta hérna er kannski eitthvað betra fyrir þig og umræðuna

 

Ten EU truths we must tell the public

1. The leaderships of the Conservative, Labour and Lib Dem parties have been taken over by proEuropeans. These leaderships implement the EU's agenda, and ignore the wishes of their voters. That's why your vote doesn't make a difference.

2. The European Union has the Constitution of a dictatorship, and the laws of a police state. Dictatorships lead to oppression and poverty. The EU Constitution is similar to the old Soviet Union's.

3. Once the Queen has signed the sixth and final EU treaty, the very much alive EU Constitution makes it clear the EU will completely abolish the nations of Britain and England (and our Lib, Lab and Con parties, clause I464).

4. The EU is illegal under British law. Four Prime Ministers and the Queen have committed five acts of Treason by signing five EU treaties which will abolish our nation and replace it with the EU; they had to repeal the laws of Treason in the 1998 Crime and Disorder Act to escape prosecution.

5. The police state growing around you, and reported on by some national newspapers, is the EU police state. We've been in the EU for 34 years, we are harmonising our laws with the EU, the emerging police state is the result.

6. Political correctness, the undermining of parents, the family and teachers, the teaching of sex and homosexuality to under tens, the promotion of single parent families etc. is subversion by the EU or its Common Purpose division over the last 34 years, using the plans of the German Frankfurt School.

7. The EU will be an economic disaster. We now lose
£30 billion a year trading with Europe; before we joined we broke even. And our government admits the EU's 111,000 regulations cost us £100 billion a year (Better Regulation Commission Annual Report 2005). Our politicians lied to us.8. If you have voted Conservative, Labour or Lib Dem over the last 34 years you have voted for the EU police state.

9. German Chancellor Angela Merkel has persuaded a willing EU to sign the sixth and final treaty by May 2009; it will then adopt the EU Constitution. There is no need for another British General Election, which isn't due until May 2010. If you do get the chance, and vote Conservative, Labour or LibDem again, you will be casting your final vote to be imprisoned inside the EU police state, where you will be ruled by unelected EU dictators, who will control the nuclear weapons of what used to be Britain and France. You are also voting for the abolition of your own party.

10. Britain is the fourth largest economy amongst the world's 200 nations, please fight the campaigns on eutruth to get Britain back before its too late.

David Noakes. http://eutruth.org.uk

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:25

112 identicon

Hrafna. Vegna þess að endurskoðendur ESB hafa alltaf skrifað uppá bókhald ESB síðustu ár, og engin stórvægileg vandamál þar á ferðinni samkvæmt þeim. Fullyrðingar um annað eru lygi, og hafa alltaf verið það.

Sjá nánar hérna (BBC News 2006) og hérna (fréttavefsíða ESB, 2007). Síðan má benda á þá staðreynd að ESB er með afskaplega góða vefsíðu, sem sýnir í hvað peningum ESB aðildarríkjanna er varið í. Hvaða verkefni eru þar innanborðs og styrkir og annað slíkt. Þá vefsíðu er hægt að skoða hérna.

Það er greinlegt að það er orðið "öfga" að staðfesta rök sín með staðreyndum. Þetta er afskaplega léleg og handónýt aðferð hjá andstæðingum ESB á Íslandi, þar sem hún mun í raun aldrei virka og þeir geta alveg eins hætt þessari aðferð nú þegar. Enda er þetta bara tímasóun hjá þeim, einnig sem að í hvert skipti sem þessi ferð er notuð, þá eru þeir andstæðingar ESB sem nota þessa aðferð að gera sjálfan sig að rakalausu fífli og engu öðru.

Sjávarútvegsstefna ESB er til endurskoðunar núna, og ný stefna mun væntanlega taka gildi árið 2012. Þó er misjafn árangurinn af þessari stefnu samkvæmt fréttum. Sumstaðar eru fiskistofnar að jafna sig, en annarstaðar ekki. Þarna spilar þó líka inn í áhrifin af hækkandi hitastigi í heiminum, og fleiri atriði.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:29

113 identicon

Ómar þetta hérna frá Helgu Zepp-LaRouche í Executive Intelligence Review (7 April 2008) er kannski eitthvað betra fyrir þig og umræðuna

Professor Schachtschneider pointed out that it [the European Union reform treaty, a.k.a. the Lisbon Treaty] also reintroduces the death penalty in Europe, which I think is very important, in light of the fact that, especially Italy was trying to abandon the death penalty through the United Nations, forever.

And this is not in the treaty, but in a footnote, because with the European Union reform treaty, we accept also the European Union Charter, which says that there is no death penalty, and then it also has a footnote, which says, “except in the case of war, riots, upheaval” – then the death penalty is possible.

Schachtschneider points to the fact that this is an outrage, because they put it in a footnote of a footnote, and you have to read it, really like a super-expert to find out!

Hidden in plain view, the usual tactics of Europhile lies and liars.

Demand your MP gives you an explanation BEFORE they are allowed to ratify the Lisbon Treaty. Demand your MP votes against the Lisbon Treaty and this disgusting footnote. As Wonko says:

The EU not-a-Constitution reintroduces the death penalty and not only in times of war, but for riots or upheaval. That gives governments a pretty free hand to use the death penalty - strikes, protests, vote of no confidence in the ruling party.

Now do you understand why they also want detention without charge. The plethora of anti-terror laws are not aimed at real terrorists, they are aimed at you. Aimed at you when you want to get rid of this disgusting government.

Is this what is meant when we hear our politicians speak of 'Progressive politics' or 'Post Democratic Europe'.First they will come for the political dissidents.....Using manufactured terrorism where there was none before, using manufactured scientific global problems, using manufactured national government services failures.

This is why Europe is not up for political discussion, no debates, no dialogue, why reporting on Europe is it virtually banned from the press, why the EU and government ministers do their work in secret. Reform and change that is undertaken without the explicit consent of the people, can only be maintained through force and repression. The real politics is now between the Authoritarian and the Libertarian.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:37

114 identicon

Ómar þessi grein hérna eftir prof. Anthony Coughlaner örugglega mjög fín í umræðuna: These Boots Are Gonna Walk All Over You

From the desk of The Brussels Journal on Thu, 2007-12-13 21:00

An analysis by Prof. Anthony Coughlan Today the European Union leaders signed the Lisbon Treaty. This treaty gives the EU the constitutional form of a state. These are the ten most important things the Lisbon Treaty does:

1. It establishes a legally new European Union in the constitutional form of a supranational European State.

2. It empowers this new European Union to act as a State vis-a-vis other States and its own citizens.

3. It makes us all citizens of this new European Union.

4. To hide the enormity of the change, the same name – European Union – will be kept while the Lisbon Treaty changes fundamentally the legal and constitutional nature of the Union.

5. It creates a Union Parliament for the Union's new citizens.

6. It creates a Cabinet Government of the new Union.

7. It creates a new Union political President.

8. It creates a civil rights code for the new Union's citizens.

9. It makes national Parliaments subordinate to the new Union.

10. It gives the new Union self-empowerment powers.

1. The Lisbon Treaty establishes a legally quite new European Union. This is a Union in the constitutional form of a supranational European State: The Treaty gives this new Union a State Constitution which is identical in its legal effects to the EU Constitution that French and Dutch voters rejected in their 2005 referendums. It does this by amending the two existing basic European Treaties, the "Treaty on European Union" (TEU) and the "Treaty Establishing the European Community" (TEC). The former retains its name, while the latter is renamed the "Treaty on the Functioning of the Union" (TFU). These two amended Treaties become the de facto Constitution of the new Union which they constitute or establish, although they are not called a Constitution. The EU has thus been given a Constitution indirectly rather than in direct form, as had been proposed in the Treaty which the peoples of France and Holland rejected in 2005. The provision of the Lisbon Treaty that "The Union shall replace and succeed the European Community" (Art.1.3, amended TEU) makes absolutely clear that the postLisbon Union will be quite a new entity, as the European Community of which our countries are all currently members ceases to exist.

2. The Treaty empowers this new European Union to act as a State vis-a-vis other States and its own citizens: To understand the change introduced by the Lisbon that what we call the European Union today is not or corporate entity in its own right, for it does name "European Union" at present is a descriptive between its 27 Member States. Treaty one needs to understand a State. It is not even a legal not have legal personality. The term for all the relations At present these relations cover both the "European Community" area where supranational European law is operative, and the "intergovernmental" areas of.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:57

115 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn, vandamáli við margar þessar greinar um hve EU é stórhættulegt og vont o.s.frv. er - hve þær eru hrikalega ævintýranlegar !

Sem dæmi hér að ofan: "6. Political correctness, the undermining of parents, the family and teachers, the teaching of sex and homosexuality to under tens, the promotion of single parent families etc."   Vaaá.

Og Professor Schachtschneider: "the Lisbon Treaty] also reintroduces the death penalty in Europe"   What ! Já einmitt.  Hann gerir það nefnilega.  Td. ef ísland verður aðili þá verður tekin upp dauðarefsing ér á landi á.

Sko það er þetta sem eg er að tala um.  Svo fjarstæðukennt.  Dauðarefsing.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 14:14

116 identicon

Jón Frímann, þá segi ég á mót; að tala um "einangrunarsinna" og "að vilja ekki vera þjóð meðal þjóða" eru ein allra lélegustu rökin gegn þeim sem ekki eru ESB-sinnar, og svona málflutningur af hálfu ESB-sinna er ekkert annað en útúrsnúningur og bölvuð vitleysa.

Þó svo að við veljum ekki að fara undir sæng ESB, þá er ekki þar með sagt að við munum einangra okkur frá samfélagið þjóðanna.  Hvílíkur fáráðsháttur er að halda þessu fram. 

Þó Ísland álpist ekki í ESB, þá erum við eftir sem áður í Norðurlandaráði, EES, EFTA, NATO, Norðurheimskautsráðinu, Evrópuráðinu, Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðinu, Alþjóða hvalveiðiráðinu, Sameinuðu þjóðunum, Alþjóða rauðakrossinum, IMF, OECD, ILO auk fjölda annarra erlendra samstarfsfvettvanga.

Hvað með öll hin löndin í heiminum sem ekki eru í ESB?  Eru þessi ríki að eingra sig frá samfélögum þjóðanna?

Nei, Einar Hansson, ég hef aldrei haldið því fram að það sé eitthvað verra að búa í ESB-ríki heldur en Íslandi.  Aðalmálið skiptir að hafa vinnu og geta séð sér farboða.  Það eru nú ekki allir svo heppnir í mögum ESB-löndum að hafa fasta vinnu eða svona ca. 10-12% íbúa þar og hefur verið svo í meira ein 30 ár.  Svo hátt atvinnuleysi á Íslandi er svo til nýtilkomið, en það er eins gott að fara venja sig við svo hátt atvinnuleysi ef við álpumst í ESB, því þá mun svona hátt atvinnuleysi verða varanlegt hér á landi, enda er þetta normalt ástamd innan ESB-ríkja.

Auðvitað er gott að búa á meginlandi Evrópu þar sem stutt er til allra átta, fjölbreytnin er mikil, stærðarhagkvæmni nýtur sín vel, veðurfar er gott o.s.frv.  Við hér norður á hjara verlaldar getum aldrei notið þessara gæða, þar sem að við erum eyja norður í hafi langt frá meginlandi Evrópu og því er þýðingarlaust að halda því fram að þetta verði svona hjá okkur eins og í Evrópu, bara ef við gögnum í ESB.

Pétur Reynir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:24

117 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"...ca. 10-12% íbúa þar og hefur verið svo í meira ein 30 ár.  Svo hátt atvinnuleysi á Íslandi er svo til nýtilkomið, en það er eins gott að fara venja sig við svo hátt atvinnuleysi ef við álpumst í ESB, því þá mun svona hátt atvinnuleysi verða varanlegt hér á landi,  enda er þetta normalt ástamd innan ESB-ríkja."

Rangt.  Haldið þið andsinnar að ef þið komið með sömu vitleysuna nógu oft - þá verði hún eitthvað sannari við það ?  Er ekki í lagi með ykkur.

Margoft búið að útskýra og fara í gegnum að ESB er eigi = og einhver ákveðin atvinnuleysisprósenta.  Margoft.  Allt að 100 þúsund sinnum.  Atvinnuleysi í evrópu fer bara eftir aðstæðum á hverjum stað og hverju íki.  Sumsstaðar lágt.  Annarsstaðar hátt.  Og allt þar á milli.

Það er eins og þið andsinnar séuð í einhverri keppni um hver geti bullað mest um ESB - og eru svo veitt verðlaun hjá ykkur að kvöldi eða hvað ?  Bikar fyrir mesta bullið þann og þann daginn. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 15:00

118 identicon

Jón Frímann segir: "Sjávarútvegsstefna ESB er til endurskoðunar núna, og ný stefna mun væntanlega taka gildi árið 2012. Þó er misjafn árangurinn af þessari stefnu samkvæmt fréttum. Sumstaðar eru fiskistofnar að jafna sig, en annarstaðar ekki. Þarna spilar þó líka inn í áhrifin af hækkandi hitastigi í heiminum, og fleiri atriði."

Þú ert samur við þig Jón !!

 Gerir voðalega lítið úr göllunum en upphefur það litla sem  gæti talist ágætt.

Segðu mér,  hvað finnst þér um það ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika verður felld niður og hvaða áhrif telur þú það hafa fyrir íslendinga?

Svo treysti ég vefsíðu ESB voðalega lítið til þess að segja mér hvað allt sé frábært innan ESB þó þú virðist taka öllu því sem þar stendur sem heilögum sannleika.

Og þetta með bókhaldið er engin lygi.  Lastu það kannski á heimasíðu ESB?

Jón frímann segir: "Það er greinlegt að það er orðið "öfga" að staðfesta rök sín með staðreyndum. Þetta er afskaplega léleg og handónýt aðferð hjá andstæðingum ESB á Íslandi, þar sem hún mun í raun aldrei virka og þeir geta alveg eins hætt þessari aðferð nú þegar. Enda er þetta bara tímasóun hjá þeim, einnig sem að í hvert skipti sem þessi ferð er notuð, þá eru þeir andstæðingar ESB sem nota þessa aðferð að gera sjálfan sig að rakalausu fífli og engu öðru."

Þér þykir þú eflaust ekki vera að gera þig að rakalausu fífli þegar þú kallar ESB andstæðinga "einangrunarsinna" sem engum rökum taka og fleira skemmtilegt í þeim dúr.

Hrafna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:02

119 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég ráðlegg öllum, sem vilja kynna sér spillinguna í ESB/EU, að gúggla 'eu corruption'.  Þá kemst maður m.a. að því að fyrrverandi yfirmaður Olav, stofnunar til höfuðs spillingunni í EU, var á sínum tíma dæmdur fyrir skjalafals í fjársvikamáli.  Reyndar sýknaður af fjársvikaákæru (kannast einhver við svoleiðis).  Það var áður en hann varð svo yfirmaður OLAV.  Áður var hann valdsmaður í Eistlandi undir harðstjórn Sovétsins.  Bara svona dæmi.

Ritstjórn moggans:  Auðvitað liggur það beinast við, að hellisbúi stjórni risaeðlunni í Hádegismóum.  Nema hvað?

Guð blessi Ísland!

Auðun Gíslason, 22.9.2009 kl. 15:11

120 identicon

Auðun G

Já það er rétt hjá þér þetta ESB er allt fullt af siðblindu, sjá:

http://video.google.com/videoplay?docid=-6270446064124248#

http://video.google.com/videoplay?docid=-6270446064124248#docid=2699800300274168460

Guð blessi Ísland!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:30

121 identicon

Spilling er alls staðar. Er alls staðar verið að berjast gegn henni?

Það er verið að berjast gegn henni hjá EU:

http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/greco/default_en.asp

Það væri hægt að fá þetta lið reglulega í heimsókn á Íslandi. Eða eru einhverjir hræddir?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:32

122 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðun, yfirmaður OLAF hefur verið nánast frá byrjun þýskarinn Franz-Hermann Brüner.  Maður með gífurlega reynslu á bakinu. 

http://ec.europa.eu/dgs/olaf/directory/director_general/index_en.html

Hvaða estoniumann ertu með í huga ?

Auðvitað er einhver spilling allstaðar en að tengja það eitthvað sérstaklega við ESB og reyna að gera umræt samband fullvalda lýðræðisríkja evrópu að einhverju sérstöku dæmi um slíkt er einfaldlega baseless ásakanir.  Ekki byggðar á neinum grunni.

Að mörgu leiti, etv flestu,  er ESB til fyrirmyndar þessu viðvíkjandi og hvernig sambandið berst gegn spillingu og tilraunum til þess.

(Nú bíð eg bara eftir Mörtu dæminu)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 15:46

123 identicon

Pétur Reynir. Þú ert að endurtaka sama kaftæðið og var þulið upp áður en Ísland gekk í EFTA, síðar EES. Það hefur engin breyting orðið á þeim fullyrðingum.

Boðskapurinn er alltaf sá sami (þ.e að allt fari til fjandans við inngöngu í EFTA, EES og núna ESB). Þrátt fyrir að sagan hafi afsannað þessa þvælu í ykkur

rækilega.

Hrafna. Eins merkilegt og það er nú, þá hafa andstæðingar ESB ekki bent á neina galla. Þeir hafa í staðinn þulið upp einhverja samsæriskenningadellu í

staðinn. Varðandi fiskistofna, þá eru breytingar á ennþá bara á umræðustiginu. Það er hinsvegar augljóst að litlar líkur eru á því að reglan um

hlutfallslegan stöðugleika verði felld úr gildi. Hinsvegar er kvóta úthlutað hjá ESB á grundvelli veiðireynslu, þannig að breytingin yrði engin fyrir

íslendinga við inngöngu í ESB. Það er einnig alveg fullkomnlega augljóst að íslensk lögsaga mun ekki fyllast af erlendum fiskiskipum við inngöngu í ESB. Það

er margoft búið að hrekja þetta síðustu 10 árin, og rúmlega það (sjá ofar í svörum við þessari bloggfærslu). Samt endurtaka andstæðingar ESB þessa þvælu, og

þeir láta eins og þeir hafi einfaldlega aldrei verið leiðréttir, eða þykjast ekki vita af því. Slík er auðvitað ekkert nema helvítis óheiðarleiki í umræðunni

og kemur í veg fyrir þroska, og eðlilega þróun umræðunar. Það kemur hinsvegar ekki á óvart að áhangendur sjálfstæðisflokksins og aðrir beiti þessari

"umræðutækni", þeir einfaldlega kunna ekkert annað, og hafa ekkert til málana að leggja.

Auðun. Þessi þvæla andstæðinga ESB erlendis verður ekkert sannleikur, frekar en þvæla andstæðinga ESB á Íslandi. Fyrsta reglan þegar maður leitar á

internetinu, er að athuga vefsíðuna sem maður er að lesa. Hvort að hún sé traust eða ekki, og augljóst er að þú hefur verið að lesa einhverja

samsæriskenningaþvælu. Varðandi þetta dómsmál, þá er augljóst að maðurinn var sýknaður, og ég bendi á að dómstólar erlendis eru mun betri en þeir íslensku

undanfarin ár, þó setur þú þetta fram án heimilda, því tek ég þessum fullyrðingum þínum með miklum efa. Þær fullyrðingar sem þú setur fram hérna eru án

heimilda, og því ekki marktækar. Þú hélst því fram, og það er þitt að sanna það með traustum heimildum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:18

124 identicon

Afsakið hvernig síðasta svar kom út. Ég hafði vistað það í Notepad, með þessum afleiðingum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:20

125 identicon

Einar H. 

Það er ekkert verið að berjast gegn spillingu eða siðblindu í EU

http://video.google.com/videoplay?docid=-6270446064124248#docid=2699800300274168460

Við erum ekkert hræddir við að fá fleiri svona Bilderberg streingjabrúður + Framkvæmdarstjórn ESB, eða þessa menn sem eru í Bilderberg Group og í þessari Framkvæmdarstjórn ESB eins og  þá Carl Bildt, Olli Rehn er komu hingað og gáttu alls ekkert sagt að viti. Við erum ekkert hræddir við fá fleiri svona Bilderberg- streingjabrúður + framkvæmdarstjórn ESB hingað til lands, eða þetta lið Josquin Almunia Amann, José M Dumo Baroso, Peter Mandelson,  Neelie Kroes og  Andris Piebalgs svo einhver nöfn séu nefnd sem eru bæði í Bilderberg Group + Framkvæmdarstjórn ESB, kannski ættuð þið að frekar að hafa upp á stjórnendum  strengjabrúðanna Committee of 300, eða -Central Bank- elítuna Rockefeller og Rothschild liðinu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:30

126 identicon

Jón Frímann.   Ertu að hlusta á sjálfan þig?

Geta andstæðingar ALDREI bent á galla?  Er ALLT sem andstæðingar benda á rakalaust þvaður?  

Segja svona staðhæfingar þér ekkert um sjálfan þig?

Þú hefur alla þína vitneskju af heimasíðu ESB.  Og allt sem þú lest þar virðist vera hinn heilagi sannleikur í þínum huga.  Þennan boðskap berð þú svo út á torgum af bestu sannfæringu.  Gott og vel.  Þú trúir þessu og stendur fyrir þessu.

Ekki einusinni reyna að halda því fram að allar áhyggjur ESB andstæðinga séu ekki á rökum reystar.!  Ef þú ætlar að halda þeim fullyrðingum áfram þá ertu meiri bjáni en mig grunaði.   Þú ættir að líta aðeins í eigin barm áður en þú lætur svona froðu útúr þér því þú gerist ítrekað sekur um það sama og þú sakar andstæðinga um.

Þú segir að það muni ENGU breyta fyrir Ísland verði reglan um hlutfallslegan stöðugleika felld niður.   Allt verði hér nánast guðdómlegt og allir hamingjusamir.

Segðu mér Jón Frímann.   Hvað eru aðrar þjóðir að upplifa varðandi sjávarútvegsstefnuna í ESB?   Eru allir guðdómlega hamingjusamir með þá stefnu?  Hlutfallslegur stöðugleiki þýðir að byggt verði á veiðireynslu.  Verði sú regla felld úr gildi verður ekki lengur byggt á veiðireynslu.  Hvað gerum við Íslendingar þá?

Jón Frímann.  ÉG SKORA Á ÞIG að nefna mér 10 galla við ESB aðild.   Þú virðist trúa því heitt og innilega að engir gallar séu til í ESB en ég á bágt með að trúa því að einhver geti verið svona heitttrúaður ESB sinni að hann geti ekki séð einn einasta galla á gjöf Njarðar.

Við ESB andstæðingar getum þó viðurkennt að það eru kostir við ESB aðild.  Það er meira en þið heitttrúuðu getið.

Hrafna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:50

127 identicon

Ómar "... tekin upp dauðarefsing ér á landi á."

Hérna vertu bara ánægður yfir því að ég sé ekki að tala um Agenda 21 og/eða Global 2000 Report eða um fólksfjölda fækkun (Population reduction)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:55

128 Smámynd: Karl Pétursson

Guðbjörn hefði betur mátt vera kosinn á þing heldur en margir apakettirnir sem að fóru þangað inn í staðin úr flokki hans.

Jón Frímann svarar hér vel einangrunarsinnum, hvort sem að þeir séu frá Rifi eða annars staðar frá.

Karl Pétursson, 22.9.2009 kl. 23:29

129 identicon

Hrafna. Ég krefst sannana þegar fullyrðingar eru bornar fram. Hingað til þá hefur sannanir vantað, en það vantar ekki fullyrðinganar frá ykkur.

Fullyrðingar krefjast sannana, það er ekkert flóknara en það.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:56

130 identicon

Hrafna. Hérna eru helstu 10 gallar sem ég sé við ESB.

1. Of mikið skrifræði (red tape) hjá ESB. Alveg eins og það er of mikið skrifræði hjá venjulegu ríki (til samanburðar).

2. Of hægvirkt kerfi oft á tíðum.

3. Of mörg deilumál á tímabilum. Þetta samstarf mætti ganga betur en það gerir í dag.

4. Þjóðir eru ennþá í sérhagsmunaleikjum innan ESB. Sem betur fer hefur dregið úr þessu, öllum til hagsbóta.

5. Ekki nógu dreifð valdbygging innan ESB. Verður að einhverju leiti lagað með Lisbon sáttmálanum.

6. Oft á tíðum eru ekki nógu heiðarleg stjórnmál innan ESB.

7. Spilltir evrópuþingmenn. Það þarf virkilega að taka á þessu vandamáli innan ESB, eitthvað hefur verið gert, en ekki nóg af mínu mati.

8. Passa þarf betur uppá mannréttindi innan ESB ríkjanna. Þarna hefur orðið örlítil brotalöm á, þó svo að ástandið sé almennt gott innan aðildarríkja ESB.

9. Bæta þarf upplýsingjagjöf til almenning. Þó svo að í dag sé upplsýngagjöf ESB alveg ágæt, þá má alltaf gera betur. Ég mæli með Ebs fyrir þá sem ná því.

10. Ekki er gert nóg fyrir Roma minnihlutahópa innan nýjustu ESB ríkjanna. Þar þrífst fátækt og önnur félagsleg vandamál. Það er verið að vinna í að laga þessi vandamál, en því miður gengur það alltof hægt og skilar alltof litlu fyrir þetta fólk.

Þarna hefuru þá 10 galla sem ég sé við ESB. Þetta er ekkert rosalegt eins og hjá ykkur. Ég hef aldrei nokkurntíman litið á ESB sem fullkomið, en hinsvegar hef ég litið á aðild að ESB sem mjög góða lausn fyrir Íslendinga til lengri tíma. Bæði í efnahagslegum málum, jafnt sem félagslegum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:04

131 identicon

Karl

Við könnumst við þessa aðferð og þetta orð einangrunarsinni (isolationist), þessi aðferð var reyndar notuð í fyrrum Sovét sem sona bully word á menn. Nú fyrst við erum svo mikið að tala hérna um sjálfstæði, fullveldi, ESB stjórnaskrá, og eða "The EU’s Constitution is strikingly similar to the old Soviet Union’s..". svo og Lisbon sáttmálann hef ég hugsað mér að pósta grein á blogginu hjá mér einmitt um EU og EUSSR eða "Leynisamningar um EUSSR og sósíalistaeinræðið ESB" (Mbl 27. ágúst 2009). 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 00:12

132 identicon

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:11

133 identicon

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/

Jón Frímann ætti kannski að víkka sinn sjóndeildarhring aðeins, það er ekki endilega allt satt í ESB-biblíunni...

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 01:29

134 identicon

Karl 

Nú tala menn um að ESB- sinnar verða síðar meir New World Order- sinnar, þannig fyrr eða síðar eigið þið eftir að breyta þessu og/eða nota nafnið Ný Heimskipulags-sinnar ( eða New World Order-sinnar),  þar sem það stendur til að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og hugsanlega fleiri sambönd undir eina allsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" eða svona ólýðræðislegt New World Order Tyranny eins og menn eru að tala um. Þetta verður svona sósíalista einræði eins og þessar hugmyndir Trilateral Commission voru um "EUSSR".  

Þessir ESB-sinnar eru nú þegar búnir að gefa út bækur eins og td. "The European Union Mercosul and the New World Order eftir ESB-sinnanna Helion Jaguararibe og Alvaro de Vasconcelos, og "Building a New World Order" eftir ESB -sinnann Harald Muller. Þannig að fyrr eða síðar eigum við svo eftir að sjá strengjabrúður fyrir New World Order Tyranny-ið (fyrir Central Banks elítunna- Committee of 300 - Rockefeller og Rothschild liðið). Svona rétt eins og við höfum þessa skipuðu og ólýðræðislegu streingjabrúðu -Framkvæmdarstjórn ESB þar sem menn eru ekki kosnir heldur skipaðir bakvið tjöldin.

Nú og þá fáum við ekki bara að sjá þessar ólýðræðislegu  strengjabrúður eins og td. Olli Rehn, Carl Bildt, Josquin Almunia Amann, José M Dumo Baroso, Neelie Kroes, Peter Mandelson,  Andris Piebalgs og hana Mariann Fischer Boel svo einhver nöfn séu nefnd sem eru bæði í framkvæmdarstjórn ESB og Bilderberger Group,  heldur kannski aðra menn frá Bilderberg Group og þeirra náskyldi grúpu Trilateral Commission , nú og kannski einhverja frá "Club of Rome" hver veit?

Já ég veit þið verið í því að berjast og berjast fyrir afsögn fullveldisins, eða  berjast fyrir því að fullveldisafsal fari fram sem fyrst og án umhugsunar, þannig að við verðum ekki lengur sjálfstæði þjóð, heldur algjörlega háða þessari ólýðræðislegri skipaðri Framkvæmdarstjórn ESB, öllu þessu 80 þúsund blaðsíðana regluverki, ESB Seðlabanka, ESB lögum og dómsstólum osfrv, ekki satt?

EU Calls For 'New World Governance'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:05

135 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:32

136 identicon

Hvílík og önnur eins steypa sem kemur fram hérna hjá heilaþvegnum ESB andstæðingum.

Þorsteinn, ætli það séu ekki Zíonistar á bak við þetta. Eða jafnvel Al Qaida.
Ég fer að verða sannfærður um það að þegar Ísland er gengið inn í ESB þá verður heimsendir og aðeins þeir sem hafa lesið Varðturninn eru hólpnir.

Anna Grétarsdóttir, þessi bæklingur er svona ekta nýnasistabæklingur. Þeir fá yfirleitt í ESB löndum <5% atkvæða sem betur fer. En ég lærði eitt þrælflott orð úr honum: Banksters. Nú er ESB driffjöðurin í því að koma reglu á bankamálin í heiminum, t.d. setja þak á laun og bónusa bankastjóra og fjárfestingabankamanna.
Ég tel heldur ekki að ódýrt vinnuafl í Austur-Evrópu sé mikið og langtíma vandamál. Miklu frekar Indland/Kína og jafnvel Bangladesh.
En ef einhvern tíman á að uppræta fátækt í heiminum, þá er það einmitt með því að dreyfa vinnu á fátæku svæðin. Annars væri auðvitað líka hægt að sleppa því og selja þeim bara vopn. Þessar aðferðir nota ýmis stórveldi.

En science fiction er ekki endilega alltaf veruleiki, Þorsteinn.

Þessi Gunnlaugur í "tilveran í ESB" er áróðursmaskína. OK, sumt sem hann bendir á er athugunar vert, en þetta eru yfirleitt mál sem verið er að vinna í.

Framtíðin liggur í Evrunni fyrir hin þróuðu ríki Evrópusambandsins. Í þróuðum ríkjum er ekki endalaust hægt að finna einhverja atvinnubótavinnu sem er fjármögnuð með gífurlegum gengisfellingum. Annað gildir kannski um annars heims lönd, austantjalds.
Svo sparast gífurlegar fjárhæðir fyrir viðskiptaheiminn, sem annars rynnu til bankanna, í gjaldmiðlaskiptagjald og mismun á "kaup" og "sölu" verði gjaldeyris.
Þetta er gífurleg hagræðing sem ekki má líta framhjá.
Ef draumur ESB andstæðinga yrði að veruleika, þá yrði landamærum lokað með tilheyrandi landamæravörslu og kostnaði (atvinnubótavinnu). Ekki yrði eins auðvelt að flytja frá einu landi til annars, en það finnst náttúrulega andstæðingum gott, þeir vilja átthagafjötra og ekkert "Austur-Evrópu pakk" í sínu nágrenni. Ef fjölþjóðafyrirtæki þyrftu að fara að spara, eins og GM, þá yrði mikið um hálfgerð stríð, þar sem ríkisstjórnir landa mundu múta þeim til þess að loka ekki verksmiðjum í sínu landi (Opel, Vauxhall, ...). Svona lagað mundi leiða til eilífðra milliríkjadeilna, Ísland yrði þar ekkert sér á báti.
Fátækt og aumingjaskapur yrði landlægt og þar af leiðandi fólksfækkun, sem skilar sér í auknum samdrætti og endanlegu hruni lífeyriskerfisins.
Það ríki sem borgar nettó mest inn í ESB (þ.e.a.s. innborgun mínus styrkir) er Þýskaland. Hér er upphæðin tæpar 100 Evrur á kjaft á ári og þykir langflestum Þjóðverjum þessum peningi vel varið. Þeir vita manna best hvað sundrung og stríð og kynþáttafordómar geta leitt yfir lönd.
Ísland mundi til að byrja með fá styrki langt umfram innborganir, því það er alþekkt í ESB að Ísland er á hausnum, gjaldþrota. Veit ekki hvort það er viðurkennt á Íslandi.

Ég gæti reynt að tína til 10 neikvæðar hliðar á ESB, en það mundi taka mig nokkrar vikur, þannig að ég nenni því hreinlega ekki.

Það er ekki nema sjálfsagt að halda áfram samstarfi með siðmenntuðum Evrópuríkjum með því að ganga í ESB. Ef það væri ekki rökrétt, þá ætti alveg eins að ganga úr EES. Í EES hafa Íslendingar engin áhrif, hafa ekkert að segja. Algjört núll.
Þó Íslendingar fengju ekki nema 5 þingmenn á Evrópuþingið, að þá er það óendanlega mikið meira en 0. Nefnilega 5/0=óendanlegt.

Nú langar mig til þess að lesa eitthvað raunverulega hættulegt við ESB, eitthvað sem rústar Íslandi á nokkrum mánuðum eða árum.

Hugsa málið nú sjálfstætt, ekki eins og einhver hávaðaseggur í klíkunni eða einhverjir stórkapítalistar sem geta eytt mánuðum saman í að úthugsa einhvern fáránleika og samsæriskenningar.

Kíkið á þetta, þetta er að mörgu leyti satt:
http://silfuregils.eyjan.is/2009/09/22/svona-var-thetta/
http://silfuregils.eyjan.is/2009/09/22/af-hverju-2/

Ég meina, myndir eins og Zeitgeist eru ekki gerðar til þess að maður trúi öllu sem þar kemur fram, heldur til þess að fólk horfi á fréttir með krítískum augum og láti ekki mata sig. Eru Íslendingar virkilega orðnir eins steyptir í sama form og Ameríkanar?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 08:15

137 Smámynd: Óskar Þorkelsson

amen Einar

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 08:21

138 identicon

Einar

Menn eins og þú hérna Einar geta bara haldið áfram að vera í afneitun, en þessar  staðreyndir tala sínu máli og annað eins er nú þegar komið fram, og þar sem þessir ESB -sinnar eru þegar búnir að gefa út bækur um Nýja Heimskipulagið (New World Order) eða bækurnar hérna : "The European Union Mercosul and the New World Order eftir ESB-sinnanna Helion Jaguararibe og Alvaro de Vasconcelos, og "Building a New World Order" eftir ESB -sinnann Harald Muller. Nú og svo má nefna bókina "The United Nation in the New World Order" eftir ESB-sinnanna Dimitris Bourantonis og Jarrod Wiener, Nú góður vinur ykkar og ESB -sinninn hann Gordon Brown gerir ekkert annað en að tala um NEW World Order, kannski ættir þú að athuga það, ok???

http://www.youtube.com/watch?v=KbU_Po4sfnw

http://www.youtube.com/watch?v=Uv5cqh26CC0

http://www.youtube.com/watch?v=ZpIetEdCeac

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:02

139 identicon

Anna Grétarsdóttir. Gunnar Rögnvaldsson (Tilveran í ESB) er einhver sá mesti ómarktæklingur sem hægt er að finna í ESB umræðunni á Íslandi. Staðreyndin er að maðurinn bullar útí eitt og handvelur sönnunargögn sem henta hans málstað, en síðan hunsar hann það sem ekki hentar hans málstað. Slíkt er ekkert annað en lygi, og hefur lítið með heiðarlega umræðu að gera.

Ég er búinn að taka margar rimmur við hann, og leiðrétta mannin margoft. Þrátt fyrir það tekur hann ekki sönsum.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:05

140 identicon

Jón Frímann

Ég skil ekkert í þér hérna, því að þetta hafa verið mjög góðar greinar hjá honum Gunnari Rögnvaldssyni (Tilveran í ESB), nú þessi síðasta sem ég las þarna hjá honum var mjög góð, eða um "Á hvorn veginn féll Berlínarmúrinn? Hvort féll múrinn til austurs eða vesturs?", nú og talandi um múrinn, þá var ég einmitt í gær að pósta grein (Leynisamningar um &#147;EUSSR&#148; og Sósalista einræðið ESB )um hvað þeir eða fyrrum Sovét voru heppnir þar sem múrinn hrundi, en eftir situr samt sem áður þetta þróaða Sósalistaeinræði, sem nú í dag heitir reyndar ESB er átti að sameinast við fyrrum Sovét (USSR) og undir nafninu&#147;EUSSR&#148;.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:41

141 identicon

Þorsteinn, ég trúi á lýðræðið. Að á endanum muni það verða ofan á sem hinn siðmenntaði meirihluti vill.

Og hvað með þetta "New World Order"?
Ég meina, það er sitthvað í þessum heimi sem mætti breyta til batnaðar. Það má kalla það hvaða nafni sem er, en það hræðir mig ekki.

Það eru ýmis vandamál til staðar í heiminum og ef ekkert er að gert, versna þau yfirleitt. Málið er, að einhver verður að taka af skarið. Þar er ESB oft í fararbroddi.

Eða er þetta "New World Order" svona sýn, þar sem allir eru atvinnulausir og þeir sem ráða ríkjum eru einhver götugengi?

Eitt er víst að það þarf að vinna markvisst gegn fátækt og byggja upp mannréttindi í heiminum. Þetta er ekki algjörlega sársaukalaust ferli og tekur því miður langan tíma. Á endanum eru allir sigurvegarar.

Eins og sést á stækkun ESB er ESB ekkert einangrunarsinnað fyrirbæri. Það er verið að aðlaga nágrannaríkin að okkar mannréttinda- og lýðræðisstöðlum. Reyna að skapa tækifæri fyrir velferð í gömlu Austantjaldsríkjunum sem væru mjög einangruð ef þau væru ekki svo að segja undir verndarvæng ESB. Með tímanum gæti jafnvel verið að Tyrkland kæmi inn (fyrst þurfa þeir að taka til í sínum mannréttinda- og lýðræðismálum).
Það er verið að aðstoða mörg Afríkuríki við uppbyggingu á lýðræði. Nefnilega til þess að hægt sé að berjast á móti fátækt, þarf að útrýma spillingu, byggja upp lýðræði og sjá til þess að lágmarks mannréttindi séu virt. Tími Afríku mun koma líka.

Fólk minnist oft á aðra möguleika. Til dæmis Kína. Hvernig er með mannréttindi þar á bæ? Með því að gefa öll viðskipti algjörlega frjáls og tollalaus til Kína er í rauninni verið að lýsa yfir stuðningi við stjórnarfarið þar. Góður vinur minn býr þar (Íslendingur) og sagði mér fyrir stuttu að það væri búið að loka á flest allar internet síður sem hann notaði, svo sem Facebook, mbl.is og fleira. Ég hef verið í Kína og unnið með fólki þar. Upp til hópa þægilegt fólk, en maður finnur fyrir alræðistilhneigingunum. Sér hvernig svo til óheftur kapítalismi virkar. Við gatnamót víkja litlir, léttir bílar fyrir þeim stærri og þyngri. Þannig er Kína lýst í einni setningu.

Þorsteinn, ég nenni ekki að glápa á eitthvað heilaþvotts rugl.

Geturðu ekki bara sagt mér í örfáum orðum, hvað það er sem mér ber að hræðast hvað mest við "New World Order"?

Takk fyrir.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:46

142 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú,þetta er orðinn dálítið löng athugasemdaruna, en sá lærdómur sem má augljóslega draga af henni  er hve málstaður Aðilarsinna er miklu miklu  sterkari að öllu leiti en málflutningur andstæðinga.  Málflutninur andstæðinga einkennist af upphrópunum og flökusögum auk etv heimspekilegra vangaveltna hvernig heimurinn muni líta út eftir 1000 ár en aðildarsinnar lýsa bara staðreyndum.  Eins og veruleikinn virkilega er.

En btw Þorsteinn:  Alls ekki segja Hirti í Heimasýn frá þessu með dauðarefsinguna og Lisbonsáttmálann.  Alls ekki.  Það mundi þýða bloggröð langt fram á næsta ár.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 10:17

143 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar Rögnvaldsson er eins og Jón Frímann segir hér að ofan, bullari út í eitt og ekki marktækur. enda er maðurinn leigupenni og ekkert annað. Ætlaði Gunnar ekki að flytja til íslands sl vor.. allavega var hann með yfirlýsingar um það.. en skynseminn hefur eflaust sagthonum að vera áfram í tryggri tilveru sinni innan ESB.. en bulla í íslenskum fjölmiðlum, enda fær hann borgað fyrir það af ESB andstæðingum.

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 10:18

144 Smámynd: Fannar frá Rifi

auðvitað er Gunnar ekki marktækur. hann er ekki sammála ykkur. eina sem ég sé að hafi komið út úr þessu er hræðsla við það að ESB sinnar viðurkenni hvar þeir dragi sjálfir persónulega mörkin í samrunaferli Evrópu. Jón Frímann vitnar í beint í einhverja grein en þorir ekki að koma með neitt frá sjálfum sér og hinir hafa ekki heldur viljað svara.

ég velti fyrir mér hversu margir hérna fá styrki beint og óbeint frá áróðurs maskínu ESB. því ESB veitir gríðarlega mikið af styrkjum til manna sem koma með áróður fyrir ESB, til þess að bæta eigin ásýnd. Hversu margar milljónir fékk Sammala.is? 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 10:36

145 identicon

Einar

Það er of langt mál að lýsa því yfir í fáum orðum hvað New World Order (NWO) er, en til eru bækur um það, annars getur þetta hérna eftir hann dr. John Coleman (fyrrum yfirmann MI6) sagt þér eitthvað um hvað NWO:   

"A One World Government and one-unit monetary system, under permanent non-elected hereditary oligarchists who self-select from among their numbers in the form of a feudal system as it was in the Middle Ages. In this One World entity, population will be limited by restrictions on the number of children per family, diseases, wars, famines, until 1 billion people who are useful to the ruling class, in areas which will be strictly and clearly defined, remain as the total world population.

There will be no middle class, only rulers and the servants. All laws will be uniform under a legal system of world courts practicing the same unified code of  laws, backed up by a One World Government police force and a One World unified military to enforce laws in all former countries where no national boundaries shall exist. The system will be on the basis of a welfare state; those who are obedient and subservient to the One World Government will be rewarded with the means to live; those who are rebellious will simply be starved to death or be declared outlaws, thus a target for anyone who wishes to kill them. Privately owned firearms or weapons of any kind will be prohibited."

 http://www.threeworldwars.com/new-world-order.htm

Nú ég mæli með þessum bókum eftir hann dr John Coleman, eða þeas. Conspirators Hierarchy: The Story of the Committee of 300, One World Order, Club of Rome, The Tavistock Institute of Human Relations, Diplomacy By Deception,  svo og aðrar bækur eftir aðra höfunda eins og td hann Jim Marrs og Victor Thorn er hafa skrifað um NWO 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:43

146 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þorsteinn, það sorglega við þetta allt sem þú ert að koma með, er að ef þú myndi skipta út ESB fyrir USA þá myndi Jón Frímann trúa því öllu.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 10:46

147 identicon

Fannar, ég dreg mörkin þar sem meirihlutinn dregur mörkin að hverju sinni. Ósköp einfalt: lýðræði.

Þekkir þú þig til í Bandaríkjunum?
Það er gamall ríkjasamruni. Hafa sömu stjórnarskrá en mismunandi lög og löggjafir, mismunandi skatta, ýmislegt mismunandi. En þeir hafa yfirleitt verið stórir á heimsmælikvarða.

Persónulega held ég að ESB geti aldrei orðið eins og Bandaríkin, helst vegna þess að það eru töluð svo mörg mismunandi tungumál í Evrópu.
En mér finnst allt í lagi að hafa eins konar forseta sem sameiningartákn ESB. Þarf ekki að vera valdamikill en koma fram fyrir þau gildi sem ESB stendur fyrir.
Í sambandi við sameiginlegan her, held ég að það gæti orðið þó nokkur hagræðing að því, sem sagt fækkun í heildarherafla ESB. Það þarf og á ekki að vera herskylda, eins og t.d. í Þýskalandi.
Hvernig er með Íslendinga? Þeir hafa ekki efni á að reka eigin her, en finnst að þeir þurfi á hernaðarlegri vernd að halda. Þar kæmi einn kosturinn við aðild að ESB: ESB gæti séð alfarið um varnir Íslands, svipað og þegar Ameríkanar voru þar.

Sumir segja að ESB sé bara fyrir meginlandið og kola og stálfyrirtæki.
Þetta var svona kannski fyrir 30-50 árum. Nú eru aðrir tímar. Það er verið að reyna að halda friðinn í Evrópu (sem hefur ekki alltaf verið auðvelt). Og ein besta leiðin til þess að halda friðinn og þjóðfélagslegu jafnvægi er eining og jafnari dreyfing lífsgæða.

Lítum t.d. á Sviss og Liechtenstein. Það er litið upp til þeirra að vissu leyti. En þeir eru líka samtímis litnir hornauga fyrir að hjálpa skattsvikurum um alla Evrópu að fela peningana sína. Talið er að Þýskaland eitt hafi tapað á þessu í gegnum árin yfir 1000 milljörðum Evra.
Auðvitað vilja Svisslendingar ekki vera með, þá mundi gífurlegt fjármagn flæða þar úr landi og allt mundi hrynja svipað og á Íslandi.

Vona að þetta séu nógu skýr orð um persónulega skoðun á samrunaferli Evrópu.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:56

148 identicon

Fannar, það er augljóst að þú ert ekki kunnur vísindalegri aðferðafræði. Ég nefnilega nota slíka aðferðafræði í ESB umræðunni til að kanna fullyrðingar, kosturinn við hana er sá að hún hjálpar mér við að flokka staðreyndir frá skáldskap. Þannig að fullyrðing þín í minn garð um að ég mundi trúa því öllu ef ESB væri skipt út fyrir U.S.A er ekkert nema helbert lygi í minn garð. Þú ert einnig að leggja mér orð í munn og gera mér upp skoðanir, ekki í fyrsta skipti. Hinsvegar er þetta kjaftæði í þér orðið þreytandi, og þýðir í raun að þú getur ekki varið þann málstað sem þú þykist hafa. Vegna þess að þú hefur í raun engin mótrök, og hefur aldrei haft þau.

Ennfremur, Gunnar er ekki marktækur vegna þess að handvelur staðreyndir sem henta málflutningi hans og hunsar síðan það sem ekki hentar honum. Slíkt er auðvitað ekkert nema óheiðarlegt, og hefur lítið með alvöru rökræður að gera.

P.S: Þýskaland var að staðfesta Lisbon sáttmálann, nánar hérna

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:05

149 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar. meirihlutinn dregur mörkin í dag við EES samningin. meirhlutinn kaus ekki ESB flokka eða flokka sem lofuðu ESB aðild fyrir síðustu kosningar. íslendingar vilja ekki ESB.

Einar, þú vilt semsagt, þjóðhöfðingja og sameiginlegan her til viðbótar við það sem er í dag. hvað er þá farið að er vera munurinn á ESB og USA? hver yrði þá raunverulegur munur á þessu tvennu eftir Lissabon sáttmálan? alvöru lögfræðilegt svar. stóryrt lýsingar orð að hætti Jóns Frímanns og annara fanatíkusa sannar að þið eigið ekki til nein svör. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:06

150 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Frímann. ég ætla að segja eitt við þig sem mig hefur langað lengi að segja:

Haltu kjafti, það nennir engin að hlusta á þig eða lesa það sem þú skrifar. 

þú ert ófær um að greina frá því hvar þú dregur mörkin persónulega í samrunaferli evrópu. útaf því þá ertu óhæfur í samskiptum við annað vitiborið fólk. hafðu nú vit á því að halda þér saman. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:07

151 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef oft haft efasemdir um þig Fannar, en núna sannfærðir þú mig um mínar efasemdir.Þú ert öfgamaður. 

Að segja fólki að halda sér saman því ENGINN hlusti á það er rökþrot af hæsta stigi.

Ég hlusta á það sem jón Frímann hefur að segja og er oftast nær sammála honum því hann fer með rétt mál og hagræðir ekki sannleikanum eins og er svo gjarnt um ESB andstæðinga.. og þú þar með talinn Fannar.

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 11:19

152 Smámynd: Fannar frá Rifi

What? sammála öfga trúarmanninum Jóni Frímanni? manninum sem getur ekki svarað eins einfaldri spurningu og hvaða mörk hann sjálfur dregur persónulega í samrunaferli evrópu? hvað kallaru það? að vitna í eitthvað blaður frá ESB stofnun er ekki svar. ég gæti alveg eins verið að pósta hérna einhverju frá Heimsýn og sagt það vera jafn mikin sannleika og það bull sem Jón kemur með.

Hvaða fjandans gagn er í ESB? mun ESB aðild og Evru aðild bæta atvinnu ástandið á Íslandi? ef ekki til hvers eigum við að ganga inn í ESB? afhverju eigum við að segja upp öllum fríverslunar samningum okkar við ríki utan ESB? afhverju eigum við að veðja á það að við munum bara versla við Evrópu í framtíðinni? og þið vogið ykkur að kalla þá sem vilja versla við allan heimin. eiga í viðskiptum við þá tæpa 6 milljarða manna sem búa utan evrópu, einangrunarsinna? þið er ekki heilbrú í ykkur. hvernig getur einangrunnar sinni verið sá sem vill frekar vera í samskiptum við yfir 190 ríki og alla þá næstum 7 milljarða sem búa þessari plánetu umfram þá sem vilja bara eiga í samskiptum við tæpa 500 milljónir manna sem búa í 27 ríkjum í sömu heimsálfunni? 

ég ætla að spyrja mjög einfaldrar spurningar sem dregur mörkin. þeir sem ekki getað svarað henni eru aumingjar sem þora því ekki.

ESB og EES samningurinn rennur úr gildi vegna þess að það er nýbúið að stofna Sambandsríki Evrópu, með stjórnarskrá, sameiginlegum forseta og öllu heila saman. Það á að kjósa um hvort að Íslandi eigi að ganga inn í þetta nýja Sambandsríki. Hvernig kýst þú?

Jón Frímann hefur verið ófær um að svara þessu. Ert þú það líka Óskar? 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:37

153 identicon

Nú er komið fútt í þetta, loksins.

Hver er hræddur við USA?
Bandaríkin eru til fyrirmyndar í mörgu.
Það sem hefur truflað marga, þar á meðal ESB og marga Íslendinga, er hversu mikil ítök Ameríkanar hafa í heiminum. Þeir hafa getað leyft sér það, af því að þeir hafa verið máttugastir. Ekkert eitt land hefur komist í hálfkvisti við þá.

Þetta er að breytast. ESB með samrunanum er að mynda gott mótvægi við valdabrölt Ameríkana, en með aðeins öðrum forsendum. Eitthvað nær miðjunni pólitískt séð, en ekki bara með viðskiptaleg sjónarmið (þó þau muni náttúrulega alltaf hafa visst vægi).
Kína er líka orðið voldugara, en hver sækist eftir afskiptum Kínverja?

Margt af þessu er spurning um að geta verið með í því að ákveða hvernig heimur framtíðarinnar lítur út.

Ef ESB mun byggja upp her, þá er ég 100% sannfærður um það að hann kæmi ekki til viðbótar við þá heri sem eru nú þegar innan bandalagsins, heldur í staðinn. Þar að auki mætti jafnvel setja hann í staðinn fyrir NATO.
Það getur hver spurt sjálfan sig, er her nauðsyn? Hver er mögulegur óvinur?
Sjálfur er ég á móti hernaðarbrölti, en finnst sjálfsagt að þeir sem telja sig þurfa þess hafi tækifæri til þess að verja sig.
Með ESB væri í rauninni minni þörf fyrir hernað en án ESB, þar sem fyrrverandi erkifjandar keppast nú á dögum um að leysa ágreiningsmál diplómatískt (eitthvað sem Íslendingar kunna ekki of vel).

Sem sagt, það mun alltaf vera stór munur á ESB og BNA pólitískt séð.

Á Evrópuþinginu er hægt að koma ýmsum sjónarmiðum á framfæri og það er hlustað á þau, svo fremi sem þau eru lýðræðisleg. Ég hef nokkrum sinnum horft á þingmenn frá ýmsum löndum karpa þarna um hin ýmsu málefni.

Ef sjónarmið Íslands á því hvernig Evrópa framtíðarinnar, og áhrifasvæði hennar, eiga líta út í framtíðinni eru ómikilvæg, þá er sennilega best að vera fyrir utan.

ESB er eini raunhæfi möguleiki Íslendinga til þess að hafa einhver áhrif á gang mála í heiminum.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:47

154 identicon

Fannar "..ef þú myndi skipta út ESB fyrir USA þá myndi Jón Frímann trúa því öllu."

Já það er rétt hjá þér, annars segir Dr. John Coleman frá þeirra áætlunum þeirra, eða :The destruction of national sovereignty and nationalism of all nations and with it destruction of billions of human beings surplus to requirements was also high on the COR&#39;s agenda."(The Clube of Rome, bls 38) Nú þeirra aðferðir með depopulation eða fólksfjöldafækkun er svo spurning, en á bls. 61 segir The Club of Rome does not wish us to intensify our technological capabilites and produce more food and produce a better living standard. It has designed a program called Global 2000, which calls for death of 2 billion people by the year 2010, although the bottom line figure that I have seen in the report states that the Club of Rome will be satisfied if 400 million people are wiped off the face of the Earth by the year 2010. Nú talandi um Ameríku þá hef ég haft miklar áhyggjur af þróun mála þarna með þetta Security and Prosperity Partnership of North America eða þeas. Canada, Bandaríkin og Mexikó, svo og þennan sósíalisma hans Obama.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:49

155 identicon

Fannar minn, þótt skoðanir Jóns séu á skjön við þínar þá er óþarfi að fara út í dónaskap. Það gerir þig bara ómarktækari í framtíðinni.
Sem nokkuð hlutlaus aðili hvað varðar pólítík (mér finnst t.d. Steingrímur J og Davíð báðir jafnmiklir moðhausar) þá verð ég að segja að mér finnst þið bara nokkuð líkir, báðir þrjóskir öfgamenn, en í sitthvora áttina.
Ég hef gaman að því lesa þetta orðaskak ykkar svo ekki hætta því .;) En reynið að halda þessu "civil".

 Kv. Arnþór

Arnþór (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:53

156 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, hvaða áhrif hefur Þráinn Bertelsson á stefnumótun íslenskrar utanríkisstefnu inn á Alþingi í dag? engin. hlutfall hans af þingmanna fjölda á Alþingi er svipað og þau áhrif sem við hefðum á ESB þinginu.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:56

157 Smámynd: Fannar frá Rifi

Arnþór. ég er búinn að vera á þessari síðu og öðrum að draga fram svar út úr ESB sinnunum. þeir eru slóttugir merðir sem ekki þora að svara. engin þeirra nema tveir hafa þorað að svara. Guðbjörn og Þorsteinn Pálsson. Þeir vilja ekki ganga inn í Sambandsríki ESB og myndu Kjósa Nei í slíkum kosningum.

Jón Frímann vill ekki gefa upp hvernig hann myndi kjósa í slíkum kosningum og ekki heldur aðrir ESB sinnar hérna eða annarstaðar. Hvað merkir það? Ég nenni ekki að lesa meir af þessu: "þetta er rökleysa" "skoðaðu wikipedia linkin sem ég var að setja inn" eða "skoðaðu linkin inn á ESB áróðursíðu á vegum ESB". 

Ef menn geta ekki svarað jafn einfaldri spurningu og þeirri sem ég spyr og hefur bara þrjá svar möguleika, þá eiga þeir að halda kjafti.

Svarmöguleikarnir eru:

Já,

Nei,

skila auðu eða sit heima. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 12:00

158 identicon

Já Þorsteinn, Obama er algjör kommúnisti.

Ég veit um þýska konu sem var í BNA á 8. mánuði (auðvitar hennar glapræði). Rétt áður en hún ætlaði til baka fór fæðingin af stað og hún varð að eignast barnið á amerískum spítala.
Svo kom reikningurin: 750.000 $.

Tryggingin hennar í Þýskalandi neitaði fyrst að borga þetta, þar sem þeir töldu það kæruleysi að vera að ferðast í USA á 8. mánuði. En þeir borguðu þetta að lokum.

Það væri ógeðslegt að búa í þessum heimi ef allir gætu orðið menntaðir, þ.e.a.s. ef allir hefðu sömu möguleika til þess að mennta sig eða ná frama.
Það á bara að vera hjá útvöldum sem eiga næga peninga, og líka þeir sem eru fæddir með silfurskeið í munninum eiga að verða yfirmenn stórra fyrirtækja. Allt annað væri rugl.
Ekki satt, Þorsteinn?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:10

159 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fannar, þetta sambandsríki ESb sem þú ert ða tala um er ekkert annað en ímyndun og mun aldrei vera neitt annað og ég sé ekki betur en að jón hafi svarað þessari spurningu hjá þér hér að ofan..

Hvað mig varðar.. þá mundi ég segja já við ESB !   Mér er í raun sama um hvernig þjóðfáninn er á litinn ef ég get séð sjálfum mér og mínum farborða.. það er EKKI hægt á íslandi ! 

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 12:30

160 Smámynd: Fannar frá Rifi

já einmitt Óskar. til hamingju með að hafa fattað það. athyglisgáfur þínar leyna sér ekki. þú ættir að sækja um starf hjá rannsóknarlögreglunni.

Þetta er fræðileg spurning um möguleika sem gæti orðið. 

ég er ekki að spyrja um ESB. 

getið þið svarað þessu eða eruð þið hræddir við að svara

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 12:44

161 identicon

Ekki get ég sagt hvernig ég mundi kjósa í einhverjum fiktívum kosningum, án þess að vera búinn að kynna mér staðreyndir til hlítar.
Þess vegna get ég ekki sagt að ég sé algjörlega með eða móti sambandsríki Evrópu.
Það þyrfti að vera mér augljóst að það hefði einhverja neikvæðar hliðar eða jákvæða kosti til þess að ég gæti myndað mér mína skoðun á því.
Þetta er ekki á dagskrá núna, þannig að það er óþarfa málaflækja að vera að diskútera þetta.

Þráinn Bertelsson hefur áhrif á málin með sínu atkvæði. Þannig virkar lýðræði.
Ef fylkingar hafa myndast á þingi þannig að hans atkvæði skipti sköpum, hefur hann gífurlegt vald. Svo er það þannig með önnur mál, að yfirleitt er yfirgnæfandi meirihluti með þeim, sem samsvarar vilja kjósenda. Þá skiptir eitt atkvæði til eða frá minna máli.

En það er ekki alveg hægt að líkja Þráni við Ísland í ESB. Fulltrúar Íslands gætu meira að segja ekki alltaf verið sammála um allt sem upp kemur á ESB þingi. Í flestum löndum ESB bjóða margir flokkar fram til Evrópuþingsins og eru náttúrulega með misjöfn sjónarmið.
Ef til dæmis verið væri að greiða atkvæði um eitthvað sem við kemur Norður Atlantshafi og Íslendingar hefðu þar hagsmuna að gæta, þá er yfirleitt minnsta mál í heimi að útskýra þau sjónarmið fyrir annars vinveittum nágrönnum eins og Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum, jafnvel Bretum. Það er bara spurningin um sannfæringarkraft og málstað. Ef málstaðurinn er góður kemur sannfæringin af sjálfu sér. Þar að auki væri hægt að fá smáríki á sitt band sem hafa engra hagsmuna að gæta í Norður Atlantshafi. Svoleiðis blokkir geta haft völd.

Ég hélt satt best að segja Fannar að þú vissir betur hvernig pólitík virkar.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:44

162 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig getið þið fullyrt að það verði aldrei Sambandsríki Evrópu? eigið þið kristals kúlu sem þið hafið séð framtíðinna í?

þið getið á engan hátt fullyrt að það verði aldrei sambandsríki. þannig að ég og aðrir viljum svör, hvernig mynduð þið kjósa í slíkum kosningum? eruð þið aumingjar sem þorið ekki að svara þessu eða ekki?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 12:45

163 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, þú ert einfeldningur eins og Jón. heldurðu virkilega að á ESB þinginu muni allir dansa saman og kyrja lög? þar ráða hagsmunir og við erum rík þjóð af auðlindum með lítið vægi. hagsmunir okkar væru alltaf aftarlega. að halda öðru fram lýsir því að þú veist ekki eða vilt ekki upplýsa hérna hvernig alþjóðastjórnmál virka.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 12:48

164 Smámynd: Fannar frá Rifi

en það greinilegt að þið eruð þrjóskari en andskotin því viljið ekki svara já nei spurningu og eruð svo heitrúaðir allt sem kemur frá ESB hlýtur að vera gott og fallegt. ég nenni ekki að eiga í samræðum um trúmál. já ég segi trúmál því þettu eru trúmál fyrir ykkur.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 12:50

165 identicon

Fannar, ESB er búið að vera til í einu eða öðru formi síðustu 53 ár (eða rúmlega það). Allan þann tíma hafa þeir getað stigið þetta skref sem þú óttast svo mikið að ástæðulausu, hinsvegar hafa þeir aldrei stigið þetta skref og munu (líklega) aldrei stíga það. Til þess eru evrópuþjóðinar of margar innan ESB, og of fjölbreyttar. Þannig að það hentar þeim ágætlega sú samvinna sem er unnin í gegnum ESB í dag, og í framtíðinni.

Annars getur fólk lesið sér til um sögu ESB hérna (vefsíða ESB) og hérna (Wiki). Á wiki er einnig að finna þessa hérna vefsíðu, um þau ríki sem hafa sótt um og stöðu mála. Annars er opinber stækkunarvefsíða ESB hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:55

166 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fannar , ég svaraði þér að ofan þótt þú hafir ekki skilið það ! Þú ert farinn að fara offari ef þú færð ekki já eða nei svar.. ég hélt að þú værir kosningastjóri og því kunnugur hálfkveðnum vísum

Ég sagði að mér væri sama hvernig þjóðfáninn væri á litinn svo lengi sem ég gæti séð sjálfum mér og mínum farborða !! Ef svarið er Sambandsríki Evrópu.. þá so bí it !  En ég læt noreg duga héðan í frá , með eða utan ESB...

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 12:56

167 identicon

Fannar, Malta hefur það ágætt innan ESB. Þar búa aðeins rúmlega 400,000 manns og það er rúmlega 100,000 manns fleiri en á Íslandi. Þeir hafa sína Evrópuþingmenn og fulltrúa hjá ESB. Vegna þess þá hafa þeir áhrif á stöðu mála innan ESB, eins og önnur ríki sem eru í ESB.

Aðild Íslands að ESB er ekki trúmál, eins og þú ranglega heldur fram. Heldur er hérna um að ræða hagsmunamál fyrir allan almenning á Íslandi og heimilin í landinu. Það sem skiptir máli er þetta. Muni heimilin og almenningur á Íslandi hafa það betra eftir inngöngu í ESB ? Mitt svar er já. Hvert er þitt svar Fannar ? 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:59

168 identicon

Fannar, skilgreindu kosti og galla sambandsríkja almennt.

Berðu saman mögulegt sambandsríki Evrópu við önnur þekkt sambansríki (GUS, USA, Þýskaland, UK, ...).

Hvað sérðu?

Eins og ég segi, það er ekkert hægt að alhæfa í augnablikinu.

Orðið "ríki" hefur yfirleitt eitthvað með þjóðríki að gera. Fólk sem hefur sama tungumál og sömu menningu. Þetta er ekki til staðar í Evrópu, þannig að ég tel það ekki vera hægt að tala um sambands"ríki" eins og þau þekkjast hingað til, hvað Evrópu (ESB) varðar.

Ef þú getur nákvæmlega sagt mér hvernig þetta sambandsríki Evrópu mun líta út, þá get ég sagt þér nákvæmlega hvernig ég mundi kjósa. Svo einfalt er það.

Ef til dæmis það á að fara að þvinga alla Evrópubúa til þess að nota ensku sem  opinbert tungumál, þá er ég eindregið á móti því.
Ef það á að setja á eitt skattkerfi í Evrópu, þá er ég á móti því.
Ef það á að samræma sjúkrakerfi í Evrópu, þá hefði ég ekkert á móti því.
Ef það ætti að fara að þvinga Breta til þess að keyra réttu megin á vegunum, þá er ég á móti því.
Ef það á að vera hægt að gefa út ökuskírteini í einu landi sem er gilt í öllum löndum ESB, þá er ég meðfallinn því.
Ef það á að samræma umferðareglur og umferðaskilti í Evrópu, þá er ég með því.
Ef t.d. hollensku lögreglunni ætti að vera leyft að gera húsleit í Þýskalandi, þá er ég á móti því.
Ef aflétta á bankaleynd í öllum aðildarríkjum ESB, þá er ég hlynntur því.
Ef forseti ESB á að hafa vald svipað forseta USA, þá er ég á móti því.

Það þarf bara að láta skynsemina ráða í hverju tilfelli. Engin ástæða til þess að vera hræddur við eitt eða neitt.

Ég veit ekki hvers konar kúgun er búin að vera í gangi á Íslandi sem gerir það að verkum að fólk verður svona hrætt.
...með titrandi tár...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:00

169 Smámynd: Fannar frá Rifi

fínnt, þú myndir semsagt vilja búa í Sambandsríki evrópu þar sem Ísland er eitt fylkið. fínnt þá ert þú númer 3 af ESB sinnum sem viðurkennir afstöðu sína.

"og munu (líklega) aldrei stíga það." líkleg Jón? 

jæja eigið ykkar trúmál í friði. það er auðveldara að ræða við Eirík Bergmann en ykkur. hann sér þó allavega gallan á sambandinu.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:01

170 identicon

Afsakið, ég átti líka við um fyrirtækin á Íslandi, svar mitt þar er líka já.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:02

171 identicon

Fannar, ég taldi um 10 galla sem ég sá við ESB. Það eru augljóst að þú hefur ekki lesið það, frekar en annað hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:02

172 identicon

Sjáiði hann Fannar!

Allir horfa á hann!

Hann er flottur!

Hann er kominn af stað með skítkast.

Fannar, áttirðu erfitt sem snáði?
Ofvirkur eða með athyglisbrest?

Þá mundi ég ráðleggja þér að taka meðulin og anda áður en þú ferð að nota orð sem gera þig minna trúverðugan.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:03

173 identicon

Einar

Mér finnst eins og Bandaríkin séu ekki þau sömu og þau voru, eða það er eins og allt ástandið hefur heldur betur versnað, og það allt frá tímum er stál-, bíla- og skipaiðnaðurinn hrundi hjá þeim. Nú GATT og NAFTA- samkomulagið hefur kostað sitt, þar sem allur þessi iðnaður hrundi hjá þeim, og í staðinn fékk fólkið reyndar ódýrar vörur frá Mexíkó, Japan, Kína, Evrópu og allt á kosnað þess sem fyrir var í Bandaríkjunum. Heilbrigðiskerfið var síðan einkavægt og menn tryggðu sér yfirráðstöður í þessu monopoliska- sósalista- tryggingar- og heilbrigðiskerfi (Medicare). Þessi sorgarsaga með þessa þýsku konu er ekkert einsdæmi, menn hafa verið kvarta undan þessu kerfi í mörg ár, og núna síðast fyrir nokkrum dögum voru mörg hundruð þúsund manns að mótmæla Obama og þessu heilbrigðiskerfi.        

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:05

174 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, takk. þú ert kominn inn á það sem þið ESB sinnarnir gerið svo vel þegar þið hafið ekkert annað til. persónulegt skítkast.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:06

175 Smámynd: Fannar frá Rifi

jæja ég er allavega ekki hlynntur þvi að almenningur á Íslandi borgi skuldur einkafyrritækja upp á 800 milljarða plús vexti, til þess eins að komast inn í einhvert samband sem útlokar okkur frá frjálsum viðskiptum við önnu ríki utan þess sambands.

eigið góðan dag.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:09

176 identicon

Fannar, af hverju svarar þú ekki eins og 10% af mínum spurningum?

Þú byrjaðir á því að kalla mig einfeldning, það geta allir lesið.
Þú byrjaðir á því að kalla þetta trúmál.

Þú kemur alltaf umræðum niður á þetta level.

Mér þykir það leitt fyrir þig.

Hef ekki tíma í svona kjaftæði lengur.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:09

177 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fannar þú ert að saka Einar um það sem þú hefur gert margoft í þessum pistli !  skítkast.

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 13:13

178 identicon

Takk Þorsteinn. Þarna kemurðu loksins með eitthvað frá sjálfum þér, þína eigin skoðun á málunum. Ég þarf að pæla í þessu.

Fannar: ef umsókn Íslendinga um ESB yrði dregin til baka, heldurðu að IceSave vandamálið mundi gufa upp, svona "just like that"?

Það eru svolitlir draumórar, verð ég að segja.

Nú er ég hættur!

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:20

179 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar ef afsakðu reiðina í mér, en eftir að hafa reynt að draga svar út úr Jóni án nokkurs árangurs þá hittnar manni í hamsi. og já ég myndi kalla það trúmál ef öllu má fórna fyrir aðild.

það er morgun ljóst að aðild Íslands að ESB kostar samþykkt Icesave samningsins eins og Bretar og Hollendingar vilja hafa hann. hann kostar að við missum möguleikann á því að gera viðskipta samninga við ríki utan evrópu. hann kostar að við missum möguleikann á því að stjórna sjálf okkar fiskveiðum og nú nýjast, orku auðlindum. 

að kosta þessu öllu til vegna mögulegs, hugsnalegs ávinings sem við gætum haft af upptöku evru, er flokkað sem trúmál. við höfum í dag í gegnum EES alla kosti innri markaðar. við getum tekið upp evruna eftir 10 eða 15 ár án Icesave og 20+ með Icesave. ofan það virðist sem Evran og ESB aðild hafi engin áhrif á velferð íbúa í ríkjum ESB. Spánverjar búa við atvinnuleysisstig sem best mætti kalla náttúruhamfarir. afhverju? afhverju er ekki evran búinn að laga atvinnuleysið á spáni? Finnland er síðan að fara í sömu átt. 

er ekki lang sniðugast að bíða í 5 til 6 ár og sjá hvernig ESB löndin standa þá og hvernig ESB lítur út eftir að Lissabon sáttmálin hefur tekið gildi?menn vilja ekki ana inn í einhverja blindgötu sem ekki er hægt að komast út úr?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:21

180 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einar, ef við erum skyld til að borga samkvæmt lögum ESB. þá þyrfti ekki að semja um þetta? Bretar og Hollendingar borguðu þetta út strax til innistæðueigenda án þess að íslendingar fengju tíma til að bregðast við eins og gert er ráð fyrir lögum ESB. þannig að þetta er þeirra vandamál. ef þeir telja að við eigum að borga þá eiga þeir að sækja rétt sinn fyrir þeim dómstóli sem lög ESB gera ráð fyrir í þessu tilviki. Héraðsdóm Reykjavíkur.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:26

181 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Fannar: ef umsókn Íslendinga um ESB yrði dregin til baka, heldurðu að IceSave vandamálið mundi gufa upp, svona "just like that"?"

Já.  Hann trúir þessu, sko í alvörinni !  Og trúir því að það gerist nákvæmlega eins og þú lýsir að icesave á einhvernvegin á dullarfullan hátt gufi bara upp.  Hverfi.

Og jafnframt trúa hann og fleiri að icesave sé tilkomið vegna ógurlegra vondra útlendinga og einhvert ESB Dírektíf  hafi skyldað Landsbankann til að stofna útibú í London og Hollandi.

Þessu trúa sumir andsinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 13:29

182 identicon

Afsakaðu sömuleiðis, Fannar.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:30

183 identicon

Fannar. Eins og þú veist, jafnvel og ég, þá hefur þú ekkert um það að segja hverjir tjá sig hérna á moggablogginu svo það er algjörlega tilgangslaust að segja mönnum að halda kjaft, og engu til framdráttar... 

Kv. Arnþór

Arnþór (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:45

184 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei ég veit það Arnþór. mér er bara búið að dauðlanga svo lengi að segja þetta við hann Jón Frímann.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 13:50

185 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það er til marks um rökleysi ESB andstæðinga að þeir segi mönnum að "halda kjafti". Í þessari umræðu hefur Fannar ekki komið með nein haldbær rök fyrir máli sínu og ætti frekar að þakka Jóni Frímanni fyrir að benda á villurnar í málflutningi sínum.

Ekki eru það þó ný tíðindi að einangrunarsinnarnir taki ekki rökum. Þeir eru búnir að ákveða að halda sem fastast í eigin ranghugmyndir og hlusta ekki á staðreyndirnar.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 14:01

186 Smámynd: Fannar frá Rifi

Til Kjartans:

"það er morgun ljóst að aðild Íslands að ESB kostar samþykkt Icesave samningsins eins og Bretar og Hollendingar vilja hafa hann. hann kostar að við missum möguleikann á því að gera viðskipta samninga við ríki utan evrópu. hann kostar að við missum möguleikann á því að stjórna sjálf okkar fiskveiðum og nú nýjast, orku auðlindum. 

að kosta þessu öllu til vegna mögulegs, hugsnalegs ávinings sem við gætum haft af upptöku evru, er flokkað sem trúmál. við höfum í dag í gegnum EES alla kosti innri markaðar. við getum tekið upp evruna eftir 10 eða 15 ár án Icesave og 20+ með Icesave. ofan það virðist sem Evran og ESB aðild hafi engin áhrif á velferð íbúa í ríkjum ESB. Spánverjar búa við atvinnuleysisstig sem best mætti kalla náttúruhamfarir. afhverju? afhverju er ekki evran búinn að laga atvinnuleysið á spáni? Finnland er síðan að fara í sömu átt. 

er ekki lang sniðugast að bíða í 5 til 6 ár og sjá hvernig ESB löndin standa þá og hvernig ESB lítur út eftir að Lissabon sáttmálin hefur tekið gildi?menn vilja ekki ana inn í einhverja blindgötu sem ekki er hægt að komast út úr?"

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 14:04

187 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ekki ætla ég að svara þessu rugli Fannars enda er þetta eingöngu hans eigin spuni og á ekki við nein frekari rök að styðjast.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 14:37

188 Smámynd: Fannar frá Rifi

er það minn spuni að það sé um það bil 20% atvinnuleysi á Spáni Kjartan?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 14:44

189 identicon

Dæmigert fyrir rökþrota ESB ofsatrúarmenn að svara því til að allar áhyggjur andstæðinga geti ekki átt við nokkur rök að styðjast en að allt sem kemur úr munni ESB sinna hljóti að vera heilagur sannleikurinn.

Hvað er eiginlega að ykkur ofsatrúargenginu, Kjartan, Jón Frímann og co?

Af hverju viðurkennið þið ekki að ábendingar ESB andstæðinga séu vel mætar og umhugsunarverðar?   Af hverju kjósið þið að snúa blinda auganu að öllu sem kemur frá andstæðingum og herpist saman af tilhugsuninni um að það gæti verið sannleikskorn í þessu?

Sjáið þið ekki ykkar eigin fáránleika?

Fannar og fleiri hafa marg ítrekað bent á staðreyndir sem þið afgeiðið sem tilbúning og hræðsluáróður án þess að hika.  Hafið þið persónulega lagst í rannsóknir á því hvað verður um okkur Íslendinga ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika verður felld úr gildi?  Jón Frímann segir það engu skipta, hér yrði áfram eintóm hamingja ef við göngum í ESB þrátt fyrir allt.

Og af hverju svarið þið ekki þeirri einföldu spurningu sem Fannar er búin að MARG spyrja ykkur?   Hvar setjið þið mörkin?    Eða eruð þið svona illa blindaðir að það eru engin mörk?   Er ESB himnaríki í ykkar augum eða hvað?   

Hrafna (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:00

190 identicon

Fannar, íslendingar eru búnir að bíða í 15 ár eftir aðild að ESB. Fyrir það fyrsta, þá má einnig benda á þá staðreynd að ekki mátti sækja um þegar allt gekk svo vel á Íslandi, og núna vilt þú ekki sækja um aðild að ESB vegna þess að allt gengur svo illa. Það sér hver sem er að þetta viðhorf þjónar þeim eina tilgangi að halda íslendingum fyrir utan aðild að ESB um alla framtíð, en slíkt er alls ekki í hag þjóðarinnar.

Fannar, ég er fyrir lifandis löngu búinn að svara þér. Þú hinsvegar kýst ekki að sjá svarið, og þar get ég lítið hjálpað þér.

Fyrir aðild Spánar að EEC og síðar ESB var atvinnuleysi í kringum 25 - 30%. Það er reyndar voðalega vinsælt hjá andstæðingum ESB að benda á Spán þegar það kemur að atvinnuleysi, þar sem það er hátt og hefur yfirleitt allt verið það. Það sem andstæðingar ESB benda fólki ekki á er sú staðreynd að þau lönd sem eru með efnahag sem er líkastur efnahag Íslands eru með mjög lítið atvinnuleysi. Í Danmörku er atvinnuleysi í kringum 5% þessa dagana, og þykir hátt. Sama er að segja um Holland, Belgíu og önnur svipuð lönd. Hérna (wiki) eru sæmilegar upplýsingar um efnahag ESB ríkjana, þessi vefsíða er kannski ekki 100% uppfærð, en alveg nothæf.

Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingar hafa nú þegar tekið upp atvinnulög ESB upp í gegnum EES samningin, og þar er ekki neinu við að bæta þegar það kemur að aðildarviðræðum íslendinga við ESB.

Það er því fáránlegur málflutningur hjá andstæðingum ESB (einangrunarsinnum) að halda því fram að atvinnuleysi muni aukast við inngöngu í ESB, vegna þess að það mun örugglega ekki gera það. Við aukin útflutning og meiri framleiðni á Íslandi eru meiri líkur á því að atvinnuleysi minni eftir inngöngu í ESB. Það er hinsvegar háð ákveðinni óvissu, eins og fleiri hlutir hérna á landi.

Þess má geta að þessi atvinnuleysisrök voru einnig notuð gegn EES samningum á sínum tíma. Hægt er að lesa þær dómsdagsspár hérna. Sagan auðvitað afsannaði þessar bölsýnir, eins og annað sem kom frá andstæðingum EES samningsins. Alveg eins og sagan afsannaði bölsýnir þessa fólks þegar Ísland gekk í EFTA á sínum tíma.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:12

191 Smámynd: Fannar frá Rifi

"íslendingar eru búnir að bíða í 15 ár eftir aðild að ESB"

fullkomið dæmi um að þú ert blindur. Afhverju eru þá ekki fleiri á því að ganga inn í ESB? Afhverju hefur ESB flokkurinn Samfylkingin aldrei fengið yfir 50% fylgi ef Íslendingum er svo um munað að ganga í ESB? 

ef þú ert búinn að svara mér Jón Frímann, þá ætti það þér að vera vandræðalaust að pósta því svari aftur. er það ekki?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 15:30

192 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig var atvinnuleysið í þessum löndum sem þú nefni Jón sem góð dæmi um lítið atvinnuleysi, fyrir inngöngu í ESB?

 afhverju er ESB og evru aðild Spánar ekki núna að hjálpa Spánverjum í baráttunni við atvinnuleysið?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 15:32

193 Smámynd: Karl Pétursson

Einar Hansson, Kjartan og Jón Frímann svara hér vel.

Þorsteinn og Rifbein bulla hins vegar út í loftið.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 15:34

194 identicon

Kjartan

Aðalatriðið hjá ykkur ESB -sinnum er og var að þvinga fram icesave- samkomulagið svo að öll þjóðin fengi að borga Landsbanka Islands HF, þannig að hægt væri að komast inn í Sósalistaeinræði ESB. Nú ykkar aðalstuðningsmaður í þessu ESB- máli hún Jóhanna ykkar sá svo vel um það, og að drulla yfir allt það sem hún Evu Joly sagði og yfir alla íslensku þjóðina í erlendum tímaritum, þar sem hún Jóhanna lagði til í erlendum tímaritum að við ættum að greiða fyrir Landsbanka Islands HF og gangst í ábyrgð fyrir annara manna skuldum (Icesave) sem þjóðin stofnaði ekki til.

Nú síðan koma þessar gungur með plástri fram á sjónasviðið og þesar litlu, litlu gungur í Samfylkingunni sem eru svona hræddar um að styggja ESB-báknið í þessu Icesave -máli, en þær ættu bara að halda kjafti þar sem þær hafa ekkert fram að færa. Auk þess sem þjóðin er ekki hlynnt aðild að ESB.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:35

195 Smámynd: Fannar frá Rifi

vaaá hvað þú ert blindur flokkshestur Karl. var að skoða bloggið þitt. allt í góðu róli. ekkert stress yfir því að heimili landsins standi í ljósum logum og börn ganga hungruð í skólann af því að foreldrar þeirra hafa ekki á mat. á meðan skiptir mestu máli að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir inngönguna í ESB með +3 milljónum á hvern einasta kjaft sem býr í þessu landi, karla, konur, börn og gamalmenni.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 15:46

196 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er farinn að hallast all illilega að því að ESB-þráin sé orðinn trúarbrögðum líkust og svo kreddufull að það þýði ekki að ræða hana málefnalega frekar en aðrar kreddur svosem Íslam, Kommúnisma eða Kristni.

Ef skilyrðin fyrir því að ganga í ESB eru þau að Íslendingar greiði skuldir sem hún stofnaði ekki sjálf til og gefi frá sér auðlindir sínar með loðnu reglugerðarrausi sem kemur seint til með að vera túlkað Íslendingum í hag þá er það óábyrgt að ætla að sækja um aðild að þessum félagsskap, félagsskap sem ekki er hægt að segja sig úr (sjá Írland), félagsskap sem ekki skilur NEI fyrir svar (sjá Noreg) og selja þar með framtíð barna okkar undir bankabjúrókratið í Brussels.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 16:03

197 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sannfærður um að Fannar er að fara í framboð fyrir sjálfstektina og þá er ekki gott að vera skynsamur.. en betra að vera á móti ESB því það er FLokkslínan í dag..hans von er sú að stjórnin falli og þá komist hann að kjötkötlunum... sömu kjötkötlum og hafa haldið þjóðinni í vaxta ánauð.. sem sagt Valhöll!

Fannar það er fyrir löngu búið að sjá í gegnum þig... 

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 16:07

198 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú ert svo skarpur Óskar. það hlýtur að vera þú sem kemur með allan heilaga sannleikinn úr þinni kristalskúlu um að ESB verði aldrei að Unite States of Europe og miðlar þeim sannleika um framtíðan til Jóns Frímanns og annarra ESB sinna.

Óskar. vilt þú að Icesave skuldin leggist á komandi kynslóðir íslendinga? 

varðandi framboð. neee. það eru góðir fulltrúar hérna í norðvestur kjördæmi inn á þingi og í varaþingsætum. er samt uppmeð mér að þú hafir svona mikið álit á mér. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 16:13

199 Smámynd: Kjartan Jónsson

Tek undir þetta Óskar. Hér er um siðspilltan Sjálfstæðismann að ræða. Andstaða þeirra við ESB er tilkomin vegna þess að í ESB mun aldrei önnur eins spilling, og Sjálfstæðismenn stóðu fyrir, fá að þrífast.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 16:13

200 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kjartan. þetta eru aðdróttanir sem þú hefur ekkert fyrir þér í lýsa best þínum siðferðiskenndum að kalla þá sem eru þér ekki sammála í stjórnmálaskoðunum, siðspillta. Lýsir því best hversu rotna sál þú hefur.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 16:25

201 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég held að þið ættuð að passa ykkur á því að vera að væna þá sem standa á móti ESB aðild um siðspillingu þegar ljóst er að síst minni spilling þrífst í skrifræðinu í Brussels.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 16:26

202 Smámynd: Karl Pétursson

Já það virðist eitthvað stórt liggja að baki einangrunarhyggju Rifsins. Ætli flokkshollustan spili þar ekki stóra rullu. Hvort hann stefni í framboð veit ég þó ekki, held að hann hafi nóg á sinni könnu í niðurrifsstarfsemi sinni hér á blogginu.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 16:28

203 identicon

Alveg er það meiriháttar að vilji yfirgnæfandi þjóðarinnar um að tryggja fullveldi og sjálfstæði sitt og þar með landsréttindin öll, eigi að bera vitni um &#132;siðspillingu&#147;.

Eiga þá föðurlandssvikin að bera vott um mikilfenglega og næma siðferðiskennd og þá siðferðiskennd af rétta taginu sem m.a. samþykkir engar hvalveiðar eða kæst matvæli, svo ekki sé minnst á glóðarperurnar?

Heimsvaldastefnan, og uppbygging heimsveldisins, eins og karlin í Brussel, hann Barrosso formaður komst að orði, er semsagt alveg greinilega orðin hin rétta siðferðiskenning og engin siðspilling í augum Brussellinga?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:29

204 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Ætli flokkshollustan spili þar ekki stóra rullu"

er ekki hægt að spyrja að því sama hjá ESB sinnum innan Samfylkingarinnar?

Karl. þú getur ekki notað orðið einangrunnarhyggja um þá sem vilja eiga í frjálsumviðskiptum og samskiptum við 6,2 milljarða manna á meðan þú og aðrir viljið loka okkur af í 500 milljón manna klúbbi. það búa 12 sinnum fleiri utan við ESB en eru innan þess talið í íbúum. landfræðilega er Evrópa ekki mikið stærri en nokkur ríki í Afríku. Vesturevrópa er varla stærri en Kongó. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 16:33

205 identicon

Kjartan

Samfylkingin er siðspillt og í þessu  ESB-bákni ykkar er ennþá meiri siðspilling. Þetta ESB- bákn ykkar er fyrir löngu orðið heimsfrægt  fyrir spillingu og siðblindu, og hvar hefur þú  verið Kjartan?  Annað í þessu sambandi ég er ekki sjálfstæðismaður og hef ekki verið í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:39

206 identicon

J. Einar Valur Bjarnason Maack: hver stofnaði til þessara skulda? Á hverra ábyrgð var Landsbankinn, FME, ríkisstjórn Íslands? Ég mundi segja á ábyrgð kjósenda landsins.

Þegar búið er að semja lög um það að borga eigi skuldirnar til baka, held ég að það sé ekki spurning um hver eigi að borga. Þessi lög voru samþykkt með meirihluta alþingis sem samsvarar meirihluta kjósenda. Ef þú getur bent á þann ábyrga og auðvitað best, hvar hann/hún faldi peningana, þá væri það náttúrulega mjög gott.

Ég segi aftur: J. Einar Valur Bjarnason Maack, það eru draumórar að staða IceSave málsins breytist einhvern veginn ef ESB umsókn yrði dregin til baka.

J. Einar Valus Bjarnason Maack: þú ert sjálfur greinilega sannfærður um það að ESB sé djöfullinn í persónu og markmiðið hjá ESB sé að rústa sem flestum þjóðfélögum.
Það mun verða auðveldara að segja sig úr þessum "félagsskap" þegar Lissabon sáttmálinn hefur verið samþykktur. Spenntur að sjá hvað mörg lönd bíða eftir því með óþreyju.
Tímarnir breytast, aðstæður breytast, forsendur breytast. Mér finnst allt í lagi að endurskoða með reglulegu millibili stemmningu fyrir ESB í Noregi.
"selja þar með framtíð barna okkar undir bankabjúrókratið í Brussels": þetta er náttúrulega mjög rómantískt orðalag... en rökin vantar.

Fannar:

20% á Spáni. OK. Hvað er atvinnuleysið í Hollandi, Lúxemburg, Danmörku?

Við getum líka litið út fyrir ESB og athugað hvað atvinnuleysið er þar.
Það er vitað mál að meðalatvinnuleysi í ESB er svipað og á Íslandi í augnablikinu. Þetta er vandamál sem á sér ýmsar mismunandi rætur, vandamál sem taka þarf á.
Ég er sannfærður um það að ástandið á Spáni væri ekkert betra fyrir utan ESB, eða án Evru. Orsakir vandamálsins eru aðrar. Þarf ekki að fara ofan í saumana hér.

Það er líka nokkurn veginn morgunljóst að IceSave verður að leysa svo viðunandi sé fyrir alla hlutaðeigandi. Auðvitað geta Bretar og Hollendingar beitt vissum þrýstingi í gegnum t.d. þá sem vilja lána Íslendingum peninga. Ef Íslendingar neita að borga þessa IceSave skuld getur alveg eins gerst að Íslendingar neiti að borga aðrar skuldir.
Það er í gangi mikil vakning á Íslandi hvað skuldir varðar og er það gott mál.
Þetta hefur ekkert með ESB aðild að gera. Auðvitað hafa heyrst raddir öfgahægriflokka innan ESB sem vilja nota ESB umsókn fyrir þrýsting á Íslendinga. Sumir öfgahægrimenn ESB segja til dæmis: "Við höfum ekkert með svona fátæklinga að gera". En við vitum öll hvað svoleiðis lið er marktækt.

Hvaða lýðræðisríki utan Evrópu er svona eftirsóknarvert að eiga viðskipti við?
Ertu að meina að Kínverjar munu þurfa að borga mikinn toll af fiskinum okkar?
Eða Sómalía borgi háan toll af hugbúnaði okkar?
Eða Íran borgi háan toll af fiskverkunarvélum?
Eða tollar á hvalkjöti eitthvert?
Eða ertu að tala um vopnasmygl?
Eða kannski ál til Rússlands?
Ég vil fá að vita um vægi og mikilvægi þessara viðskipta.

Íslendingar munu áfram veiða sinn fisk. Þurfa að taka tillit til annarra með flökkustofna. En það hefur alltaf verið svoleiðis.

Ef Evran er svona slæm, af hverju er ástandið í Bretlandi ekki miklu betra? Pundið ætti að redda þeim, ekki satt? Sýnist það ekki vera að gerast.

Finnland hefur stólað lengi á velgengni Nokia. Það dæmi er því miður allt að fara í vaskinn, þannig að Finnar þurfa að fara hugsa málið. Ekki er hægt að þvinga fólk til þess að kaupa fleiri farsíma.

Ég sé enga ástæðu til þess að bíða mikið lengur þar sem ég veit að ESB getur rifið Ísland upp úr þessari miklu lægð. Heilmikið af nýjum tækifærum. Því fyrr
sem Ísland kemst þangað inn, því fyrr kemst regla á hlutina á landinu. Þá er búið að búa svo um að komandi kynslóðir eigi ekki á hættu að eyða svona hrikalega um efni fram að allt fari í rúst. Þá geta fyrirtæki gert áætlanir meira en 2 mánuði fram í tímann.

Enn hefur ekkert komið fram sem hræðir mig upp úr skónum.
Sama hvaða upphrópanir og slogans andstæðingar slá fram.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:47

207 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Getur einhver hérna bent á stjórnmálaafl, hérlendis sem og erlendis sem býr ekki yfir einhverri siðspillingu?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 16:48

208 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég gæti trúað því að þröngsýni spili þar stærsta rullu Karl. Fannar er með gífurlega þjóðhverfan hugsunarhátt og þarf að átta sig á því að heimurinn er stærri en Rif í Snæfellsbæ.

Maðurinn virðist í þokkabót vera ómerkilegur og lýgur því blákalt að með inngöngu í ESB þá séum við að einangra okkur frá öðrum íbúum utan sambandsins. Þetta eru auðvitað ósannindi enda tilheyrum við nú þegar EES og hefur það ekki heft okkur á neinn hátt. Þess má auk þess geta að Evrópusambandið hefur verið duglegt við að styðja við fátækari ríki og veitt þeim styrki til uppbyggingar.

Fannar og skoðanabræður hans eru réttilega kallaðir einangrunarsinnar vegna þess að þeir vilja að Íslendingar stundi sjálfsþurftarbúskap í stað þess að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 16:50

209 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Kjartan:

...lýgur því blákalt að með inngöngu í ESB þá séum við að einangra okkur frá öðrum íbúum utan sambandsins.

En hvað með það þegar ESB sinnar halda því fram að við einangrum okkur frá umheiminum með því að ganga EKKI í ESB?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 16:56

210 Smámynd: Karl Pétursson

Já, þröngsýni er líklega betri skýring Kjartan, takk fyrir þessa greiningu. En mér þykir Rifið þó einnig vera einstaklega kynlegur kvistur. Sem allir ættu að forðast að koma sér í tæri við ef möguleiki er á því á annað borð.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 17:09

211 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Merkilegt hvað þessar umræður snúast meira um Ad-Hominem rök en eiginlegar rökfærslur varðandi umræðuefnið...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 17:11

212 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kjartan þekkiru ekki munin á ESB og EES. með ESB þá er okkur bannað að gera fríverslunar samninga við ríki utan ESB. vissiru þetta ekki?

Einar, fyrir tæpri öld var Bretland lang stærsta viðskiptaveldi í heiminum. Í kína og Indlandi búa um þrijungur mannkyns. Við gætum og ættum t.d. að kaupa iðnaðarvörur frá Kína. eða vefnaðarvörur. þær eru ódýrastar þar. kostar okkur minnst í gjaldeyri að kaupa frá þessu aðilum. 

Ef menn vilja bara eiga í viðskiptum við lönd innan ESB og þau sem eru þókknanleg stærstu hagsmunum ríkja ESB (bílar og stál svo dæmi séu tekin um mikilvægar útflutningsvörur okkar íslendinga), þá skil ég afstöðu þeirra mjög vel og get borið virðingu fyrir henni. ég henni ósammála. Tækifærin leynast ekki innan álfu sem ekki viðheldur sér í mannfjölda. gömul og þreytt álfa sem verður full af ellilífeyrisþegum sem við munum borga undir með. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:16

213 Smámynd: Fannar frá Rifi

merkilegt hvað mönnum finnst það skipta máli hvaðan ég kem. að útaf því að ég er frá litlu smá þorpi utan að landi þá er allt sem ég segi marklaust. greinilega er ég ekki af réttum ættum.

annars svona ykkur til fróðleiks þá hef ég búið í Reykjavík, Kópavogi og bý núna með minni fjölskyldu í Borgarnesi. Auk þess hef ég dvalið í þó nokkurn tíma, í Bretlandi og síðan sérstaklega á Spáni. 

en látið það ekki trufla ykkur. betra að rakka mig niður útaf uppruna mínum og hvaðan ég kem heldur en að láta það þvælast fyrir mönnum eins og Kjartani að hann heldur að heimurinn nái ekki út fyrir evrópu.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:19

214 Smámynd: Kjartan Jónsson

Já ég hallast að því Karl. Fannar er fastur í rökleysu sinni en hikar ekki við að saka aðra, sem hafa kynnt sér málin, um vanþekkingu t.d. að menn viti ekki muninn á ESB og EES. Maðurinn hefur skotið sig rækilega í fótinn í þessari umræðu og ég efast um að nokkur taki mark á ruglinu í honum nema kannski aðrir álíka þröngsýnir og vitlausir einstaklingar.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 17:21

215 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kjartan. ertu að halda því fram að við getum gert fríverslunar samninga við ríki utan ESB ef við göngum inn í ESB?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:22

216 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef ekki þá er ESB aðild okkar lokun á viðskipti eftir okkar hag við ríki utan ESB.

Einn af verðmætari fríverslunarsamningum okkar er við frændur og Færeyjinga. Þessi samningur yrði sagt upp um leið og við gengjum inn í ESB. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:23

217 Smámynd: Fannar frá Rifi

jæja þetta verður ekki endað með neinum rökum. ég ætla að láta mig hverfa af þessu spjalli. það er ekki hægt að tala við þá sem kalla aðra siðspillta vegna sjónarmiða sem stangast á við þeirra eigin og gera svo lítið úr skoðunum þeirra vegna uppruna viðkomandi.

þetta er subbuskapur sem ég vil ekki eiga meiri þátt í. þið ESB sinnarnir sem stundið slíkt megið mín vegna kalla ykkur sigurvega í þessari umræðu. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:27

218 identicon

Kjartan

Vertu ekki með þennan áróður frá tímum fyrrum Sovét hérna, eins og áður segir þá kannast ég við þessa áróðursaðferðir og þetta orð einangrunarsinni (isolationist), því þessi aðferð var einmitt notuð mikið í fyrrum Sovét sem sona bully word á menn. Já, ég veit að þetta ESB-bákni ykkar er nastum því eins og Sovét- báknið var, ok? http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/952853/ 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:31

219 identicon

Fannar, vissirðu að ef þú kaupir tískugallabuxur sem kosta sem svarar 100 Evrum, þá er launakostnaðurinn, sem rennur til Bangladesh, í kringum 1 Evra.

Ekki það að fólkið í Bangladesh sé svona klárt með virðisauka. Neinei, það eru vefnaðarvörufyrirtæki um alla veröld sem notfæra sér þrælahaldið þar. Unglingar sem vinna 16 tíma á dag fyrir 20 Evrur á mánuði.

Er það svona sem þú sérð heiminn til lengdar?
Þér er kannski skítsama, eins og flestum. Þetta lið er svo langt í burtu og ekkert að græða á þeim.

Það er bara hægt að selja Kínverjum eitthvað sem þeir geta ekki framleitt sjálfir.
Það er heilmikið af kínverskri vöru á markaði hér í ESB, þannig að ég skil ekki alveg vandamálið. Auðvitað eru tollar, en samt er varan frekar ódýr.
Ekki mikið gæðaeftirlit með kínverskri framleiðslu, hafa oft þurft að innkalla vörur hér í ESB vegna eiturefna og svipað.

Það er sennilega hægt að gera góðan bisness í smá tíma með Kínverjum. Þeir eru samt ekki þeir áreiðanlegustu. Eftir ekki svo langan tíma mun Kína líka fyllast af ellilífeyrisþegum, þar sem þeim var bannað að fjölga sér í marga áratugi.

En ellilífeyrisþegar eru ekkert endilega allir alltaf fátækir. Þeir hafa tíma til þess að ferðast og eyða afganginum af sínum peningum. Gott að gera bissness með þá í heilbrigðisgeiranum.

Það má lengi hrókræða þetta, en ég held að það taki því varla að eyða meira púðri í þetta fyrr en niðurstöður viðræðna við ESB liggja fyrir.

Það eina sem við getum verið sammála um núna er að við erum ósammála.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:43

220 Smámynd: Fannar frá Rifi

bara til að svara Einar. hvernig var evrópa byggð upp? í hverra eigu eru þessi fyrirtæki? hefuru kynnt þér barnaþrælkun í evrópu í iðnbyltingunni. hefur kynnt þér þjóðarmorð evrópubúa allstaðar þar sem þeir koma. þetta eru sömu rök. 

ellilífeyrisþegar eru ekki framtíðar viðskiptavinir. 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:46

221 identicon

Fannar kallar pólitíska andstæðinga sína "slóttuga merði" og segir þeim að halda kjafti og vælir svo yfir því að menn uppnefni hann! Haha ,þvílíkur hræsnari...

Krissi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:54

222 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég hef aldrei ráðist að mönnum vegna uppruna þeirra eða kallað þá siðspillta. ráðist á þá vegna þess að þeir búa þarna en ekki hérna. að saka einhvern um siðspillingu er grafaralvarlegt mál. að kalla einhver slóttugan mörð er pólitík. að segja jóni Frímanni að halda kjafti er eitthvað sem mér hefur lengi langað að segja við hann.

en það er kannski allt á sama leveli hjá þér Krissi? djöfull eruð þið ESB sinnarnir hérna með ógeðfeldar persónulegar árásir. er eitthvað skrítið að yfir 60% þjóðarinnar er ósammála ykkur? 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:59

223 Smámynd: Kjartan Jónsson

Sammála þér Krissi. Þegar hann tapaði rökræðunni við Jón Frímann þá brást hann við með að segja honum að halda kjafti. Svona menn eiga ekkert erindi í málefnalega umræðu.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 17:59

224 Smámynd: Fannar frá Rifi

það var þá snökktum skárra heldur en að ráðast að uppruna manna og kalla þá siðspillta eins og þú gerir Kjartann. ertu ekki stolltur af sjálfum þér í dag?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 18:03

225 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála því að umræðan tapaðist þegar Fannar missti stjórn á skapinu og fór að kalla menn ýmsum nöfnum og segja þeim að halda kjafti.. en reyndar má færa rök fyrir því að hann hafi tapað umræðunni talsvert fyrr þegar honum yfirsást viljandi eða óviljandi greinargott svar Jóns við spurningum hans..  Spurningum sem fjalla um ímyndaða framtíðarskipan í evrópu....  en sjálfstektin er söm við sig.

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 18:25

226 Smámynd: Fannar frá Rifi

já ég tapaði. þið unnuð til hamingju. ég er bara siðspilltur aumingi frá Rifi og allir þaðan eru álíka og ég. til hamingju ESB sinnar. þið eruð sigurvegar dagsins.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 18:28

227 Smámynd: Karl Pétursson

Svo virðist sem að niðurstaða sé komin í þetta mál, þ.e. að Rifbeinið hafi eyðilagt umræðuna.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 18:28

228 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég hef ekkert í ykkur ofurmennin og lýt vilja ykkar og gefst upp. betra er að flýja af hólmi heldur en að sitja undir slíkum persónulegum árásum á mig og alla sem koma frá Rifi. ég bara get ekki staðið í skrifum þegar slíkt á sér stað.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 18:31

229 Smámynd: Karl Pétursson

Það er greinilegt að rökin eru ekki á bandi Rifja Fannars. Hann fer nú undan í flæmingi og ber fyrir sig bull og vitleysu sem að enginn tekur mark á nema hann sjálfur og kannski örfáar hræður í Heimssýn og svo rasistarnir.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 19:04

230 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Fannar.. hver er að tala niður til uppruna þíns ? Ég fór í gegnum umræðuna og það eina sem ég fann þar er þetta :

Ég gæti trúað því að þröngsýni spili þar stærsta rullu Karl. Fannar er með gífurlega þjóðhverfan hugsunarhátt og þarf að átta sig á því að heimurinn er stærri en Rif í Snæfellsbæ.

Það er akkurat ekkert athugavert við þetta, þar sem þú kennir þig við Rif á snæfellsnesi og að það er verið að leiða líkum að því að þú sért þröngsýnn.. sem er reyndar rétt :) en þetta er aum afsökun til þess að draga sig úr þesari umræðu þar sem þú magalentir illilega á miðri leið...

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 19:15

231 identicon

Fannar, það er reyndar afskaplega vafasamt að nota það sem gerðist á 18, 19 og meirihluta 20 aldinarinnar sem rök gegn ESB. Þar sem að í dag þá fá unglingar og börn í Evrópu ekki að vinna. Íslensk börn fá að vinna meira en börn og unglinar á meginlandi Evrópu. Reyndar held ég að íslendingar hafi fengið sér undanþágu frá þessari meginreglu ESB/EES um vinnu barna og unglinga vegna hefðar hérna á Íslandi. Þó með taldverðum takmörkunum, ég hef því miður ekki rannsakað þetta neitt og því ekki vísað í neinar heimildir til handagagns.

Í dag er allt þrælahald bannað innan ESB/EES. Enda kemur það oft í fréttum að lögreglan hafi verið að handtaka þrælahaldara í Evrópu. Þetta er reyndar ekki bara vandamál í Evrópu, heldur einnig í Bandaríkjunum, Kandada, Asíu og fleiri löndum heims. Ég einfaldlega veit ekki hvort að ástandið er eitthvað betra í Evrópu miðað við önnur svæði heimsins. Þó má reikna með að ástandið sé verst í fátækustu aðildarríkjum ESB, af augljósum ástæðum (spillt lögregla osfrv).

Fannar, kosturinn við ESB er (þetta er endurtekning! Bara ýtarlegri þetta sinnið.) stöðugt verðlag. Lægri vextir, engin verðbólga, engar gengissveiflur með krónuna í ERM II (15% sveifla algert hámark), og síðan upptaka evru á endanum sem mun koma með varanlegan stöðugleika í Íslenskt efnahagslíf. Það sem mundi einnig breytast er að verðtryggingin mundi hverfa varanlega, og húsnæðislán fólks færu að lækka við hverja afborgun, en ekki hækka eins og staðan er í dag.

Kostinir við aðild Íslands að ESB eru miklu fleiri en gallanir. Það hefur legið núna fyrir í mörg ár. Hinsvegar hafa ný-frjáhyggjustjórnmál (og afbrigði þar í kring) komið í veg fyrir aðild Íslands að ESB. Niðurstaðan af þeim ákvörðunum eru íslendingar að upplifa í dag. Efnahagshrun í kjölfarið á bankahruni, og ónýtan gjaldmiðil, ásamt langvinnri verðbólgu (stöðug 10 - 15%), ásamt háum vöxtum.

Varðandi evruna. Þá vil ég benda á þá staðreynd að það ekki taka 10 - 30 ár fyrir íslendinga að taka upp evruna.  Ef að niðurgreiðsla skulda er viðunandi, ásamt því að vaxtastig, verðbólga og halli ríkissjóðs sé í lagi. Þá gætu íslendingar tekið upp evruna á 2 til 5 árum ef vel gengi. Samkvæmt fyrrverandi sendiherra ESB til Íslands og Noregs, þá er heimild fyrir slíku í sáttmálum og lögum ESB um Evruna. Sjá nánar hérna (afsaka google link, en esb.is virkar ekki hjá mér. Þetta var vefsíða fastanefndar ESB gagnvart Íslandi og Noregi vegna EES samningsins.).

Fullyrðingar andstæðinga ESB eru oft á tíðum slíkar að þær hljóma eins og skáldskapur. Oft á tíðum þá er það nákvæmlega raunin. Í hinum tilfellum er bara um útúrsnúninga að ræða, eða hreinlega verið að ljúga að fólki.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:01

232 identicon

Jón Frímann, farðu á blogsíðu Fannars og teldu upp kostina. Þar verður örugglega fjör. Fleiri hans líkar sem bíða spenntir eftir því að tæta okkur í sig ;-)

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:34

233 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég sé að í umræðu Fannars hefur hann þurrkað út eðlilegt innlegg Jóns Frímanns. En rök þín eru góð Einar, mjög góð.

Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 21:10

234 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Einar Hansson:

Ég segi þá að þeir kjósendur sem kusu þá óværu yfir okkur sem þáverandi (og að hluta til núverandi) ríkisstjórn (Lesist: kjósendur XD og XS, aldrei kaus ég þá, né B eða U) skuli greiða þetta, því það er tæpast á ábyrgð þeirra sem ekki kusu þessi spillingaröfl hversu spillt þau eru. Ábyrgðin á Landsbankanum var samþykkt af ríkisstjórn XD og XS...

Þó svo að þessir flokkar séu á öndverðum skoðunum hvað varðar aðild að ESB - sem jú ég hef afar lítið álit á - þá eru þeir ALVEG SAMA HELVÍTIS SPILLINGARDRASLIÐ. Svo ég útskýri svolítið fyrir öllum ykkur heilaþvegnu flokksfylgjendunum hérna.

Ég sé ekki annað en að þið ALLIR sem viljið að IceSave sé samþykkt og greitt af almennum íslenskum skattborgendum séuð siðblindir þrælar, því mennirnir sem á bakvið IceSave og Landsbankan stóðu eru síst blankir í dag á meðan hinn almenni borgari á vart í sig eða á og stendur oftar en ekki í því að þurfa að borga okurvexti nú þegar, á meðan Oligarcharnir fara í frí til Bresku Jómfrúreyja og kveikja í vindlum sínum með gömlum íslenskum 5000 króna seðlum sem eru í dag vita verðlausir eftir að þessir ágætu menn tóku stöðu gegn krónunni.

Auðlindirnar eru það eina sem Íslendingar eiga eftir og þó þið teljið í sjálfsblekkingu ykkar að Ísland geti samið um sérákvæði á meðan það er í þessari stöðu- sérákvæði um það að þetta verði ekki einkavætt í hendur Evrópskra stórbanka - ættuð að skoða ykkar gang og sögu íslenskra sérákvæða í gegnum tíðina, það hefur enginn hlustað á Íslendinga.

Enginn grætur Íslending, einan sér og dáinn og með aðild að ESB held ég að megi svo gott sem útrýma þjóð vorri því hún verður ekki lengur sjálfbjarga á neinn máta, hér munu aðeins vera þrælar í lágstétt og örfáir Oligarchar.

Og að Evrópusinnar dirfist að kalla sig jafnaðarmenn... magnaður andskoti.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 21:13

235 identicon

Kjartan, vegna ritskoðunaráráttu og annara leiðinlegra hneigða andstæinga ESB. Þá hef ég vanið mig að taka skjámynd í hvert einasta skipti sem ég skil eftir innlegg hjá þeim. Fannar var þar engin undantekning.

Ég ætla að skrifa um ritskoðunaráráttu Fannars á morgun, og birta þá myndina af því innleggi sem hann eyddi út á blogginu sínu með afskaplega lélegri afsökun og útúrsnúningum í minn garð.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:16

236 Smámynd: Karl Pétursson

Ég hef tekið eftir því í þann langa tíma sem ég hef fylgst með umræðum hér á moggablogginu að ritskoðunarárátta virðist einkenna andstæðinga ESB meira en flesta aðra bloggara.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig eða hvort Rifið útskýrir þessa ritstjórnarstefnu sína. Það kemur þó vonandi allt í ljós von bráðar.

Karl Pétursson, 23.9.2009 kl. 22:29

237 identicon

Kjartan

Þú ert nú orðinn þekktur fyrir að þurrkað út eðlileg innlegg, eða nánast sagt allt sem er gegn ESB-bákninu .

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:47

238 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er bara aðferð Fannars við það að segja Jóni F að halda kjafti :)

Óskar Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 00:28

239 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég hef tekið eftir því sama hjá sporgöngumönnum ESB að þeir séu hlynntir ritsskoðun...

...ætli báðar hliðar séu ekki sekar í þeim efnum?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.9.2009 kl. 00:32

240 identicon

Einar H: "J. Einar Valur Bjarnason Maack: hver stofnaði til þessara skulda? Á hverra ábyrgð var Landsbankinn, FME, ríkisstjórn Íslands? Ég mundi segja á ábyrgð kjósenda landsins."

Kjósendur landsins stofnuðu ekki til þessara skulda Landsbanka Íslands HF (Icesave), eða hvernig er það eigum við að vera í því greiða fyrir öll önnur hlutafélög er fara á hausinn erlendis og hérna heima? Hvað verður það næst Nýi Kaupþing banki HF eða MP banki HF? Ef IKEA í Svíðþjóð færi á hausinn eiga þá allir svíar að greiða fyrir það, en hvað með Eigendur/hluthafaHvað með allt þetta gallaða 80.000 blaðsíðna regluverk ESB (eða sem varðar EES sáttmálan), eftirlit þeirra og þessa menn sem eru í ábyrðastöðum fyrir ESB/EES? Segir þetta gallaða regluverk að við eigum alltaf að borgar?  Á alltaf sem sagt að einkavæða hagnaðinn og sósalísera tapið yfir á almennig?

Eins og þú veist þá voru við með þessar Samfylkingargungur með plástri í Rikisstjórn ásamt VG er höguðu sér eins og þægar mellur,  þannig að þessar Samfylkingargungur með plástri réðu ferðinni, sem gekk út á það að styggja ekki ESB-báknið þar sem aðalatriðið hjá gungunum var að komast inn í ESB, og allt sem hafði að gera með að fara dómsstólaleiðinna var hreinlega þaggað niður af þessum gungum er börðust hreinlega gegn þjóðarvilja í þessu icesave- máli.             

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 01:41

241 identicon

Þorsteinn, nokkrar kveljandi staðreyndir:

  • til þess að fá leyfi fyrir bankastarfsemi á EES, þurfa bankar að tryggja innistæður sparireikninga upp að vissu marki. Í tilfelli IceSave voru það 20887 Evrur. Þetta veit hver einasti sparifjáreigandi í Evrópu. Ef einhver vill fá góða vexti en er sama hvort peningarnir "týnast", þá spekúlerar sá hinn sami yfirleitt með verðbréf. Engin trygging þar, en oft skjótur gróði
  • Seðlabankinn og/eða fjármálaeftirlitið á að sjá um það að þessum reglum sé framfylgt, þ.e. skylda bankana til þess að binda nógu mikið fé í tryggingasjóðnum (ekki afnema bindiskyldu).
  • ríkisstjórnin (viðskiptaráðherra) er í rauninni ábyrgur fyrir því að Íslendingar með íslensk fyrirtæki fylgi og geti uppfyllt settar leikreglur.
  • fyrir það sem ríkisstjórnin ábyrgist er ríkissjóður notaður. Ríkisstjórnin framfylgir vilja meirihlutans og ríkissjóður er skattpeningur landsmanna
  • ef forsætisráðherra segir að Íslendingar munu standa við sínar skuldbindingar, þá er ekki hægt að segja að hann hafi verið að gabba
  • ég ætla ekki að fara ofan í saumana á því sem gerðist fyrir hrun (skýrslum stungið undir stól, varnaðarorð að utan virt að vettugi, leyfi fyrir IceSave, ...)
  • þessum inneignum breskra og hollenskra sparifjáreigenda var dreift: hluti til Íslands, hluti til Baugsveldisins, hluti til þyrlu og einkaþotukaupa, hluti fjárfestur í vonlausum breskum fyrirtækjum (sem enginn annar hefði viljað lána)
  • t.d. Bretar og Danir horfðu upp á hverja verslanakeðjuna af annari keypta af "moldríkum" Íslendingum, úr fjármála(við)undrinu Íslandi. Ef þeir kvörtuðu og sýndu engan skilning, var það bara öfund
  • IceSave málið þarf sem sagt að klára, óháð ESB umsókn.
  • IKEA er ekki hlutafélag og þarf ekki að lúta neinum reglum um innistæðutryggingar. Ef vara þeirra er gölluð, taka þeir hana alltaf með glöðu geði til baka. Fyrirmyndarfyritæki.
  • Þetta með að einkavæða hagnað og dreyfa tapinu á skattgreiðendur er þekkt vandamál í bankageiranum og ESB stendur saman um það að gera allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Þú getur svo fylgst með því í fréttum af G20 fundum.
  • ég er enginn aðdáandi Samfylkingarinnar, þó að ég sé hlynntur aðildarviðræðum. Það þarf ekkert altaf að vera "=" merki þar á milli

J. Einar Valur, ég er sammála þér um það að þetta stjórnmálalið er yfirleitt gerspillt upp til hópa.

Þar sem ég bý í ESB og hef búið þar nógu lengi til þess að geta fengið ríkisborgararétt á fáeinum vikum, þætti mér auðvitað áhugavert að fylgjast með hvað gerðist ef ríkisstjórnin einfaldlega neitaði að borga IceSave skuldirnar.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 08:12

242 identicon

Einar H. 

Samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu  þá eigum við ekki að borga

&#147;Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.&#148;(94/19/EC)

  Tilskipunin kallast 94/19/EB og á henni byggja íslensk lög um innistæðutryggingar.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:19

243 identicon

Já, núna skil ég loksins, Þorsteinn, takk fyrir.

Það var og er þá nóg að stofna tryggingarsjóð, en það þurfa ekkert endilega að vera peningar í honum.

Þetta er alveg þrælsniðugt kerfi og eiginlega ekkert svo flókið að skilja það. Hver ætli hafi fundið upp á þessu?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:44

244 identicon

En svona til þess að koma aftur að upprunalega viðfangsefninu.

Snillingarnir eru byrjaðir með hreinsanirnar.
Til þess að geta ráðið tvo ritsjóra var 20 manns hent út.

Ósköp sé ég svart fyrir gamla góða moggan núna, því miður.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:48

245 identicon

Las bókina: "Mein Vaterland" eftir Robert Harris.  Þetta er skáldsaga sem á að gerast 1964 og fjallar um Stórþýskaland sem ræður yfir Evrópu eftir að Þjóðverjar sigruðu Bandamenn í Seinni heimsstyrjöldinni.

Eins og allir vita sigruður Þjóðverjar í Seinni Heimsstyrjöldinni, en samt náðu Þjóðverjar yfirráðum í Evrópu og það í gegnum ESB þó að með friðsamlegum hætti hafi verið.

 File:RobertHarris Fatherland.jpg

Þeirri Evrópu sem lýst er í þessari skáldsögu er merkilega lík ESB þar sem Þjóðverjar ráða mestu, þó ekki sé ég að segja að ESB sé nazistískt. 

En samsvörunin er sláandi.  Getur verið að Þjóðverjum hafi tekist það sem Hitlers-Þýskalandi tókst ekki; að verða ráðandi í ESB í yfirþjóðlegu ríkjabandalagi.

Ingvar M. Kristgeirsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:50

246 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn Scheving, sko það er nú svo oft búið að fara yfir þetta.  Þarna stendur einfaldlega að ef grundvallaratriði Rammalaganna sé eigi uppfylt, þ.e. að sjá til þss að neytendur fái bætur ef á reynir - þá verði Ríkið ábyrgt.

Það eru skilyðin sem Rammalögin ganga útá.  Að neytendur fái bætur ef á reynir.  Í umræddu tilfelli brást það.  Innstæðutryggingardirektífið gengur útá það - og aðeins það - að lágmarkið sé tryggt og skuli greitt ef á reynir.

Hvað þýðir það ?  Jú í okkar tilfelli uppfylltu Rammalögin um innstæðutryggingar ekki það markmið sem þeim er ætlað. 

Ok. þegar það er ljóst er auðvelt að sækja Ríkið til ábyrgar samkv. EES reglum.

Og þegar slík mál færu fyrir dóm, næðist krafa um Ríkisábyrgð ekki fyrst og fremst fram á  sjálfu Innstæðudirektífinu  heldur öðrum ákvæðum í EES og Evrópulögum lögum og reglum  sem Ísland hefur undirgengist.  Þetta liggur allt skýrt fyrir og afar auvelt fyrir breta að flytja fram.  Í þessu icesavetilfelli geta þeir meir að segja bara valið um hvernig þeir fá fram ábyrgðina.  Td. er líklega auðveldast fyrir þá að fara fram með bann við misunun - og leggja þá upp með að fá allt greitt uppí topp !

Þetta hef ég margoft reynt að útskýra fyrir fólki - en það bara neitar að fatta útá hvað málið gengur og endurtekur stöðugt afmarkaðar setningar eins og róbótar með afar einfeldingslegri nálgun.

Staðreyndin er að það hefur aldrei leikið minnsti vafi á ábyrgð Rikisins þessu viðvíkjandi.  Ekki minnsti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 11:56

247 identicon

Jæja það er nóg af ESB hórum hér og hér bætist við einn enn. Can I Join?

Elvar S. (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:27

248 identicon

Vertu velkominn í ESB hóruklúbbinn, Elvar.

Betra en LÍÚ mella...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:48

249 identicon

Ómar B "... það er nú svo oft búið að fara yfir þetta... "

Nei og aftur Neim, því það hefur lítið sem ekkert verið talað um þetta atriði, menn hafa hvað eftir annað reynt að þagga þetta niður algjörlega og svara með því snúa útúr með nákvæmlega engin rök.  Annað þú þarf ekkert að reyna benda á  hvernig þetta með lágmarkið á að vera hjá Innstæðutryggingum, því hlutafélög (eða Banki HF) er ekki það sama og "aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld ", þú?

 &#147;Tilskipun þessi getur EKKI gert  aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum..". (94/19/EC)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:52

250 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn, júbbs.  Sjáðu til þetta sem oft er vitnað til er í sjáfu sér ekki  lagaatriði Rammalaganna.  Þetta er úr svona aðfarargreinum þar sem ýmislegt er útskýrt.  En greinin segir þetta í ísl. þyðingu Innstæðudirektífisins:

"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun
."

http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/385499142c7e4810002567590058573a/2E9317F82E04988100256700004E1234/$file/394l0019.pdf


 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 13:34

251 identicon

Ómar

Ef þú ert á annarri skoðun varðandi þessa tilskipun (94/19/EC), þá máttu taka það af þér að svara þsssu einnig hérna fyrir neðan (við athugsemd # 24.9.2009 kl. 01:41):  

Kjósendur landsins stofnuðu ekki til þessara skulda Landsbanka Íslands HF (Icesave), eða hvernig er það eigum við að vera í því greiða fyrir öll önnur hlutafélög er fara á hausinn erlendis og hérna heima? Hvað verður það næst Nýi Kaupþing banki HF eða MP banki HF? Ef IKEA í Svíðþjóð færi á hausinn eiga þá allir svíar að greiða fyrir það, en hvað með Eigendur/hluthafa?  Hvað með allt þetta gallaða 80.000 blaðsíðna regluverk ESB (eða sem varðar EES sáttmálan), eftirlit þeirra og þessa menn sem eru í ábyrðastöðum fyrir ESB/EES? Segir þetta gallaða regluverk að við eigum alltaf að borgar?  Á alltaf sem sagt að einkavæða hagnaðinn og sósalísera tapið yfir á almennig?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:41

252 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

P.s. Þetta feitletraða er aðalatriðið.  Að ríkið verði ekki gert ábyrgt umfram lágmarkið.  Alveg kristaltært og hefur alltaf verið.  Eða afhverju heldurðu a sjallar hafi ekki viljað setja málið í dóm ?  Afhverju heldurðu að það hafi bara sést í iljarnar á Árna Matt þegar átti að dæma í málinu. Það hafði enginn séð mann á þessum aldri hlaupa jafn hratt.

Og jú, það er búið að ræða þetta allt í spað.  Sjáðu til, íslensk stjórnöld reyndu að halda  frammi málflutningi 2-3 sjallafræðinga frá byrjun.  Var alltaf vonlaust auðvitað einfaldlega  vegna þess að umræddur málflutningu er hvorki fugl né fiskur og nánast bara djók hreint út sagt.

Það sem er kannski einna merkilegast við málið er að strax í byrjun voru ísl löglæringar með  málið á hreinu.  Þ.e. vissu alveg að að sjálfsögðu væri eigi hægt að komast hjá ábyrgð ríkisins.  Rammalögin væri þverbrotin og Ríkið væri þ.a.l. skaðabótaábyrgt.  Eins og þú getur séð á áliti Stefáns Geirs Þórissonar:

"Um skaðabótaábyrgð aðildarríkja að EES samningnum er kveðið í dómaframkvmd Evrópu- dómstólsins og EFTA dómstólsins.  Sú ábyrgð er möguleg að vissum skilyrðum fulnægðum,  sem nánar eru útfærð í fjölmörgu dómum þessara dómsstóla.  Ég ætla ekki að fjalla um bótaskilyrðin í smáatrium í áliti þessu, en í stórum dráttum kemur ábyrgðin til álita gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef aðildarríkin fullnægja ekki þeim skyldum sem  þeim ber skv. Evrópureglum; og hvað EFTA ríkin varðar snýst málið að sjálfsögðu um hvort þau hafi fullnægt skuldbindingum sínum skv. EES samningnum.  Bótaskilyrðin eru eins og  áður segir nokurm þá.m. það að um alvarlegt brot á EES skuldindingunni sé að ræða, um sé  að ræða brot á reglu sem ætlað er að veita einstaklingum tiltekinn rétt og að orsakasamhengi sé milli vanhalda ríkisins á að fullnægja Evrópuréttar/EES skuldbindingunni og  tjónsins sem þeir einstaklingar verða fyrir vegna þess að Ríkið hefur ekki fullnægt skuldbindingunni." 

http://www.island.is/media/frettir/19.pdf

Þó hann segi að hann hafi igi skoðað málið ýtarlega, þá er hann með öll aðalatriðin á hreinu þarna strax í byrjun.  Algjörlega á réttri leið og fattar auðvitað útá hvað málið gengur.

Staðreyndiner að fjölmiðlar hafa feilað að upplýsa þjóðina um aðalatriði málsins og gefið þ.a.l. færi fyrir öfgamenn að ala á tortyggni og kynda undir þjóernisbelging og sumir stjórnmálaflokkar hafa sætt lagi.

Svona er nú málið því miður vaxið.  Ríkð skaðabótaábyrgt skv. reglum er Ísland hefur undirgengist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 13:43

253 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn, varðandi síðustu spurninguna um hvað ef MP færi á hausinn og hvort ríkið væri þá ábyrgt þá er svari einfalt:  ef MP hefði sankað innlánum á ESB/EES svæðinu - já.  Ríkið ábyrgt.

Þetta liggur alveg fyrir.  Lágmarksinstæður tryggðar og ef vanhöld verða á greiðslum ef á reynir er ríkið óhjákvæmilega ábyrgt.

Þetta hljóta bara allir hlutaðeigandi að hafa gert sér grein fyrir alveg frá byrjun.  Annað er merki um hreina heimsku !

That said, þá eru menn að beina reiði sinni að röngum aðila í þessu máli þegar þeir ólmast útí EES og/eða ESB reglur.  Það eru engar EES eða ESB reglur sem skylduðu jálfstæðismenn til að stofna útibú í London og Hollandi.  Þær reglur fyririnnast eigi.  Eru ekki til.

Þessvegna eiga menn að beina reiði sinni að Sjöllum (skýring: Landsbankinn var Sjallabanki)  fyrir að veðstetja Þóðina um leið og þeir sópuðu að sér sparifé evrópsks almennings með gylliboðum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 14:04

254 identicon

Ómar

Þetta er nú samt sem áður í "samræmi" við þessa tilskipun "að EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum.."

 &#147;Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.&#148; (94/19/EC)

"10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Nú svo ég vitni nú bloggið hans Bjarni Þórs, eða:   

"Samkvæmt þessu skal Tryggingarsjóðurinn þurrausinn hvort sem viðmunarfjárhæðinni (20 þúsund evrum) er þá náð eða ekki. Telji stjórnin brýna ástæðu til er henni heimilt að taka lán fyrir eftirstöðvum, en slíkt er alls ekki skylda. Hún má það, en hún þarf þess ekki. Sárt svíður að íslensk stjórnvöld skuli líta framhjá þessu grundvallaratriði og kjósa pólitíska samningagerð í staðinn. Íslenskum skattborgurum ber ekki að tryggja Tryggingarsjóð innistæðueigenda. Við eigum að neita að borga." http://bs.blog.is/blog/bjarnithorsigurbjornsson/entry/937226/

Ég er hérna alveg sammál þessu sem hann Bjarni Þór segir á blogginu, og eins og áður segir þá eigum við ekki að borga (Icesave)  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:04

255 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þosteinn, það sem skiptir máli er hvað Rammalögin segja.  Þau eru alveg skýr.  Lágmark greitt.  Punktur og basta.

Enda sérðu að þetta hefur verið skilið á þann hát í ísl. lögum um sjóðinn.  Þar er alveg á hreinu að lágmarkið sé alltf tryggt.

Eða hvar stendur sjallafræðingasnillin: Ef sjóður er tómur (eis og sjóðir sjalla eru þekktir fyrir) - þá þurfum við bara ekkert að borga.

Eg sé það hvergi standa þarna.

Þorsteinn,  ég held að þú áttir þig  alveg á aðalatriðunum en viljir ekki viðurkenna það.  Held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 14:34

256 identicon

Ómar

Jú, jú það skiptir máli hvað þarna segir, en Íslenska ríkð og almenningur í þessu landi er ekki og á ekki að vera í einhverri ábyrgð fyrir hlutafélagsbanka HF erlendis og þess vegna var ekki til ríkisábyrgð á Icesave . Nú eins og áður segir þá gildir þessi tilskipun:    

 &#147;Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðabætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.&#148; (94/19/EC)

Það var upphaflega þannig að það var ekki krafist ríkisábyrgð á Icesave, og eins og áður segir þá eru það stjórnendur/eigendur/hluthafar sem bera ábyrgð , þegar svo mönnum var ljóst  að :

 10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Þegar að menn sáu fram á að þetta yrði ekki greitt að fullu, fóru menn að heimta og heimta Ríkisábyrð á Icesave vegna þess að hún var ekki til staðar. Við eigum hins vegar ekki að greiða Icesave Punktur og basta.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:43

257 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn, það hefur ekkert uppá sig hjá þér að endurtaka  það sama aftur og aftur.  Málsatvik eru alveg skýr.  Sjóðurinn gat eigi staðið við skuldbindingu þá er Rammalögin kveða á um.  Afleiðing: Ríkið verður skaðabótaábyrgt.

Að sjálfsögðu kemur ábyrgðin ekki fram fyrr en sjóðurinn klikkar í hlutverki sýnu. Ef sjóðurinn sinnir og stendur undir hlutverki sýnu, þ.e. greiða lágmarkstryggingu = Ríkið eigi ábyrgt.  Ef Sjóður klikkar = Ríkið ábyrgt.

Þetta mál er svooo einfalt að það er eiginlega brandari að sjá fólk stinga höfðinu í sandinn því viðvíkjandi - og í sjálfu sér verðugt rannsóknarefni umræddar sandhöfuðstungur.  Er það nefnilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 15:54

258 identicon

Ómar

Það&#39; er hvergi einn einasti stafkrókur í íslenskum  lögum né EES-lögum um tilhögun slíkrar meintrar greiðsluskyldu ísl. ríkisins vegna Tryggingasjóðs innstæðueigenda, þú? Nú það er heldur ekki einhver lagaskylda fyrir einstök ríki til að borga himinháar fjárhæðir fyrir tryggingasjóði innstæðueigenda.

Það var einnig álit  þriggja lögfr. Stefáns M. Stefánssonar, Lárusar Blöndal og Magnús Thoroddsen að við hérna bærum ekki skyldu til þess að greiða Icesave, og athugaðu það einu sinni, takk ?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:12

259 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þorsteinn, það liggur alveg fyrir skv. EES/EFTA lögum hvernig skaðabótum eigi að hátt þegar skilyrðum rammalaga er eigi uppfyllt eins og raunin varð í tilfelli Icesave.  Algjörlega.  Stefán Geir fer yfir það í aðalatriðum.  Þetta er algjörlega klárt.  Í umræddu tilfelli er um gróf brot á skilyðrum rammalagana að ræða.  Mjög gróf.

Nú, svo geturð lesið breska álitið sem þeir lögðu fyrir gerðadóm.  Þeir fara enn betur yfir þetta.

Sjáðu til, ísland hefur undirgengist EES lög og reglur o.þ.a.l. er það hluti af ísl. lögum. 

Það sem þú og fleiri gera í þessu máli er nánast að stinga fingrunum í eyrun og: Lalalala etc.  Neitið bara að horfa á staðreyndir og kjarna máls en hengið ykkur á afmarkaðar setningar sem segja í rauninni ekkert einar og sér.

Því miður er staða íslands afskaplega slæm í þessu máli.  Afskaplega slæm.  Málið er svo ljótt.

Skynsamlegast hefði verið að samþykkja strax ábyrgð landsins og semja svo um málið í rólegeitum þegar við erum komin inní ESB.  Það væri það skynsamlega. Allt sem hefur gerst seinnipart sumars í málinu er mjög óskynsamlegt. Upphrópanir,  þjóðernisrembingur og rugl.  Og er búið  að kosta ísland og innbyggjara þess stórfé með því að tefja og þvælast  fyrir nauðsynlegum aðgerðum. 

Það hríðar  á Íslendinga þessi misserin.  Við för gegnum hríðarbylji þarf fókusinn að vera hárnákvæmur og það er ekki staður né stund fyrir popúlisma.  Það hafa sumir eigi borið gæfu til að átta sig á.  Því miður - eða við skulum vona að þeir hafi ekki staðið í popúlisma sínum viljandi til þess eins að skemma fyrir og gera förina erfiðari í gegnum hríðina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 18:15

260 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fannar, mér sýnist þú ekki í mjög góðum félagsskap þarna. Best að yfirgefa partýið þegar bullurnar mæta. 

Og Guðbjörn ætti að taka það til alvarlegrar íhugunar hvaða félagsskap hann hefur róðað sér inní. Er hann virkilega betur settur með þetta stuðningslið en í Sjálfstæðisflokknum? Ég spyr?

Ragnhildur Kolka, 24.9.2009 kl. 18:52

261 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Er hann virkilega betur settur með þetta stuðningslið en í Sjálfstæðisflokknum? Ég spyr?

ha ha ha ha ha !

þetta er besti brandarinn í dag.. auðvitað er hann betur settur með heiðarlegu fólki en því liði sem byggir sjálfstektarflokkinn Kolka.. eru engin takmörk fyrir sjálfsafneituninni hjá "sjálfstæðisfólki"?

Óskar Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 18:59

262 identicon

Ómar

Ég rétt eins og þessir lögfr. Stefáns M. Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Magnús Thoroddsen og fleiri fleiri manns erum á því að bærum ekki skyldu til þess að greiða Icesave, en þú mátt hafa þína skoðun í friði.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:41

263 identicon

Þar sem að ég er búinn að eyða aðgang mínum af blog.is, þá virðist sem að öll mín svör hafi horfið með þeirri eyðingu. Þetta er ljótur galli á blog.is og hefur í raun aldrei verið lagaður af kerfismönnum Morgunblaðsins.

Vegna þessa vantar öll mín svör hérna, því miður. Þar sem þau voru góð og upplýsandi fyrir viðkomandi. Þegar ég eyddi aðgangnum á blog.is þá vissi ég af þessari áhættu, en tók hana samt. Þar sem ég vil ekki vera með aðgang þar sem Davíð Oddsson er við stjórn.

Kveðja,

Jón Frímann.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:13

264 identicon

Sömuleiðis, Jón Frímann.

En það verður vissulega spennandi að lesa um hvað gerist þegar kallinn fer að ybba gogg...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:49

265 Smámynd: Kjartan Jónsson

Gangi þér vel Jón Frímann. Ég mun sakna þín héðan af blogginu en ég vona þó að þú sjáir þér fært að taka þátt í einhverjum umræðum hér.

Sjálfur ætla ég að skoða mín mál.

Kjartan Jónsson, 25.9.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband