Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á uppleið á undanförnum mánuðum og er það vel. Það fólk sem snéri við okkur bakinu í síðustu kosningum er auðsjáanlega búið að fyrirgefa okkur að einhverju leyti allavega eða í það minnsta búið að fá sig fullsatt af vinstri stjórninni. Búast má við því að Sjálfstæðisflokkurinn styrki enn stöðu sína þegar skattahækkanirnar dynja með fullum þunga á landsmenn í byrjun næsta árs. Að auki má búast við fylkisaukningu þegar ríkisstjórnarflokkarnir hafa kúgað þingmenn sína til að samþykkja Icesave samkomulagið.

Samfylkingin hlýtur af hafa áhyggjur af fylgistapi sínu um þessar mundir, þótt VG megi vel við una. Ríkisstjórnin er í frjálsu falli og búast má við að það fall verði enn brattara á nýju ári og endi með skelfilegri brotlendingu næsta vor. Ekki yrði ég hissa þótt Samfylkingin sliti stjórnarsamstarfinu upp úr því og taki upp ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokknum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir slíkt stjórnarsamstarfs er stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fylgi Sjálfstæðiflokksins hefur stöðvast við rúm 30% sem er 7-10% undir því fylgi sem fast var á honum fyrir nokkrum árum. Fylgið lækkar um 1 % frá síðustu könnun. Það er staðreynd að oftast mælist fylgi þessa flokks meira í könnunum en kosningum og má því gera ráð fyrir að fylgið liggi nærri 28% þessa dagana sem er 12% undir meðaltalsfylgi þessa flokks í gegnum áratugina en allt of mikið miðað við sök og sögu.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.12.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað er rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn náð fyrri styrk, en það kæmi mér ekki á óvart þótt það gerðist fyrr en seinna.

Ég er ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái minna núna í skoðanakönnun heldur en í kosningum, því það eru bara "knallharðir" innvígðir og innmúraðir, sem nú segjast kjósa flokkinn. Hér á árum áður var flokkurinn hins vegar með lausafylgi, sem ekki skilaði sér alltaf í kosningum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.12.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband