Icesave - Þyngra en tárum taki...

GjaldþrotÞað er þyngra en tárum taki, að ríkisstjórnin taki engum rökum í Icesave málinu. Líkt og ég hef bent á allt frá upphafi hefur málið aldrei snúist um greiðsluvilja Íslendinga í þessu máli, heldur hvort okkur ber lagaleg skylda til að greiða þessar skuldir einkafyrirtækja, hvort ríkisábyrgð er á þessum skuldbindingum. Í öðru lagi snýst málið um hvort greiðslugeta okkar sem skuldara er fyrir hendi. Ég hef talað við nokkra menn, sem lent hafa í gjaldþroti og þeir hafa bent mér á að þá staðreynd, að það eina sem hægt sé að gera í slíkri stöðu sé að setjast niður með lánardrottnum sínum og semja við þá. Á meðan frá slíku sé gengið njóti maður engrar virðingar og maður sé heppinn ef enginn öskrar á mann. Síðan þurfi stundum að setjast aftur niður að nokkrum mánuðum eða árum síðar og endursemja um lánin. Þá sé hljóðið í lánardrottnum betra, ekki síst ef maður hefur bætt ráð sitt. Þetta er svo sem ekkert nýtt, enda hafa þjóðir gert þetta áður þegar þær hafa lent í svipuðum vandræðum, s.s. Þjóðverjar vegna Versalasamninganna. En er ekki heiðarlegra að skýra frá því strax, að við teljum að okkur beri hugsalega ekki lagaleg skylda til að greiða þessar skuldir einkafyrirtækja og að við viljum fá úr því skorið fyrir óháðum dómstól? Er það óeðlileg krafa að dómstóll skeri úr um slíkt risamál? Er óeðliegt að við skoðum, hvort við ráðum yfirleitt við að greiða þessar skuldir til baka?

Skuldir - Nei takk!En það er kannski ekki nema von að þeir þingmenn og ráðherrar, sem voru í stjórn á þessum tíma eða sátu á Alþingi, vilji viðurkenna að við séum í þessari stöðu. Að sjálfsögðu verður krafan um algjöra endurnýjun á Alþingi og í ríkisstjórn enn sterkari hjá þjóðinni þegar lengra líður frá Hruninu. Þjóðin var í losti síðastliðið vor og í raun ekki fært um að kjósa "rétt". Úrslitin væru önnur í dag og þá sérstaklega m.t.t. úrslita prófkjara flokkanna allra. Myndi það ekki líta öðruvísi út fyrir erlenda lánardrottna og auka trúverðugleika okkar Íslendinga ef að við hefðum skipt út enn meira liði á þingi. Ef að lánardrottnar og erlendir stjórnmálamenn myndu sjá, að enginn úr gamla liðinu sæti hér enn í ríkisstjórn Íslands eða á Alþingi eða í embættum hjá ríkinu. Væri staða nýrra ráðamanna og embættismanna ekki sterkari, ef þeir gætu bent á að þeir hefðu ekkert komið nálægt hruninu og væru aðeins að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar, en ekki fyrst og fremst eigið skinn? Við þyrftum sterka leiðtoga nú um stundir til að tala okkar máli erlendis, til að verja okkar hagsmuni erlendis og til að sameina þjóðina. Mér sýnist að þá leiðtoga sé sennilega ekki að finna á Alþingi og alls ekki í ríkisstjórn.


mbl.is Afborganir lána 40% tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bretar hafa stundað svona það í gegnum aldirnar að gera svona lánasamninga við ríki. á síðustu árum sérstaklega við gömlu nýlendurnar sínar. hvernig er ástandið í flestum gömlu nýlendum Breta í Afríku? þú ættir nú að kynna þér það áður en setur þessa fjötra á almenning á Íslandi um ókomna tíð.

við getum ekki greitt þetta. við framleiðum bara ekki nægjanlega mikið og öflum ekki nægjanlega mikils gjaldeyris. að fá lán í dag til þess að borga önnur lán er hálvitalegt. of há skuldastaða vegna lána er ekki leyst með meiri lántöku. ekki nema þú og aðrir Icesave og ESB sinnar (fer nánast alltaf saman að ESB sinnar vilja borga) finnist viðskiptamódelið í kringum Sterling flugfélagið hafa verið dæmi um snilldar viðskiptahætti. 

Fannar frá Rifi, 29.12.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

við getum ekki borgað og eigum ekki að leggja innviði íslensks samfélags að veði eins og Icesave samningurinn hljóðar upp á. á sínum tíma tóku Bretar yfir Egyptaland þegar þeir gátu ekki borgað af lánum sínum. sama verður hér, bara með óbeinni hætti. vonandi.

Fannar frá Rifi, 29.12.2009 kl. 08:42

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Fannar frá Rifi:

Lesa fyrst og lesa síðan aftur skilji maður ekki textann eftir einn lestur.

Að því loknu skrifar maður athugasemdir!

Ég vil ekki að þessi Icesave samningur verði samþykktur.

Ég var á sínum þeirrar skoðunar, að best væri að samþykkja samninginn með fyrirvörum og slíkur samningur fór að lokum í gegnum Alþingi.

Þegar Bretar og Hollendingar höfnuðu þessum hófsömu og sanngjörnu kröfum okkar Íslendinga skipti ég um skoðun. Nú vil ég hafna samningnum.

Þetta Icesave mál hefur ekkert með ESB aðildarviðræðurnar að gera. Ef samþykki Icesave er kaupverðið, þá er það of dýru verði keypt. Við eigum þá að fella samninginn og halda áfram í viðræðum við ESB næstu 5-10 árin líkt og Tyrkir gera. Halda þetta 1-2 samningafundi með ESB á ári og senda 3-4 diplómata út til að ræða málin við þá.

Ég vildi þessar aðildarviðræður og þær er ég búinn að fá. Ég vil fá að sjá hvað ESB býður okkur. Síðan vil ég taka upplýsta ákvörðun um hvort ég vil inn eður ei! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.12.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðbjörn;  viltu ekki leiðrétta textann hjá þér í upphafi - það hlýtur að eiga að standa "stjórnin", en ekki "stjórnarandstaðan". 

Stjórnar-andstaðan er að standa í lappirnar í málinu, ekki stjórnin  !!!

Sigurður Sigurðsson, 29.12.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Takk fyrir þetta þetta!

Fannar:

Það var ekki nema von að þú misskildir þetta!

En hérna erum við í sama liði, þótt ekki deildum við sömu skoðun varðandi ESB! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.12.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband