Staðfestir forseti Íslands ekki lögin?

Það er erfitt að spá í hvað Ólafur Ragnar Grímsson meinti með neðangreindum ummælum í nýársávarpi sínu:

 

Lýðræði er einmitt sú skipan sem Íslendingar kusu sér. Í fyrstu skilgreint nokkuð þröngt en síðan sífellt víðtækara. Nú er vaxandi stuðningur við að auka veg hins beina lýðræðis, að fólkið fái sjálft að ráða í ríkara mæli. Þá er rétt að hafa í huga að vilji þjóðarinnar er einmitt hornsteinninn sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. Breytingarnar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1944 og rúmlega 90% landsmanna samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu kveða á um að valdið sem áður var hjá Alþingi og konungi er fært þjóðinni. Forseta hins unga lýðveldis svo falið að tryggja þann rétt þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana. 

 

Ég hallast þó á að trúa, að forsetinn muni hafna því að staðfesta nýsamþykkt lög um ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingunum. Forsetinn tekur skýrt fram, að vaxandi stuðningur sé meðal þjóðarinnar varðandi aukningu á beinu lýðræði. Að auki bendir forsetinn á að hér sé um sögulega framþróun lýðræðis á Íslandi að ræða, þar sem valdið hafi fyrst færst frá Alþingi og konungi til þjóðarinnar og síðan til Alþingis og forseta, þar sem möguleiki var á að forseti beindi málum til þjóðarinnar. Nú sé krafan einfaldlega sú, að í sumum málum verði ekki um neinn millilið að ræða við ákvarðanatöku í málefnum þjóðarinnar. Hann klikkir síðan út með að það sé hlutverk forseta að tryggja ætíð þennan rétt þjóðarinnar, þótt forseti verði ævinlega að vega og meta aðstæður og afleiðingar slíkrar ákvörðunartöku.

Spurningin er síðan hvort ríkisstjórnin láti þá á það reyna og lögin verði lögð í dóm þjóðarinnar, sem eflaust mun hafna þeim, eða hvort lögin verði dregin til baka líkt og gert var með fjölmiðlalögin. Mér finnst líklegast að lögin verði dregin til baka og að samningaviðræður við Breta og Hollendinga hefjist þá aftur. Æsingurinn er ekki sá sami í samskiptum þjóðanna og hann var fyrir ári og kreppan aðeins á undanhaldi í heiminum. Hugsanlega fengjum við Íslendingar nú betra tækifæri til að kynna okkar málstað, heldur en fyrir ári síðan þegar heimurinn allur var á heljarþröm og hver einasta þjóð hafði áhyggjur af eigin stöðu. Niðurstaðan gæti hugsanlega orðið okkur Íslendingum hagstæðari en núverandi samningur, en tæpast verður okkur boðið upp á verri samning. Hvorki Bretar, Hollendingar eða ESB vilja láta líta út fyrir að þarna séu stærri þjóðir eða Evrópusambandið að kúga smáþjóð, sem á við gífurlegan efnahagslegan vanda að stríða.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa hlustað á áramótaræðuna er ég viss: Hann staðfestir ekki lögin.

gerður (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér um fyrirheit og innihald ræðunnar sem var afburða góð.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 14:16

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Guðbjartur. Mér finnst frekar ómerkilegt að hann skuli ekki minnast einu orði á ICESAVE málið í ávarpinu !!!!

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Guðbjörn minn, gleðilegt ár.

Forsetinn talar snilldarlega og leikur sér að orðum.  Maður vonar að lesning úr orðum hans sé sú að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólöf de Bont, 1.1.2010 kl. 14:33

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

gerður:

Já, ég hallast að þessu...

Sigurður:

Já, þetta er ein besta ræða, sem ég hef heyrt frá nokkrum forseta Íslendinga og hef ég nú ekki verið í "aðdáendaliði" forsetans.

Þorsteinn:

Já, ég held að forsetinn hafi aldrei talað um einstök mál, en þessi ummæli hans gilda auðvitað um ESB aðildina og Icesave málið.

Þarna er hann að senda núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG sneið. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ólöf:

Já, ég vona það.

Ólafur Ragnar hefur sýnt og sannað, að þótt hann sé á stundum mikill lýðskrumari, þá er hann ekki huglaus maður! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2010 kl. 15:03

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðilegt nýtt ár Guðbjörn.

Ólafur hefur aldrei huglaus verið.

Ég trúi því að hann muni standa með sannfæringu sinni þegar að kemur, og að hann muni ekki láta þrýsting hvort heldur frá íhaldinu eða félagshyggjuflokkunum trufla sig.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 17:26

8 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:27

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hilmar:

Já, mér hefur aldrei verið jafn illa við Ólaf Ragnar og Davíð og félögum.

Hann er tækifærissinni, en það eru nú svo margir!

Magginn:

Þessi er fjári góður! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2010 kl. 21:03

10 identicon

Sko - hann staðfesti ekki.

Þetta var alveg augljóst eftir að hafa hlustað á áramótaræðuna.

gerdur (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband