Byrjum á að borga kennurum almennileg laun!

Allt sem Ólafur Proppé sagði í ræðu sinni er hárrétt og er ég viss um að báðir skólar muni græða á sameiningunni.

Líkt og dæmin sanna - t.d. í Finnlandi - þá skilar hærra menntunarstig kennara sér í betri nemendum . Ég held að fáa sé að finna hér á landi, sem enn eru þeirrar skoðunar að bókvitið verði ekki í askana látið.

Samkvæmt síðustu fréttum vantar 100 kennara til starfa næsta haust og undanfarin ár hafa kennarar annaðhvort farið beint úr námi til starfa í öðrum atvinnugreinum eða hrökklast frá störfum fyrr eða síðar. Aðalástæður þessa "brottfalls" kennara eru lág laun.

Lausnin getur því ekki einungis falist í því að útskrifa kennara með meistaragráðu - sem er samt að mínu mati hið besta mál - heldur verður að gera betur við kennara í launum.

Guðbjörn Guðbjörnsson

 


mbl.is Próf standa alltaf fyrir sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef satt er að frá og með næsta hausti þarf fimm ára háskólanám til að fá löggildingu til starfa sem leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskólakennari, þá erum við komin á villugötur. Erfiðleikinn við þetta er að ef einhver spyr þig hvort þér finnist ekki frábært að hafa menntað fólk til að sinna hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu, þá er erfitt að svara öðru en játandi.  Höldum við sem dæmi að leikskólabörnin muni taka stökk upp á við í þroska og getu til að takast á við lífið eftir þessa breytingu? Ég held ekki. Mun þetta kosta þjóðfélagið eitthvað, ég held það. Ímyndum okkur að allur verktakabransinn væri rekinn í takt við skólana. Nú erum við að byggja tónlistarhús í Reykjavík sem dæmi. Allir væru sammála því að til að byggja gott tónlistarhús þá þarf vel menntað folk. Eigum við þá ekki að setja lög um byggingar?  Til að geta starfað við byggingariðnaðinn (löggildingu) þá þurfi fimm ára verkfræðimenntun. Hér gildir það sama að erfitt er að segja að menntun sé ekki málið.  Reynum svo að fá nóg að fólki til að starfa við það, og athugum svo hvernig meðallaun verkfræðinga þróast. Nú verður þá svo komið að verkfræðinga þarf til að sjá um það sem við köllum verkamannavinna, iðnaðarmannavinna og svo framv. Minn punktur með þessu er sá að til dæmis í leikskólum, þá þurfum við að sjálfsögðu að hafa vel menntað folk. Til dæmis skólastjóra og deildarstjóra sem skipuleggja starfið. En spurt er þurfum við fimm ára háskólamenntun til að framfylgja þessu skipulagi. Með öðrum orðum þurfum við að arkitektinn og verkfræðingurinn geri allt sem þeir skipulögðu? Ég held að börnin okkar skaðist ekkert af því að hafa í bland ómenntað / minna menntað starfsfólk. Þannig er staðan í dag (af því að ekki fast nógu margir menntaðir). Ég tel það ekki vandamál. Vandamál er ef ekki fæst folk almennt til starfa og svo ef ekki fæst menntað folk til stjórnunarstarfa. Erfitt væri einnig að fylla öll störf í byggingarbransanum ef nauðsynlegt teldist hafa fimm ára háskólamenntun. Niðurstaða: Menntun er nauðsynleg, en að ekki sé hægt að kenna börnunum okkar án þess að allir verði í framtíðinni með fimm ára háskólanám er eitthvað sem þyrfti að skoða nánar.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Jón

Já, um þetta hefur heilmikið verið rætt í þjóðfélaginu. Ég skil alveg hvað þú átt við með þínum orðum af því að ég sjálfur hef tekið þátt í þessari þróun.

Þannig lauk ég stúdentsprófi á sínum tíma frá Verzlunarskóla Íslans og byrjaði að því loknu í lögfræði, en tók svo stefnuna í aðra átt og lauk á sjö árum löngu söngnámi. Það stundaði ég í skólum hér og erlendis, en einnig í einkatímum.

Síðan varð ég að hætta að syngja vegna gróðurofnæmis og það eina sem ég gat tekið mér fyrir hendur var söngkennsla, sem var svo sem gott og gilt. Launin voru lág, svo ég fór í tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli, þar sem launin voru svo sem ekki hærri, en það var nóga aukavinnu að fá og síðan vaktavinnuálag o.s.frv. Með tollinum stundaði ég BA nám í þýsku og ætlaði mér að kenna þýsku og söng. Síðan var ég gerður að yfirmanni og hætti við að kenna enda launin sem yfirmaður orðin ágæt auk þess sem ég þurfti ekki að vinna á vöktum.

Nú, ég sá að frami minn innan tollsins yrði takmarkaður, auk þess sem hætta væri á að hærri stöður færu í framtíðinni til lögfræðinga eða viðskiptafræðina. Af þessum sökum bætti ég við mig MPA námi (Master of Public Administration).

Nýtist þetta nám vel sem yfirmaður hjá tollinum? Já, það gerir það. Er það nauðsynlegt til að sinna minni stöðu? Nei, en í stað þess að send frá mér verkefni til annarra, sinni ég nánast allri stjórnsýslunni á minni skrifstofu og þarf nánast enga hjálp frá lögfræðideild o.s.frv. Þessa hluti er í raun erfitt að mæla.

Ég var í nefnd, sem dómsmálaráðherra skipaði til að athuga möguleika á sameiginlegum löggæsluskóla fyrir lögreglu, tollgæslu, fangaverði og landhelgisgæslu og þar bar þau mál á góma, hvort ekki væri rétt að setja allt þetta nám upp á háskólastig. Skoðanir voru skiptar. Mín skoðun er t.d. sú nú þegar sé nógu erfitt að manna þessar stéttir, hvað þá ef námið á að færast á háskólastig. Síðan er virkilega þörf á að spyrja sig, hvort almennir lögreglumenn, tollverðir og fangaverðir þurfa að vera háskólamenntaðir.

Af þessum sökm get ég verið þér sammála, þetta er spurning, sem við verðum að spyrja okkur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.6.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband