Fullveldi og sjálfstæði Íslands tryggt með ESB aðild 17. júní 2009

Þá er verið að leggja lokahönd á aðgerðir ESB til lausnar efnahagskreppunni. Nú geta ESB andstæðingar ekki lengur sagt að ESB sé ósamstíga og grípi ekki til aðgerða eða að ESB sé að liðast í sundur og einnig myntbandalagið.

Ég legg til að við göngum í ESB þann 17. júní 2009.

Miðað við styrk fullveldisins í dag og næstu 20-30 ár - meðan við greiðum niður skuldir óreiðumanna og fjárglæframanna - mun fullveldi og sjálfstæði það, sem Jón Sigurðsson lagði grunninn að, einungis styrkjast við inngöngu í ESB.

Orðið er laust:


mbl.is Leiðtogar ESB funda um fjármálakreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, enda eigum við engra annarra kosta völ. Maður skilur ekki þennan fíflagang að leiða örbyrgð yfir þjóðina í einhverju sjálfstæðis-nasjónalisma sem er annars staðar löngu liðinn undir lok í öllum siðmenntuðum ríkjum. Tími þjóðernishyggjunnar var 1850-1950 u.þ.b. Nú eru tímar sameiningar ekki bara í Evrópu heldur alls staðar.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég hef lesið grein Ingibjargar Sólrúnar með öðrum gleraugum en þú, því ég kemst ekki að sömu niðurstöðu.

Ég tel að tími hugsjóna, fyrirhyggjusemi, hófsemi og þjóðlegrar hollustu eigi aldrei að líða undir lok fyrir okkur eða nokkra aðra þjóð, þar sem þetta eru góði gildi, sem úreldast ekki.

Frjálst flæði peninga var ekki vandamálið, sem olli þeirri kreppu, sem er núna í heiminum - það er hreinlega of mikil einföldum.

Eigum við ekki að segja að regluverkið varðandi frjálst flæði peninga og eftirlit með "slæmum" lánum og verslun "skuldabréfavafninga" og sá möguleika að geta tekið stöðu í öllu sem hreyfist og ekki hreyfist auk fjölda annarra vafasamra hluta hafi ollið þessu skelli.

Verður okkur bannað að virkja, bannað að stunda landbúnað eða bannað veiða fisk ef við göngum í ESB? Eru þau 27 aðíldarríki, sem eru í ESB ekki frjálsar þjóðir? Fara ESB ekki með löggjafarvald á Evrópuþinginu og síðan með nánari útfærslu þess lágmarks lagaramma, sem ESB setur um suma hluti? Er það frjáls þjóð, sem eru með mynt, sem enginn vill sjá? Er það frjáls þjóð, sem ekki getur selt vöru úr landi eða keypt vöru? Er það frjáls þjóð, sem enginn þorir að rétta hjálparhönd og virðist nánast vinalaus í heiminum?

Ég segi nei! Það er ófrjáls þjóð, sem ekki er með alvöru mynt og getur því ekki stundað viðskipti með eðlilegum hætti og sem er ein og varnarlaus og vinafá í norður íshafinu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.10.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þvílíkt og annað eins helvítis rugl í þér Viðar. Reyndu að haga þér í samræmi við stöðu þína. Ertu ekki formaður ungmennhreyfingu stjórnmálaflokks en síðan ertu á hverjum einasta degi ekki bara birta opinberlega ýkjur, eða leyna lesendum fyrir sannleikanum heldur lýgur beint framan í fólk og sýnir hvernig fólk er samankomið í þessum flokki þínum. Þessi flokkur, frjálslyndir er samansafn af eintómum vitleysingum ef dæma megi hann út frá ruglinu í þér.

 "missum enn meira löggjafarvald til Brussel, missum fiskiauðlindina, missum orkuauðlindina, missum landbúnaðinn, missum þann möguleika að vera sjálfbær þjóð og að lokum okkar kærkomna frelsi."

Hverslags fífl ertu eiginlega maður.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.10.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

ESB er ekki sama og Bretland, þvert á móti hefur Bretland alla tíð verið vandræðabarn ESB.

Það að þeir skuli lýsa yfir stuðningi við Íslands er í raun frábært, þegar hugsað er til þess að Bretland er meðlimur í ESB og sýnir vanþóknun ESB á þeirra aðgerðum. Auðvitað eiga þeir erfitt með að gagnrýna aðildarríki beint.

Ég held að reiðin ætti að beinast að öðrum en ESB. Ef ESB andstæðingar fara að nýta sér þetta, er um að ræða hina víðfrægu smjörklípuaðferð.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.10.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Staðreyndin er sú að þetta deilumál okkar við Breta kemur ESB einfaldlega ekkert við út af því að við erum ekki aðilar að ESB og höfum engan fulltrúa þar. ESB setur sig ekkert á móti því að þjóðir innan ESB styðji okkur. Þeim bara kemur þetta ekkert við.

Ef við hefðum verið aðilar að ESB þá hefðu Bretar aldrei komist upp með þetta, í fyrsta lagi hefðu Bretar sjálfir þurft að greiða Icesave reikninginn og í öðru lagi þá hefði Bretum aldrei verið þolað að halda Íslandi í svona fjárhagslegri kví eins og þeir eru að gera núna með þessum anti terrorista lögum.

Auk þess hefði Ísland fengið miklu meiri samúð og hjálp frá ESB löndum einfaldlega vegna þess að okkar efnahagslega velferð skipti þá ESB beint máli þar sem við værum aðildarríki. Meðferð Breta á okkur hefði vakið miklu meiri athygli innan Evrópu, og okkar hlið á málinu hefði verið betur komið til skila, meðal annars inn á ESB þinginu sem og innan ráðherra ráðsins þar sem hvert land hefur 1 fulltrúa. Svo ekki sé nú talað um ef við hefðum verið aðilar að evrunni en ég tel að hún hefði bjargað bönkunum.

Eins og málið lítur í núna í augum heimsins, því flestir hafa ekki hundsvit á Íslandi né Íslendingum, þá er Ísland einhverskonar skattskjóls bankaeyja eins og Cayman eyjar, Jersey eyja eða eitthvað þess konar sem fór á hausinn og vondir íslendingar hafi rænt fólk innstæðum þess og íslenska ríkið neiti að borga. Með öðrum orðum, þetta er almannatengsla martröð sú staða sem við erum lent í.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 03:23

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góð athugasemd hjá þér Jón Gunnar. Það er mikilvægt að okkur ESB aðildarviðræðusinnum takist að halda þessu tvennu aðskildu, þ.e.a.s. deilunni við Breta og ESB aðild. Bretar hafa aldrei reglulega "fittað" inn í ESB starfið og standa raunverulega aðeins með öðrum fæti inn í því samstarfi. Að gera Litlabretland að einhverskonar holgervingi ESB er því alrangt!

Til viðbótar við ítarlega rök þín hér að ofan má gera ráð fyrir að fyrir Evrópski seðlabankinn hefði gert athugasemdir við skuldsetningu bankanna m.t.t. til þjóðarframleiðslu og gjaldeyrisforða og þá ekki síst ef við hefðum verið búnir að taka upp evru.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.10.2008 kl. 08:01

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sammála Guðbjörn, en hvenær í ósköpunum ætlar þú að samþykkja boð mitt um að gerast bloggvinir. Ég sendi þér boð fyrir um það bil viku og þú ert ekki enn búinn að samþykkja.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dríf í því!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 11:10

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Sigurðsson barðist fyrir því að sem mest völd yfir íslenzkum mælum væru færð inn í landið í hendurnar á Íslendingum en ekki út úr þvi og í hendurnar á erlendum embættis- og ráðamönnum.

Sjálfstæðið var, er og verður okkar dýrmætasta auðlind og það er ekki til sölu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 18:33

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er einmitt ekkert til sölu hjá mér Hjörtur. Ef við hefðum gengið í ESB fyrir nokkrum árum værum við ekki að veðsetja stóriðjuna, fiskimiðin eða framtíðartekjur þjóðarinnar um ókomin ár vegna eftirlitsleysis Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, ríkisstjórnarinnar, Alþingis og annarra, sem ábyrgð bera í þessu máli.

Þú skalt ekki einu sinni halda að þetta bull hefði verið mögulegt ef við hefðum verið innan ESB og með evruna. Evrópski seðlabankinn hefði alls ekki leyft þessa skuldsetningu auk þess sem evran hefði komið í veg fyrir þessi stóru vandamál, líkt og leyniskýrslan frá því í sumar skýrði frá.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband