Geir talar um nokkur ár - Þorgerður um nokkra mánuði

Það er deginum ljósara, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur rétt fyrir sér og Geir Hilmar Haarde hefur rangt fyrir sér, hvað varðar ákvarðanatöku um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ESB aðildar. Það er ekki hægt að bíða í nokkur ár, heldur í allra mesta lagi í nokkra mánuði með ákvörðun um aðild landsins að ESB. Flýta verður Landsfundi flokksins og halda hann í janúar eða í febrúar. Þegar 70% þjóðarinnar aðhyllast ESB aðild má búast við kosningum um þetta mál næsta vor. Þjóðin mun sjá til þess á einn eða annan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn verður að hafa breytt um afstöðu í þessu máli fyrir þann tíma, því líf flokksins eru undir og staða hans, sem stærsta flokks landsins.

Yfir 40% kjósenda eru ókveðnir eða munu skila auðu í næstu kosningum, sbr. umfjöllun Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum. Stór hluti þessa fólks eru sjálfstæðismenn, sem ekki eru sáttir við stefnu síns flokks í Evrópumálum.

Af þessum 60% kjósenda, sem afstöðu taka, eru aðeins 29% á því, að þeir vilji kjósa Sjálfstæðisflokkinn og rúmur helmingur af þeim - eða 50,5% - virðist aðhyllast ESB aðild. Þarf vitnanna við, hvað á að gera?

Fyrir utan Þorgerði Katrínu virðist þingflokkurinn standa að baki formanninum, sem undir venjulegum kringumstæðum væri gott. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins standa hins vegar að baki Þorgerði Katrínu í þessu máli og á þá verður að hlusta. Það er ekkert mál að útvega nýjan þingflokk og flestum þeirra - alla vega frjálshyggjupésunum - verður hvort sem er skipt út í næsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eða í síðast lagi í þingkosningum og þá ekki síst ef þeir skipta ekki um skoðun á aðild að ESB. Sumir þessara manna ættu nú þegar að fara að svipast um eftir vinnu.

Það þurfa menn að víkja og síðan verðum við Sjálfstæðismenn að grafa upp hina gömlu, góðu og sígildu sjálfstæðisstefnu og setja hana á oddinn ásamt aðild að ESB. Það er lykillinn okkar að velgengni í framtíðinni.

Það er mikill misskilningur, að Íslendur hugsi eins og aðrir Norðurlandabúar, þegar kemur að stjórnmálum. Á Íslandi eru um 50% þjóðarinnar hægra fólk en ekki vinstri fólk og það breytist ekki svo glatt! Hafa ber það hugfast!


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenningur er einfaldlega byrjaður að tengja mikla neikvæðni við andlit Geirs og ég tel að ferill hans muni aldrei jafna sig.

Hún er pottþétt framtíðarleiðtogi flokksins. Ég tel að eina leiðin til þess að minnka fall flokksins í næstu kosningum sé að Geir viðurkenni mistökin og víki, þá gæti flokkurinn byrjað upp á nýtt með Þorgerði Katrínu sem formann. Hún er sveigjanlegri og ekki hrædd við að endurskoða stefnurnar, einnig myndi hún ekki láta klíkurisaeðlur eins og Davíð Oddson hafa áhrif á ákvörðunartöku sína.

Geiri (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Menn mega nú kannski ekki túlka orð mín á þennan hátt. Mín von er nú að Geir sjái að sér sem fyrst, því þarna fer stálheiðarlegur, grandvar og áreiðanlegum stjórnmálamaður, sem því miður lætur enn stjórnast af þröngum hagsmunum lítils hluta Sjálfstæðisflokksins.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband