Vesturlönd mega ekki verða of sjálfhverf í kreppunni

Þrátt fyrir kreppuna megum við Vesturlandabúar ekki verða of sjálfhverf, hvað varðar vandamál þróunarríkjanna. Ljóst er að eitthvað mun draga úr þróunarhjálp iðnríkjanna á þessu erfiðu tímum í heimsbúskapnum og hjá sumum ríkum - t.d. Íslandi - mun hún nánast þurrkast út.

Af þessum sökum er mikilvægt, að Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, ESB og Rússar fylgist vel með málum í Afríku, Asíu og Suður Ameríku, hvað stríð, óeirðir og mannréttindabrot varðar og grípi inn í þegar þess þarf.

Of oft hafa þjóðarmorð átt sér stað meðan ráðamenn heimsbyggðarinnar hafa ekki getað komið sér saman um aðgerðir til hjálpar sárasaklausu fólki. Við getum ekki aftur látið viðgangast að horfa upp á þjóðarmorð á borð það sem átti sér stað í Rúanda eða þjóðarmorðið og þjóðarhreinsunina á Balkanskaganum á árunum 1992-1995.

Á Balkanskaganum áttu þessir atburðir sér stað aðeins í dags ökufæri frá miðhluta Evrópu, þar sem ég bjó á þeim tíma - Þýskalandi. Á þessum tíma kynntist ég náið fjölskyldu frá Balkanskaganum, sem hafði flúið til Þýskalands líkt og yfir 400.000 aðrir flóttamenn. Fjölskyldufaðirinn var óperusöngvari og hafði áður verið 1. barítón í óperunni í Split. Nú unnum við báðir fyrir okkur og fjölskyldum okkar í Ríkisóperunni í Hamborg. Ég var þessari fjölskyldu oftar en einu sinni innan handar og útvegaði þeim m.a. íbúð í sama húsi og ég bjó í auk þess að lána þeim peninga fyrir fyrirframgreiðslu leigunnar, því engin var bankafyrirgreiðslan fyrir þetta fólk í þýskum bönkum. Þakklæti þeirra var mikið og það var yndisleg tilfinning að geta orðið stríðshrjáðu flóttafólki að liði. 

 


mbl.is Hörmungar gætu endurtekið sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðbjörn. Það eina sem Vesturlönd munu gera til aðstoða ríki í Suður Ameríku og í Afríku, er að selja þeim vopn.

það er hinn kaldi sannleikur. núna þurfa vesturlönd á að halda aukningu í framleiðslu. gott stríð í þróunarlandi með tilheyrandi skuldsettningu þess og kaupum á vopnum, yrði hvalreki fyrir Bandaríkin. USA er stærsti vopnaframleiðandi heims. Svíjar, Frakkar, Bretar og Rússar yrðu einnig mjög kátir og meir en til í að selja þeim vopn.

hinsvegar munu stjórnmálamenn þessara land koma fram á fundum og mótmæla ástandinu og halda síðan fallegar ræður í sjónvarpi. 

Fannar frá Rifi, 7.11.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurður Kári var einmitt að setja efst á niðurskurðarlista sin að skera niður þróunarhjálp. Hætta henni. Ég set alvarlegt spurningamerki við slíka sjálfhverfu. Okkar þróunarhjálp hefur verið ansi skilvís. Ameríkanar nota hana hinsvegar til að múta þjóðhöfðingjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband