Skýr skilaboð formanns til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Hér sendir forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins skýr skilaboð til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok næsta mánaðar. Þetta styrkir án efa stöðu formannsins, en hvort sem manni líkar betur eða verr hefur staða hans auðvitað verið að veikjast undanfarna 2 mánuði, þrátt fyrir að enginn hefði sennilega viljað hafa annan í brúnni fyrstu vikurnar eftir bankahrunið. Frá tímum Geirs Hallgrímssonar hefur enginn formaður Sjálfstæðisflokksins staðið frammi fyrir álíka erfiðleikum innan flokks sem utan og nafni hans Geir H. Haarde.

Ég vona svo sannarlega, að þetta sé fyrsta skrefið í átt til ESB aðildarviðræðna. Að vissum skilyrðum uppfylltum, t.d. varðandi varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB og lausn fyrir íslenskan landbúnað, er það von mín, að slíkar aðildarviðræður skili Íslendingum viðundandi aðildarskilmálum, sem leiða muni til inngöngu landsins í ESB.

Ég er sannfærður um að aðild Íslands að ESB mun gera okkar frábæra land að enn betri stað til að búa á.  

 

 

 

 


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að Geir H Haarde láti obeldislýð hafa áhrif á ákvarðanir sínar - þá þekkið þið formanninn minn illa.

Ég verð á Landsfundi flokksins - afstaðan til Evrópu hefur verið að mótast - hafi ofbeldisverkin í dag haft einhver áhrif þar á - ja - kanski jákvæð ef sambandið er með Gulag til þess að geyma ofbeldislýðinn í.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ólafur I Hrólfsson:

Hvernig í ósköpunum geturðu tengt mig við þetta stjórnleysingjapakk úr VG, sem var með skemmdarverk og ofbeldi við hótel Borg í gær?

Ég held þú sért ekki með öllum mjalla!

Ég geymi pipargas og handjárn í einkennisfataskápnum mínum upp í vinnu og tilheyri skv. tollalögum og lögreglulögum ásamt Landhelgisgæslunni varalögregluliði landsins og er til í takast á við þennan skríl hvenær sem kallið kemur! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband