Komin með alvöru formann - Bjarna Benediktsson

Bjarni BenediktssonÞeir sem fylgst hafa með þessu bloggi vita að ég var ekki par ánægður með forystu flokksins míns allt frá því í nóvember í vetur. Ótal sinnum gagnrýndi ég hana hér á blogginu og á fundum, sérstaklega hér í Reykjanesbæ. Það sem ég gagnrýndi forystuna fyrir í haust var helst hugleysi og ákvarðanafælni, hvort sem það varðaði samskipti við Samfylkinguna, aðra stjórnmálaflokka eða Breta og síðan auðvitað varðandi ákvarðanatöku í þeim ótal erfiðu málum, sem upp komu í allt haust. 

Nú hefur endanlega komið í ljós að þrátt fyrir að Geir Hilmar Haarde sé eflaust drengur góður, að mörgu leyti vel gefinn maður og vel meinandi, þá vantaði heilmikið upp á að hann hafi haft nógu stóran skammt af brjóstviti, siðferðiskennd, heilbrigðri skynsemi og það það sem ég vil kalla "pólitískri" dómgreind til að gegna stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins eða embætti forsætisráðherra.

Nú er öldin sem betur fer önnur og í fyrsta skipti frá því að Davíð Oddsson hvarf frá völdum höfum við formann sem þorir og framkvæmir. Ég treysti Bjarna Benediktssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að klára þetta mál þannig að allir sjálfstæðismenn geti vel við unað.

Málið verður hins vegar aðeins klárað með almennilegri vorhreingerningu, sem verður helst að vera lokið á þriðjudaginn eftir páska. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér varðandi Bjarna og Þorgerði- Geir lenti reyndar í því að treysta röngum aðilum.

En þau þurfa aðstoð og því er nauðsyn að Sjálfstæðismenn bregðist vel við.

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er gott að geta glaðst yfir litlu þegar eldar loga allt í kring. Flokkurinn þinn þarf ekki á vorhreingerningu að halda heldur þarf að endurnýja allt burðarvirkið og það gerist ekki á einni helgi, því get ég lofað þér.

Sigurður Hrellir, 11.4.2009 kl. 10:29

3 identicon

Svona vil ég alltaf hafa ykkur sjálfstæðismenn

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:57

4 identicon

Bjarna Ben fannst mikilvægara að sinna stjórnunarstörfum í fyrirtækjum en að vera á alþingi á síðasta kjörtímabili Sjálfstæðismanna. Ekki beint traustvekjandi gaur.

Það vita það auk þess allir að það er ekki hægt að losa um spillingu á skömmum tíma.

Í fyrsta lagi eftir 4 ár verður þessi flokkur tilbúinn. Í fyrsta lagi endurtek ég.

Kjósi fólk hann núna þá verður landið enn verra statt og allt verður einkavætt til dauðans.

Sem betur fer vill þá enginn fara í stjórn með ykkur.

Már (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: kallpungur

Már:

 Bjarni hefur þá reynslu af einhverju öðru en að vera atvinnupólitíkus. Atvinnupólitíkusar eru of gjarnir við að eyða tímanum í loftkastalabyggingar og hugmyndafræði hártoganir til að geta gert eitthvað að viti, eins og sannast hefur síðustu c.a. tvo mánuði.

kallpungur, 11.4.2009 kl. 12:47

6 identicon

Bjarni Ben er ótrúverðugur.  Getur verið að það kallist alvöru formaður flokks?  Og þurfa flokkar annars nokkurn formann?

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:53

7 identicon

Mér finnst færslan niðurdrepandi.

Ég skil hana þannig að nú sé flokkurinn kominn með "alvöruformann" svo " þetta mál verði klárað þannig að allir sjálfstæðismenn geti vel við unað".

Fréttin hefur það hinsvegar eftir núverandi formanni flokksins að "Það kann að vera að varpa þurfi betur ljós á atburðarrásina" og líka að hann hafi sagst muna ".. greina frá því sem ég tel að geti orðið til þess". Af einhverri ástæðu varð mér hugsað til fyrrverandi flokksformannsins þegar ég las fréttina. Kannski var það bara orðalagið en mér fannst færslan þín heldur ekki nógu sannfærandi um að formannsbreytinginin muni gera allan mun. Þú sagðir jú sjálfur í færslunni "Það sem ég gangrýndi forustuna fyrir í haust var helst hugleysi og ákvörðunarfælni.. og síðan auðvitað varðandi ákvörðunartöku í þeim ótal erfiðu málum sem upp komu í allt haust.".

Ég reyni af veikum mætti að fylgjast með fréttum svo ég geti kosið "rétt" því ég er óflokksbundin og get þess vegna ekki bara krossað við minn flokk. það er ekki einfalt mál að vera óflokksbundinn kjósandi og í trúnaði talað hjálpa færslur eins og þessi ekki baun.

Bjarni er glæsilegur maðu, hefur fallega rödd og kemur vel fyrir en hann hefur ekki, mér vitandi, sannað sig á opinberum vetvangi og ég hef ekki heyrt neitt um hans feril innan flokksins sem sannfærir mig um að hann sé meira en endurbætt útgáfa á fyrirrennara sínum innan flokksins.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér!

.

Agla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:54

8 identicon

Bæði Bjarni og Þorgerður eru ótrúverðug að mínum dómi og flokkurinn ótraustvekjandi. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:01

9 Smámynd: Brattur

Ekki eru nú allir sammála þessu... þetta segir Loftur Altice Þorsteinsson stór Sjálfstæðismaður HÉR.

"Vond staða er orðin óbærileg.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hrína eins og stungnir grísir. Í stað þess að snúast til varnar gegn smjörklípu-sókn Samfylkingarinnar, eru engir forustumenn til varnar. Það eru bara fótgönguliðarnir sem sýna lífsmark og leita sóknar.

Það voru mistök að skila 55 millunum til erlendra kröfuhafa og það voru mistök að reka frábæran mann eins og Andra. Forustan heldur að hún sé að vinna tiltrú flokksmanna, en það er öfugt. Er nokkur sem nennir að vinna fyrir svona lingeðja forustu ?"

Brattur, 11.4.2009 kl. 13:24

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nokkrir aðilar hlupu greinilega á sig og létu kappið bera skynseminni ofurliði. Bjarni verður og mun taka á þessu strax. Hitt er annað mál að á þessum tíma voru engin lög um framlög til flokka og þá gilti bara brjóstvitið.

Það sem mestu skiptir hér er að einhverjir hafa setið á þessum upplýsingum til þess að nota gegn Sjálfstæðisflokknum örfáum dögum fyrir kosningar til þess að afvopna hann og koma í veg fyrir að stefnuskrá hans og aðgerðaráætlun nái eyrum og athygli almennings.

Eingöngu er hægt að stóla á Sjálfstæðisflokkinn til þess að horfa út úr vandanum og sýna fram á lausnir úr kreppunni en ekki bara plástur á sárið. Sjálfstæðisflokkurinn veit að það verður í höndum einstaklingsframtaksins en ekki ríkisins að byggja hér upp að nýju. Það verður að opna en ekki loka öllu í höftum og aðferðum til að læra að lifa með vandanum í stað þess að takast á við hann og leysa vandamálið.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:58

11 identicon

Nei, það dást ekki allir flokksmenn að hinni veiku forystu, og hvað þá óháðir landsmenn:

http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/840931/


 

Jón (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:04

12 identicon

EE elle færir engin rök fyrir sinni trú á trúverðugleika Bjarna og Þorgerðar.Hún hlýtur samt að geta rökstytt skoðun sína einhvern vegin.

Slóðin sem "Brattur" benti á snýst í rauninni um að í skyn að aumingja Andri hafi reynt að gera sitt besta.

Adda Þorbjörg nefnir"nokkra aðila" sem hlupu á sig en virðist sannfærð um að Bjarni kippi öllu í lag en "ÞAÐ SEM MESTU MÁLI SKIPTI HÉR ER AÐ EINHVERJIR HAFA SETIÐ A ÞESSUM UPPLÝSINGUM TIL ÞESS AÐ NOTA GEGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM ÖRFÁUM DÖGUM FYRIR KOSNINGAR" osfrv.Svo það er allt í fínu nema hvað einhver er að reyna að vinna gegn Sjálfsstæðisflokknum með því að vekja athygli á málinu!

Mér ofbíður hreinlega hugsunin á bak við þessi ummæli Öddu Þorbjargar.Vissu allir um þessa "stykri", nema við almúginn? Eru svona "styrkir" í fínu lagi að áliti stjórnmálaflokkanna svo lengir sem engir segir frá þeim opinberlega?

Ég skil ekki seinustu málsgreinina í athugasemd Öddu Þorbjargar."Það verður að opna en ekki loka öllu í höftum og aðferðum til að læra að lifa með vandanum í stað þess að takast á við hann og leysa vandamálið".Ég reyndi af bestu getu að setja þetta í samhengi en mér tókst það ekki

Agla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:52

13 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Las það í frétt á mbl.is að Bjarni teldi líklegt að báðir fyrrverandi framkvæmdastjórar flokksins (Andri og Kjartan Gunnarsson) hefðu vitað af þessum styrkjum en "að það skipti í sjálfu sér engu máli."

Þarna finnst mér nú Bjarni ekki fara rétt fram.  Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir flokkinn og Bjarna að framkvæmdastjórinn skuli neita vitneskju sinni (segja ósatt) í fjölmiðlum.  Eða býr ótti í brjósti Bjarna?  Á ekki að hreinsa valdaklíkuna út úr flokknum?

Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál!

Ég myndi þó vilja styðja persónulega við Bjarna í þessum hremmingum, þótt ekki sé ég sjálfstæðismaður.

Megi Bjarna og heiðarlegum sjálfstæðismönnum farnast sem best.

Eiríkur Sjóberg, 11.4.2009 kl. 19:58

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvaða völd hefur Kjartan Gunnarsson í dag innan Sjálfstæðisflokksins?

Er það seta hans ásamt stórum fjölda annarra sjálfstæðismanna í miðstjórn flokksins sem angrar þig?

Þar sem situr hann sem "grand old man" Sjálfstæðisflokksins og hefur sömu völd og aðrir miðstjórnarfulltrúar - ekki meiri og ekki minni!

Seta hans truflar mig ekki hið minnsta! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.4.2009 kl. 20:21

15 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Eehhh......

Þú tjáir þig ekki um misræmið í því sem Kjartan sagði og því sem Bjarni sagði?

Er þá eðlilegt að láta það liggja milli hluta?  Að ósannsögli um alvarlegan hlut skipti ekki máli?

Finnst þér þetta þjóna flokksstarfinu best?  Er það í anda þess að efla trúverðugleika flokksins?  Er þetta misræmi í anda hreinskilni og auðmýktar, nýrrar sóknar til framtíðar fyrir gildi flokksins?

"Seta hans truflar mig ekki hið minnsta!"

Ég á ekki orð....

Eiríkur Sjóberg, 12.4.2009 kl. 01:11

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eiríkur:

Ég er alveg sammála þér að Kjartan er ekki trúverðugur í málflutningi sínum og auðvitað ljóst að hann vissi af þessum greiðslum til flokksins.

Ég var hissa þegar Kjartan bauð sig fram til miðstjórnar flokksins, því ég hélt satt best að segja að hann væri hættur beinum afskiptum af stjórnmálum.

Staðreynd er hins vegar að flokknum var mun betur stjórnað undir honum en Andra, nákvæmlega eins og flokknum var betur borgið undir stjórn Davíðs en Geirs.

Hvað orð Bjarna varðar, þá verð ég að segja að seta Kjartans truflar mig kannski ekki mikið, en það hefði verið betra ef hann ætti ekki sæti í miðstjórn flokksins. Það fylgja því þó ekki mikil völd að eiga eitt sæti í miðstjórn flokksins. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.4.2009 kl. 11:18

17 identicon

Komin með alvöru formann   Bjarna Benediktsson       ?

Bjartsýni er góð, óskhyggja villir sýn.

    

drilli (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband