Breskt efnahagslíf á hausnum og við í ábyrgð ...

LondonÁ vefnum visir.is segir að breskt efnahagslíf hafi orðið fyrir þreföldu kjaftshöggi í dag, smávöruverslun hafi minnkað um 1,6% í maí m.v. fyrri mánuð, nettóskuldir hins opinbera í landinu jukust upp í 19,9 milljarða punda og auki sýndu tölur að lán bankanna til fyrirtækja sem standa utan við fjármálageirann minnkuðu um 5,4% milli mánaða, sem er mesti samdráttur á þessu sviði í níu ár.

Í skýrslu Evrópuráðsins (e. European Commission) frá því í janúar kom fram að efnahagslífið muni dragast saman um 2.8 % í Bretlandi, sem hefur ekki gerst síðan árið 1946 og að atvinnuleysi fari í 8,2 %. Fullyrt er að landið muni verða í hópi þeirra ríkja innan ESB, sem versta fara út úr kreppunni. Evrópuráðið segir að þrátt fyrir fall pundsins, og bætta samkeppnisaðstöðu í kjölfar þess, sé framleiðslugeta landsins hreinlega ekki nógu mikil til að bæta upp fyrir efnahagslegan samdrátt. Á undanförnum árum hafi Bretland um of veðjað á fjármálalífið sem atvinnugrein og aðrar atvinnugreinar liðið fyrir það. Þannig er búist við því að breskt efnahagslíf sýni fyrst mjög lítinn bata á árunum 2010-2011.

Bresk pundÍ maí 2009 staðfesti bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor lánshæfismat Bretlands, en lækkaði um leið framtíðarhorfurnar úr stöðugum í neikvæðar. Þetta mat var byggt á þeirri staðreynd, að skuldir Bretlands myndu að öllum líkindum ná 100% af þjóðarframleiðslu, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Óttast jafnvel að önnur stór efnahagsveldi verði einnig lækkuð varðandi framtíðarhorfur.

Ég spyr því þeirrar eðlilegu spurningar, hversu mikils virði lánasafn Landsbankans og aðrar eignir séu miðað við þessar framtíðarhorfur í bresku efnahagslífi? Eru ekki meiri líkur en minni á því að stór hluti skuldbindinganna vegna Icesave endi á íslenskum skattgreiðendum?

Stærstur hluti þeirra peninga, sem Landsbankinn halaði inn á þessum Icesave reikningum, lentu á endanum í höndunum á breskum aðilum, sem lán til þeirra. Fari þessi fyrirtæki og auðjöfrar nú á hausinn hver af öðrum - sem er að mínu mati alls ekki svo ólíklegt - og verði kreppan í Bretlandi langvarandi, lendum við Íslendingar í raun að borga gjaldþrot breskra fyrirtækja með sköttum okkar næstu árin og áratugina. Bretar hafa áður lent í löngum kreppum og tekið mjög langan tíma að komast út úr þeim. Þeirra efnahagslíf er ekkert líkt því íslenska hvað þetta varðar, þ.e.a.s. að það geti jafnað sig á tiltölulega stuttum tíma. Hvaða réttlæti er í því að við Íslendingar borgum skuldir breskra fyrirtækja og auðjöfra og tökum á okkur efnahagslega skakkaföll Breta til viðbótar við okkar eigin? 

 



 


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu. Gleymum því aldrei að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gáfu bankana í hendur fjárhættuspilurum og leyfðu þeim svo eftirlitslaust að veðsetja þjóðina. Gleymum aldrei hverjir það voru sem með heimsku sinni og barnslegri trú á frjálshyggju settu landið á hausinn.

Svo koma frammámenn úr þessum tveimur flokkum og láta mikinn, alveg eins og þeir hafi hvergi komið nálægt. þetta er kallað að kunna ekki að skammast sín. Það á reyndar við um bloggara líka sem fylgja þessum tveimur flokkum eins og um trúfélag væri að ræða. Það má velta því fyrir sér hverjir eru landráðamenn í þessu hruni öllu saman.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Valsól:

Þarna er um tvö aðskilin mál að ræða, sem alls ekki má blanda saman. Þú réttlætir ekki eitt óréttlæti með því að benda á annað!

Nógu slæmt var að við skyldum lenda í þessum hörmungum, en vð getum þó reynt að vinna úr þeirri slæmu stöðu sem við erum í á einhvern vitrænan hátt!

Ef þú átt við mig í skömmum þínum, þá hef ég nú ekki fylgt mínum flokki eins og um trúfélag væri að ræða, enda ekki vinsæll innan flokksins um þessar mundir! Þú getur nú flett þessari bloggsíðu aftur á bak og lesið þér til um það!

Þannig er ég fylgjandi aðildarviðræðum, vil breytingar á kvótakerfinu og var einn af þeim fyrstu sem talaði um að koma útrásar glæpamönnunum í fangelsi, Davíð og Jónasi Fr. úr þeirra embættum, vann að því að Geir H. Haarde yrði ekki endurkjörinn o.s.frv.

Hvorki Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn eru eins og þú lýsir þeim. Ég held að nær allir Íslendingar elski sitt land og vilji því vel. Okkur sjálfstæðismönnum þykir nákvæmlega jafn vænt um þetta land og ykkur vinstri mönnum og viljum sjá réttlæti fram ganga í uppgjöri við þann sóðaskap, sem átti sér stað hér undanfarin 5-6 ár á okkar vakt!

Ég læt hvorki þig eða aðra koma einhverjum stimpli á mig eða aðra sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn í þessu máli! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sæll Guðbjörn

Góð grein og ég alveg sammála, Áhættan er gífurleg og engan vegin ásættanleg og er augljóst að ESB umsókn er að þvælast fyrir enda er margbúið að hóta okkur af ESB að við getum gleymt umsókn nema að samþykkja

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 19.6.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Ásgeir:

Ég er nú ekki þeirrar skoðunar, þótt þetta mál flæki að sjálfsögðu málið.

Í húfi er eflaust EES samningurinn, viðskiptabann af hálfu Breta, þangað sem stór hluti okkar fiskútflutnings fer, samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar erlendar bankastofnanir og að sjálfsögðu ESB, sem Bretland á aðild að og við ekki. Því er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að sambandið verji hagsmuni sinna aðildarríkja og ef við værum innan ESB myndum við gera þá kröfu til sambandsins. Það sem á vantar er að okkar hagsmunir hafi verið kynntir nógu vel í Brussel, á meðal aðildarríkja ESB og í Bretlandi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Karl Löve

Ertu ekki að gleyma því Guðbjörn að þessi stjórn tók við eitruðu bréfi sem Geir Haarde sendi Hollendingum þar sem hann lofaði að íslenska ríkið myndi ábyrgjast þetta?

Ekki viltu meina að núverandi stjórn eigi að segja "ekkert að marka þetta voru hinir"? Ég held nú að orðspor okkar sé alveg nógu slæmt þó það bættist ekki við.

Ég tek undir það að þessir vextir eru glæpsamlegir en ég er líka meðvitaður um það að það er gífurleg pressa allra erlendis á að við greiðum þetta. Hvernig sem allt fer þá munum við verða að greiða okkar hlut á einhvern hátt.

Karl Löve, 19.6.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Mér virðist fólk nú líka vera að gleyma því að Geir sagði það bara vera fínt ef að Bretar færu með málið fyrir dómstóla en Ingibjörg tók það ekki í mál - hví skyldi engan undra...Geir lét svo eftir henni, því miður:(

Margrét Elín Arnarsdóttir, 19.6.2009 kl. 18:27

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Karl:

Líkt og Árni Mathiessen, fyrrverandi fjármálaráðherra og 1. þingmaður Suðurkjördæmis, lýsti yfir, var þetta minnisblað engan vegin bindandi!

Sammála þér varðandi orðsporið og þann alþjóðlega þrýsting sem Svavar Gestsson lýsti svo vel í útvarpinu í dag.

Ekki aðeins vextirnir eru glæpsamlega háir, heldur er ýmis ákvæði að finna í samningnum, sem ekki er hægt að samþykkja.

Margrét:

Ég held að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu máli og afstöðu Samfylkingarinnar í málinu og ástæður fyrir þessari afstöðu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband