Hvernig komum við í veg fyrir hryðjuverk?

Osama Bin LadenHvernig komum við í veg fyrir hryðjuverk? Líkt og margir aðrir hef ég mikið velt þessari spurningu fyrir mér allt frá hryðjuverkunum miklu í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Ég skildi mjög vel innrás Bush stjórnarinnar í Afganistan vegna óvéfengjalegra sannana fyrir því að þar væru aðalbækistöðvar hryðjuverkastarfsemi í heiminum að finna. Ég var einnig stuðningsmaður innrásarinnar í Íran allt þar til að upp komst að engar tengingar var að finna milli Al-Kaída og Saddam Hussein og að enga framleiðslu gjöreyðingarvopna var að finna í landinu. Þar var miklum og ófyrirgefanlegum blekkingum beitt og nú hef ég því meiri efasemdir um gildi slíkra aðgerða, þótt ég telji enn að þær geti verið nauðsynlegar undir kringumstæðum eins og í Afganistan. Líkt og Obama sagði við afhendingu Nóbels verðlaunanna gerir breyskleiki mannsins það að verkum, að stundum er engin önnur leið fær en að berjast gegn stríði eða hryðjuverkasamtökum en með vopnavaldi í þeim ríkjum, sem halda hlífiskildi yfir þeim.

Þótt ég sé í eðli mínu mikill friðarsinni og trúaður maður geri ég mér fulla grein fyrir því að stundum verður ríkið að beita valdi til að kveða niður vald. Þetta er í fullkominni andstöðu við orð Biblíunnar í fyrra bréfi Páls til Þessaloníkumanna, þar sem segir að við eigum að vera:

"... langlyndir við alla. Gætið þess, að enginn gjaldi neinum illt með illu, en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hver við annan og við alla aðra.

JerúsalemÞrátt fyrir þessi orð Biblíunnar og að við Vesturlandabúar reynum í flestum tilfellum að fara eftir þessum orðum ritningarinnar, höfum við í ríkjum okkar bæði löggæsluaðila til að halda upp allsherjarreglu innanlands og síðan heri til að verja lönd okkar árásum. Um valdbeitingu löggæsluaðila og herja gilda ströng lög og takmarkanir og er það vel. Valdbeiting á ávalt að vera síðasta úrræði, sem gripið er til. Þetta gildir jafnt í samskiptum ríkisins innanlands við þá þegna, sem ekki vilja gangast undir þau lög er gilda í landinu. Þá er mikilvægt að mannréttindi viðkomandi séu virt og meðalhóf viðhaft og í samskiptum við erlend ríki. Þótt þessi regla gildi einnig í samskiptum ríkja, þegar svo ber undir, er það erfiðara við að eiga m.t.t. þjóðarréttar, s.s. innrásirnar í Írak og Afganistan hafa sannað mjög vel. Þarna er því í raun um örmjótt einstigi að ræða, sem við þurfum að feta, hvort sem átt er við notkun valdbeiting innanlands gegn eigin þegnum eða í samskiptum ríkja á milli.

Hafa ber í huga að á sama tíma og reynt er að kveða niður illt með illu, verður að reyna að ná fram góðu með góðu. Þetta yrði auðvitað best gert með því að reyna að leysa langvinnar deilur Araba og Gyðinga fyrir botni Miðjarðarhafsins, en einnig með því að auka lýðræði í múslimaríkjunum með bættri menntun og með því að upplýsa þegna landanna á annan hátt. Þetta er verið að reyna að gera í Írak og Afganistan og gengur því miður illa, því tortryggnin og hatrið í garð innrásaraðilanna er svo mikið. Íran er stjórnað af öfgaklerkum múslima og hafa þeir reynt hvað þeir geta til að ala á tortryggni og hatri í garð Vesturlanda, en þar virðist þó einhver órói vera að færast yfir yngri kynslóðina, sem hyggur á breytingar í landinu.

Afgönsk stúlkaKannski ef breytingarnar hæfust innan frá í landi á borð við Íran og færu þá vonandi eins friðsamlega fram og hægt er við að búast, að friðsamleg, múslímsk, lýðræðisleg bylting færi fram ríkjum þeirra. Það er von mín og trú að þessi þjóðfélög nái að skapa sína eigin múslímsku lýðræðishefð, líkt og við íbúar Vesturlanda og Indlands höfum skapað okkur lýðræðishefð, sem einkennist af kristnum gildum og Hindúisma og að slík hefði færi líkt og eldur í sinu um menningarheim þeirra ríkja þar sem lýðræðishefðin er ekki sterk fyrir. Hver veit nema Kínverjar sláist síðan í hópinn með sína útgáfu af lýðræði er byggði á þeirra ævafornu og merkilegu menningu? Hluti lausnarinnar er að viðurkenna fjölbreytileika heimsmenningarinnar og að útgáfur hinna ýmsu menningarsvæða af lýðræði þurfa ekki að vera þær sömu og við höfum komið okkur upp á Vesturlöndum, þótt aðferðafræðin og nálgunin á bak við slíkar þjóðfélagslegar framfarir sé hugsanlega svipuð eða sú sama.


mbl.is Sprengjumaðurinn verkfræðinemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægt væri að koma í veg fyrir hryðjuverk, með því að vesturlönd létu af yfirgangi sínum gagnvart múslimaríkjunum, virtu þeirra skoðanir og eignarétt á náttúruauðlindum landa þeirra.

Yfirgangurinn í vesturlöndum er að fara með allt til fjandans.

sveinn (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, við mættum sýna meiri skilning á hugsunarhætti annarra og það sama má segja um sum múslímaríki.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.12.2009 kl. 18:18

3 identicon

NÝJASTA  NÝTT: 

 

Það  nýjasta  af  þróun  málanna.  Óbama  og  Eric Holder Jr.,  dómsmálaráðherra  hans  eru  búnir    kæra  hollendinginn  Hr. Schuringa,  fyrir    hindra  og  trufla   lögleg  störf  hryðjuverkamanns,  sem  hefur  fulla  heimild  til     skelfa  trúvillingana  og  ljúka  ætlunarverki  sínu,  samkv.  Kóraninum  008:012  og  víðar  í  hinum  stórheilögu   ,,TRÚARRITUM“   múslíma.   Hr. Schuringa  er  ákærður  fyrir    beita  ónauðsynlegu  ofurefli  við    fjarlægja  sprengjuna  úr  klofi   Hr.  Mutallab  (með  ófyrirsjáanlegum  afleiðingum  fyrir  hinar  fjórar  eiginkonur  hans,  vegna  alvarlegra  brunasára -  óvíst  um  hvernig  plastik  skurðaðgerðir  munu  nýtast  honum  í  framtíðinni)  og  fyrir    skella  á  hann kyrkingartaki.  Svona  ósamþykktar  aðgerðir  og   fljótfærni   eru  ólöglegar   og  ekki  leyfðar  í  hinu  Fasisk  Socialiska  lýðveldi  í  Norður   Ameríku.

  Frekari  upplýsingar  er    finna  á:  http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/12/26/jolakve%c3%b0jan-2009-fra-tru-fri%c3%b0arins-islam/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:15

4 identicon

Ein leiðin til að koma í veg fyrir sjálsmorðsárásir muslima er líka stinga bakonbita upp í kjaftinn á hverju einasta skyldmenni hans, teipa fyrir , og senda byssukúlu gegnum hausinn á hverju þeirra, nýta síðan skrokkana í biodisil, í bland við hæfilegan skammt af svínafeiti. Þetta er svo sem ekki falleg hugsun, en hún er  í svipuðum tón og boðskapur immanna sem unga út þessum fólksníðingum sem vaða uppi í nafni mummans

Bjössi (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Mikið ertu veikur maður Bjössi....

Bragi Sigurður Guðmundsson, 27.12.2009 kl. 06:41

6 Smámynd: Benedikta E

Sæll Guðbjörn og gleðilega hátíð.

Ég vil bara segja þér hvað þú talaðir vel í Kastljósinu í kvöld - takk fyrir það.

Með bestu kveðju.

Benedikta E, 29.12.2009 kl. 00:52

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Benedikta: 

Takk!

Allir:

Boðskapur minn er ekki að ofbeldi verði leyst með ofbeldi, heldur að ofbeldi sé stundum síðast úrræðið í baráttu við ofbeldismenn.

Ég var lögreglumaður um nokkurn tíma og hef verið tollvörður í 11 - 12 ár. Í þessum störfum hef ég þurft að að taka á hálfgerðum illmennum og þá duga því miður stundum engin vettlingatök.

Það þýðir hins vegar ekki að þessir menn eigi ekki sinni rétt og að ekki eigi að koma fram við þá af sanngirni, réttsýni og kurteisi - jafnvel þótt þeir sýni okkur hinum ekki slíka framkomu.

Vandamálið sjálft, sem er fátækt, fáfræði og deilur um land, verður aðeins leyst með uppfræðslu, samningum, málamiðlunum og með því að hjálpa þessum fátæku ríkjum til sjálfshjálpar.

 Að því ber að vinna!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.12.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband