5.2.2010 | 07:50
Í takt við mínar hugleiðingar undanfarið ár...
Strax og bankarnir hrundu byrjuðu að koma upp raddir þess efnis, að Davíð Oddsson ætti að hætta sem seðlabankastjóri. Líkt og svo margir aðrir sjálfstæðismenn mótmælti ég, að Davíð yrði vikið úr starfi fyrr en öll kurl væru komin til grafar í málinu. Síðar komu í ljós, að í aðdraganda hrunsins hafði Seðlabankinn - undir stjórn Davíð Oddssonar - lánað um 300 milljarða til viðskiptabankanna í formi ástarbréfa án öruggra trygginga. Þessar lánveitingar, og sá mikli þrýstingur er ríkisstjórnin var undir, breyttu afstöðu minni og ég byrjaði að tala fyrir því að Davíð yrði að segja af sér til að skapa frið í samfélaginu og þá án tillits til þess hvort hann hafi í raun brotið eitthvað af sér. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og þó alveg sérstaklega ekki við þær aðstæður, sem þarna voru uppi í íslensku samfélagi.
Davíð ákvað að fara ekki, en hægðarleikur hefði verið fyrir hann að hætta störfum og lýsa því yfir við starfslok, að sannleikurinn ætti eftir að koma í ljós um hans aðkomu að bankahruninu, sem myndi varpa nýju ljósi á málið. Þetta hefði að mínu mati verið sterkari leikur en að sitja í bankanum með múginn mótmælandi fyrir utan mánuðum saman. En Davíð var þrjóskur og gaf ekki eftir fyrr en í fulla hnefana.
Það sem undrun mína vakti allan tímann, var að Geir Hilmar Haarde skyldi halda verndarhendi yfir Davíð allan tímann. Menn töluðu um að þeir væru vinir frá því í menntaskóla og hefðu í fylgst að málum í stjórnmálum frá því þeim tíma. Þessar skýringar fundust mér aldrei trúverðugar. Við þessar aðstæður og í stjórnmálum er slík tryggð við "gamlan vin" ekki til. Geir hefði fórnað Davíð fyrir áframhaldandi líf ríkisstjórnarinnar og auðvitað fyrir áframhaldandi pólitísku lífi hans sjálfs og síðan til að forða skaða frá Sjálfstæðisflokknum. Nei, skýringin var auðvitað að Geir H. Haarde var skíthræddur við það sem Davíð vissi, þ.e.a.s. að Davíð hefði um langt skeið varað við því sem var að gerast, en ríkisstjórnin hefði ekki hlustað á hann. Samfylkingin gekk jafnvel svo langt að ýja að því, að Davíð væri tæpur á geðsmunum og ekki hæfur til að gegna þessu embætti.
Það hefði verið betra fyrir alla hefði Davíð stigið fram á þessumm tíma og sagt hvernig mál voru í pottinn búin. Það er nefnilega þannig með sannleikann, að hann kemur í nær öllum tilfellum í ljós á endanum. Davíð er kannski engin hetja í mínum augum hvað þetta mál varðar og hefði að mínu mati sem seðlabankastjóri átt að grípa til annarra og rótækari ráðstafana en að vara við, þegar ríkisstjórnin hlustaði ekki á hans varnaðarorð. Davíð Oddsson er hins vegar fráleitt sá skúrkur, sem honum hefur verið lýst allan þann tíma sem liðinn er frá hruninu og frá því að hann hætti sem forsætisráðherra. Eins og ég hef alltaf sagt er það einungis ferill Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóri og hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, sem bregður skugga á annars einhvern þann glæstasta stjórnmálaferil sem nokkur Íslendingur á að baki sér.
Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Athugasemdir
Upp úr 2002 byrjar vitleysan .Einkavæðingin .fasteignabólan ofurþenslan og svo frv.Vinstri grænir hefðu átt að koma að stjórn landsins 2003.Þeir eru íhaldsamt afl og hefðu jafnvel átt betur við þá en nú.
Hörður Halldórsson, 5.2.2010 kl. 08:07
Þessi glæsti stjórnmálaferill, sem þú svo kallar, verður dæmdur hart af sögunni. Sömuleiðis embættisferillinn í Seðlabankanum. Það er nefnilega ekki nóg að vara við þegar svo athafnir, þó í formi ástarbréfa séu, vísa í allt aðra átt.
Í góðri bók segir: "Af ávöxtunum skuluð þér því þekkja þá."
Við Íslendingar erum núna að uppskera það sem sáð var til í tíð Davíðs Oddssonar. Um það er engum blöðum að fletta.
Hrímfaxi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:57
vitleysan birjar með sölu ríkisbankanna og á þeim tíma þegar Valur Valsson þáverandi bankastjóri Íslandsbanka telur sér ofboðið við vinnuaðferði Bjarna Ármannssonar sem síðar varð bankastjóri sama banka - verst að geta ekki þurrkað þetta tímabil út en það er ekki svo gott því miður
Jón Snæbjörnsson, 5.2.2010 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.