Djúpstæður klofningur hjá Sjálfstæðisflokki?

Einhverstaðar stendur skrifað, að þeir sem búi í glerhúsi eigi ekki að kasta steinum. Það er engu líkara en Morgunblaðið átti sig ekki á þeim djúpstæða ágreiningi, sem þrifist hefur innan Sjálfstæðisflokksins í nokkurn tíma. Það er kannski ekki nema von, þar sem það er einmitt Morgunblaðið sjálft - eða réttara sagt ritstjórn þess blaðs - , sem elur á sundurlyndi og misklíð með rógi sínum um ESB og grímulausri hagsmunagæslu fyrir LÍÚ, Bændasamtökin og fjármagnseigendur. Með þessum skrifum Morgunblaðsins er frjálslyndum, hægri sinnuðum félögum í Sjálfstæðisflokknum, er aðhyllast ESB aðildarviðræður, svo misboðið, að klofningur flokksins er ekki útilokaður.

Það er alveg ljóst að þessi frétt um klofning innan VG er á rökum reyst, en það væri gaman ef Morgunblaðið tæki á sama ástandi í Sjálfstæðisflokknum. Þá er kurr í þeim flokksmönnum Framsóknarflokksins, sem bitu á agnið í síðustu þingkosningum, þegar sá flokkur opnaði á viðræður við Evrópusambandið, en hefur nú að því er virðist lítinn áhuga á slíku. Ekki er óánægjan heldur lítil innan Samfylkingarinnar og þá með stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og síðan er auðvitað massíf óánægja með Jóhönnu Sigurðardóttir sem forsætisráðherra og formann flokksins. 


mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt Davíð sé ritstjóri þá er ekki þar með sagt að mogginn sé sjálfstæðisflokkur í dulargervi. Þessi klofningur innan VG lyggur í augum uppi og það þarf enga blaðamenn til að benda á það. Ég hef séð mjög margar fréttir hér á MBL og í morgunblaðinu sjálfu þar sem fréttir eru birtar sem eru ekki XD í hag.

Jón V (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það var þó merkilegt innlegg í umræðu um klofninginn í VG v Evrópuumræðunnar ( sá klofningur hefur ekkert farið leynt ) að tala um klofning í öðrum flokkum.

Klofningur VG er sérstæður vegna aðildar flokksins að ríkisstjórn og vegna þess að þar með er VG að vinna að umræðunum og umsókninni og virðist gera það til þess eins að halda í ráðherrastólana.

Ég hvet Guðbjörn eindregið til þess að halda áfram í því starfi sem hann hefur hjá Tollinum  og taka ekki þá áhættu að fara að starfa við eitthvað sem krefst sjálfstæðrar hugsunar. Þróunarstjórn hjá Tollinum - ojæja.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.2.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ólafur Ingi það hafa allir rétt á að tjá sig. Þessi orð sem þú segir um Guðbjörn segja meira um hvern mann þú hefur að geyma en Guðbjörn.Ég hef studd VG og enn hafa ekki komið þau rök að ég hætti að styðja þá það er vissulega ágreiningur milli manna.Það er óhjákvæmilegt að menn hafi misjafnar skoðannir á leiðum að settu marki og á þetta við um alla stjórmálaflokka annað væri óeðlilegt eða að menn sleiktu upp foringja eða fylgdu honum í blindni það boðar aldrei gott eins og dæmi sýna .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.2.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB sinnar í sjálfstæðisflokknum eru hávær minnihluti. pínu lítill minnihluti. það er mun stærri mál og hugmyndafræðileg átök sem gætu klofið flokkin heldur afstaðan til ESB. ef ESB sinnar færu þá myndi í mestalagi (gefum okkur að allir ESB sinnaðir Sjálfstæðismenn gengu í þann flokk) 20% af heildarfylgi flokksins fara yfir. miðað við síðustu kosningar myndi slíkur flokkur ekki ná 5% lágmarkinu til að fá jöfnunarmann.  þannig að það er engin klofningur vegna ESB. í mesta lagi flísast eitthvað úr honum.

Fannar frá Rifi, 27.2.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Halldór Halldórsson

Guðbjörn.  Ég hef hreinlega aldrei skilið fólk eins og þig, sem lítur á hluti eins og Morgunblaðið eins og áhrifamikinn aðila í Sjálfstæðisflokknum.  Það er af sama meiði þegar fólk sér Hannes Hólmstein gapa á torgum og telur hann tala fyrir munn Sjálfstæðisfkokksins.  Ég hef starfað í flokknum um áratugaskeið og aldrei tekið minnsta mark á Hannesi; eða manst þú kannski eftir tímamótaræðum hans á Landsfundum?  Hannes og Mogginn "tala" fyrir hönd þeirra sem eru góðir við ...., jú, jú!, Hannes og Moggann!  En ef þú vilt tala um meintar hópa- og hagsmunagæslumyndanir í Sjálfstæðisflokknum; gætirðu skýrt það út fyrir mér hvers vegna liðið sem vill ganga lengst inn í ESB, virðist vera það sama og þeir sem héldu sig yfirleitt í námunda við útrásarelítuna, sem eru nú með allt niður um sig??

Halldór Halldórsson, 27.2.2010 kl. 11:53

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón V:

Já, er þetta ekki bara það sem ég er að segja, að flokkarnir séu svolítið í tætlum eins og er og það gildi ekki einungis um VG!

Ólafur Ingi:

Ég hvet þig til að taka ekki að þér meiri ábyrgðastöðu en að stjórna klúbbi einhverra mótorhjólamanna.

Ég "gúglaði" þig og þín skrif og ekki eru þau nú "beisin" - hjálp mér Guð og allir heilagir! Ó jamm og jæja og ekki meira um Ólaf, en hans skítkast á netinu!

Guðmundur Eyjólfur:

Ég er algjörlega sammála þér. Ég er hægri maður, en vil ekki taka þátt í því að níða skóinn af VG út af þessu máli. Vandamálið er að hluti félagsmanna í öllum flokkum aðhyllast ESB aðildarviðræður og þetta er mjög erfitt mál fyrir alla stjórnmálaflokka nema Samfylkinguna, sem virðist styðja aðildina nær einróma.

Fannar:

Já, ég er alveg sammála þér að við ESB sinnar innan Sjálfstæðisflokksins erum hugsanlega 20-30% af þeim 30% sem flokkurinn er líklega í núna. Líklega hafa um 5-7% yfirgefið flokkinn "for good". Ef við tökum 25% (fjórðung) af 30% eru 22,5% eftir, ekki satt!

Ef við tökum 7,5% (1/4 af 30% fylgi núna) og bæðum við 7% (kjósendur sem hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn), bætum síðan nokkrum óánægðum hægri krötum úr Samfylkingu við (2-3%), lausafylgi frá Borgaraflokknum (2-3%), slæðingi úr Frjálslynda flokknum (1-2%) og Framsóknarflokknum (3-5%), er ekki ólíklegt að hófsamur ESB sinnaður hægri flokkur gæti farið í 15-20%. Það er alls ekki svo slæmt - eða hvað?

Heldur þú að það sé tilviljun að Þorgerður Katrín mæti á stofnfund Sjálfstæðra Evrópusinna eða að Ragnheiður Ríkharðsdóttir gerist stofnfélagi þess félags? Þetta er tilraun - og það virðingarverð tilraun - til að halda Sjálfstæðisflokknum saman! Síðan kemur fólk eins og þú, Davíð, Styrmir og fleiri og vilja helst að flokkurinn klofni. Ef þið haldið yfirhöndinni í flokknum er jafnvíst að ykkur verði að ósk ykkar og þá skulum tala aftur saman!

Halldór:

Ég var að koma úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, þar sem ég var að hjálpa til við atkvæðagreiðslu. Ég hef verið í flokknum í 31 ár og starfað fyrir hann aðeins skemur, að undanskildum 12 árum er ég bjó ég í Þýskalandi. 

Ég er algjörlega sammála þér varðandi Hannes Hólmstein og stuttbuxnaliðið gamla úr flokknum, en flestir frammámenn þeirra eru nú á þingi eða nýdottnir út af þingi. Ég tók Hannes aldrei mjög bókstaflega, en margt sem hann sagði var mjög skynsamlegt ef maður deild í það með 2-3 og sama má segja um stuttbuxnaliðið, sem veitir flokknum gott aðhald og er því algjörlega nauðsynlegt!

Þú átt eflaust við Ólaf Arnarsson og fleiri flokksmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa lýst því yfir að þeir vildu skoða ESB aðild. Ég held að þetta fólk vilji skoða aðild af því að það trúir að hún bæti okkar stöðu og ég er sömu skoðunar. Flest þetta fólk er viðskiptafræði- eða hagfræðimenntað og hefur góða innsýn hvað varðar framtíðarmöguleikar. Þótt fólk hafi á einn eða annan hátt aðhyllst útrásina og hún hafi farið illa, þá eru þetta nú engir vitleysingjar eða kjánar. Þetta var, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, rjóminn úr íslensku þjóðfélagi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.2.2010 kl. 14:20

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Guðbjörn:

"Flest þetta fólk er viðskiptafræði- eða hagfræðimenntað og hefur góða innsýn hvað varðar framtíðarmöguleikar."

Þetta er fólkið sem sá ekki fram fyrir nefið á sér í aðdraganda hrunsins og kepptist viða að mæra allt brjálæðið, ég held að í þetta skiptið sleppi ég því að treysta þessum rjóma/brottfalli fyrir framtíð þjóðarinnar þegar kemur að ESB æðinu.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert að klofna, meirihlutinn ákvað að ESB innlimun væri ekki á dagskrá, ákveðnir meðlimir flokksins geta ekki sætt sig við vilja meirihluta og geta, eins og alltaf, leitað á önnur mið, þessi minnihluti hefur engan sterkan leiðtoga, varla telst sá sem er innvinklaður í kúlulán vera traustur leiðtogi.  

Eggert Sigurbergsson, 27.2.2010 kl. 15:24

8 identicon

Mér hefur alltaf fundist það skrýtið að flokkar þurfi að klofna útaf einhverjum sérstökum málum.

Það er bara meirihlutinn sem ræður.  Þeir sem kljúfa flokka eða stjórnir eru þá bara fólk sem kann ekki að taka ósigri.

Það er ekki til sá flokkur í heiminum þar sem að allir innan hans eru sammála um öll málefni.  En það er atkvæðagreiðsa t.d á landsfundum og þar ræður meirihlutinn.  Þetta kallast lýðræði.

Mér finnst það alltaf jafn barnalegt ef að ég næ ekki mínu máli í gegn þá hætti ég í flokknum??  hvað er það???

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 19:39

9 identicon

Að minni hyggju er þetta er vel ígrundaður og jafnvægisstilltur pistill, hvað svo sem aðrir segja. Eyjublogg höfundar er það líka.

Held að ég farinn að meyrast með aldrinum! Nú þarf ég að stilla þennan sjálfstæða kall inn á Net-radarinn min!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband