28.2.2010 | 14:35
Með bjartsýni og framtíðarsýn að vopni
Það sýnir ekkert betur en þessi niðurstaða úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hversu sterka stöðu Árni Sigfússon og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Kjörsókn var góð, stemmingin frábær í prófkjörinu í gær, auk þess sem engin leiðindi komu fram í prófkjörinu líkt og svo oft vill verða.
Árni er um margt sérstakur stjórnmálamaður, sem hefur að vopni bjartsýni, framtíðarsýn og óbilandi trú á sínu bæjarfélagi og sínum samstarfsmönnum. Ég er sannfærður um að hann gefst ekki upp fyrr en hann hefur náð sínum markmiðum, sem er að útrýma atvinnuleysi á Suðurnesjum og trygga góða afkomu bæjarsjóðs í Reykjanesbæ. Bærinn varð fyrir ótrúlegu áfalli er varnarliðið hvarf af landi brott. Það var einmitt þá, sem best sást hvaða mann Árni hefur að geyma, þegar hann barðist eins og ljón til að finna atvinnuúrræði fyrir sem flesta af þeim sem þá misstu vinnuna.
Til hamingju Árni, þú ert vel að þessum sigri kominn!
Árni Sigfússon með 92% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Athugasemdir
Já er þér hjartanlega sannmála.
Góð mynd af félögunum tveir traustir menn
Jón Sveinsson, 28.2.2010 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.