Illa upplýstur um laxveiði og fleira...

laxEitthvað er Daninn illa upplýstur þessa dagana, því metveiði eru í vatnslitlum laxveiðiám landsins, sbr. fréttir úr dagblöðum undanfarna daga, en einnig sbr.fréttir á vefnum, t.d. á vefnum: http://www.lax-a.is/islenska/

Góður gangur er enn í Laugardalsá þrátt fyrir skort á vatni í flestum ám fyrir vestan. Alls eru komnir 357 laxar á land og stefnir laugardalsá vel í að ná veiðitölu siðasta árs en þá veiddust samtals 501 lax. Það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar það fer að rigna.

Við heyrðum af veiðimönnum sem deildu stöng seinni vaktina í Eystri Rangá í gær og lönduðu 7 löxum. Nokkur litur var í ánni og hvorugur veiðimannana hafði veitt á svæðinu fyrr (svæði 2) - það kom þó ekki að sök því áin er hreinlega full af fiski.

Ég gef nú ekki mikið út á ágiskanir manns, sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingur í íslenskum laxveiðiám, en er ekki betur upplýstur en þetta.


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ættum að loka á öllu sem kemur erlendisfrá í 50 ár.   Kalla alla Íslendinga heim frá útlöndum.  Ef menn eru ekki komnir heim fyrir áramótin, þá missa þau einfaldlega Íslenska ríkisborgararéttin sín.  Enda með því að skila sér ekki heim, þá vilja menn ekki vera Íslendinga.  Þau sem ekki vilja vera hér, skulu koma sér út fyrir árámótin næst komandi.  Við skulum þá hefja 2011 með því að loka landið í hálfa öld.  Þannig náum við að hlúa að okkar menningu og land, og þannig tryggja sjálfstæði Íslands næstu þúsund árin.

Áfram Ísland !  Ísland er ekki eyja, það er heimsálfa !

Davíð (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband