1. maí - svona á að gera þetta !

Ég verð að segja að ég er himinlifandi yfir þessum úrslitum og þá á ég við alla lausn þessa máls. Auðvitað var enga lausn að hafa fyrr en alveg í lokin, þar sem þessi deila var komin í algjöran hnút. Það sem er svo fallegt við þessa lausn er að ráðherra og stjórnendur sjúkrahússins áttuðu sig að lokum á því að svona er ekki hægt að umgangast fólk. En það er ekki það sem er ekki, heldur að hjúkrunarfræðingar og aðrir áttuðu sig einnig á því að eina leiðin í svona málum er leiðin til sátta.

Það sem stjórnvöld  og forstöðurmenn þurfa loksins að átta sig á er að þegar breytingar eru fyrirhugaðar er nauðsynlegt að hafa fyrr samband við stéttarfélög og starfsmenn. Nútíma starfsmenn einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja sætta sig ekki við þá hegðun, sem sýnd  var hér áður fyrr og hefur sýnt sig aftur undanfarnar vikur, mánuði og ár - við krefjumst virðingar vinnuveitenda fyrir okkar kröftum og þá sýnum við ykkur sömu virðingu! Fyrirtæki og stofnanir verða að átta sig á því að án okkar - starfsmannannna - eru þau algjörlega máttlaus og kraftlaus - við erum jafn sterk og mikilvæg og fyrirtæin sjálf! Ef þið áttið ykkur ekki á þessu, þurfið þið öll að fara til Kína eða Indlands og þá vantar ykkur okkur til að okra á! Í "hyperkapítalisma" undanfarinna ára virðist þetta hafa gleymst!

Mætum öll á morgun í 1. maí gönguna - ég verð með BSRB fánann ...

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson,

formaður Tollavarðafélags Íslands


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband