11.5.2008 | 23:26
Nú er fokið í flest skjól!
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum síðan, að stuðningsmenn inngöngu Serbíu í ESB hefðu þar betur í þingkosningum?
Hvenær ætli menn vakni hér á landi og fari þó það væri nú ekki nema að hefja metnaðarfulla og vandaða umræðu um kosti og galla ESB aðildar og möguleika á því að Íslendingar skoði aðild að ESB.
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Stuðningsmenn ESB höfðu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er spurning hvort það sé betra að vera í einu stóru voldugu landi eða litlu landi með lítil völd en alveg öruglega meira lýðræði...
Held persónulega að það sé langtum betra að hafa sameinaða Evrópu, allavega miðað við öll stríðin sem hafa verið þarna seinustu árin. En með þetta stóra ríki gæti bara orðið stærra stríð, meina það er ekki langt síðan heimstyrjaldirnar voru og það getur allt gerst.
En persónulega held ég að Ísland ætti að njóta þess að vera hlutlaust og sjálfstætt og bara vera eins og Sviss. Allavegana þá treysti ég ekki þessu Evrópusambandi, virkar eithvað svo gert til þess að láta völdin í hendur fárra og eithvað að reyna að gera risaveldi í Evrópu. Miðað við söguna þá endar svoleiðis aldrei vel þótt að aldrei hafi svona verið staðið að þessu.
En til þess er sagan, til að læra af henni og mér finnst að fólk ætti að skoða hana betur. Margt sem gerðist fyrir 200 átti sér svipuð atvik sem gerðust fyrir 2000 árum og við erum ennþá menn þó við teljum okkur vera langtum miklu gáfaðari. En svoleiðis hefur það líka alltaf verið en svo hlæjum við bara að vitleysunni sem þetta fólk gerði í gamla daga og kallaði sig gáfað.
Björn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 01:56
ESB er fyrir fallega fólkið. Ertu þú fallegur?
Björn Heiðdal, 12.5.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.