Ekki hægt að fá þetta ódýrara

Ég held einmitt að engin leið sé að fá varnir á ódýrara verði en við erum að gera, en ég ef ég hef skilið málið rétt, erum við einungis að borga mat og húsnæði fyrir þessa hermenn.

Veit fólk almennt hvað kostar að fljúga fjórum svona vélum á hverja klukkustund? Ég veit það ekki en ég veit að rekstur á einni svona vél kostar meira en nokkurn grunar. Það var í raun snilldarbragð af ríkisstjórninni að semja við önnur ríki um þetta eftirlitsflug, en að sjálfsögðu þurfum við á slíku eftirliti að halda eins og aðrar þjóðir. Eru nágrannaþjóðir okkar Norðmenn, Svíar, Finnar og Danmörk með her, sem kostar offjár aðeins að gamni sínu? Enginn stjórnmálaflokkur í þessum löndum, sem vill láta taka sig alvarlega, kemur með svona merkingarlaust gaspur fram. 

Það hljóta allir að sjá í hvaða gír Rússar eru komnir í. Staðreynd er að eftir tveggja áratuga tímabil niðurlægingar eru þeir óðum að jafna sig og eru enn stórveldi á sviði hernaðar. Það er barnaskapur einn að gera lítið úr þeirri staðreynd. Yfirráð yfir Norður-Atlantshafi eru mikilvæg og enginn skyldi halda að Frakkar, Norðmenn og meira að segja Pólverjar væru að leggja út í kostnað við að koma hingað ef þeir áttuðu sig ekki á þessari staðreynd og Bandaríkjamenn voru hér ekki áratugum saman af ástæðulausu. Persónulega held ég að Bandaríkjamenn eigi eftir að átta sig á því þegar nýjar siglingaleiðir til Asíu opnast og baráttan um auðlindir á Norðurpólnum hefst, að það voru regin mistök að yfirgefa varnarstöðina.

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson


mbl.is Koma Frakka liður í Evrópuvæðingu öryggismála Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband