Eðlilegt eftir langt þensluskeið

Ég veit ekki betur en að kólnun hafi verið spáð um nokkurn tíma og allir máttu svo sem vita að þetta svokallaða góðæri gat ekki gengið áfram endalaust. Framkvæmdunum fyrir austan er nú lokið og einnig stækkun Norðuráls og síðan var einnig ljóst að einhvern tíma myndi hægja á útrásinni.

Þótt ég hafi kannski oft verið bjartsýnni á undanförnum árum, sé ég þó ekki það svartnætti, sem margir virðast sjá. Í raun held ég að það sé frekar bjart framundan og minni í því sambandi á framkvæmdir í Helguvík og hugmyndir um uppbyggingu iðnaðar í Þorlákshöfn og á Húsavík. Þá er ekki útilokað að atvinnumál á Vestfjörðum leysist ef þar verður af byggingu olíuhreinsunarstöðvar. Það er líklegt að einhver fyrirtæki lendi í tímabundnum erfiðleikum og jafnvel að einhver verði gjaldþrota, en að hér sé allt á heljarþröm er mjög fjarri sannleikanum.

Með kveðju, Guðbjörn Guðbjörnsson


mbl.is Kaupmáttur rýrnar í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband