Er „Laissez-faire” virkilega lausnin?

Nú er ég búinn að skoða bloggsíður allra stærstu blokkhagspekinganna minna - að vísu hefur Egill Jóhannsson ekki enn bloggað - og það virðist enginn þeirra botna neitt í neinu. Auðsjáanlega eru þeir jafn ráðvilltir og ég hvað öll þessi mál varðar. Það er mér því miður ekki huggun harmi gegn, því ég var að vona að þeir hefðu ráð undir rifi hverju.

Það er aðgerðarleysið, sem maður skilur ekki og kemur manni sífellt meira á óvart. Ég átti satt best að segja von á því að Geir myndi boða einhverjar aðgerðir í gær, en auðsjáanlega er ekkert í spilunum. Nú er ríkisstjórnin og Seðlabankinn búin að gera ekkert í nokkur ár og allt komið í kaldakol. Maður spyr sig óneitanlega, hvort það sé hugmyndin að halda því áfram. Í framhaldi spyr maður sig, hvort það sé hugsanlega líka rétta lausnin að gera ekki neitt og þessir menn séu bara svona miklu klárari en allir aðrir, sem vilja sjá einhverjar aðgerðir? Markaðnum líkar auðsjáanlega ekki heldur þetta aðgerðarleysi eða skilur bara kannski ekki heldur þessa „Laissez-faire” stefnu ríkisstjórnarinnar.

Ástandið er farið að minna mann óþægilega á æsku manns, unglingsárin og þegar maður var mjög ungur maður - þ.e.a.s. árin 1975-1990.

Það fer um mig hrollur við tilhugsunina eina saman!


mbl.is Gengislækkun getur þýtt verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Það kemur mér líka á óvart að það virðist ekki vera neinar lausnir.

Ég fór að heiman 1982 og leigði með vinkonu minni. Þá voru enn til mjólkurbúðir og kjörbúðir. Þar var lokað í hádeginu milli 12 og 1 og við vinkonurnar reyndum að komast út í búð fyrir lokun vegna þess að við vorum sannfærðar um að maturinn hækkaði í hádeginu. 

Ástandið núna er svipað og enginn virðist ráða við neitt.

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 00:17

2 identicon

Síðast þegar ég las mig til um málið þýddi laissaiz faire nákvæmlega þetta, að fara ekki úr límingunum þegar markaðurinn fær smá pest, hann hefur tilhneygingu til þess að redda sér.

Svo heyrir maður af spákaupmönnum sem kaupa olíu sem ekki er til, ekki einu sinni á pappírum af því að hún á eftir að hækka þangað til að sömu spákaupmenn selja hana fyrir hvað sem er þegar þeir halda að ekki verði grætt meira.

Auðvitað sér hver heilvita maður að þetta kerfi gagnast aðeins þeim feitu, ríku og áræðnu (=fífldjörfu) sem er slétt sama hvaða afleiðingar fylgja gjörðum þeirra.

Í siðfræði stjórnmála í gamla daga í Guðfræðideild HÍ greindum við m.a. laissez faire ofan í tætlur. Komumst að því sama og meistari Cohen setti svo snilldarlega í orð og tónlist.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Carlos

Já, ég meinti það einmitt: Hvort við ættum kannski bara að vera róleg og leyfa markaðnum að laga þetta á sinn hátt, Þess vegna spyr ég þessarar spurningar. Síðan eru um það mjög deildar meiningar, hvort rétt sé fyrir ríkið að skipta sér af þessum vandamálum og hins vegar, hvort ríkið hafi yfirleitt burði til að koma þessum risastóru bönkum til hjálpar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband