21.6.2008 | 14:15
Bravó, Ólafur Ragnar Grímsson
Þeir sem mig þekkja vita að ég hef ekki verið hrifinn af sumu, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið sér fyrir hendur undanfarin ár og þá á ég auðvitað einungis við bein afskipti hans af stjórnmálum.
Hins vegar verður maður að viðurkenna - hvaða stjórnmálaskoðun sem maður hefur - að enginn Íslendingur fyrr og síðar hefur komið okkur jafnvel á kortið í mörgum málum og unnið jafnmikið að landkynningu og hann. Ég er allavega þeirrar skoðunar, að hann hafi betri og víðtækari sambönd en Vigdís hafði á sínum tíma, þótt hún eigi síðan heiðurinn af því að hafa þróað embættið í þá átt sem það er í dag. Báðir þessir forsetar hafa verið frábærir fulltrúar landsins á erlendri grundu - ekki spurning.
Af þessum sökum lýsi ég því yfir hér og nú að hann vinnur vel fyrir kaupinu sínu og þrátt fyrir að hafa ekki kosið Ólaf Ragnar á sínum tíma, er ég á heildina litið meira en sáttur við að hafa hann á forsetastóli þessi ár.
Hann á bara ekki að vera að skipta sér af stjórnmálum maðurinn, til þess er forseti Íslands ekki kosinn.
Ólafur Ragnar í viðtali á CNN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.