Lífið eftir bensín og olíu?

Enn og aftur bendi ég á að við verðum að breyta hugsunarhætti okkar varðandi blessaða olíuna - hún er fyrr eða síðar á þrotum.

Nú gildir á Íslandi að skoða aðra samgöngumöguleika, hvort við getum getum á einhvern hátt gert okkur minna háð olíu eða ekki. Þetta væri kjörið tækifæri fyrir "alvöru" stjórnmálamenn með "alvöru" framtíðarsýn að kynna byltingarkennd áform sín um framtíðarsamgöngur - sporvagna og hraðlestir.

Gísli Marteinn var auðsjáanlega aðeins of snemma á ferðinni með annars frábærar hugmyndir um þetta efni. Kannski er hægt að "rísækla" þessar hugmyndir hans og kannski munu aðrir hægri menn bera kyndilinn aðeins lengra?

Hér talar samt sem áður maður stóriðju, sem vill a.m.k. tvö stór álver í viðbót: Helguvík og á Bakka - síðan má hugsa sig um. Ástæðurnar er einfaldar: Að reisa álverin hér á Íslandi veldur minnstum skaða fyrir náttúruna - álver hér þýðir minni notkun á kjarnorku og brennslu kola annarsstaðar. Álið verður framleitt einhversstaðar - spurningin í dag er aðeins hvar, hvernig og með hversu mikilli mengun? Hin ástæðan er að við á Íslandi - þessu guðsvolaða landi - þurfum á störfunum, framkvæmdunum, fjárfestingunni erlendis frá og gjaldeyrinum að halda hér og nú í dag 20. júní 2008.

Þótt ég sammála umhverfisvænni stefnu í sumum málum, þýðir það samt sem áður ekki að ég undirriti stefnu VG í umhverfismálum. Sumu er ég sammála hjá VG og öðru ekki.

Tími fyrir fyrir breyttan hugsunarhátt - annarsvegar minni bifreiðaakstur og hinsvegar umhugsun varðandi heimilisúrgang (flokkun á rusli), vetnisbúskap, o.s.frv. - er þörf í öllum flokkum. Ég ætla að "rífreisa" þetta: Stjórnmálaflokkum og stjórnmálaskoðun kemur þetta ekkert lengur við - allir flokkar eru umhverfisvænir, bara mismikið!

ÞETTTA ER: "COMMON SENSE" !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sjálfbærni í eldsneytismálum er okkar mikilvægasta þjóðþrifamál.

Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.sendu mér netfangið þitt, á  redlion@sigurjonsson.org

Kv.Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 19.6.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband