24.6.2008 | 23:02
57% þjóðarinnar hafa ekki séð ljósið!
Lifum við kannski bara á loftinu?
Ég var að svara á blogginu og tók saman í flýti nokkrar tölur, sem ég fann á netinu. Hugsanlega eru þær ekki allar réttar en gefa samt að mínu mati nokkuð góða mynd af því, sem stóriðjan hefur gert fyrir okkur Íslendinga á undanförnum árum, en við eigum eftir að sjá á næstu árum, hvað hún mun gera fyrir okkur.
Þetta verður gott að hafa í huga, þegar fiskurinn skilar okkar minna og minna með hverju árinu. Ég átta mig nefnilega á því öfugt við marga aðra að maður lifir ekki á loftinu einu saman.
Hversvegna streyma ekki annars þessi Eitthvað annað störf hingað í augnablikinu? Mér sýnist að við gætum þurft á þeim að halda á næstunni! Nú reynir á kænsku og hugkvæmni manna á borð við Andra Snæ og félaga. Þeir gætu t.d. byrjað á að finna 240 störf fyrir þetta fólk, sem missti vinnuna í dag. Bíddu nú aðeins við voru þetta ekki einmitt umhverfisvæn Eitthvað annað störf, sem voru að tapast? Heyrði ekki af neinum uppsögnum í álverum í dag.
Síðan missa einhver þúsund vinnuna í haust, þegar byggingabólan springur endanlega. Ég bíð spenntur og 57% þjóðarinnar hafa auðsjáanlega trú á Draumalandi Andra og félaga. Nú er best að dusta rykið af þeim hugmyndum, sem birtust víða á prenti í fyrra og Andri Snær skrifaði heila bók um. Vel á minnst, hafi þjóðin verið hrædd og án sjálfstrausts í fyrra, hvernig er þá fyrir henni komið í dag. Andri: Nú er að hvetja fólk til dáða ... Nei, fram þjáðir menn í þúsund löndum.
Ég trúi líka á Eitthvað annað störf , en leyfi mér að hafa einn hjáguð- álið! Það er bannað hjá þessu fólki, á þeim bænum snýst þetta nefnilega um pólitískan rétttrúnað!
Mér fróðari menn sögðu að reikna mætti 1,5-2,0 störf á hvert starf í álframleiðslu hér á landi. Í Bandaríkjunum benda rannsóknir hinsvegar til þess að 2,5 störf komi á hvert starf í áli. Ég vil vera sanngjarn og vel því lægsta stuðulinn 1,5.
Hafnarfjörður - Rio Tinto Alcan
Hjá Rio Tinto Alcan starfa um 500 starfsmenn. Ef álverið hefði verið stækkað hefðu 300 starfsmenn bæst við. Þeir iðnaðarmenn, sem kusu á móti álverinu eiga eftir að sjá eftir þeim störfum í haust, þegar þeir verða atvinnulausir.
Af þeim 300 starfsmönnum, sem nú vinna fyrir félagið eru u.þ.b.:
- 70 Stjórnendur og millistjórnendur, nær allir háskólamenntaðir
- 120 iðnaðarmenn
- 200 ófaglærðir
- 150 sumarstarfsmenn
Ég á von á skiptingin sé svipuð í flestum stóriðjuverum.
- Alls störf: 500
- Afleidd störf: 750
Vesturland Íslenska járnblendifélagið
Hjá Járnblendifélaginu starfa um 110 starfsmenn.
- Alls störf; 110
- Afleidd störf: 165
Vesturland Norðurál Century Aluminum
Eftir stækkun álversins starfa þar um 320 manns. Af þessum störfum komu um 130 til vegna stækkunarinnar nú nýlega.
- Alls störf: 320
- Afleidd störf: 480
Austfirðir Reiðarál ALCOA
Áætlað er að starfsmenn verði um 450 í nýja álverinu fyrir austan. Áætluð eru 154 ársverk til viðbótar fyrir 2012.
- Alls störf: 600
- Afleidd störf: 900
- Alls störf: 450
- Afleidd störf: 675
Þegar álverið verður komið í fulla stærð árið 2015 munu þar starfa 400 starfsmenn.
- Alls störf: 400
- Afleidd störf: 600
Norðausturland Bakki ALCOA
Kemur að öllum líkindum til með að skapa 400 ný störf.
- Alls störf: 400
- Afleidd störf: 600
Þetta eru alls a.m.k. um 7000 störf, sem öll eru mjög vel borguð.
Meðallaun í álverinu í Hafnarfirði voru árið 2006 um 500.000 kr og eru líklega nær 600.000 í dag.
Þannig að útreikningurinn eru einfaldur: 7 milljónir x 7000 störf = 49 milljarðar kr.
Samkvæmt útreikningum Kaupþings mun útflutningur á áli á næsta ári skila 180 miljörðum í útflutningingstekjur. Af þessum tekjum verða um 40-45% eftir í landinu. Þetta eru u.þ.b. 80 milljarðar króna.
Auðvitað er fullkomlega óábyrgt að slumpa á þetta svona og auðvitað er hugsanlega um eitthvað lægri tölur að ræða, því allir eru ekki svo heppnir að fá vinnu í álverinu og verða að láta sér nægja afleiddu störfin, sem eru flest ekki jafnvel borguð.
Auðvitað vitum við ekki heldur nákvæmlega hvað verður mikið eftir: 30-40-50% af útflutningstekjunum? Þetta eru hins vegar svipaðar reiknikúnstir og ég er að sjá hjá andstæðingum stóriðju. Ljóst er þó að um gífurlega háar upphæðir er að ræða og það er það, sem mér sárnar - þ.e.a.s. hræsnin, lygin og múgæsingin, sem einkennir alla umræðu um þessi mál. Þetta jaðrar við loddaraskap.
Hvað haldið þið að þurfi margir ferðamenn að koma til landsins til að skilja eftir 180 milljarða króna eða þá 80 milljarða, sem verða eftir í landinu?
Hvað haldið þið að þurfi mörg netþjónabú til að skilja svona mikið af peningum, eða fjallagrasatínslu eða önnur gæluverkefni vinstri manna?
Við ættum kannski að athuga, hver fjöldi sjómanna er, þegar kvótinn hefur nú verið skorinn niður um 100.000 tonn og hverjar meðaltekjur þeirra eru?
Hefur fólk í fiskvinnslustöðum 500-550.000 kr á mánuði? Hefur fólk á Eddu-hótelum þessi laun? Hefur fólk í Eitthvað annað störfum þessi laun?
Þessara spurninga ættu 57% þjóðarinnar að spyrja sig í kvöld og þó aðallega í haust, þegar kreppa mun að.
Hverjar ætli niðurstöðurnar verði í október eða nóvember, það verður fróðlegt að sjá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.6.2008 kl. 01:07 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Ljónið hefur sé ljósið. Starfsmenn í orkugeiranum hafa séð ljósið, starfsmenn í stóriðju hafa séð ljósið, starfsmenn í vertakageiranum hafa séð ljósið, verkalýðsfélögin um allt land hafa séð ljósið, eins hafa og SA og SI, séð ljósið.
En STOPP og STOPP FLOKKARNIR VG og Samfylkingin hafa ekki sé ljósið.
Kaffihúsahópurinn 101 RVK, situr í myrkrinu.
Rauða Ljónið, 24.6.2008 kl. 23:39
Mér sýnist að það sé enn nokkuð skuggsýnt hjá ykkur félagar, þrátt fyrir bjartar sumarnætur.
Sigurður Hrellir, 25.6.2008 kl. 01:20
Skuggsýnt- síður en svo. Að auki við þá 180 milljarða, sem við höfum í útflutningstekjur (80 verða eftir hér) í dag, bætast 100-120 viðbótar á næstu 5-6 árum vegna stækkunar Straumsvíkur, álversins í Helguvík og á Bakka. Síðan látum við staðar numið í stóriðju, þ.e.a.s. fyrir utan stækkunina á álverinu í Helguvík. Síðan látum við staðar numið í stóriðjumálum - allavega í bili.
Að auki vona ég að lestarsamgöngum og auknum strætisvagnaferðum verði komið á á Reykjavíkursvæðinu (Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanes) og þannig verði notkun bifreiða minnkuð. Kraftur settur í þróun á bifreiðum, sem nota annað en jarðeldsneyti o.s.frv.
Þessir tveir hlutir eru ekki andstæður, líkt og margir vilja vera láta. Með hverju orkuverinu, sem við byggjum öðlumst við meiri þekkingu í þeim "bransa". Þessa þekkingu verður síðan vonandi hægt að nota til að gera okkur nær algjörlega óháða jarðeldsneyti, t.d. með djúpjarðborunum.
Það er gott að búa á Íslandi og á eftir að verða enn betra í framtíðinni!
Það er bjart fram
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.6.2008 kl. 07:39
Góður Guðbjörn eins og alltaf.
Auðvitað getum við ekki lifað bara á berjatínslu og ferðamennsku, enda skýr síðustu dæmin hér á Suðurnesjum. Uppsagnir í Flugstöðinni ofan í allt það sem á undan er gengið. Hinsvegar held ég að Ljónið viti nú ekki mikið um hvað hann er að tala þegar beinir spjótum sínum að aðkomu Samfylkingarinnar að Álverinu hér.
Ég held og reyndar finnst heiðarlegast þegar menn njóta sannmælis og séu virtir fyri það sem vel er gert. Ljónið verður að átta sig á að það að framkvæmdir við Álver eru hafnar hér á svæðinu byggist á víðri samstöðu þeirra flokka sem í bæjarstjórn eru ásamt aðkomu verkalýðsfélaganna á svæðinu. Það er ekki eins flokks eða eins manns verk. Náðu menn að mynda samstöðu um gott mál sem er öllu byggðarlaginu til góðs.
Hannes Friðriksson , 25.6.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.