17.7.2008 | 15:20
Ljótt að segja það, en ...
Ég efast ekki um að þessar tölur eru hárréttar. Það er ömurlegt til þess að hugsa hversu íslenska þjóðin er gjörsamlega veruleikafirrt og spillt af góðæri. Þessi skammsýni hverfur með haustinu eða um leið og atvinnuleysið fer yfir 10%. Vinir mínir í VG munu segja mig vera með hræðsluáróður, en það er ekki rétt, ég er raunsær.
Einkennilegt af VG að segja 66% (2/3) vera lítinn stuðning við stóriðjuframkvæmdir, eða eins og þeir orða það að "umtalsverð andstaða eða efasemdir heimamanna á Suðurnesjum" sé fyrir hendi. Er 1/3 meira en eða jafnt og 2/3?
Skrítin tölfræði þetta: 66% (fylgjandi) versus 22% (á móti) er lítill munur, en 41,6% (á móti) og 36% (fylgjandi) er mikill munur.
Síðan segir VG: "Enn og aftur kemur í ljós að góður meirihluti landsmanna styður baráttu Vinstrihreyfingarinnar" og þá erum við að tala um að 41,6% séu andvíg álveri í Helguvík og 36% hlynnt, en 22,4% tóku ekki afstöðu í könnuninni.
Það að fréttamenn MBL lepji þessa vitleysu upp sýnir að Mogginn er andsnúinn stóriðju og stundar ekki hlutlausa og gagnrýna fréttamennsku, frekar en aðrir fjölmiðlar. Sem betur fer er þó Ómar kominn af launaskrá ríkisins, sem sérlegur almannatengslafulltrúi umhverfissinna.
Já, sé miðað við þessa stærðfræðikunnáttu er gott að forsvarsmenn VG eru ekki verkfræðingar að byggja brú!
Fleiri á móti en með álveri í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Athugasemdir
Þú ættir að kynna þér hugmyndir Framtíðarlandsins um mögulega atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjamenn eiga sem betur fer aðra möguleika en álver með tilheyrandi mengun, virkjun Þjórsár og línulögnum yfir fjölda sveitarfélaga.
Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:45
Sæl. Valgerður hvar eru fyrirtækin og atvinnuuppbyggingin sem þið í Sól í Straumi ætluð að koma á fót og lofuðu Hafnfirðingi,? Ekkert komið , það sem komið er er atvinnuleysi í byggingariðnaðinum og öðrum greinum með tilheyrandi gjaldþrotum, og upplausn heimila, þið voruð algjörlega á móti framförum í bænum, sögðu það best að allur iðnaður og önnur starfsemi í iðnaðarhverfi í Hraunum suður ætti heima í Þorlákshöfn, Hafnfirðinga ættu bara ekki að hafa vinnu nema í kaffihúsum og hjá ríki og bæ, Varðandi mengunarbullið, þá skilar sér til baka af hverju framleiddu tonni af áli 13.2 tonn af CO2.
Rauða Ljónið, 17.7.2008 kl. 16:17
Skoðau greinar og umræðu á http://solistraumi.org/ og vef bæjarins m.a. með tilliti til umræðu um atvinnustarfsemi og iðnað. Áhugavert að skoða lóðaúthlutanir til fyrirtækja í Hafnarfirði.
Ég veit ekki til þess að það sé fylgni milli uppbyggingar stóriðju og skilnaða.
Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2008 kl. 17:02
Sæl. Valgerður gleraugnaverslunin á Strandgötunin bjargar ekki hag Hafnfirðinga, ég var ekki að ræða um skilnaði, ég var að ræða um sálar kvöl þeirra sem lenda í fjárhagsörðuleikum, þú veist það að á þessum link Sól i Straumi fór fram ritskoðun bæði athugasemdir mínar sem og annar gufuðu upp þegar ekki var farið rétt með á linknum og við vildu leiðrétta.
Hefur rætt við börn starfsmanna ISALs sem lögð voru í einelti of nemendum í skólum bæjarins, þar sem sumir kennara tóku upp á það einsdæmi að rangfæra umhvefsiþætti og aðra þætti og fara með rangt í tímum og tala niðrandi orðum um starfsmenn Isals, þar sem feður og mæður sumra barnana unnu, en það bitanað á börnum starfsmann ISAL.
Rauða Ljónið, 17.7.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.