Lausn VG er að hætta atvinnuuppbyggingu í landinu

Það er ótrúlegt að forystumenn VG krefjist þess að þingið komi saman til að ræða málin. Einu tillögurnar, sem hafa komið frá þeim bænum síðastliðna mánuði, er að helst ætti að hætta við alla atvinnuuppbyggingu í stóriðju og virkjanaframkvæmdir.

Slíkrar uppbyggingar var oft þörf, en nú er hennar hreinlega nauðsyn. Ef ekki verður blásið krafti í þá uppbyggingu strax í dag, stefnir í mun harðari lendingu í efnahagslífi þjóðarinnar enn annars verður.

Ég veit svo sannarlega ekki hvað þingið getur gert við núverandi aðstæður. Það er ríkisstjórnin, sem verður að bregðast við og ég á von á að bæði hún og Seðlabankinn sitji ekki aðgerðalaus þessa dagana.

Það sem við örugglega ekki þurfum í dag er einhver leikþáttur á Alþingi, þar sem stjórnarandstaðan málar skrattann á veginn. Nú gildir að halda ró sinni og reyna að finna lausnir. 


mbl.is Vilja að Alþingi verði kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Sigmundsson

Heldur þú að með því að drita nið'u álverum sé lausnin fengin, veistu hvað margir verktakar fóru á hausin við byggingu kárahnjúkastíflu og álvars á reyðarfirði.

Finnst þér ástandið í landinu eins og það er virkilega í lagi og ekki þörf á að taka á vandanum.

Úr hvaða vídd komst þú eiginlega.

Guðni Sigmundsson, 21.7.2008 kl. 14:28

2 identicon

Segðu okkur endilega Guðni, hversu margir verktakar fóru á hausinn við Kárahnjúkastíflu og álversins á Reyðarfirði. Ekki að það komi máolinu á nokkurn hátt við. Fyrirtæki fara jafnan á hausinn ef stjórnendur þeirra standa sig ekki. Það heitir víst frjáls samkeppni sem ykkur vinstri-grænum virðist standa mikill stuggur af.

Hörður (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Guðni

Já, þú ert sennilega einn af þessu "eitthvað annað" lausnar fólki.

Ég ákalla ykkur öll: Andra Snæ, Ómar, Björk og þig líka, Guðni.

Nú er tækifærið að koma með þetta eitthvað annað og drita því út um allt land. Í haust verða þúsundir Íslendinga atvinnulausir og við þurfum á ykkur að halda, af stað nú! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sælir allir.  Hefur einhver töluna á þeim verktökum sem fóru á hausinn vegna ruðningsáhrifa við byggingu Álversins í Bolungarvík, veit að Marel flutti starfsemi sína frá Ísafirði en hver eru hin ?

Rauða Ljónið, 21.7.2008 kl. 17:44

5 identicon

hmmm seinast þegar ég vissi var ekki sniðugt nú að setja öll egginn í sömu körfu. hvernig haldiði nú að þetta verður þegar álið fer að hrynja í verði... heldur væri þá að reyna að gera þetta sem fjölbreytilegast heldur en að vera veðja öllu á einn hest eða eina iðngrein. Ég er stoltur af því að vera í Vinstri Grænum og ég játa það nú alveg að sá stjórnmálaflokkur er ekki gallalaus. enda er það engin. sé nú ekki hvernig þú færð það út að VG vilji hætta atvinnuuppbyggingu í landinu þó við viljum ekki fleiri álver. Nú það segir sig sjálft að það sem fer upp verður að koma aftur niður ekki satt? Er nú ekki skynsamlegra að reyna fá eitthverjar nýjar hugmyndir en þessi blessuðu álver. Þau eiga nú líka eftir að finna fyrir kreppunni sem er framundan og hvað kemur þá í staðinn?

Jónas Höskuldsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Guðni Sigmundsson

Kallarðu niðurskurð á kvóta og lokun frystihúsa kanski skref í rétta átt ef það er ekki niðurrif hvað þá og mótvægisaðgerðirnar sem eru t.d vegagerð upbyggoing farsímakerfa osfr. sem hefur ekki skilað nokkuri fiskvinslukonu svo dæmi sé tekið nokkru starfi. Í lagi að líta að'eins í eigin barm þegar farið er að tala um niðurrifsstefnu.

Guðni Sigmundsson, 22.7.2008 kl. 09:39

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Allir brjálaðir í nýjar hugmyndir og sammála þér er ég um að ekki er gott að hafa öll eggin í sömu körfu.

Það hafa Íslendingar hins vegar alltaf gert. Fyrstu árhundruðin stunduðum við rán og rupl og einnig smá búskap, handritaskrif og ljóðagerð fyrir konunga Noregs. Það var þó nokkuð upp úr ráni og rupli að hafa þar til okkur var það ekki leyfilegt sökum nýrrar trúar. Búskapurinn var uppi og ofan og hálfsultum yfirleitt hálfu og heilu hungri hér við norðurheimskautsbaug, enda er landið ekki frjósamt eða býður það upp á fjölbreytta búskaparhætti. Ljóðagerðin fyrir konunga færði hingað nokkur litklæði og efni í nokkur skip og bóndabæi. Sem sagt landbúnaður var þar til á þessari öld okkar eina (fjör)egg.

Seint og síðar meir lærðum við að fiska, sennilega af útlendingum við Íslandsmið. Við áttuðum okkur fljótt á að hægt var að skipta á fiski og nytsamlegum hlutum við útlendingana. Gróðinn af því var skammvinnur því konungur Dana áttaði sig fljótt á því líka og lagði hald á alla gróða af því ævintýri. Fiskveiðar eru samt sem áður það sem hefur haldið meira og minna í okkur lífinu og gert þetta land að einu ríkasta landi heimsins. Þær eru þó ekki mjög tryggar, sbr. síldina forðum daga, loðnubresti og nú nýlega aflabrest í þorski. Fiskveiðar eru auðsjáanlega ekki eitthvað, sem hægt er að stóla á í framtíðinni.

Síðan hafa á undanförnum áratugum bæst við fleiri atvinnuvegir á borð við ferðaiðnaðinn, hugbúnaðariðnaðinn og svo hreina og klára iðnaðarframleiðslu á borð við Marel. Allt skilar þetta þjóðarbúinu þó nokkuð miklu í kassann. Hins vegar er ferðaiðnaðurinn ekki heldur mjög traustur markaður auk þess sem hann er takmörkunum háður ef við viljum ekki yfirfylla landið með ferðamönnum. Störf í ferðaiðnaði eru þar að auki láglaunastörf og árstíðabundin. Og ekki höfum við orðið var við að fyrirtæki berjist um að koma hér upp iðnaðarframleiðslu, enda markaðir langt undan og vinnuafl dýrt. Hugbúnaðargerð er möguleiki, en ég á ekki von á að þúsundir manna muni vinna við það í framtíðinni á meðan hægt er að fá Indverja í sömu vinnu fyrir brotabrot þeirra launa, sem eru greidd hér. 

Með því að bæta áliðnaði (mjög traustur atvinnuvegur og vel launaður)  við fiskveiðar (ótraustur en vel launaður), landbúnað (traustur en kostar okkur meira en við fáum út úr honum, illa launaður), ferðaiðnaður (ótraustur og illa launaður), iðnaðarframleiðsla (traust og vel launuð), hugbúnaðargerð (ótraust og vel launuð) höfum við einmitt ekki öll eggin í sömu körfu.

Við erum með tvær sterkar stoðir í okkar litla 315.000 manna þjóðfélagi: fiskveiðar og stóriðju. Landið er einfaldlega svo lítið að það ber ekki fleiri stoðir, við höfum einfaldlega ekki fólk til þess að vera með 10 sterkar stoðir. Til viðbótar þessum tveimur sterku stoðum höfum við svo nokkrar minni stoðir, s.s. að framan er getið. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 10:00

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar því var lýst yfir að byggja ætti Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði þá komu margir "umhverfisverndarsinnar" fram á sjónarsviðið og sögðu að það væri hægt að "margt annað" til að laga atvinnuástand Austfjarða og stöðva fólksflóttann þaðan.

Einhvern tímann seinna kom sveitarstjórnarmaður á Vestfjörðum fram og auglýsti af mikilli hógværð eftir því að þetta "margt annað" væri þá bara komið á laggirnar á Vestfjörðum í staðinn (þar eru virkjunarkostir litlir og lélegir).

Fáir hafa þorað að tjá sig um ótilgreint "margt annað" síðan þá. 

Annars er vafamál að ríkisvaldið eigi nokkuð að vera skipta sér af því hver byggir hvað fyrir hvaða fé og hvað landareigendur geri í viðskiptum og samskiptum við byggjendur orkuvera. Ef eitthvað þá virðist ríkið flækjast fyrir markaðnum hérna - vatnsvinnslu í Þorlákshöfn á að stöðva með eilífu umhverfismati, netþjónabú fær ekki orku, hina ósýnilegu Bitruhálsvirkjun má ekki byggja, osfrv.

Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 15:33

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gott innlegg Geir!

Eins og ég hef marglýst yfir er það sorglegt að atvinnuleysi þurfi að fara í þetta 10-15% áður en firringin minnkar og landsmenn komi niður á jörðina.

Þú munt sjá að með haustinu mun stuðningsmönnum virkjana og stóriðju fjölga mjög. Eins og ég þekki Samfylkinguna, sem sveiflast eins og vindhani líkt og skoðanir almennings á þessum málum, þá mun skynsemin ná fram að ganga þar sem annarsstaðar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband