28.7.2008 | 10:44
Tófa bítur konu = ekki frétt - kona bítur tófu = frétt
Einhvern tíma sagði vinur minn Þór Jónsson, fyrrverandi blaðurmaður og núverandi blaðurfulltrúi Kópavogsbæjar, að ekki væri um frétt að ræða ef hundur biti mann (konu), hins vegar væri það frétt ef maður (kona) biti hund.
Auðvitað er hundur ekki sama og refur, þótt báðar tegundir séu af hundaætt, en til að vera svolítið kvikindislegur langar mig samt sem áður til að álykta sem svo að um þessar mundir sé hápunkti gúrkutíðar náð hjá fréttastofum landsins.
Tófa beit konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Það virðist ótrúlegt magn "ekkifrétta" ná á síður dagblaðanna.
Björg Árnadóttir, 29.7.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.