Sjálfstæðisflokksbundið viðrini í stjórnmálum

 

Mér finnst flokkslínurnar stundum alveg með ólíkindum!

Hvernig getur það verið "vinstrisinnað" viðhorf að vera á móti mislægum gatnamótum og vilja flugvöllinn í burtu úr Vatnsmýrinni?

Hvernig getur það verið "hægrisinnað" viðhorf að elska mislæg gatnamót og mega ekki með nokkru móti heyra að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni?

Sama máli gegnir að sjálfsögðu um umhverfismál, landbúnaðarmál, fiskveiðistjórnunarkerfið, stóriðju og jafnvel Evrópusambandsaðild!

Ég finn það nú samt þegar ég vakna á morgnana að hjartað hjá mér slær aðeins meira til hægri en vinstri, en í málunum sem að framan greinir er ég með skoðanir eins og mér hentar.

Ég er kommi þegar kemur að flugvellinum í Vatnsmýrinni - vill hann burtu - og einnig varðandi aðildarviðræður að ESB auk þess sem ég vil stórauka almenningssamgöngur m.a. með léttlestakerfi; blanda af framsóknarmanni og samfylkingarmanni þegar kemur að íslenskum landbúnaði, því ég vil stórauka innflutning á landbúnaðarafurðum, en samt hafa áfram landbúnað á Íslandi; elska mislæg gatnamót og er því sjálfstæðismaður í þeim efnum, sem og varðandi umhverfismál og stóriðju; frjálslyndur varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið, því aldrei hef ég verið neitt sérstaklega hrifinn af kvótakerfinu.

Ég er sem sagt sjálfstæðisflokksbundið viðrini í stjórnmálum og er eitthvað að því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Aðalatriðið er nú að hjartað slái! En spurningar þínar sýna vel hvað hefðbundin skotgrafapólitík flokkströlla með speldi fyrir augum eins og veðhlaupahestar á alls ekki heima í upplýstri umræðu. Menn eiga að rökræða mál á grundvelli með- og mótraka í hverju dæmi fyrir sig, ekki eftir því í hvernig pólitískum buxum menn ganga.  Besta leiðin til að rústa samfélagslegri umræðu er að breyta stjórnmálaflokkum í bókstafstrúarhreyfingar með æðstapresti, guði og skratta.

Ár & síð, 26.7.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Guðbjörn.

Auðvita er máli það að viðsýni skortir, hjá svo mörgum, þegar enski dráttarklárinn er látinn ráða för með blöðkur sýnar fyrir augum þá verða engar framfarir, en allt of margir stjórnmála menn taka sé far á enskumdráttaklári því það er auðvelt..

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þú ert s.s. eins og þessir sem bjóða sig fram í bæjarstjórnarkostningum úti á landsbyggðinni: Lætur málefnin ráða för og það sem best hentar þér og þínu byggðarlagi á hverjum tíma. Það finnst mér hið besta mál og eina almennilega ástæðan til að sinna pólitík.

Pólitík til að elta misvitra forystusauði í blindni er heimska! (það finnst mér a.m.k.)

Björg Árnadóttir, 27.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband