Kominn tími til að skoða ríkisstjórn með Framsókn og Frjálslyndum

Hér er bókstaflega allt að fara Andskotans til og einu fréttirnar sem við heyrum frá atvinnuvegunum eru gjaldþrot og hópuppsagnir.

það eina sem Samfylkingunni dettur í hug til að bæta úr málum er að leggja Þránd í Götu þeirrar einu atvinnuuppbyggingar, sem á sér stað á Íslandi í dag og komið getur okkur til hjálpar í þeim erfiðleikum sem við munum eiga við næstu misserin, þ.e. virkjanaframkvæmdum og stóriðju.

Ég held satt best að segja að tími sé kominn til að Sjálfstæðisflokkurinn skoði ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum og Frjálslynda flokknum.

Það er hreint út sagt sagt ótrúlegt, að ráðherra láti sínar einkaskoðanir ráða ferðinni á þann hátt, sem umhverfisráðherra gerir núna. Með þessu athæfi sínu setur hún sínar einstrengingslegu skoðanir á hærri stall en velferð allrar þjóðarinnar næstu 10-15 árin.

Það hefði eitthvað verið sagt ef einhver umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði tekið andstæða ákvörðun, t.d. varðandi Gjástykki eða Bitruvirkjun.

Það er sorglegt ef við þurfum að horfa upp á atvinnuleysi 15-20.000 Íslendinga áður en "umhverfisöfgasinnar" á borð við Þórunni sjá hvaða óbætanlega "óafturkræfa" skaða þeir hafa unnið íslensku þjóðinni með athæfi sínu.

Hvað er íslenska þjóðin að hugsa - erum við gjörsamlega búin að tapa öllu jarðsambandi?

 


mbl.is Framkvæmdir metnar heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þarf að fara að stofna undirskriftalista um að losna við samfó úr stjórn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Halda mætti að Samfylkingin og umhverfisráðherra byggi í öðru sólkerfi, ,,Kaffihúsasólkerfinu,, eins og þessar bloggsíður bera með sér, Sjá og svo þessi.

       Á tíma atvinnuleysis þúsundir missa vinnu, óðaverbólgu og gjaldþrot heimilanna og fyrirtækja, en í Viðskiparablaðinu síðasta föstudag eru 200 fyrirtæki komin í gjaldþrot , og talið að innan skamms fari talan í 500.

Þó þessar tölur séu borðleggjandi  þá er ákvörðun Samfylkingar að auka en vandan og auka á atvinnuleysið og stuðla að fleiri gjaldþrotum.

Dæmi.: 

Erlendir starfsmenn Flýja frá landinu

Árið 2007 fengu um 13.500 útlendingar dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, svipað og í Finnlandi, þar sem íbúar eru 5 milljónir.

 Umsóknum um hvers kyns E-vottorð fyrir fólk sem starfað hefur hér á landi en hyggst leita vinnu annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur fjölgað umtalsvert á milli ára samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

. Hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu, eru umsóknirnar um hvers kyns E-vottorð orðnar á bilinu 1200-1300 það sem af er ári en þær voru um 200 á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs. Stærstur hluti umsóknanna kemur frá Pólverjum.

Straumurinn liggi nú frá landinu ekki til landsins.

 

Hátt í 500 sagt upp í fjöldauppsögnum í sumar

31. júl. 2008 11:35

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur um 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids.

Þrátt fyrir að veðrið leiki við landsmenn þessa dagana er fullt af fólki sem hefur misst vinnuna það sem af er sumri. Í júní var tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá þremur fyrirtækjum. Hjá byggingarfélaginu Byggt var 27 starfsmönnum sagt upp, 207 var sagt upp hjá Icelandair og flugþjónustan sagði upp 70-75 manns.

Nú í júlí hafa komið inn á borð til vinnumálastofnunar uppsagnir hjá Ræsi og Mest. 57 starfsmönnum var sagt upp hjá Ræsi og á bilinu 60-80 hjá Mest. Þá kom fram í fréttum Sjónvarps í gær að 57 starfsmönnum var sagt upp í tveimur verslunum Just 4 kids, sem opnuðu fyrir rúmlega átta mánuðum.

22.7.2008 | 19:16

Missa 200 manns vinnuna við yfirtöku Kaupþings á Spron?

Það er athyglivert að Morgunblaðið skuli birta þá forsíðufrétt að allt að 200 manns muni missa vinnuna við samruna SPRON og Kaupþings en sparisjóðsstjórinn neita sannleiksgildi fréttarinnar.

 

24.5.2008 Verslanakeðjunnar MK One hefur verið sagt upp, en nýir eigendur keðjunnar hafa sett hana í gjaldþrotameðferð. Alls fengu 39 starfsmenn að vita það að þeir myndu missa vinnuna,. 11.07.2008 Sjötíu manns var sagt upp hjá Nóatúni vegna þess að loka á þremur verslunum. Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúns, segir að 70 manns hafi verið sagt upp en fyrirtækið hafi reynt að útvega fólki störf annars staðar.14.04.2008Áttatíu og átta starfsmönnum Glitnis hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin þýðir að hátt í tíu prósent af öllu starfsfólki fyrirtækisins á Íslandi missa vinnuna.

 Icelandair.

Icelandair sagði upp 207 starfsmönnum í júní.

Meðal þeirra sem sagt verður upp eru 60 flugmenn og 150 flugfreyjur. Auk þeirra mun starfsfólk sem vinnur í fyrirtækjum sem þjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli missa vinnu sína. Þessar uppsagnir eru með þeim umfangsmestu í sögu flugrekstrar hér á landi. 25.1.2008 Öllu starfsfólki fiskvinnslu Péturseyjar ehf. í Vestmannaeyjum, tólf manns, hefur verið sagt upp störfum og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Guðjón Rögnvaldsson, fram­kvæmd­a­stjóri fyrirtækisins segir að uppsagnirnar megi rekja til niðurskurðar í þorskkvóta. Blaðið Vaktin í Eyjum skýrir frá þessu.

Uppsagnir hjá HB Granda

5. maí, 18:48 -           Útgerðarfyrirtækið HB Grandi sagði upp öllum starfsmönnum fiskimjölsverksmiðju sinnar á Akranesi í dag. Starfsmennirnir eru alls fjórir talsins. Forstjóri HB Granda, Eggert Guðmundsson, segir gripið til þess ráðstafa sökum þess að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem vonast var eftir. Vefsíða Skessuhorns greinir frá þessu í dag.

Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna.

 

 Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að uppsagnir í bolfiskvinnslu nái til um 300 starfsmanna á yfirstandandi fiskveiðiári en þær séu sumar tímabundnar og  sumar komi ekki til framkvæmda fyrr en síðar á árinu.

Veiðiheimildir sópast á fárra hendur

Þriðjudagur, 29. janúar 2008Veiðiheimildir muni sópast á hendur fárra fyrirtækja og störfin hverfa í hverju þorpinu á fætur öðru eins og dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim.-Kristinn sagði ,að 1000 manns myndu missa vinnuna vegna niðurskurðarins. Einar K.Guðfinsson sagði,að  300 myndu missa vinnuna vegna uppsagna  í bolfiskvinnslu.540 missa vinnu í fiskvinnslu Steypustöðin  Mest segir upp 30 manns nú um mánaðarmótin og Síminn er að segja upp nokkrum starfsmönnum.

5. júní 2008

JB byggingarfélag, dótturfélag Stafna á milli, sagði í síðustu viku upp 28 starfsmönnum. JB er  Íbúðir í byggingunum á Akranesi. Engum starfsmanni hefur verið sagt upp hjá útibúi Glitnis á Ísafirði, en bankinn tilkynnti í gær um uppsagnir 88 starfsmanna hér á landi. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að uppsagnir starfsfólks hjá Glitni í dag hafi ekki verið óvæntar þar sem bankinn hafi upplýst samtökin um, að verið væri að skoða öll starfsmannamál. Umfangið hafi þó komið á óvart. Friðbert segir, að meðal þeirra sem sagt hefur verið upp séu 23 starfsmenn, sem sagt var upp í apríl en 65 hafi verið sagt upp nú í maí.

600 í fjármálageiranum.

 Geysilegum uppgangi og fjölgun starfsmanna í íslenska fjármálageiranum er lokið, að minnsta kosti um stundarsakir.niðursveifla kemur til með að vara, sem nú ríkir, og jafnútilokað sé að segja til um það, hvenær botninum verði náð.Á liðnu ári mun störfum í fjármálageiranum íslenska hafa fjölgað um nálægt 650 stöðugildi og telja sérfróðir menn á fjármálamarkaði að fækkun starfsmanna í fjármálageiranum á þessu ári muni að minnsta kosti nema þeirri tölu. 

 

Rauða Ljónið, 31.7.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ríkisstjórn með Framsókn, "Frjálslyndum" og Árna Johnsen. Þú hlýtur að vera að grínast. Ekki gleyma því hvaða stjórn sat hér í 12 ár og ber mikla ábyrgð á því ástandi sem ríkir í dag.

Sigurður Hrellir, 31.7.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Æ.... ekki segja þetta! Vingulsháttur Frjálslyndra getur varla orðið okkur til bjargar. En það væri nú ágætt að fara að heyra eitthvað í forystusauðum þjóðarinnar um atvinnuna, fjármálin og framtíðina!

Björg Árnadóttir, 31.7.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það hefur líklega enginn verið með meiri væntingar til samstarfsins með Samfylkingunni en ég. Ástæða þess er einfaldlega að aðeins er um sáralítinn áherslumun að ræða í stjórnmálum á milli hægri kratanna í Sjálfstæðisflokknum og í Samfylkingunni.

Ég er ekki viss um nema að það hefði verið betra að sleppa stofnun Samfylkingarinnar og "sameiningu" vinstri flokkanna í einn flokk.

Og er nokkuð viss um að margir innan Sjálfstæðisflokksins hefðu getað hugsað sér að kjósa gamla Alþýðuflokkinn við þessar aðstæður, t.d. vegna afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ESB aðildar.

Það er hins vegar ljóst að þessir sömu sjálfstæðismenn eiga enga samleið með Þórunni og félögum.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það væri Samfylkingunni fyrir bestu að þetta fólk færði sig yfir í VG, þar sem það á raunverulega heima. Ég er einnig nokkuð viss um að nokkuð margir innan VG ættu raunverulega heima í Samfylkingunni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.8.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband