Vinnur vel fyrir hvaða flokk sem er

Mín kynni af Jakobi Frímann eru nú þau að hann muni vinna sitt starf jafn vel, hvort sem það er fyrir fyrrverandi eða núverandi meirihluta.

Reyndar fannst mér margar af hugmyndum fyrrverandi meirihluta varðandi miðborgina mjög góðar, t.d. varðandi uppkaup á húsum - þótt þau hafi verið of dýru verði keypt - og fegrun garða og húsa.

Mér finnst óþolandi þegar fólk snyrtir ekki garða sína og heldur ekki húseignum sínum við og við hin þurfum síðan að horfa upp á óskapnaðinn svo árum og áratugum skiptir. Svona fólk á auðvitað að búa í fjölbýlishúsum, þar sem sameignin sér um að viðhalda húsum og hafa umhverfið snyrtilegt. Af þessum sökum fannst mér ekkert að því að senda út bréf til þeirra, sem ekki voru að standa sig í þessum efnum og mættu fleiri bæjarfélög taka sér þetta til fyrirmyndar.

Staðreynd er að þörf er að gera átak í miðbæ Reykjavík og í fleiri hverfum - og reyndar í fleiri bæjarfélögum - bæði varðandi snyrtimennsku almennt, umhirðu og viðhald fasteigna og heildarsvip götumynda og bæjarhverfa.


mbl.is Ráðning Jakobs Frímanns óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Baukur

Jakob er fantafínn maður. Hann er starrfsglaður, ákveðinn og heiðralegur.

- hann er ekki tækifærissinni og ekki framsóknarmaður. Þetta er bull í Halli ! Maður fattar stundum ekki hvað hér er mikið af fullyrðingum um fólk og málefni sem er ekki byggt á neinni þekkingu eða yfirsýn; bara hreins steypa ! 

Bjarni Baukur, 15.8.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Landfari

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér Hallur. Hann fór oftar en einu sinni í prófkjör hjá Samfylkingunni. Hann náði í byrjum engum sérstökum árangri hjá kjósendum og var eiginlega hafnað af þeim. Þegar hann seinna náði árangri í prófkjörinu en var hafnað af samfylkingunni þá fór hann sína leið og svo sem ekki erfitt að skilja það.

Held hinsvegar að það skipti litlu máli í þessu starfi sem hann er í núna. Held einhvern vegin að það sé allt anars eðlis en pólitísk metorðagirnd. Held að Jakop sé maður sem lætur verkin tala og sýnist hann hafa staðið sig alveg þokkalega það sem af er.

Landfari, 15.8.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakob Frímann Magnússon er svokallaður hægri krati með áherslu á umhverfisvernd. Slíka menn og konur er að finna innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Frjálslyndra, Íslandshreyfingar og reyndar einnig Framsóknarflokksins.

Ég er hægri, hægri krati sem vill stóriðjuleiðina og auknar virkjanir.

Það er í raun lítill málefnaágreiningur - meira áherslumunur - á milli 50% af Samfylkingu, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þess vegna geta þessir flokkar unnið ágætlega saman.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.8.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband