Mjög hissa - allt enn á sínum stað

Ég var hissa þegar ég vaknaði, því það er allt enn á sínum stað! Í gær var ég fullvissaður að allt yrði öðruvísi í dag en í gær.

Í nótt fór mig að dreyma furðulegustu hluti á borð við að  erlendur kranabíll væri búinn að sækja bílinn, sem eru á erlendu bílaláni, og búið væri að skipa honum um borð í eitthvert leiguskip frá Belize - Eimskip og Samskip farin á hausinn - og bíllinn á leið aftur til Þýskalands. Því miður var ég ekki svo heppinn. Bíllinn var enn þarna og ég þarf líklega að borga af okurbílaláninu um næstu mánaðarmót.

Ég var nokkuð viss um að húsið yrði á sínum stað, þegar ég vaknaði. Ég hugsaði samt með mér að einhverjir innheimtumenn gætu hugsanlega staðið fyrir utan húsið og heimtað að ég gerði upp húsnæðislánin frá Glitni eða að ég gæti hypjað mig burt úr húsinu. Nei, húsið er enn á sínum stað og ég get haldið áfram að borga af okurláninu og verðtrygginguna, sem smá saman eru að éta upp húsið mitt. Einu sinni átti ég í húsinu 60% í húsinu, svo 50% og bráðlega 40% ... Svona mun þetta ganga, koll af kolli, þar til þeir eiga allt húsið og ég skulda þeim meira en húsið kostar.

"Shit happens!"

Ég er síðan vakinn upp af farsímanum og ekkert hafði gerst. Fer fram úr og fæ mér kaffi, læsi húsinu "mínu" og er á leið í vinnuna, á bílnum hans Glitnis, sem ekkert fæst fyrir, en sem er með áhvílandi einhverjar 5 milljónir í blönduðu gjaldeyrisláni frá.

Eitt gott við þetta allt saman að ég treysti aldrei íslensku bönkunum fyrir séreignasparnaðinum og fór með hann til Allianz í Þýskalandi og Angela Merkel segir að hann sé öruggur.

Hversvegna í andskotanum var ég flytja til Íslands 1998? Ég var búinn að búa í Þýskalandi og var í öruggri vinnu og hafði það bara sæmilegt!

Jú, ég er svo klikkaður og fann að ég "fittaði" ekki inn hjá Þjóðverjunum, sem voru aðeins of "streit" fyrir minn smekk.

Kári ætti að rannsaka ekki hafi átt sér stað einhverskonar stigbreyting hjá allri þjóðinni og að hún sé öll með eitthvað stórmerkilegt geðveikisgen. Það er eina afsökunin, sem við höfum gagnvart umheiminum.

Ég elska þetta land og þessa þjóð með öllum kostum og göllum okkar!

God bless Iceland!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband