COMECON kemur Íslandi til hjálpar

Það er í raun furðulegt, að á sllíkri ögurstundu skuli það vera Rússar, sem koma okkur til hjálpar, en ekki "vinir" okkar Bandaríkjamenn og ekki vinir okkar á Norðurlöndum eða í Evrópu.

Eins og málin snúa við mér er líklegra að kunningsemi Björgúlfs Thors og Ólafs Ragnars vegi þyngra en "vinátta" ofangreindra þjóða.

Slíkt er geymt en ekki gleymt.

Guð blessi móður Rússland!


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Já þetta er afskaplega sérkennilegt. USA hvorki vill heyra okkur né sjá en USSR réttir fram hjálparhönd! Hefði ekki mátt búast við því að þessu yrði öfugt farið svona í ljósi sögunnar? Reyndar áttum við (íslendingar) í miklum viðskiptum við rússa hérna í denn en ég á ekki von á að það tengist þessu nokkuð.

Hins vegar sýnir þetta okkur líklega að þó tæknin sé góð og margir fundir geti farið fram í gegnum síma, þá mun tæknin aldrei koma fyllilega í staðinn fyrir að menn hittist, ræði málin yfir kaffibolla, og myndi sterk persónuleg tengsl.

Björg Árnadóttir, 8.10.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband